Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 10
Mi&vikudagur 14. október 1981 Þetta er siáin, sem hentar vel fyrir fólk f hjólastól. Teikningin sýnir aö hún er bæöi falleg og þægileg vídd er I henni. Noregur: Sauma föt sér- staklega ætluð hreyfihömluðum ■ i fyrsta sinn hefur Neytenda- skrifstofan i Osló fjallað á opin- berum vettvangi um fatnað, sem teiknaöur, saumaður og seldur er hjá einkafyrirtæki. Hér er um aö ræöa fatnað fyrir hreyfilamað fólk og er hann framleiddur hjá Vibe-klær I Fredrikstad. Else Ilegelund og Liv Paulsen heita konurnar, sem veg og vanda hafa haft af þessari framleiöslu. Þær eru einar um það i Noregi að framleiða fatnað, sem sérstak- tega er ætlaöur fötluðu fólki. Fötin eru öll s'aumuö eftir máli. Neytendaskrifstofan i Osló efndi til sýningar á þessum fötum i tilefni af Ári fatlaðara. For- svarsmenn skrifstoíunnar sögð- ust vita, að mikil þörf væri á fall- egum auðhreinsuðum fatnaði fyrir fatlað fólk. Fólkið á oft á tiðum erfitt með að fara i versl- anir og leita sér þar að fötum, sem það gæti notaö, en með til- komu Vibe-klær er eiginlega hægt aðsegja að verslunin, eða sauma- konurnar kömi til hinna fötluðu. Fyrsta flokks efni Milda Leirskar fataráðunautur hjá Neytendaskrifstofunni segir, að efnisvalið i fötin frá Vibe-klær sé einstakt. Notuð eru fyrsta flokks efni, sem bæði eru i fall- egum litum ogauövelt að hreinsa. Viðskiptavinirnir hafa úr ýmsu að velja. Fötin eru framleidd úr gaberdini, flaueli, jersey og blöndu af ull og polyester sem og úr crimplini. Það sem skiptir kannski mestu máli, er, að öll föt eru saumuð eftir máli. Hreyfi- lamað fólkgetur fengið saumaðar passandi sfðbuxur, jafnvel þótt mjaðmirnar séu svolitið skakkar. Þá er aðeins búið til sérstakt snið og saumað eftir þvi, og flíkin smellur á eigandann. Mikil áhersla er lögð á að fatn- aðurinn fari vel og sé þægilegur. Fyrir fólk i hjólastólum eru t.d. buxurnar hafðar hærri á rassinn og sömuleiðis pilsin, svo fötin renni ekki niður og sitji vel og þægilega. Milda Leirskar fata- ráöunautur Neytendaskrifstof- unnar benti sérstaklega á slá úr rauðu efni með köflóttu fóðri, sem hún taldi einstaklega hentuga fyrir fólk, sem þarf að ferðast um i hjólastólum. Sláin er frekar stutt, svo ekki erhætta á, að hún festist i hjólunum. Hún er við og þægileg á allan hátt. Við slána er hægt að panta sér bæði pils og buxur i viðeigandi litum. Fallegir litir Þá benti Milda Leirskar sér- staklega á hve fallegir litir eru á öllum efnum, semm saumað er úr hjá Vibe-klær. Mikil áhersla er lögð á, að einstakir litir fari vel hverjir við aðra, þannig að hægt sé að velja saman t.d. pils, jakka, blússu eða annað álika. Leirskar sagði, að hún teldi það mjög mik- ils virði fyrir fatlað fólk að geta eignast skemmtileg og fallega lit föt,en þurfa ekki að sætta sig við dimma og drungalega liti, og illa sniðinn fatnað. Til þess að auðvelda fólkinu að komast i þessi sérhönnuðu föt, eru hafðir rennilásar á pilsunum að framan, eða þau eru hneppt. fyrir þá, sem eiga erfitt með að hneppaerhægtaðíá pils.sem eru með nokkurs konar limböndum i stað hnappanna eða renniiássins. Siðbuxur eru með rennilásum niður eftir hliðunum og sitthvað fleira hefur verið gert til þess að auðvelda fólki að komast i fötin. Rétt eins og aðrir Fatlað fólk, og þá kannski sér- staklega ungt fólk langar til að klæðast fallegum fötum eins og þeir heilbrigðu hafa tækifæri til að gera. Það getur langað i galla- buxur, eða riflaflauelisbuxur, en séu þær keyptar i venjulegri verslun er ekki miklar likur á að þær passi. Mest er notað af náttúrulegum efnum Ull og bómull eru mikið notuð i þennan fatnað. Einstaka efni er blandað gerviefnum til þess að það krumpist siður og sé auðveld- ar i þvottum. Mjög þýðingar- mikið er talið, að auðvelt sé að hreinsa fatnaðinn. Litið er um hrein acrylefni. Það er ekki vegna þess, að acryl sé ekki talið gott efni, heldur m.a. vegna þess að mjög mikilvægt er fyrir hreyfihamlaða að klæðast fötum sem „anda” og eru þægileg. Gerviefnin verða oft á tiðum of þétt. Konurnar tvær, sem standa að baki Vibe-klær éru fyrrverandi starfsmenn fataverksmiðju, sem þurfti að draga saman seglin, og var þeim þá sagt upp. Þær ákváðu að reyna að skapa sér framtiðarverkefni og hefur tekist vel til, ef dæma má af við- tökunum i Noregi. Væri þetta sannarlega verðugt verkefni fyrir fleiri en þessar konur tvær. — þfb ■ Þessi teikning er af pilsi, sem er ætlað manneskju með skakkar mjaðmir. Pilsið erhærra aðaftan en venjulega myndi vera, og kemur í veg fyrir að það renni niður, þegar mikiö þarf aö sitja. Silkipotta- biómin hressal upp á tilver- una í skamm- deginu ■ öll getum við verið sam- mála um það, að blóm lifga upp á tilveruna og umhverfi sitt. Stundum gengur þó erfið- lega að halda i þeim lifi, sér- staklega á veturna. Marga langar lika til þess að hafa blóm á stöðum, þar sem alls ekki er hægt að ætlast til þess þau lifi, þar sem birta er ónóg og vaxtarskilyrði ómöguleg. Hvað er þá til ráða? Hingað til hefur þátturinn Blómin okkar fjallað um lif- andi blóm, þó með þeim und- antekningum, að stundum hefur verið skrifað um þurrk- uð blóm. í dag ætlum viö að segja svolitið frá blómum, sem ekki eru lifandi, ekki þurrkuð, en standa litt að baki lifandi blómum. Þetta eru silkipottablóm frá Hong Kong. Blómin eru handunnin, og listavel gerð, eins og reyndar flest, sem kemur frá Kinverj- um. Blöðin eru svo eðlileg, að þótt nálægt sé staðið, þarf töluverða athygli til þess að sjá að hér eru ekki lifandi blóm á ferð. Ósk Kvaran eigandi blóma- búðarinnar Miru i Suðurveri sýndi okkur blómin nú fyrir skömmu. Hún sagðist vera búin að hafa þau til sölu i nokkurn tima, og væru sumar tegundir uppseldar, eins og t.d. burknarnir. tJrvalið er þó töluvert enn, t.d. er þarna Dieffenbachia og afbrigði af henni, kólus og mánagull, friðarlilja, flauelisblettur, slönguskinn, fingurblað og drekatré, svo nokkuð sé nefnt. Blómin eru búin til á þann hátt að nokkur blöð eru á legg, sem reyndar er úr plasti, og það eina, sem getur gefið til kynna, að hér er ekki um eðli- legt lifandi blóm að ræða. Lit- irnir i blöðunum, lag þeirra og yfirbragð er ótrúlega eðlilegt. Leggnum skal stinga niður i blómapott. Best er kannski að stinga honum i vasa eða eitt- hvað annað álika, sem heldur vel að leggnum og tryggir það, að hann standi örugglega i pottinum, en siðan þyrfti að setja mold eða steina yfir til þess að allt verði sem eölileg- ast. Einn leggur með blöðum kostar 55 krónur. Fallegt get- ur verið að hafa fleira en eina tegund saman i potti, eins og nokkurs konar blómhvirfingu, eöa blómaskreytingu, eða stinga blómi með nokkuð há- um legg niður i pott með lif- andi lá'gvöxnum blómum. Möguleikarnir eru óendanleg- ir, þegar tillit er tekið til þess að ekki þarf að óttast aö blóm- in deyi, hvorki vegna birtu- skorts, ofvökvunar eða úr vatnsleysi. Ekkert bitur á þau. ósk sagði til gamans, að sjálf hefði hún verið með blómahengi heima hjá sér með lifandi blómum. Það fórst fyrir að vökva þau og afleið- ingarnar létu ekki standa á sér. Þá greip hún til silkiblóm- anna, og fólk fór að dást að þessum gróskumiklu og fall- egu blómum i henginu, og vildi ekki trúa þvi fyrr en hún tók blómin upp úr pottinum, að þetta væru gervipottablóm úr silki. — fb. ■ Hér má sjá nokkurt úrval af silkipottablómunum. Fáir myndu liklega láta sér detta annað I hug, en hér væru ekta lif- andi blóm á ferðinni. Timamynd Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.