Tíminn - 25.11.1981, Side 6

Tíminn - 25.11.1981, Side 6
Miövikudagur 25. nóvember 1981 Blóm á bordið í skammdeginu ■ Gaman er aö leggja á borð á fallegt borðstofuborð, með saum- uðum borðserviettum og milli- sérviettum á diskum. Auðvitað er mest gaman að sauma þær sjálf- ur. Iþessu munstri sem hér fylgir með, er saumað yfir tvo þræði. A milliservíettunni er saumaður efstihlutinn af munstrinu, og það endar eins og sést neðst á munsturmyndinni. Ef ykkur finnst of mikil vinna að sauma á hverja borðserviettu munstur niöur allan kantinn öðrum megin eða jafnvel báöum megin, — þá geturverið fallegt, aðhafa aðeins munstur i einu horninu eins og er i litlu serviettunni. Fráganginn verður svo að hafa eftir smekk og getu. Auðvitað er fallegt að sauma húllsaum um hverja serviettu, en það er mjög seinlegt. Ekki virtist hægt að fá vélsaumaðan húllsaum neins staðar i höfuðborginni nú, en þó má vera að það séu einhverjar saumastofur enn, sem taka það að sér. Væri gaman að frétta um það, — svo vinsamlegast, ef þið vitið af einhverri saumastofu sem tekur að sér að húllsauma fyrir fólk, þá látið okkur vita i sima 86300. Annars getur verið fallegt að „sikksakkka” mjóa blúndu utan um servietturnar. Ætlast er til að saumað sé með DMC bómullargarni og eru litirn- ir þessir: Ljósgrænt nr. 223 (3348), sterkgrænt nr. 101 (320)", milligrænt 100 (319), dökkgrænt 210 (890), ljósasta blátt 33 (775), ljósblátt 21 (793), grárautt 15 (204), Bordauxrautt 4 ( 3685). ■ Það sem þarf aö nota: 1 kilódós af ferskjum 10 blöð af matarlimi (1 pk) 1 dl þurrt vermouth eina hrúgu i miðjunni. Gott er að láta frostið ekki fara alveg úr jarðarberjunum, þvi að þá tolla þau betur saman i einum hrauk. Litrikur ávaxtadiskur Ferskjur og jardarber í hlaupi 1 pk frosin jarðarber Rjómi til að þeyta. 1) Hellið ferskjunum á sigti svo safinn geti runnið af þeim. Bleyt- ið matarlimið i hluta af safanum og leysið það upp i litlum skaft- potti. Bætið siðan vermouth út i og safanum sem eftir er. 2) Hellið öllum safanum gegn- um sigti með pappfrskaffipoka i botninum tii að safinn verði tær. 3) Ferskjurnar eru settar á glerfat og kúpta hliðin látin snúa niður. Þá eru tekin fallegustu jarðarberin og sett i miðju hverrarf erskju. Siðan er það sem eftir er af jarðarberjunum sett i Siðan er safanum, sem er orðinn kaldur og að byrja að stlfna, hellt smátt og smátt yfir. Einnig er safanum á diskinum ausið með skeið yfir ferskjurnar, svo þær verði glansandi finar. 4) A þessari mynd sést diskur- inn tilbúinn, með tæru hlaupinu yfir ávöxtunum. Rjóminn er þeyttur og hægt er að bera ávaxtadiskinn fram um leið og hlaupið er orðið stift. Ef hann þarf að bi'ða i einhvern tíma, verður að geyma diskinn á köld- um stað, t.d. i isskáp, annars vill safinn úr jarðarberjunum fara að renna út i tæra hlaupið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.