Tíminn - 25.11.1981, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 25. nóvember 1981
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Johann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon.
Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helgason, Fríðrik Indriðason,
Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn). Halldór Valdimarsson, Heiður Helga-
dottir, Jónas Guömundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson,
Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlits-
teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð-
jón Róbert Agústsson. Elin Elfertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15. Reykjavik. Simi:
84300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 84387, 84392. — Verð i lausasölu
5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f.
Verdur þad stein-
ullarverksmidja
eda Blönduvirkjun?
eftir Rósmund G. Ingvarsson, Hóli iTungusveit
Niðurtalning trygg-
ir lífskjörin
■ íslendingar munu yfirleitt fagna þvi, að náðst
hefur milli hinna svonefndu aðila vinnumarkað-
arins, samkomulag, sem er liklegt til að tryggja
vinnufrið fram til 15. mai á næsta ári. Að visu
eiga nokkrar stéttir enn ósamið, m.a. sjómenn,
en þess er að vænta, að þær geti einnig náð sam-
komulagi.
Ýmsir munu telja það ókost, að ekki hefurverið
samið til lengri tima. Vitanlega hefði það verið
æskilegra. Þess er hins vegar að gæta, að ástand
efnahagsmála og atvinnumála er óráðið hérlend-
is um þessar mundir eins og viðast annars staðar.
Undir þeim kringumstæðum getur verið gott að
fá biðtima og fá þannig gleggri mynd af framtið-
arhorfum, þegar samið verður til lengri tima.
Þvi er ekki að neita, að horfur eru á margan
hátt iskyggilegar. Hagfræðingar eru nú óðum að
afskrifa þær spár, að efnahagsástand muni batna
i viðskiptalöndum okkar eins fljótt og þeir höfðu
gert sér vonir um. Þvert á móti kveður nú við
þann tón hjá þeim, að ástandið eigi enn eftir að
versna áður en batinn fari að segja til sin. Sumir
eru enn svartsýnni.
Þannig hljóðar siðasta spá sérfræðinga OECD,
að atvinnuleysi muni aukast i nær öllum hinum 24
rikjum, sem eiga aðild að þessari stofnun, en
meðal þeirra eru Efnahagsbandalagsrikin,
Bandarikin, Japan og Kanada. Atvinnuleysingjar
i þessum löndum voru samtals um 24 milljónir á
miðju þessu ári, en nú er þvi spáð, að þeir geti
komizt upp i 30 milljónir á siðari hluta næsta árs.
Þetta er ömurleg spá, sem fylgir i kjölfar spá-
dóma um að hagvöxturinn verði minni og þjóðar-
tekjurnar lægri en áður hafði verið áætlað.
Óhjákvæmilegt er að þetta hafi meiri og minni
áhrif á islensk efnahagsmál, eins mikið og Is-
lendingar eru háðir viðskiptum við útlönd.
Það hefur tryggt afkomu Islendinga á þessu
ári, að verulegur árangur hefur náðst af niður-
talningu verðbólgunnar, þar sem hún verður ekki
nema um 40% i stað 70-80%, sem ellá hefði orðið.
Þetta hefur komið i veg fyrir stöðvun atvinnuveg-
anna og stórfellt atvinnuleysi.
Hins vegar er þetta aðeins bráðabirgðabjörg-
un, ef niðurtalningunni verður ekki haldið áfram.
Samkvæmt spám Þjóðhagsstofnunar verður
verðbólga um eða yfir 50% á næsta ári, ef ekki
koma til sögunnar nýjar niðurtalningaraðferðir.
Fari verðbólgan upp i 50% að nýju, er alger vá
fyrir dyrum. Atvinnufyrirtæki munu stöðvast, at-
vinnuleysi mun halda innreið sina i stórum stil og
útilokað verður að halda óbreyttum kaupmætti
launa.
En öllu þessu má afstýra með áframhaldandi
niðurtalningu, sem nær til allra kostnaðarliða,
m.a. vaxta, landbúnaðarvöruverðs, fiskverðs,
verðlagsbóta og skatta. Þá á að vera hægt að
gera allt i senn, afstýra atvinnuleysinu, tryggja
kaupmáttinn og vinnufriðinn og verulega hjöðnun
verðbólgunnar.
Þ.Þ.
■ Iðnaðarráðherra okkar mun
eiga úr vöndu að ráða þessa dag-
ana meðan verið er að taka á-
kvörðun um hvar á að virkja
næst, hvar á ab byggja stóriðju-
ver til að nota raforkuna og
hvernig störiðja það á að vera og
loks hvort steinullarverksmiðja á
að verða á Sauðárkróki eða
sunnanlands. Austfirðingar vilja^
fá Fljótsdalsvirkjun og meiri
háttar iðnað, Sunnlendingar vilja
Sultartangavirkjun, stóriðju og
steinullarverksmiðju og Norð-
lendingar vilja fá virkjun, stein-
ullarverksmiðju og stóriðju (við
Eyjafjörö). Talið er liklegt að
ráðherrann muni skipta þessu
þannig að allir fái eitthvað, þ.e.
einn landshlutinn fær virkjun,
annar stóriðju og þriðji stein-
ullarverksmiðju. Spurningin er
þá, hver fær hvað.
Nú stendur dæmið þannig á
Sauðarkróki að atvinnuleysi er
yfirvofandi og jafnvel dunið yfir
eins og heyra má daglega i frétt-
um útvarpsins. Sauðkræklingar
biðja ákaft um steinullarverk-
smiðju, þurfa að fá hana og eiga
siðferðislegan rétt á henni, þvi að
þeir voru fyrri til og hafa lagt i
mikinn kostnað við rannsóknir og
undirbúning. Þeir virðast lika
hafa gert raunhæfar áætlanir um
stærðog rekstur verksmiðjunnar.
Til hennar þarf aðeins 1.5-2 MW
raforku og þarf þvi enga virkjun á
Norburlandi hennar vegna
(byggðalinan flytur 50 MW).
Spurningin er hvort Sauðkrækl-
ingar og nágrannar þeirra, eru
tilbúnir að láta „óskadrauminn”
um að Blönduvirkjun verði næsta
stórvirkjun, vikja fyrir stein-
ullarverksmiðju.
Nú er ljóst, eins og margsinnis
hefur komið fram, að þegar lokið
er framkvæmdum við Hraun-
eyjafossvirkjun og aðrar fram-
kvæmdir á Þjórsársvæðinu sem
nú er unnið að, þá verður næg raf-
orka fyrir almenna notkun lands
manna um nokkra framtið. Nýjar
stórvirkjanir á næstu árum verða
þvi byggðar með stóriðjumarkað
erlendra aðila i huga, en ekki
fyrir almenning i landinu. Nú er
Blanda sögð hagkvæmasti virkj-
unarkosturinn og blasir þvi við sá
möguleiki, ef hún verður virkjuð
næst, að selja erlendum aðilum
orkuna fyrir lágt framleiðslu-
kostnaðarverð og það er einmitt
það sem sóst er eftir. Er raunar
hryggilegt að heyra hversu
margir af forráðamönnum
þjóðarinnar (jafnvel Alþýðu-
bandalagsmenn) syngja nú stór-
iðjunni lof og dýrð og virðast eng-
in bjargráð sjá fyrir þessa þjóð,
önnur en að fá erlenda stóriðju-
abila til að byggja hér álver og
annað slikt og vilja laða þá að
með sem ódýrastri raforku.
Þvi hefur verið haldið fram
sem einu aðalatriðinu i áróðrin-
um fyrir Blönduvirkjun að virkj-
un á Norðurlandi sé nauðsynleg
til að bæta úr orkuskorti og auka
öryggi i rafmagnsmálum. Hvað
fyrra atriðið varðar hefur verið
um blekkingu að ræða. Hinsvegar
er augljóst að öryggið i raf-
magnsmálum eykst eftir þvi sem
virkjanir koma viðar, svo fremi
að rafmagnið verði ekki leitt eftir
sérlinu til næsta stóriðjuvers. En
öryggið eykst með hverju árinu
þótt engin virkjun komi þvi bæði
er unnið að hringtengingu kerfis-
ins og svo munu byggðalinur
verða endurbættar þar sem
reynsla sýnir að þess gerist þörf.
Byggðalinan hefur reyndar stað-
ist islensku veðráttuna vonum
betur og þó að hún bili smávegis
erutil vara-rafstöðvar sem gripið
er til. Hinsvegar er verra við að
fástþegar dreifilinur bila margar
i einu og verða menn að gera
greinarmun þar i milli. Er slæmt
til þess að vita að menn skuli i-
myndasérhlutiiþessu sambandi
og taka ofstækisfulla afstöðu og
beita áróðri samkvæmt þvi, en
þetta hefur þvi miður gerst i
Blöndumálinu og haft áhrif.
Aukið öryggi i raforku-
málum
í stefnuræðu forsætisráð-
herra (Timinn 23. okt.) kem-
ur fram að unnið er að
þvi ,,að ljúka hringtengingu
byggðalinu og auka flutningsgetu
og öryggi raforkukerfisins . Suð-
austurlina verður tekin i notkun i
nóv. n.k. (þ.e. i þessum mánuði)
og stefnt er að þvi að ljúka
hringnum með lagningu Suður-
linu á næstu árum.” Engar likur
eru til að nokkur neyð verði i raf-
magnsmálum þótt bygging
Blönduvirkjunar frestist um 3-4
ár og hluti Fljótsdalsvirkjunar
komi á undan, en það breytir
málinú talsvert til bóta eins og
siðar verður að vikið.
Allir hljóta að sjá að öryggi raf-
magns eykst þegar það getur
komið úr tveimur áttum enda er
hæpið að bilanir verði samtimis
bæði austan og vestan Norður-
lands. Hagkvæmni Blöndu og
Fljótsdals mun vera mjög svipuð
og breytir varla neinu hvor fyrr
er virkjuð hvað það varðar. Búið
er að semja eystra en ósamið er
um Blöndu og hafa engar bætur
né kostnaður við uppgræðslu
verið reiknað inn i dæmið svo
kunnugt sé.
Nýtt og athyglisvert við-
horf
Fyrr á þessu ári samþykkti
Alþingi heimildarlög fyrir fjórum
vatnsaflsvirkjunum sem allar eru
taldar hagstæðar. Eru áður-
nefndar tvær virkjanir meðal
þeirra. Svo er að heyra að á öllum
þessum stöðum eigi að virkja á
næstu 10 árum eða svo og koma
jafnframt orkufrekum iðnaði á
fót til að nýta rafmagnið. Laga-
frumvarpinu fylgdi sérfræðileg á-
litsgerð frá Verkfræðistofu Helga
Sigvaldasonar um vatnsmiðlun
fyrir landskerfið. Kemur þar
fram að „miðlunarstig núverandi
kerfis sé 0.16 sem verði að teljast
heldur lágt” en það þýðir að
vatnsmiðlun raforkukerfisins sé
of litil til að duga yfir veturinn i
vatnslitlum árum ogkemurfram
i álitsgerðinni að miðlunarstigið
0.30 sé hæfilegt.
í Morgunblaðsgrein 22. okt. ’81
færir Bergur Sigurbjörnsson rök
fyrir þvi að hagkvæmara er að
Fljótsdalsvirkjun komi á undan
Blönduvirkjun.Hannsegir: „Með
tilkomu Hrauneyjarfossvirkjunar
og Blönduvirkjunar með stærstu
miðlunnæstá eftir mundi miblun
landskerfisins aðeins hækka úr
0.161 0.21 eða 0.24 ef Armótastifla
og Stórkvislaveita kæmu einnig
til. Þetta merkir það að öll land-
eyðing við Blöndu vegna stærsta
miðlunarlónsins, nægir ekki til að
tryggja nauðsynlegt miðlunarstig
i landskerfinu. Komi Fljótsdals-
virkjun hinsvegar inn i myndina á
menningarmál
Það er leidréttinga þörf
Inga Huld Hákonardóttir:
Hélstu að Ilfið væri svona?
Viðtöl við verkakonur.
Iftjinn.
■ Þetta er fróðleg bók og mun
veröa talin gott heimildarrit.
Enda þótt við vitum að jafnan er
hálfsögð sagan þegar einn segir
frá eru lifsreynslusögur eins og
þessar heimildir frá fyrstu hendi
og þær lýsa viöhorfum sögu-
manns eins og þau eru.
Frágangur bókarinnar er
góður. Prentvillur eru vand-
fundnar og stillinn liflegur og
áferöargóður. Fari ég að finna að
einhverju eða nefna það sem mér
kemur spánskt fyrir sjónir, væri
það þegar talað er um að „beina
út kjöt” eða spurt er: „Finnst þér
þá konur eiga að taka þátt i
stjórnmálum”. Ég hefði spurt:
Finnst þér konur eigi. Kona sem
er „fjórða yngst” af sjö systkin-
um, telst mér til að sé alveg eins
fjórða elst en hitter jafnrétt fyrir
þvi. Sleppum þeim smámunum.
Enda þótt hér sé meira talað
við konur með erfiðar ástæður er
fjarri þvi að væl og barlómur sé
einkennandi. Vitanlega orka
sumar þær skoðanir sem fram
koma tvimælis. Þær sem vinna á
skrifstofu félags starfsfólks Iveit-
ingahúsum vita að það er til að
„fólk setji fram klögumál sem
ekki eiga sér neina stoð i veru-
leikanum”, Og Stella trúnaðar-
maður, segist „ekki hafa lent i
miklum deilum við stjórn frysti-
hússins, en fremur i því að greiða
úr flækjum og árekstrum milli
starfsfólksins innbyrðis”.
Eftirtektarvert finnst mér þeg-
ar stúlkan talar um að hún hefði
áttréttá tveim veikindadögum á
mánuði: Ég held að sumir telji
sig eiga rétt á veikindadögum
enda þótt ekki sé um veikindi að
ræða. Hins vegar skilst mér að
ákvæðin um veikindadaga með
fullu kaupi sé samtrygging laun-
þeganna þeim til hjálpar sem
veikir verða. Þá breytir það engu
um orlofsrétt að öðru leyti þó að
menn hafi verið svo heppnir að
sleppa við lasleika. Stúlkan sem
aldrei varð lasin, átti þvi ekki rétt
á neinum sjúkradegi.
Ummælin að 87% þjóðarinnar
lifi á afrakstri þeirra 13% sem
vinna við fiskveiðar og fisk-
vinnslu eru si'giltdæmium þröng-
sýni. Bæöi er það að þetta er ekki
eina framleiðslan I landinu og
eins er hitt að til þess að afla