Tíminn - 18.10.1981, Side 15

Tíminn - 18.10.1981, Side 15
14 Sunnudagur 18. október 1981 Sunnudagur 18. október 1981 15 '• ^tiún kom inn f lif mitt á örvhendu vori, fylgdi mérbjartsumar og fór aö hausti eins og irskt þjóðlag. Ég hafði leigt mér litið hús við hafið, skammt utan við höfnina, þar voru ein- mana trillur á ferli út og inn og stundum stoltariegir fiskibátar í glæstum litum, ein- stöku sinnum drungalegir togarar með Ut- hafsseltuna i dapurlegum kýraugum og þar komu risavaxin oliuskip sem gnæfðu upp úr sjónum eins og hátimbruð hús og á skut þeirra voru letruð framandi tákn. t lautunum i kringum litla hUsið óx gamburmosi og þjófagras, mariulykill og jaröarberjalyng og þar var grasigróin rUst af litilli fjárrétt. Auövitað gjálfraði alda við fjöruborðið og mótorskellirnir i fiskibátun- um voru itaktvið hjartað i brjóstinu á mér. Máfageriö hélt sig tiöast i nánd viö fisk- verkunarhUsiö innar með ströndinni, þar var sifellt nóg æti handa þessum afætum þjóðfélagsins.hrafnarnirlögðu aftur á móti leið sina allar götur i klettana kringum hús- ið mitt og voru i heimspekilegum hugleið- ingum og fóru með spaklegar tölur. Stundum kom hundur i heimsókn snuðraði dálitið kringum húsið en skokkaði siðan i burtu án þess að taka kveöju minni. Ég vissi aldrei hvaöa erindi hann átti, ef til vill hafði hann einhvemtima þekkt ein- hvern sem þarna bjó. Ég vissi litið um fyrri ibúa hússins og enn siður um nágranna mfna. Þeir virtust hverfa til vinnu snemma á morgnana og koma heim seint á kvöldin, um helgar voru þeir að dedúa viö bátskæn- ursinar, dytta að húsunum, pæla i kálgör- unum. Þeir voru hljóölátir og hógværir i bragði þegar ég hitti þá á förnum vegi og spurðu mig stundum hvernig ég kynni við mig. Og ég sagði þeim ég kynni vel við mig. Hann getur blásið hér hressilega, sögðu þeir. Já. Ég gæti trúað hann gæti blásiö he'r, sagði ég. Hann getur rokið upp að vestan, svo er opiö fyrir útsynningnum . Og austanáttin er andskotaleg. Jahá, sagði ég. Eftir dálitla þögn sögðu þeir: En hann er góður í norðanátt. Það þykir mér skemmtilegt að heyra, sagði ég ogþá var ekki sagt fleira viö mig, kinkað kolli og haldið leiðar sinnar. Ég hef aldrei kunnað að tala við fólk, ég hafði alla tið átt fullt i fangi með að tala við sjálfan mig án þess þó að komast að neinni raun- hæfri niðurstöðu. Tungumál hafa alltaf vaf- ist fyrir mér og þó sérstaklega mitt eigið tungumál, einkum og sér i lagi allra ein- földustu orð tungunnar og þau sem algeng- ust eru: hús, hestur, ást, prósenta. Húseigandinn, vinur minn, sem haföi léð mér húskofann þennan sumartima, hann sagði þetta væri raungott fólk og heilbrigt fólk og nálægtuppruna sinum.Ég vissi ekki nákvæmlega hvaöhann átti við, hinsvegar lá oft rauðmagi á tröppunumhjá mér.Þegar ég vaknaði einu sinni var búið að gera víö brotinn gluggapóst meðan ég hafði brugðið mér inn i borgina i menningarlegum er- indum, seinna um sumarið birtist maður og sló grasið i hvamminum og hirti heyið. Húsmæðurnar urðu að ganga æðispöl inn ikaupstaðinneftir nauðþurftum og stundum þegar ég ók fram á þær i gamla Vólkswag- énskriflinu bauð ég þeim far með mér til að sýna að ég gæti lika verið raungóður og heilbrigðurog nálægt uppruna minum. Þær voru sumar þungar á fæti og pinklarnir sigu i, en mér virtist þær gera það af vingjarn- legri greiðasemi við mig að hlaða i aftur- sætið og tyllasér hjá mér og sögðu það væri hreinn óþarfi að ég legði á mig krók. Ég reyndi lika að vera vingjarnlegur og heil- brigður og sagði: Hánn er góður hér i norðanátt. Þá horfði hún á mig útundan sér og svaraði: Það er indælt hér i logni þegar sólin skin. Svo ókum við bugðóttan þröngan malar- veginn áfram þögul og prúð þangað til hún sagði: Þú vilt vera út úr. Þessu jánkaði ég auðvitað þvi þeir sem telja það köllun sina að vera sifellt með puttann á slagæð þjóðlifsins, fylgjast sem gerst með erlendum menningarstraumum, skyggnast inn i hulda heima fortiðarinnar og spá i' óviss örlög framtiðarinnar, þeir telja það jafnan forsendu alls þessa að vera út úr. Já, hér er gott að vera, sagði gamla kon- an og klöngraöist út úrbjöllulaga farartæk- inu og axlaöi byrðar si'nar á ný og gekk þungfættstfginn heim að örlitlum burstabæ ’meö bárujárnsþili og fáein hænsni’ kroppuöu i hlaðvarpanum og undir bæjar- veggnym stóö aflóga hverfisteinn. Ég varð aö smokra Volkswagenbeygl- unni aftur á bak upp á aðalveginn þar sem ég gat snúið við og ekið aftur heim að hús- kofanum sem ég hafði fengið léöan til að vera út úr. Og Sandra kom inn í lff m itt á þessu örv- henda vori. Hún átti að elda ofan i m ig á þessu bjarta sumri. Éghafðidregiömig út úrskarkalanum til að semja handritum Snorra Sturluson fyrir Italska kvikmyndafélagið. Það átti aö vera snilldarverk og ég ætlaði aö verða bæði frægur og rikur. Nógu frægur og rikur til þess ég gætidregiðmig enn lengra út úr og siðan oröið enn frægari og rikari. í þessu skyni hafði ég viöað að mér miklum bóka- kosti og var með nýtt form á döfinni og nýstárlegar kenningar. Þær áttu aö ganga i berhögg viö hefðbundna söguskoðun og varpa nýju ljósi á samtimann og stöðu mannsins i heiminum. Og Sandra átti semsagt að elda matinn meðan ég væri að þessu, þrifa húsið, bægja burt gestum og gangandi, kveikja upp i kaminunni og ganga hljóðlega um gólf. Hún birtist daginn eftir aö ég kom, með Ijóst slegið hár, skær blá augu, i skósiðum indverskum kirtli með indlánaband um ennið og aleiguna i axlartösku úr leðri og stóð þannig á þröskuldinum og sagði: Hæ. Ég sagði lika hæ og spurði hvort hún væri Sandra og hún sagðist vera Sandra og gekk siðan innfyrir, litaöist um og sagði svo án þess að lita á mig: Veistu aö Elvis er dáinn. Ha? sagði ég og mér brá dálitiö eins og alltaf þegar ég heyri dauðsfiíl ókunnugra. Hann dó úr hjartaslagi i Memphis og lög- in hans voru spiluð i Lúxemborgarútvarp-, inu i alla nótt og það voru engar aug- lýsingar. Jæja, sagði ég. Svo Elvis er dáinn. Ég helt hann væri þin kynslóð, sagði Sandra dálitið ásakandi og var ekki farin að lita á mig og ég gat ekki varist þvi að hugsa um hvað hún væri næm að skynja að við Elvis værum sama kynslóð og þó var hún ekki einusinni farin að viröa mig viðlits, hún hélt bara áfram að skoöa spjöldin á veggjunum, blómin i gluggunum, bókahill- una, sófann og undarlegu tréskurðar- myndirnar sem vinur minn, húseigandinn, safnaöi af sjúklegri áráttu. Þegar hún hafði lokið við að skoða þetta, þá leit hún loks á mig og sagði þýölega og dapurlega: Love me tender. Eins og venjulega jafnan varö mér orð- fátt og ég tók það til bragðs að bjóða Söndru sæti og snerpa á könnunni og spyrja hana hvort hún væri ekki þreytt aöganga þessa löngu leið á sandölum, þaö væri verst ég heföi ekki vitað hvernær hún kæmi svo ég hefði getað sótt hana á bilnum. Hún sagðist hafa komið eftir fjörunni og það væri gaman að stikla á fjörugrjótinu og hún hefði komið auga á ýmislegt skritið rekið, sem hún þyrfti að gefa nánari gaum að seinna. Veistu hversvegna er svona mikið af skóm? spurði hún. Skóm? sagöi ég. Fjaran er full af sjóreknum skóm, gúmmiskóm, töfflum, tréskóm, vaðstigvél- um, lika hælaháum kvenskóm, sagði hún. Merkilegt. Hvaðan koma allir þessir skór. Þarna voru lika barnaskór. Kannski hefur sokkið skip með skóparti, sagði ég gáfulega. Vitleysa, sagöi húm, þó veist það er allt flutt i gámum. Og skip hætt að sökkva. Þetta var allt sitt úr hverri áttinni og litið eftir af sumum. En barnaskór. Svo varð Sandra hugsi dálitla stund og ég fór að bardúsa við kaffikönnuna, eina heimilisáhaldið sem ég kunni nokkurn veg- inn meö að fara. I Ég drekk ekki kaffi, sagði Sandra, svo þegar ég var hálfnaður að hella upp á. Jæja, sagöi ég. Ég er mikill kaffisvelgur. Get helst ekki opnað augun á morgnana fyrren ég er búinn að svolgra i mig liter af lútsterku kaffi. Svart, sykurlaust. Sandra var sest i sófann og horfði niður grænmálaðar tærnar á sér: Bara te, sagði hún. Jasminte! Kaffilyktin barst utan úr eldhúsinu og fyllti stofuna. Utan af firöinum heyrðust mótorskellir, þeir voru á leiðinni út. Úr postulinsbolla. Hún sýndi engin svipbrigði þegar ég út- skýrði fyrir henni að innkaupin hefðu verið gerð i hasti og með frumbýlingsbrag og auk þess efaðist ég um að vinur minn, hús- eigandinn, hefðihaft rænu á að bera mikið Skila- boð til Söndru — Kafli úr óbirtri skáldsögu Jökuls Jakobssonar ■ Hér birtist kafli úr skáldsögu eftir Jökul heitinn Jakobsson sem kemur út hjá Skuggsjá innan skamms. Bókin heitir „Skilaboö til Söndru” en Jökull lauk við hana aðeins örfáum mánuðum áður en hann lést, i april áriö 1978. Bókin mun ekki síst vera skemmtisaga og kemur höfundur viða við. Birtist hér fyrsti kafli bókarinnar. Myndirnar iopnunni eru af kápu bókarinnar, en hana geröi Kristján Steingrlmur Jóns- son, myndlistarmaður. postulin inn i húsið, þó mætti athuga máliö og bæta úr þeirri þörf ef i ljós kæmi, sem mig grunaði, að flest matarilát væru úr réttum og sléttum leir. Þvi miður. Bara blávatn, sagðiSandra þýðum mjúk- um rómi: blávatn i krús. Allir þessir skór... OgElvisdáinn. Varstu virkilega ekki bú- inn aö frétta það. I nótt i Memphis.Orðinn svo ægilega feitur aö hann var hættur að geta andaö. Konanfarin frá honum og hann einn innan um alla þessa lifverði, svona ó- skaplega feitur og safnaði Biblium og bangsum. Love me tender... Hann var þó þin kynslóð. Þetta er gott vatn. Má bjóöa þér meira. Nei takk. Hún horföi út um gluggann úr sófanum þar sem hún sat yfir klettana og lygnan fjörðinn og fjöllin hinumegin, hrimguð i efstu tindum. Þeir voru enn á leiðinni út. Ég fann svepp hérna i lautinni sem ég þekkti ekki, sagði hún svo. Svo er hvönn og mariulykill. Já ,sagði ég fékk mér iseinni bollann, það er skömmhvaðmaður þekkir litið af öllum þessum jurtum. En þaö er friösælt hér. Svo bætti ég við: Og út úr. Sandra sagði: Það hlýtur aö vera gott að komast i sam- band hérna. Já, sagði ég og vissi nógu mikið um sam- bandið sem Sandra var að tala um til að spyrja ekki nánar um það. Það heföi verið álika goðgá og segja ekki frá böndum min- um við ftalska kvikmyndafélagið sem ég var ákaflega stoltur af eða sambandsleysi minu við löglega eiginkonu mina sem ég var ekkert stoltur af. Það er lika staður við rætur Snæfellsjök- uls þar sem er gott samband, hélt Sandra áfram og horfði enn út á fjörðinn. Þangað koma jafnvel útlendingar sem hafa verið i Tibet og sumir koma ár eftir ár svo nú er þar dálitil nýlenda. Þeir standa fyrir henni tveir, annar lærði heimspeki i Indlandi og yrkir ljóð og hefur aldrei fengið styrk frá hinu opinbera og hinn var ráðuneytistjóri og hætti iráðuneytinuog leggur núna stund á jóga. Ég sagðist hafa séð einhvern þátt um þetta i sjónvarpinu. Ég sagðist lika hafa heyrt þeir yrðu að standa undir húshaldinu með þvi að selja ferðamönnum bensín og kókakóla og pulsur og prinspóló i Shell- sjoppunni. Ertu á móti pulsum og bensini? spurði Sandra og var nú farin úr öðrum sandalan- um og tekin til viðað nudda á sér grænlakk- aðar tærnar, sjálfsagt aumar eftir skokkið i fjörunni, innan um alla þessa dularfullu skó. Ég flýtti mér að mótmæla: siður en svo, þvertá móti gerði ég mér ljóst að pulsur og bensín, greiðasala við ferðamenn væru hluti af hagkerfinu, sem aftur á móti væri ekki annað en beinabygging þjóðlifsins og bak við þjóðlifið væru leyndardómsfullir straumarog uppsprettur ókunnra afla. Það væri einmitt þetta sem væri svo spennandi við lifið: samhengi hlutanna. Dulrænt sam- band við óræð öfl sem hafa tekið sér ból- festu við jökulrætur á útskaga og svo bensintankurinn við veginn og pulsurnar og kókið i sjoppunni. Og ráðuneytisstjórinn sem sagði skilið við kerfið og fór út i jóga. Svo hló ég dálitiö af þvi Sandra var enn ekki farin að sýna á sér nein svipbrigði og sagði við hana: Hver veit, kannski íaum við bráðum jógamálaráðuneyti. Sandra svaraði engu svo ég bætti við: Til þess, skilurðu, að enginn þurfi að draga sig út úr. Hvað er þaðsem ég á að gera hér? spuröi Sandra eins og hún hefði ekki skilið þessa tilraun mina til að sýna fram á samhengi allra hluta eða hvort hún leiddi þetta hjal mitt hjá sér sem hverja aðra aulafyndni þeirrar kynslóðar sem átt hefði Elvis Presley að leiðarljósi og hefði að réttu lagi átt að fylgja goöinu i dauðann. Það er allt ósköp einfalt og viðráðanlegt, sagöi ég. Eins og um var samið áttu að sjá um að ég tærist ekki upp af næringarskorti meðan ég er hér að vinna að þessu verkefni. Það er dálitið verkefni sem ég hef dregist á að gera fyrir ítalska kvikmyndafélagið. Einfalt i sjálfu sér en krefst einbeitni og þolinmæði. Ég geri mér ekki neinar grillur um aö ég sé einhver stórbrotinn listamað- ur. Ég legg metnað minn i vandað hand- verk, klárar linur. Ég trúi ekki á guðlegan innblástur^ en ég veit ég þarf að gæöa verk- ið sérstökum anda. Anda sem ég vek upp i huga mér. Og meðan á þessu stendur þykir mér gott að vera út af fyrir mig, lifa reglu- bundnu lifi, fara snemma á fætur, fá mér göngutúr, borða kjarngóðan og undir- stöðugóðan mat, fjöreínarikan af þvi ég trúi ekki á pillur, mikið grænmeti skilurðu og f jölbreytt, súpukjöt finnst mér til dæmis mjög gott, nýjan fisk i karrisósu með hæfi- legu bragði, gúllas stöku sinnum en ég er ekki hrifinn af miklum steikum. Ekki með- an svona stendur á. Á morgnana, þegar ég er búinn að svolgra i mig þennan liter af kaffi, þá er bara þessi venjulegi brekkfast- ur: spælegg, ristað brauð, ostur og marmelaði. Ég er semsagt enginn mein-. lætamaður, siður en svo, matur er manns- ins megin, hehe, en hinsvegar þykir mér gott að hafa næði og ró og þessvegna hef ég ekki einu sinni haft með transistortæki, hvað þá plötuspilara. Auðvitað er þér frjálst að hafa litið tæki inn i skonsunni þinni, það ætti ekki að truíla mig, þú mátt ekki halda ég sé einhver siöapostuli. Þvert- á móti kannski lifsnautnarmaður að svo miklu leyti sem ég hef likamsburði og hug- myndaflug til, en allt hefur sinn tima. Ég vona bara þér leiðist ekki. Og eins og þú veist get ég lofaö góðu kaupi þvi italska kvikmyndafélagið er engin prjónastofa. Sandra hlustaði á með athygli og mér létti stórum. Ég var íarinn að imynda mér hún hefði ekki nokkurn áhuga á þessum nýja starfa sinum ellegar þá hún væri þeg- ar komin I svo djúpt samband að hún yröi ekki að neinu liði i eldhúsi. Love me tender, sagði hún bara. Ég hef auðvitað ekki komist hjá þvi aö heyra þetta væl hans Presleys i rútubilum og diskótek- um handa gömlu fólki og villst inn á Stjörnubió og séð eina af þessum milljón biómyndum hans frá Hawaii þar sem hann situr undir pálma meö gitarinn sinn og lokkinn fram á ennið og hafgúurnar taka undir sönginn um ástina sem deyr aldrei meðan stjörnurnar skina svo ég skil ósköp vel að þin kynslóð skuli þurfa kjötsúpu og fjörefnarika fæðu með morgunleikfimi eftir velheppnaðar samfarir kvöldið áður og auðvitað skal ég reyna að vinna fyrir kaup- inu minu en mér verður bara stundum hugsað til Leonards Cohens sem ekki er dauður eins og Presley og ætti þó löngu að ' vera dauður með heróínsprautuna i hand- leggnum og augun gljáandi af spidi og syngur með drafandi röddu um börnin i Vietnam og heríoringjastjórnina i Chile og ástarsöngvarnir hans íjalla um einmana sálir sem leysa niður um sig og gera það sjálfir fyrir framan þrettán ára stelpur bak við öskutunnur i húsaportum i New York. Svo þagnaði hún án þess að hafa nokkurn tima litið i áttina til min, fór með þetta ein- !tal þessum þýöa ljúfa rómi sem fór svo vel við skær blá augun og sitt slegið hárið og horfði i sifellu út á ljörðinn á meðan, þeir voru enn að tinast út og mótorskellirnir fóru þægilega saman við heimspekilegt gargið i krummunum. Þannig kom hún inn i lif mitt sólskinsdag þetta örvhenta vor, og daginn eftir kom i ljós hún kunni ekki að elda hafragraut og gat ekki einu sinni hellt upp á könnuna en hún fylgdi mér samt þetta bjarta sumar. Kór ekki fyrr en um haustið, likt og irskt jijóölag. Það var um sama leyti og ég fékk skeytið frá Italska kvikmyndafélaginu þess efnis að handrit mitt um Snorra Sturluson væri byggt á vankunnáttu og misskilningi og væri með öllu íorkastanlegt. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.