Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 3
Miðvikudagur 25. nóvember 1981
■ „Við sem störfum hér I þessu
húsi vitum vel að það er auðveld-
lega hægt að koma bil hér inn i
portið, við vorum búin að fjar-
lægja okkar bila svo slökkviliðinu
var vel fært að komast að. Þeir
komu aldrei inn i portið, en þaðan
var eini möguleikinn til að
siökkva þennan eld,” sagði Jón
Aðalsteinn Jónsson, kaupmaður i
Sportvaii, en eins og kunnugt er
þá missti Sportval 4-5 mánaða
lager i eldsvoðanum sem varð á
húseignum Egils Vilhjálmssonar
að morgni siðasta fimmtudags.
„Slökkvistjóri ber þvi við að
sprengihætta hafi verið of mikil
til að f orsvaranlegt væri að senda
slökkviliðsmennina þarna inn, en
að minum dómi var sprengi-
hættan jafnmikil hvorum megin
sem við vegginn var staðið. Auk
þess vil ég benda á að slökkviliðs-
mennfá laun með áhættuþóknun,
fyrir að slökkva eld en ekki
sprauta á veggi.
f minum huga er málið einfald-
lega það að ef eftirlit með bruna-
hönum er ekki betra en raun ber
vitni, þá erum við á villigötum
hvað varðar eldvarnarmál i
borginni. Ef það kviknaði i skóla,
ef það kviknaði i sjúkrahúsi, og
brunahanar væru óvirkir hvar
værum við þá á vegi stödd?
„Mér fannst sorglegt að horfa á
aðfarir slökkviliðsins i þessum
bruna, það þarf mikla snillinga til
að gera bál úr þessum neista sem
þarna var á ferðinni, og mér
finnst verðugt umhugsunarefni
hvort ekki sé timabært að skipta
um stjórn i slökkviliði Reykja-
vikur,” sagði Jón Aðalsteinn.
—SJó.
„Kom ekki fram ad neitt
hafi verið að hananum’%
segir Jón G. Tómasson,
borgarlögmaður
■ „Ég talaði við þá slökkviliðs-
menn sem fengust við þennan
brunahana og svo starfsmenn
vatnsveitunnar sem komu þarna
á staðinn og i þessunt viðtölum
kom ekki fram að neitt hefði verið
að hananum,” sagði Jón G.
Tómasson, borgarlögmaður i
samtali við Timann i gær.
„Hinsvegar er það staðreynd
að slökkviliðsmönnunum tókst
ekki að opna hanann með þeim á-
höldum sem þeir höfðu tiltæk.
Það er ljóst að frostið sem var
dagana fyrir brunaiin hefur áhrif
á skrúfganginn. Slökkviliðsmenn-
irnir tókustrax næstbesta kostinn
og fóru i brunahana sem er þarna
rétt hjá, og ég get ekki sagt að
þeir hafi ekki staðið sig i stykk-
inu, en hinsvegar má kannski
segja að slökkvilið ætti að hafa
betri tæki meðferðis. Þvi starfs-
menn vatnsveitunnar komu á
staðinn og þeim tókst með sinum
verkfærum að opna hanann á
skömmum tima,” sagði Jón.
-Sjó.
Hörd gagnrýni á Slökkvilið Reykjavíkur vegna brunans í Egils-husinu:
I Eins og vel sést á myndinni var mikill reykjarmökkur og eldur þegar kviknaði I húseignum Egils Vil-
hjálmssonar. A þaki BSRB hússins sem er til vinstri á myndinni sjást starfsmeun BSRB sprauta á þak-
skeggið.
Timamynd Róbert.
Milljónatjón í brunanum
■ Stórbruni varð á húscignum
Egils Viihjáimssonar á horni
Rauðarárstigs og Grettisgötu að
morgni fimmtudagsins 19. nóv.
Gifurleg sprenging varð i
smurstöð sem er þarna i portinu,
Starfsmaður sem var við vinnu
sína í smurstöðinni þurfti aðeins
aðbregða sér frá rétt i þann mun
er sprengingin varð og er það tal-
ið hafa bjargað lifi hans.
Eftir sprenginguna hrundi
veggur sem aðskildi smurstöðina
frá næsta húsi og fljótlega náði
eldurinn að breiðast út i skúra
sem þarna voru. Eldurinn varð
mjög magnaður og sprengingar
héldu áfram með jöfnu millibili.
Eldurinn náði fljótlega að brjóta
sér leið i gegnum glugga á bila-
sprautunarverkstæði Egils Vil-
hjálmssonar, sem snýr að
Rauðarárstig eftir það urðu
sprengingar tiðari og héldu lengi
áfram.
Slökkviliðsstjóri tók þá ákvörð-
un að enginn slökkviliðsmaður
færi inn i eldinn vegna sprenging-
anna. Þessvegna sóttu slökkvi-
liðsmenn að eldinum á annan
hátt en vandi er. Vatni var
sprautað utan frá i gegnum
glugga og dyr og haft var i huga
að slökkviliðsmennirnir væru
alltaf i vari fyrir sprengingum.
Að sögn Rúnars Bjarnasonar,
slökkvistjóra, var ljóst þegar
slökkviliöið kom á staðinn að
skúrbyggingunum i portinu yrði
ekki bjargað, „enda voru þær al-
elda,” sagði Rúnar.
„Eg lagði áherslu á það strax i
byrjun að verja verkstæðisbygg-
inguna við Grettisgötu og að ná
eldfimum efnum útaf málningar-
verkstæðinu og bilunum sem þar
voru. En siðan urðum við að fara
þaðan út, þegar eldurinn var bú-
inn að ná sér upp. Þá snerum við
okkur að þvi að verja hús BSRB
og Rarik.”
— Áður en þið sneruð ykkur að
húsinu voru starfsmenn BSRB
byrjaðir að verja það. Af hverju
byrjuðuð þið ekki strax?
„Já, já, þeir gripu þarna inni
vegna þess að við vorum tiltölu-
lega fáliðaðir, það var strax aug-
ljóst að það var full ástæða til að
verja þakskeggið og þvi komu
þeir með brunaslöngur innúr hús-
inu og viö tókum við af þeim
þegar við sáum okkur það fært.
Ég er ekki tilbúinn að
samþykkja að okkur hafi orðið á
mistök i þessum bruna. Ég álit þá
gagnrýni sem slökkviliðið hefur
orðið fyrir svo óréttmæta að ég
tel hana ekki svaraverða,” sagði
Rúnar.
Arnar Guðmundsson, deildar-
stjóri hjá Rannsóknarlögreglu
rikisins, sagði að enn væri óljóst
hvað hafi valdið sprengingunni
sem kveikti i. „Það þurfa sérfróð-
ir menn aðfá sinn tima til að fara
i gegn um þetta áður en endan-
lega verður kveðið uppúr með það
hvað olli.”
Arnar sagði að það væri ljóst að
allt sem var i húsunum sem
brunnu væri gerónýtt, þ.e. bila-
sprautun, glerverkstæði, dekkja-
verkstæði, sjálfskiptingarverk- •
stæði og svo lager verslunarinnar
Sportvals, sem leigði þarna hús-
næði af Agli Vilhjálmssyni.
—Sjó.
,Á ekki að þurfa ad beita
bolabrögðum vidbrunahana’
segir Rúnar Bjarnason
■ Það vakti athygli margra sem
horfðu á slökkviliðið kljást við
brunann sem varð á húseignum
Egils Vilhjálmssonar að það tók
slökkviliðið langan tima að fá
vatn úr nærtækasta brunahana.
Slökkviliðsmenn voru tæpar 15
minútur að fást við að opna hann.
Timinn spurði Rúnar Bjarnason,
slökkvistjóra hverju þetta sætti.
„Vegna mikilla kulda sem riktu
siðustu dagana fyrir þennan
bruna var miklum erfiðleikum
bundið að opna hanann. Þetta eru
stórir málmfletir sem standa úti
og það er öllum kunnugt að
málmur þéttist i kulda. í þessu
mikla frosti þá sátu skrúfgangar
og stýringar á spindli, sem er i
hananum, fastar.”
— En þú neitar þvi alfarið að
þið hafið ekki haft rétt tæki til að
opna hanann?
„Við vorum bara með þau*
verkfæri sem við erum vanir að
hafa meðferðis I útköllum og
undir venjulegum kringumstæð-
um eiga þauaðduga. Ég er ekki á
þvi að það þurfi að beita
bolabrögðum við að opna bruna-
hana.”
— Er þessi brunahani eitthvað
frábrugðinn öðrum sem eru i
Reykjavik?
„Það eru milli 30 og 40 bruna-
hanar af þessari gerð i Reykja-
vik, þeir eru örlitið stærri en þeir
sem eru algengastir, enda ó-
hemju afkastamiklir,” sagði
Rúnar. —Sjó.
Alþýðusamband Vestfjarða:
Bíður svars for-
sætisráðherra
■ „Það gengur litið hjá okk-
ur. Við vorum á sáttafundi á
laugardag og sunnudag, en
þar kom ekkert fram. Okkur
var bara boðið upp á þetta ASI
samkomulag og við höfnuðum
þvi, ” sagði Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða i viðtali við Timann i
gær, þegar hann var spurður
hvað samningaviðræðum
þeirra fyrir vestan miðaði.
„Við höfum ekkert svar
fengið frá forsætisráðherra,
sem hann þó lofaði okkur. Við
áttum viðræður við hann fyrir
einni viku og hann lofaði að
svara okkur fljótlega og ætlaði
að leggja þetta fyrir rikis-
stjórnarfund daginn eftir, en
siðan hefur ekkert svar bor-
ist,” sagði Pétur.
Pétur sagði að þeir hjá ASV
hefðu á sinum tima boðiö upp
á 3.25% fram til 1. janúar, en
vinnuveitendur hefðu hafnað
þvi. Pétur sagði að þeir hjá
ASV vildu hafa samningana
lausa frá áramótum, því þeir
teldu ekkert vit vera i þvi að
festa samninga fram á sumar,
því hjá þeim yrði engin staða
til átaka i sumar.
—AB
„MRF SNIIilNG TIL AÐ
GERA BAL |)R SVONA NEISÍA”
— segir Jón Aðalsteinn Jónsson í Sportvali