Tíminn - 18.10.1981, Síða 27

Tíminn - 18.10.1981, Síða 27
27 Sunnudagur 18. október 1981 • Siðasta myndin sem tekin var af Kafka, þá helsjúkum manni, i Berlin 1923 - 24. ■ Franz Kafka á stúdentsárunum heims veifandi ofurmenniskenn- ingum vart erfiðara um vik. Hermann Hesse skrifaði sinn Sléttuúlf i ekki óskyldum hugleið- ingum (hún er annars einhver ofmetnasta bók allra tima, lág- kúran á sér vart hliðstæðu, hvað þjakar eiginlega þennan Sléttu- úlf? Timburmenn? Harðlifi?' Tannpina?). Rilke, með sjálfa eólshörpuna sér við hönd, kvað um listamannslifið: ,,án ábata, án ástar, án fjölskyldu og tekna, reist á bjargi hjartans”. Þarna voru þessir frómu, vel meinandi menn, óafvitandi að viðhalda herjarins vafasömum kiofningi i' þýskri menningu — milli listar og almennings, skilj- anleika og óskiljanleika, drauma og almennrar skynsemi, tungu- máls og þeirra sem tala það. Þýskum lista- og fræðimönnum leyfðist ekki aðeins aö vera óskiljanlegum, það var beinlinis til þess ætlast að þeir lifðu og störfuöu iholtaþoku. Því kom það svo berlega á daginn i siðari heimstyrjöld hversu breittbilvar á milli fagurradista og hugsana sem þýsk menning gat af sér og almennrar siðgæðisvitundar þjóðarinnar. Hamslaus tjáning Slikar ásakanir eiga þó litt við um Kafka, ekkert stóð honum fjær en upp- og tilgerð. Þótt hann rækti alltaf borgaralegar skyldur sinar til fulls, fann hann einatt til öryggisleysis og vanmáttar, efa- semdir um hvort hann heyrði til i sinu nánasta umhverfi kvöldu hann bæði kvölds og morgna. Um einlægleika hans verður ekki efast, hann skynjar stöðu sina út i æsar og tekur út fyrir hana, sam- spilið milli listamanns og veru- leika er einstakt, hjá Kafka verða aldrei neinar millifærslur fyrir tilstilli bóka eða áunninna hugmynda. Kafka hlýtur ekki sinn sess i bókmennta og menningarsögu fyrir stilfræðilega fullkomnun eða fyrir að hafa bryddað upp á nýj- ungum i framsetningu sem þóttu nýbreytni þegar þær voru skrif- aðar og kannski i tiu ár upp frá þvi, heldur vegna einstaks næm- is, ofurskynjunar á veruleikanum sem hvorki þarf að sýnast eða berast á. Likt og hjá öðrum slik- um skynjara, Dostojevski, er formið aukaatriði, i raun nauða- ómerkilegt á köflum, ritlistin ekkerttilaðtaka andköf yfir. Það er sjálfsrýnin, einlægnin, þessi hamslausa tjáning, miskunnar- laus naflaskoðun sem næstum hefur verk slikra höfunda yfir gagnrýni. Þeirra viðmið er ekki mælistika einfaldrar fagurfræði. Existensíalismi, marxismi, trúarþorsti ••• Margir vilja eigna sér Kafka. t honum vilja sumir sjá fyrsta leiftur Existensialisma eftir- striðsáranna. Marxistar telja ádeilu hans á skrifræði og du tt 1 ungaf ulla r verkanir borgaralegs þjóðfélags miskunn- arlausa. Guðræknum mönnum finnst hann skrifa betur en aðrir um leit að æðra lifsgildi, efann i fjarrænni návist guðs, telja verk hans bera vitni um óslökkvandi trúarþorsta. Ungir menn og upphafnir hafa lesið i hann ýmislegt það sem ungir menn og upphafnir vilja finna: Sambland ástar og hryll- ings á konum, „óttana við að sameinast, eyðileggjast i öðr- um”, hinn þrönga veg milli saur- lifis og spádómsgáfu, vandkvæðin við að samlagast borgaralegum lifsmáta, öryggi og snert af fangelsun. Bölvunina við þaö að vera listamaður, af þvf að vera knúinn til að skapa, að hafa of- þroskaða vitsmuni... Allt eru þetta þekktar kenndir (van- meta?) og ofumfjallaöar, bæði i bókmenntum og hversdagslifi. En eðlilega átti Gregor greyið Samsa i Hamskiptunum erfitt með að samlagast — vaknaði einn morguninn heima hjá sér i liki risavaxinnar bjöllu, skriður svo um að lokum i eigin saur og úr- gangi annarra fjölskyldumeðlima. En hvað hver finnur i Kafka eða hvað hann átti i rauninni við skiptir kannski minnstu máli. Eins og Borges gefur svo laglega i skyn i smásögunni velþekktu um Pierre Menard höfund Quijotes, skrifum viö kannski allar bækur sem við lesum upp á nytt, sniðum þær að eigin smekk og andlegum þörfum okkar sjálfra. Þannig er rétt að taka túlkanir og fyrir- frammótaðar skoðanir með aö- gát, fjöldi þeirra er i besta faili meðmæli með höfundinum —hættum að grufla i bókmennta- fræðingum, lesum bækur i stað bóka um bækur. ■ Sálgreining Ekki er úr vegi að minnast á gagnkvæma ást Kafka og sál- greiningarinnar. Þurfti maðurinn ekki að komast undir læknis hendur? Sennilega. En blessunarlega fór hann hvergi. Angist Kafkas, sambandið við hinn drottnandi föður, hreinleika- krafa hans, kynferðislegur geigur og sektarkennd — allt eru þetta i sjúkdómseinkenni, talin til við-, , fangsefna sálgreiningarinnar, enda hafa sálgreinendur rýnt mjög ákaft i veru Kafka. Þetta var Kafka fullljóst. Enda greindi hann sjálfan sig með aöferðum Freuds og stilaði siðan niðurstöð- urnar á föður sinn i ósendu bréfi, Bréf til föðurins árið 1919. Þar gerir hann upp sakirnar við sjálfan sig, reynir að komast fyrir rætur taugaveiklunarinnar sem i þrúgaði hann. Hann ásakar föður sinn fyrir að hafa i bernsku kúgaö sig með sinum næstum guölega mætti, valdi og sifelldum kröfum. Afleiðingarnar: veiklyndi, sektarkennd og skortur á sjálfs- trausti. Hann gat ekki kvænst, gat I ekki lifað mannsæmandi lifi, átti sér enga undankomu léiö, eins og tamdi apinn talandi i Smásög- unni Bréfi til Akademiu. En hvorki sektarkenndin né hatrið á föðurnum verða upprætt, en verða honum þó altént hvati til að skrifa. Og ef bækur hans hafa á lesandann áhrif sem Kafka taldi æskileg við lestur skáldverka hljóta þær að duga: ,,Ef bók sem við erum aö lesa vekur okkur ekki eins og ef viö værum lamin með henni i haus- inn,hversvegna þá að lesa hana? Til þess að hún færi okkur ham- ingju? Guð minn góður, við vær- um lika hamingjusöm ef viö hefö- um engar bækur, og bækur sem færa okkur hamingju gætum viö, ef svo bæri undir, skrifað sjálf. En það sem við getum ekki verið án eru bækur sem dynja yfir okk- ur eins og ógæfa og valda okkur hugraunum, eins og dauði ein- hvers sem við elskum meira en okkur sjálf, eins og sjálfsmorð. Bók verður að vera isöxi til þess að brjóta hafið sem er frosið innra meö okkur.” Franz Kafka lést 3ja júni 1924. Það er haft fyrir satt aö flestir venslamenn hans sem lifðu, syst- ur hans og fyrrum ástkonur, hafi týnt lifinu i útrýmingahúðnm þriðja rikisins. eh. Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög hagstæðu verði: Oxlar aftan Fjaðrafóðringar Tanklok Hraðamælisbarkar Motorpúðar Kúplingspressur Sp i ndlasett Ljós& gler Stuðpúðar Dælugúmmí o.m.f I. öxulf lansar Stýrisendar Hosur Kambur & Pinion Pakkdósir Kúplingsdiskar Pakningar Vatnsdælur Bremsuborðar Hjöruliðskrossar Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik. S. 38365. cr grunnvara Kaupfélagið KRAFT tómatsósa Húsgagmáklœði Gott úrval áklæða Ennfremur: kögur, snúrur og leggingar Hagstætt verð Póstsendum B.G. áklœði Borgartúni 23 Sími 15512 Opið frá kl. 1 til 6

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.