Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.10.1981, Blaðsíða 2
Sunnudagur 18. október 1981 Kerli og vídeó inn á hvert heimili ■ 1 Dagblaöinu fimmtudaginn 15da október er rætt viö videónot- endur i Breiöholtinu um vi'deó- væöinguna, leitaö álits hins al- menna notanda i staö misviturra menningarstólpa. bessa notend- ur, sem og alla tignendur videó- draugsins um allt land, útnefnum viö ljós vikunnar, enda timabært aö þessi stóri þrýstihópur hljóti einhverja viöurkenningu. Fyrst tók Dagblaöiö hjónin Asgeir Halldórsson og Erlu Jónsdóttur tali: ,,Viö borgum 60 krónur á mán- uði fyrir þessa þjónustu”, sögöu þau,„og okkur finnst þaö ekkert of dýrt fyrir þaö. Viö erum þó ekki fylKlega ánægö meö mynda- valiö, þvi flestar myndirnar sem eru sýndar höfum viö áöur séö i bfó. Þá eru þetta fyrirleitt saka- mála-og kUrekamyndir og oft eru þær endurteknar. Börnin okkar, 11 og 13 ára, horfa þó alltaf á þær. Samtmætti vera meira efni fyrir minni börn. Annars eru þessar myndir ekkert verri en þaö sem gengur og gerist i islenska sjón- varpinu.” „Auövitaö er þetta timaþjóf- ur”,bættu þau við. „Alltaf giápir maöur á þetta, sama hvaö er sýnt. Viö förum ekki eins mikiö á bió og áöur og eritm svo til alveg hættaö hlusta á útvarpiö. Aöur en videóiö kom til, hlustuöum viö yfirlcitt á fimmtudagsleikritiö og danslögin eftir dagskrárlok sjón- varpsins á laugardögum. Nú kveikjum viö varla á útvarpinu.” Stefán Garöarsson, 17 ára i Unufellinu segir m.a.: „Yfirleitt eru þetta ágætis amerískar myndir, sakamála- og kúreka-, en engar pornómyndir. bógrunar mig aö þær séu sýndar klukkan fimm á nóttunni. En ég hef þó aldrei athugaö þaö. Helst vildi ég fleiri bilamyndir og þá mætti gjarnan vera mynd á laug- ardögum strax eftir sjónvarp og svo aftur klukkan þrjú. Sumar þessar myndir eru þó ekki viö hæfi barna og ekki varaö viö þvi. Satt aö segja var mér nú bara ekki sama um daginn, þegar ég horföi á eina hryllingsmynd þeg- ar kona var brytjuö niöur. En þetta gerist vist í RUV líka.” Vídeónotendurnir i Unufellinu sem Dagblaöiö tók tali kvarta einkum yfir aö lftiö sé um barna- efni I prógramminu sem kemur frá Videósón hf. Ennfremur finnst sumum myndirnar vera I þyngra lagi, jafnvel yfirgengilega hryllilegar. En öllum virðist þó þykja þetta ódýr og á köflum góö skemmtun. Okkur Helgar-Timamönnum þykirtimabært aö sá stóri minni- hlutahópur sem nýtur videósend- inga aö staöa dr hljóti viöur- kenningu, þótt eidti væri nema sýndarviðurkenningu. Þvi miöur eigum viö ekki þjóölegu Antik kertin frá Hreini handa öllum videónotendum landiö um kring. Þvi heitum viö á Geir Hallgrims- son, einn af eigendum Hreins hf., að sjá sóma sinn i aö veita kerta- ljósi inn á hvert videóheimili á landinu, til áréttingar gömlum og þjóölegum verömætum. Enn- fremur væri þaö honum ekki bág- borin innistæöa þegar liöur aö kosningum. ■ island hefur fengiö góð- an gest, þar sem er Madame Irene Laure frá Frakklandi. Hún hefur, allt frá stríðslokum# starf- að á vegum félagsskap- arins Moral Rearmament — eða Siðvæðingar- hreyfingarinnar — og ver- ið óþreytandi að þeytast um heiminn og boða hug- sjónir hreyfingarinnar: frið og skilning manna í milli. — Lítið hefur borið á Siðvæðingarhreyf- ingunni í fjölmiðlum hin siðari ár en eins og fram kemur hér að neðan er hún enn i fullu fjöri og lætur ekki bilbug á sér finna. Og ekki við því að búast með- án harðjaxlar eins og Irene Laure Ijá hreyfingunni starfskrafta sina. Madame Laure er nú orðin háöldruð/ 82ja ára gömul/ en hún kemur hingað til lands í sömu erindum og hún hefur farið allra sinna ferða eftir stríð: að boða friðinn. Ég ræddi viö Madame Lapre i Norræna húsinu fyrir fáum dög- um en þar var hún ásamt þremur fylgdarkonum sinum: Marie-Claude Borel frá Sviss, Gerd Dagsdotter Jonzon frá Svi- þjóö og Ann Lone Uhrenholdt frá Danmörku. Stjórnaði verkfalli gegn föður sínum Madame Laure hefur iifaö tim- ana tvenna og ég baö hana aö segja frá ævi sinni. „Það er löng saga” sagöi hún og hló. Hún hefur bros i augunum, þessi kona. „En ég skal reyna aö vera stuttorö. Ég fæddist í Sviss en var mjög ung þegar fjölskylda min fluttist Að byggja upp frið — Rætt við Madame Irene Laure, friðar- og alþjóðasinna til Frakklands. Faöir minn var vélfræöingur og rak stórt fyrir- tæki, tók meöal annars aö sér að byggja uppi i hæstu tindum Alp- anna. Skilyröin þar voru svo slæm aö hann gat ekki notast viö venjulega verkamenn en flutti inn menn frá héraöinu Piermont á ttaliu en þar eru aöstæöur svipaö- ar. Ég fór mjög snemma aö fylgj- ast meö verkamönnunum, ég kynntist þeim vel og þaö var þarna sem ég varð mér meðvit- andi um erfiö kjör og þjáningar verkafólks, og ég ákvað aö helga lif mitt baráttunni fyrir bættum aöbúnaði þess.” Hún hló. „Ég fór fljótlega aö viöra þessi viöhorf við fööur minn, og hann tók þvi ekkert vel. Við tókumst oft á, á þessum ár- um. Þegar ég var sextán ára stýröi ég, ásamt nokkrum verka- mannanna, verkfalli þarna i fjöll- unum og faöir minn varö ofsa- reiöur. „Hvers konar dóttir er þaö sem ég á,” hrópaöi hann. Og eins og alltaf þá var ómögulegt aö nokkuö gæti veriö sök fööurins — þetta var allt móöurinni aö kenna og þvi aö hún kynni ekki aö ala upp börn. Ég heyrði ennþá i móö- ur minni þegar hún sagöi: „Ég get ekkert aö þessu gert, hún er fædd svona, stelpan!” En sem sagt, æ siðan hefur lif mitt snúist um að likna þeim þjáöu og ég er enn aö, þótt aöferö- irnar hafi breyst. Þaö var þessi tilfinning sem réöi þvi aö ég fór aö hjúkra særöum i fyrri heims- styrjöldinni en eftir að striöinu lauk kynntist ég manninum min- um, sem var sjómaður. Hann var vinstri sinnaöur eins og ég og vildi gera sitt til aö verja verka- mennina gegn þeirri kúgun sem þeir sættu. Viö eignuöumst fimm börn en ólum alls upp fjórtán, þvi ég tók aö mér börn sem ég fann umkomulaus I fátækrahverfum Marseilles, þar sem viö bjuggum. Þaö var dásamlegt aö þegar ég kom meö þessi börn, þá tóku bæöi maöurinn minn og börnin þeim eins og þau væru óaöskiljanlegur hluti fjölskyldunnar. Þessi siöur hefur haldist i fjölskyldu minni siöan og elsta dóttir min elur nú upp fjögur slik börn. Fjórar dyggðir Mesta ævintýri lifs mins,” heldur Madame Laure áfram, „var þegar ég kynntist Sið- væöingarhreyfingunni, Moral Rearmament. Þaö var rétt eftir siöariheimsstyrjöldina, áriö 1947, og þar kynntist ég hugmyndum sem voru eins og talaöar út úr minu hjarta. Lif mitt öölaðist nýja fullnægingu. Siðvæöingar- hreyfingin haföi, og hefur enn, aöalaðsetur I svissnesku Olpun- um, þar hátt uppi I fjöllunum er mikil miöstöö sem stjórnar starf- inu um allan heim. Við trúöum ekki á guö en trúöum því hins vegar að finna þyrfti nýtt form lifs á jöröinni. Til þess að ná þvi héldum við i heiöri fjórar dyggð- ir, sem eru i sjálfu sér einfaldar. Algert hreinlyndi, alger hrein- skilni, alger ósérhlifni og alger ást. Ég heillaðist af þessum kenn- ingum og mér fannst aö þetta væri það sem heimurinn þyrfti á aö halda. Og einnig þaö sem fjölskylda min þurfti á aö halda. Þvi fjölskylda min var sundruö um þetta leyti, eftir erfiöleika styrjaldarinnar. Ég sjálf var heldur ekki eins og ég átti aö vera, þrátt fyrir allt. Ég féllst á allt þaö sem hreyfingin baröist fyrir en þegar ég komst að raun um aö innan hreyfingarinnar væru Þjóðverjar þá ætlaði ég aö fara á brott og aldrei koma aftur. Þvi ég hataði Þjóöverja. 1 heimsstyrjöldinni haföi ég tekiö þátt i andspyrnuhreyfing- unni gegn Þjóðverjum, ég hafði komiö á fót mlnum eigin flokki Sendiboöar Siövæðingarhreyfingarinnar ræöa viö blaöamann. Frá vinstri eru Ann Lone Uhrenholdt, danskur blaöamaöur, Madame Irene Laure, Marie-Claude Borel frá Sviss og Gerd Dagsdotter Jonzon Sviþjóö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.