Tíminn - 18.10.1981, Side 24

Tíminn - 18.10.1981, Side 24
24________ undanrenna Sunnudagur 18. október 1981 Gildra spennt fyrir Alfreð — Ævintýri A.Alfredssonar í undirheimum, 2. hluti ■ Alfreö Alfreösson, okkar maöur i undirheimum, var kynntur i siöustu viku. Smávaxinn, pervisinn og refslegur maöur er hann Alfreö okkar — hafiö aögát er þiö mætiö honum á götu — og góökunningi lögreglunnar fyrir ýmissa hluta sakir. Hér höldum viö áfram ævintýrum Alfreös á refilstigum og hefur nú vænkast hagur hans frá þvi fyrir viku. Þá var Alfreö aumlegt fórnarlamb fikniefnalögregl- unnar og átti frelsi sitt undir vörðum laganna. Þegar hér er komið hefur Alfreö snúiö á lögregluna og tekið á ný upp sjálfstæöan atvinnurekstur, eins og fikniefnasala virðist heita nú um stundir. óáreittur er Alfreöum stund. Viö kynnum, i annaö sinn en fjarri þvi siöasta: Alfreö Alfreösson! Fikniefnalögreglan hugsagöi Alfreö þegjandi þörfina. Hann haföi sloppiö úr klóm hennar meö ismeygilegum klækjabrögöum og hrósaöi sigri — i bili. Yfirmenn fikni- efnalögreglunnar sátu á löngum næturfundum: Hvernig klófestum viö aftur Alfreö Alfreösson? Og þaö var spennt. gildra. Hiö fyrsta sem Alfreö frétti af málinu var er til hans hringdi Bandarikjamaöur, kynnti sig sem hermann af Keflavikurflugvelli og kvaöst hafa það eftir sameiginleg- um kunningja aö Alfreö ætti ýmislegt gott að bjóöa. Alfreð gaf nú ekki mikiö út á það, enda séöur vel, en Bandarikja- maöurinn sat viö sinn keip. Aö lyktum féllst Alfreð Alfreösson á aö hitta hann og nefndi Bandarikjamaöurinn stund og staö: Matsalur Hótel Esju i hádeginu nokkrum dögum seinna. Alfreö mætti liömargur til fundarins er skuggalegir kunn- ingjar hans biðu úti i bil meöan Alfreö fór inn aö gera bissness — ef veröa vildi. Hann gekk inn i matsalinn, þar sátu margir menn aö snæöingi en Alfreö bar strax kennsl á Kanann. Hann var burstaklipptur, meö svört horn- spangargleraugu, i grænni skyrtu og köflóttum buxum, rassviöum mjög. Alfreö gekk til hans röskum skrefum og settist en sá þegar aö viöskiptavinurinn var óstyrkur mjög. Hann spuröi Alfreö hvort hann væri með „gras”, en svo er marjúana kallað i þessum bófakeöjum, en Alfreö geröi hvorki aö játa þvi né neita. Bandarikjamaöurinn baö hann i guðanna bænum aö útvega sér, sagöist borga hvað sem væri. „Ekki erþessi maður vanur viöskiptum”, hugs- aöi Alfreö okkar og sjötta skilningarvit hans varaöi hann við „Gildra”, hugsaöi Alfreö. En Bandarikjamaöurinn nauöaöi i honum svo Alfreö sagöist kannski geta eitthvaö gert. Þó þyrfti hann að ráð- færa sig við kunningja sina og félaga, og stóö upp og gekk út. 1 bilnum biöu vinir hans og tuggöu tannstöngla. Alfreð smeygöi sér inn i bílinn og sagði stundarhátt: „Annað- hvort er verið aö leggja fyrir okkur gildru, eöa þá maður- inn er hálfviti og hefur ekki nema gott af þvi aö veröa nokkrum aurum fátækari. Komið meö pokann, strákar”. Loftfimleikar á karlaklósetti Þegar Alfreð gekk aftur inn i matsalinn á Esju haföi hann dálitinn pokaskjatta undir hendinni. Hann sýndi Bandarikjamanninum i pokann, efnið var grænleitt og lit- sterkt og Kaninn hnusaði af þvi og sagði: „Thats fine, tha’s terrific!” Svo dró hann upp veskið og sýndi Alfreö i þaö, þaö var fullt af fallegum, brakandi dollaraseölum. Allt þetta sagðist Bandarikjamaöurinn ætla að borga. Nú sannfæröist Alfreö endanlega um að maökur væri i mýsunni, enginn byöi svona mikiö fé fyrir efni sem hann heföi sýnilega ekkert vit á. En Alfreö okkar var hugrakkur maöur þegar vel stóö á og ákvaö aö láta slag standa. Hann hugöist þvi rétta Kanann pokann yfir borðið en taka viö peningunum. Neineinei, þaö mátti Bandarikjamaöurinn ekki heyra nefnt. Hann var nú aö falli kominn af taugaóstyrk, augun ranghvolfdust og hendurnar skulfu. Hann lagði fyrir Alfreö aö þeir gengju saman inn á karlasalerni hótelsins, færu þar inn i sinn hvorn klefann og læstu aö sér. Siöan skyldi Alfreö rétta „grasiö” undir skilrúmið milli klef- anna og fá peningana sömu leiö. Þetta þóttu Alfreö kyndugir viöskiptahættir en svo sem i fullu samræmi við bjánaganginn i Kananum svo hann lét sig hafa þaö. Þeir gengu i takt inn á klósett, fundu tvo samliggjandi klefa og fóru þar inn. Alfreð læsti aö sér, hristi svo höfuðiö og beygöi sig niöur aö skilrúminu með pokann i hendinni. Þá heyröust drunur miklar. Alfreð leit forviöa upp. Maður var aö klöngrast yfir þiliö úr klefanum hinum meg- in og Alfreö þekkti þegar, af biturri reynslu aö þar fór einn vaskra sveina úr fikniefnadeild lögreglunnar. Lög- reglumaðurinn lenti meö bauki og bramli ofan á klósett- setunni, staröi hvasst i augu Alfreðs og hugðist þrifa fram lögregluskilti sitt, til sannindamerkis um aö hann ætti brýnt erindi þarna inn á privatið. Ein eins og menn vita eru slikir klefar sem þessi aöeins gerðir fyrir þarfir eins manns og þar eö lögreglumaöurinn var hinn vörpulegasti i laginu var nú orðið svo þröngt setiö salernið að hann náði ekki til skiltis sins hvernig sem hann reyndi. Meöan hann baukaði við þetta góöa stund stóö Alfreö Alfreðsson þrumu lostinn og mátti sig ekki hræra, bæði af undrun og þrengsl- um. Loks gafst lögreglumaöurinn upp en frussaöi i andlit Alfreös: „Þú ert handtekinn!” Alfreð féllst á það. Siðan opnaöi hann poka sinn og sáldraði kryddinu sem i honum var yfir höfuð löggunnar. Svo er annað sem haft var fyrir satt — aö undireins og ljóst varð aö mál voru öll farsællega til lykta leidd á klósettinu hafi allir matargestir á Esju staðið upp og þakkaö fyrir sig. Þetta voru allt rannsóknarlögreglumenn. Framhald. FIREPLACE AND MIRROR Meinleg morðgáta ■ Neðangreint morðmál hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum, enda voru það áhrifamenn sem komu við sögu. Undanrennan komst á snoöir um máliö fyrir skemstu og Elias Bjarkason, rannsóknarlög- reglumaðurinn knái, féllst eftir nokkra umhugsun á að veita okkur upplýsingar. Eftir að hafa reifað grundvallaratriði málsins og aðstæður á morðstað var Elias hins vegar kallaður i simann og er simtali hans lauk visaði hann okkur snimmendis á dyr og kvaðst ekkert meira geta um málið sagt. Við látum þvi les- endum eftir að leysa málið með þvi að hnýta saman lausa enda. Þannig var að f jórir virtir þjóð- félagsþegnar sátu i rúmgóðri stofu og ræddu morðið á Vitabar sem sagt var frá i siðustu Undan- rennu. Eins og menn muna var þar myrtur alkunnur fjárglæfra- maður og að þvi er okkur skildist á Eliasi Bjarkasyni var a.m.k. einn mannanna fjögurra óbeint viö málið riðinn. Mennirnir hétu: Sigurgautur Brekason, Húnbogi Storð, Hnikar Sýrusson og Stigur Sturlaugsson. Aö atvinnu voru þeir, en ekki sömu röð endilega — alþingis- maður, rekstrarhagfræðingur, forstjóri og stjórnarformaður. Eftirfarandi upplýsingar höfðum við veitt upp úr Eliasi áður en þaggað var niður i honum. I. Þjónn húsráðanda var að enda við að hella viskii i glas Stig og smygluðum bjór i glas Hnikars. II. Stjórnarformaðurinn litur upp og sér i speglinum ofan við arineldinn hvar dyrnar lokast á eftir þjóninum. Hann snýr sér siðan að Sigurgauti, sem situr hið næsta honum, og ræðast þeir við nokkra hrið. III. Hvorki Húnbogi né Hnikar búa svo vel aö eiga systur. IV. Rekstrarhagfræöingurinn er stakur bindindismaður. V. Húnbogi, sem situr i öðrum hægindastólnum, er mágur for- stjórans. Rekstrarhagfræðingur situr honum til vinstri handar. VI. Skyndilega sér einn mannanna að hönd hefur laumast til að setja einhverja ólyfjan i viski Stigs. Það er sökudólgurinn, að reyna að fela samsekt sina i Vitabarsmorðinu. Enginn mannanna hefur staðið upp, enginn annar er i herberginu. — Hver er tilræöismaðurinn. — Hvað starfa mennirnir fjórir og hvar sitja þeir? Eins og áður var getið var mál þetta þaggaðniður og morðinginn tilvonandi er nú mikils metinn maður i samíélaginu. Lausn er e.t.v. á bls. 13. Viskan vellur 1 ■ Ronald Wilson Reagen er ekki einasta mikilhæfur forseti Bandarikjanna og' brimbrjótur i baráttunni viö Sovétrikin, heldur er hann og djúpspakur hugsuður. Lesiði bara... Um stúdenta verkfall sem R.W.R. stjórnaði árið 1928: „Ég komst að þvi þá nótt að áhorfendurnir hafa tilfinn- ingar likar og þarna i troðn- ingnum i leikhúsinu vorum við áhorfendurnir eitt. Er ég bar fram tillöguna var engin þörf á lýðræðislegum leikreglum. Þeir risu á fætur og æptu af aðdáun — jafnvel kennararnir greiddu atkvæði með fögnuðí sinum. Þetta var göfugt vin. Andskotinn hafi ‘ það, ef ég hefði haft eitthvaö meira að segja hefði ég geta látið þá riða i gegnum hvert þorp og hvern sveitabæ i Middlesex — án nokkurra hesta.” Um mótmælagöngur stúdenta árið 1968: „Ég vildi helst af öliu virkja ungæðislega orku þeirra meö svipu.” Úr ræðu sem hann fiutti er hann sóttist eftir rikisstjóra- tign í Kaliforniu: „Allt skattakerfið okkar var skapað af Karli Marx.” Úr ræðu árið 1966: „Við ættum að lýsa yfir striði gegn Norður-Vietnam. Við gætum plægt heila landið, sett þar upp bilastæði og samt verið komnir heim fyrir jól.” Úr annarri ræðu árið 1966: „Þeir sem þiggja fé af hinu opinbera eru andlitslaus massi sem biður eftir ölmusu.” Um niðurskurö hins opinbera i Kaliforniu árið 1967: „Timi er nú kominn til að hættum að gæta bróður okkar.” i Van Heusen-skyrtum enn I dag...? Er Redwood-þjóðgarðurinn var stækkaður: „Tré er tré. Til hvers þarf mörg?” Rikisstjóri Kaliforniu árið 1967: „Stjórn min hefur engan áhuga á viðskiptum.” Um mótmælaaðgeröir stúdenta áriö 1970: „Ef þeir vilja blóðbað, ljúkum þvi þá af.” Er Patty Hearst var rænt af borgarskæruliðum i Kali- forniu útbýttu foreldrar hennar mat til fátækra, skv. kröfum ræningjanna. Þá sagði R.W.R. „Slæmt að mannrán skuli ekki vera faraldur.” Um kommúnista, árið 1980: „Þessi skrimsli virða manninn ekki á sama hátt og við gerum.” Um hæfni sina til forseta- starfs: „Ég er ekki nógu gáfaður til að ljúga.”

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.