Tíminn - 28.11.1981, Qupperneq 6

Tíminn - 28.11.1981, Qupperneq 6
6 Laugardagur 28. nóvember 1981 þingfréttir Vígbúnadurinn í utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. hafinu stefnir lífi þjóðarinnar í voða — sagði Guðmundur G. Þórarinsson í umræðum um öryggismál Hlutleysi er engin vörn ■ í umræðum, sem nýlega fóru fram á Alþingi um utanrikis- og öryggismál, bar hlutleysi nokk- uð á góma. Ólafur Jóhannesson utanrikisráð- herra gerði það m.a. að umtalsefni og fórust hon- um orð á þessa leið: „Ég held, að sé ekki rétt, og hefði ekki verið heppilegt, að ísland væri hlutlaust, lega þess er þannig. Auk þess vitum við það að hlutleysi hefur aldrei verið virt af ófriðar aðila þegar hann að eigin mati telur sér henta, að brjóta það. Þess mætti nefna ótal dæmi. Þrátt fyrir það eru til hlutlaus riki, við skulum segja eins og Sviþjóð og það getur verið ágætt. Og ég tel það heppilegt, að það séu til hlutlaus riki á milli þessa tveggja bandalaga. En ef hlutleysi þeirra verður virt, ef til átaka kæmi, þá þarf annað tveggja að vera fyrir hendi, að þau hafi sjálf svo sterkar varnir, að þau geti varið hlutleysi sitt, eða þá hitt að báðir aðilar telji það henta hagsmunum sinum að hafa einhver hlutlaus svæði á milli sin. En við erum bara ekki þannig settir i sveit og þó okkur liki það illa, þá þýðir ekki annað en að horfast i augu við stað- reyndir i þvi efni. Við erum á krossgötum. Ef til átaka kæmi á milli stórvelda, þá held ég, þvi miður, að við verðum að horfast i augu við þá staðreynd, að við myndum ekki látnir i friði. Og þá er það spurningin hvort við teljum það ekki heppilegra að hér sé fyrirstaða og varnir, sem hafi ef til vill þau áhrif á gagnaðilann, að hann láti vera að leggja i þá áhættu að gera hér árás. í þessum efnum er vitaskuld ekkert öryggi til og enginn getur fullyrt neitt i þessum efnum, en menn verða að draga þær ályktanir sem þeir telja skynsamlegastar af likum sem fyrir hendi eru. Auðvitað geta menn lagt mismunandi mat á likur og gera það”. Utanrikisráðherra vék siðan að vigbúnaðar- kapphlaupinu og sagðist hafa haldið þvi fram, i hverri ræðu sem hann hefði flutt á alþjóðavett- vangi að vigbúnaðarkapphlaupið milli risaveld- anna myndi enda með skelfingu ef ekki væri gripið i taumana. í samræmi við þetta sjónarmið hefðu íslendingar alltaf lagt áherzlu á að stefna bæri að gagnkvæmri afvopnun, eða kannski rétt- ara sagt gagnkvæmri takmörkun vigbúnaðar, þvi að það gerðist vart skjótt að með öllu væri af- vopnazt. Fyrst og fremst yrðu risaveldin að taka þátt i þessu, þvi að annars yrði takmörkun vigbúnaðar ekki raunhæf. Af þeim ástæðum kvaðst ráðherr- ann binda vonir við þær viðræður milli risaveld- anna sem myndu hef jast i Genf 30. þ.m. Bæru þær ekki árangur væri dökkt framundan. Tækist hins vegar að stiga einhver skref i rétta átt, þá þyrfti að endurvekja slökunarstefnuna og fylgja á eftir með traustvekjandi aðgerðum. Tortryggnin milli risaveldanna sagði utan- rikisráðherra er ekki svo litil undirrót þess iskyggilega ástands, sem nú rikir i heimsmálun- um. Þ.Þ ■ 1 hinum miklu umræöum um öryggismál sem fram fóru á Al- þingi rétt fyrir prentaraverkfall flutti Guömundur G. Þórarinsson ræöu sem athygli vakti, en hann slóá svolitiö aðra strengi en aörir ræöumenn og benti á geigvænlega hættu sem tslendingum er búin vegna breytinga á tæknilegum hliöum vigbúnaöarkapphlaups- ins. Ræöa Guömundar fer hér á eftir: A fundi Evrópuráðsins i haust þáhóf einn ræðumaður ræðusina, eitthvað á þennan veg: „Við vilj- um allir frið”. Það eru aðeins heimskingjar og glæpamenn sem ekki vilja frið. Spurningin er bara. Hvernig eigum við að ná friði? Mér virðist allir þeir, sem um þessi mál fjalla á einu máli um það, aðfriði verðum við að ná. En spurningin hvernig. Hvernig við eigum að fara að þvi, hún er rlk i huga manna og þar eru sjálf- sagt ekki allir á einu máli. 1 Evrópulöndunum hefur myndast fjöldahreyfing, friðar- hreyfing sem hefur sinar skoðan- ir á þvi, hvernig eigi að ná þess- um friði. Þessi hreyfing hlaut að verða sett á stofn, meðal frjálsra þjóða, eins og ástandið er i heim- inum i dag. I heimi ógnvekjandi vigbúnaðar, þar sem helvopn kjarnorkunnar eru næg til þess að eyða öllu lifi á jörðunni mörgum sinnum. 1 heimi þar sem staðan i þessum kjarnorkumálum er siik aðviðerum nánast á timamótum, vegna þess að vigbúnaðarkapp- hlaupið er að margfaldast. Og ekki hvað sist i heimi þar sem kjarnorkuvopnum er dreift svo viða og dreifingin eykst, aö hættan á óhöppum, hættan á þvi að jafnvel skæruliðasamtök kom- ist yfir slikar bombur fer stöðugt vaxandi, þá hlaut slik hreyfing að verða sett á stofn. Það kann að vera að mörgum íslendingnum þyki slik hreyfing fjarlæg, en ég hyggað ef upp væru komin áform um aö setja hér á íslandi upp eins og 30-40 eldflaugar með kjarnaoddum, þá yrði þessi um- ræða glettilega mikið nálægari íslendingum eða svipað og hún er mörgum Evrópuþjóðum nú. Fridarhreyfing á rétt á sér Það má vel vera og er sjálfsagt rétt að þeir atburðir sem nú hafa skeð i Danmörku, hafa dregið úr trausti manna á þessari hreyf- ingu. En ég held nú samt að tor- tryggni manna sé óþarflega mik- il, og þaðer mitt mat að það sé al- gjörlega fráleitt að ætla sér að stimpla þessa hreyfingu frjálsra manna i hinni frjálsu Evrópu, sem kommúnistiska eða ein- hverja þjónkun við Rússa. Ég er alveg sannfærður um það að þessi friðarhreyfing á rétt á sér. En auðvitað þarf I þeim málum eins og öllum öðrum aðgæslu, og skilji ég markmið þessarar friðar- hreyfingar rétt, þá eru þær að berjast fyrir gagnkvæmri af- vopnun en ekki einhliða. Strand rússneska kafbátsins hefur auðvitaö vakið nokkuð um- rót i hugum manna, og það er eðlilegt. Og það er áfall fyrir þær afvopnunarviðræður sem menn erunúaðfaraaf staðmeð.Og það er áfall fyrir þann málstað sem menn hafa verið að berjast fyrir um afvopnun, vegna þess að full- trúar Sovétrikjanna hafa flutt svo margar ræður, um haf friðarins, Eystrasalt, þeir verða uppvisir að þvi að vera sennilega með hafið fullt af kjarnorkuvopnuðum kaf- bátum. Að Sovétrikin, sem hvað eftir annað hafa lýst yfir stuðn- ingi við kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og viljað leggja sitt af mörkum til að koma sliku svæði á, þau virða ekki hlut- leysi meira en það að þau eru komin með kjarnorkuvopnaðan kafbát upp i iandsteina i Sviþjóð. Og auðvitað spyrja menn sig: er hægt að taka nokkurt mark á orð- um þessara manna? Hvaða á- form hafa þeir varðandi kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum.ef reynt er að lesa á milli linanna i tengslum við þennan at- burð sem þarna er. Þetta er auð- vitað freklegt brot og þeim mun alvarlegra sem þarna er um að ræða hlutlaust riki. Þetta sýnir hvers Sovétrikin virða hlutleysið, og það hlýtur að verða okkur Vesturlandabúum mikil lexia að fylgjast með þvi. En það er annað sem ekki hvað sist vekur athygli okkar i sam- bandi við þetta strand, og það er það að þessi þrjátiu ára gamli kafbátur skuli vera með kjarn- orkuvopn. Það beinir augum okk- ar að þvi að Sovétrikin muni vera vopnuð kjarnorkuvopnum i miklu rikara mæli heldur en menn hefur órað fyrir áður. Það beinir augum okkar að þvi að sennilega erum við umkringd kjarnorkuvopnum i miklu, miklu rikari mæli en okk- ur hefur i rauninni grunað. Vígbúnaðar- kapphlaup í uppsiglingu Enn á ný hlýtur þetta að vekja menn til umhugsunar um það griðarlega vigbúnaðarkapphlaup sem nú virðist vera i uppsiglingu. Það ererfitt að meta málstaðinn i þvi sambandi hjá hvorum fyrir sig. En það er alveg augljóst að risaveldin stefna i ævintýralegt vigbúnaðarkapphlaup. Við höfum miklu betri möguleika á að fylgj- ast með þvi sem er að gerast i Bandarikjunum, vegna þess að þar er tiltölulega opiö þjóðfélag og þar fara fram opnar umræður um það sem stjórnvöld hyggjast gera. Við vitum minna um það sem skeður i Sovétrikjunum en ýmsar visbendingar sýna okkur þó að þaðer engin spurning um að þar er alveg geigvænlegur hraði i vigbúnaðarkapphlaupinu. Það er stefnt að þvi að setja upp heil kerfi eldflauga i Evrópu, eld- flauga með kjarnaoddum beggja vegna járntjalds. Bandarikja- menn telja sig neydda til þess að hefja smiði niftreindasprengju vegna þeirra gifurlegu yfirburða sem Sovétmenn hafi i skriðdreka- flota sinum i Evrópu. í þvi sambandi kemur þó einn þáttur sérstaklega fram, sem ég held að tslendingar verði að hafa augun á. í kosningabaráttunni lagði Reagan mikla áherslu á það, að glugginn væri opinn i Bandarlkjunum, opinn fyrir kjarnorkuárás frá Sovétrikjun- um. Slagorð hans var nánast eða slogan „The window of vulnera- bility”. Þessum glugga verður að loka”, sagði Reagan i sinni kosn- ingabaráttu. Og markmiðið var að koma á fót MX-eldflaugum sem geta flogið milli heimsálfa og hitt mark sitt með gifurlegri ná- kvæmni og eru búnar mjög öflug- um kjarnorkuvopnum. 1 kjarnorkustyrjöld eru vopnin sjálf skotmörkin, vegna þess að sá sem hefur árás, verður að tryggja sér það að skjóta niður kjarnorkuvopn hins til þess að varnarárás þess seinna grandi honum ekki algjörlega. Þá verða Bandarikjamenn, að vera með þessar tvö hundruð MX- flaugar, i sifelldum flutningum á millifjögur þúsund og sex hundr- uð steyptra skýla, þannig að Sovétmenn gætu aldrei vitað hvar þessar eldflaugar væru og þar af leiðandi ekki skotið þær niður. Þessari áætlun breytti Reagan. Hann helmingaði framleiðsluna, þannig að hann ætlar ekki að framleiða nema hundrað MX-eld- flaugar. En það sem meira er, hann ætlar að hafa þær á ákveðn- um stöðum. Og þá þykir mönnum nú að glugginn sé nú opinn áfram. Vígvélar í hafinu En hver er lausnin? Lausnin er auðvitað sú að fara með meira af þeim út i hafið, vera með meira af eldflaugum i kafbátum úti i haf- inu, kafbátum sem eru á hreyf- ingu, þannig að viðkvæmni þeirra fyrir árás sé minni heldur en eld- flauga sem geymdar eru á á- kveðnum stöðum. Það hefur lika haft sin áhrif að ákveðin fylki i Bandarikjunum hafa gjörsam- lega mótmælt þvi að taka við þessum eldflaugum öllum og öll- um þeim steypumössum, sem i kringum þær eiga að vera. Lausnin er auðvitað að fara með þetta út I hafið, og hvaða haf? Hafiðhérna i kringum okkur. Það eru ekki bara Rússar sem telja sér nauðsynlegt aö vera með geysilega sterkan kafbátaflota vopnaöan kjarnorkuvopnum og hafa hann hérna i hafinu kringum okkur, heldur er það nánast útlit fyrir að lausnin I Bandarikjunum sé sú lika. Og Norðurlöndin vilja vera kjarnorkuvopnalaus. Af hverju? t og með vegna þess að kjarnorku- vopnin eru s jálf skotmörk, og þau vita það að það er minni hætta á kjarnorkuárás þar sem ekki eru kjarnorkuvopn. Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd þýða auðvitað það að vigbúnaðurinn i hafinu i kringum okkur verður meiri báð- um megin frá. Og þetta hlýtur að vekja Islendinga til umhugsunar um þaðað við erum staddir hér á þessari eyju úti i Atlantshafi með þessa kjarnorkubúnu kafbáta alla i kringum okkur, og það er enginn vafi á þvi eins og þetta er að þró- ast nú, að það er einmitt þessi vígbúnaður sem á eftir að stór- aukast. Menn tala að visu dálitið um það að það sé nokkur hætta á þvi að i þessu vigbúnaðarkapphlaupi verði farið með kjarnorkuvopn- aðar eldflaugar út i geiminn. Að geimskutlan, sem nú er að fara sina aðra ferð, muni auðvelda mjög flutning stórra hluta út i geiminn. Og að Rússum verði það ljóst að þeir verði að koma sér upp sliku farartæki lika. Og ég vil aðeinsbiðja menn að staldra and- artak við og velta þeim mögu- leika fyrir sér að farið verði að fara með eldflaugar með kjarna- oddum i einhverjum miklum mæli hér úti i geiminn og miða þeim — já, hverjir á aðra. Það er nú auðvitað svo skelfileg tilhugs- un að ekki bara i ljósi þess, heldur alls dæmisins, þá hljóta menn nú að skilja það að stofnaðar eru friðarhreyfingar. Ég held að menn hljóti að sjá að ógnunin af þessu öllu saman er geigvænleg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.