Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 Það eru aðeins tvær leiðir með vörur til og frá Íslandi. Fraktflug með Icelandair Cargo býður þér hraðan og hagkvæman flutningsmáta með fraktflugi oftar en 200 sinnum í viku á milli Íslands, annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna. HVOR LEIÐIN HENTAR ÞÉR? VIÐ FLJÚGUM YFIR 200 SINNUM Í VIKU TIL EVRÓPU OG BANDARÍKJANNA – hagkvæmur flutningsmáti www.icelandaircargo.is ÍS LE N SK A SI A. IS I SP 4 15 80 0 3. 20 08 Jón Ásgeir Jóhannes- son, fertugur vatns- beri, er starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Hann er einhver valda- mesti maðurinn í ís- lensku viðskiptalífi og var í fyrra val- inn sá þriðji valda- mesti í smásölugeira Breta. Í viðtali á CNBC Europe-sjónvarpsfréttastöð- inni á mánudag héldu spyrl- ar því fram að hann væri nú valdamestur í bresku smásöl- unni. Jón dró þar heldur úr en kvaðst þó með þeim stærstu. „Við erum með um 36 vöru- merki þar sem við erum leið- andi fjárfestir,“ sagði hann hógvær. „En það er alveg rétt, vöxturinn hefur verið hraður á skömmum tíma.“ Jón Ásgeir er maðurinn á bak við Baugsveldið. Rætur þess liggja beint til fyrstu Bónus- verslunarinnar sem hann stofn- aði með föður sínum Jóhann- esi Jónssyni (sem alla jafna er kenndur við Bónus) árið 1989. Sama ár útskrifaðist Jón Ás- geir frá Verzlunarskóla Íslands. Tæpum áratug síðar var Jón Ásgeir orðinn forstjóri Baugs Group og hafa umsvif félagsins aukist stórum skrefum síðan. Í árslok 2003 var Baugur Group með mest umsvif íslenskra fyrir tækja utan landsteinanna og um leið stærsta fyrirtæki landsins. Jón Ásgeir hefur löngum haft yfir sér dálitla rokkaraímynd, sem er vafalaust til komin vegna þess hve ungur hann var að árum þegar hann var farinn að láta til sín taka í viðskipta- lífinu. Hann er enn frjálslegur í fasi þótt hann sé orðinn ráð- settari, en í fyrra- vetur gekk hann að eiga Ingibjörgu Stef- aníu Pálmadóttur, unnustu sína til margra ára. Töluvert var lagt í brúðkaupið og nokkuð fjölmiðlafár í kring- um það. Jón Ásgeir hefur samt ekki viljað berast um of á þrátt fyrir að hafa safnað auði og hefur fremur reynt að halda per- sónu sinni og fjölskyldu úr kast- ljósi fjölmiðla. Vitað er þó um bíladellu Jóns og að hann safnar bílum, þótt ekki hafi hann vilj- að fá umfjöllun um þá söfnun. Og þótt Jón Ásgeir berist ekki um of á hér á klakanum berast engu að síður fregnir af útgjöld- um í útlöndum sem meðaljóninn getur ekki látið sig dreyma um, svo sem af snekkjukaupum og fjárfestingum í lúxus íbúðum í New York-borg. Baugur Group og forsvars- menn félagsins hafa um ára- bil mátt sæta skattrannsókn og opin berri málsókn tengdri meintri fjármálamisferli. Ákær- um hefur þó að langstærstum hluta verið hrundið. Í viðtalinu á CNBC sagðist Jón Ásgeir full- viss um að þessi mál væru að baki og að ekki væri von á því að ákærur yrðu gefnar út að nýju. Ráðsettur rokkari í smásölu S A G A N Á B A K V I Ð . . . J Ó N Á S G E I R J Ó H A N N E S S O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.