Tíminn - 17.12.1981, Side 19
mál aö striöa. Þaö ber saman
bækur sinar og læröi af reynslu
annarra. Nú, i þriöja lagi þá var
þarna um hreina afþreyingu aö
ræöa, fyrir þá sem ef til vill eiga
tiltölulega erfiöa ævi. Þunga-
miöjan var auövitaö fræöslan og
verklegu æfingarnar, en þaö má
alls ekki gera litiö úr hinum þátt-
unum, þvi þeir eru einnig þýöing-
armiklir.”
„Fólk kom utan af
landi”
Blm. Sótti fólk af Reykjavikur-
svæðinu eingöngu þetta
námskeið?
,,Þaö var mest hér af Reykja-
vikursvæöinu, en þó komu 4 fjöl-
skyldur utan aö landi á þetta
námskeið. Ein kom frá Vest-
mannaeyjum, önnur frá Isafirði,
sú þriðja frá Hellissandi og fjóröa
fjölskyldan kom frá Blönduósi
þannig að þetta fólk lagði á sig
mikil ferðalög til þess að koma á
námskeiðiö”.
Blm: A hvaöa hátt er helst hægt
aö hjálpa astma- og ofnæmisveik-
um börnum?
„Það er auðvitað hægt aö gera
margt. Viö höfum mikinn áhuga á
þvi aö hægt veröi aö senda börnin
i tveggja vikna æfingabUöir, þar
sem þau færu i gegnum þjálf-
unarprógramm, sem byggðist
upp á íþróttaþjálfun. Þaö er taliö
afskaplega mikilvægt aö bömin
fái að taka þátt í iþróttum, þvi
þau bæði styrkjast þannig og læra
aö þekkja takmörk sin.
Þaö kom berlega i ljós á nám-
skeiðinu aö sum börn sem þjást af
þessum sjúkdómum, mæta ekki
nægum skilningi í skólunum,
hvorki hjá iþröttakennurum, né
almennum kennurum. Kennar-
arnir þurfa að fá fræðslu um ein-
kenni þessara sjúkdöma og
hvernig þau börn sem af þeim
þjást skuli þjálfuö.
Þaö var m.a. i þeim tilgangi,
sem við létum gera kynningar-
plakat um þessa sjúkdöma,
hvernig má þekkja þá, hverjir
séu algengustu ofnæmisvaldarnir
og hvernig börnin skuli með-
höndluö. Þessu plakati dreifðum
við i alla skóla á landinu, en þaö
veröur þvi miður að segjast eins
og er, að það hefur ekki fengiö
næga athygliog kynningu i mörg-
um skólum. í sumum skdlum er
bókstaflega einsog það hafi
gleymst.”
„Almenn ánægja með
námskeiðið”
Blm: Var ánægja meö nám-
skeiöiö af hálfu þátttakendanna?
,,Já, þaö veröur ekki annaö
SÍÍiSii'
19
■ Undirbóningsnefndin, þegar Timamenn hittu hana
og lngibjörg Friöriksdóttir.
Frá hægri, Thelma Grimsdóttir, Björn Ólafur Hailgrimsson, Haraid Hoizvik
Timamynd —G.E.
sagt en ánægjan hafi verið
álmenn. Börnin undu sér viö
ýmiskonar leiki og föndur á
meöan aö eldra fólkiö fræddist.
Við urðum vör viö mikla ánægju
bæði barnanna og þeirra full-
orönu. Fullorðna fólkiö hafði orö
á þvi að þaö færi aftur til sins
heima, mun fróðara en þaö hafði
veriö yið komuna.
Þaö sem að okkur i undir-
búningsnefndinni snýr, þá erum
við að sjálfsögðu ánægð með
námskeiðið og þátttakendurna,
en einna ánægðust erum viö þó
meö þann höfðinglega hlut sem
Reykjalundur lagði til, þvi þar
var okkur veitt öll aöstaöa, viö
nutum rausnarlegra veitinga all-
an daginn og Reykjalundur Ut-
vegaði okkurbæði iþróttakennara
og fóstrur,sem höföu ofan af fyrir
börnunum. Ef ekki hefði komið til
svona rausnarlegt framlag
Reykjalundar, heföi þetta vart
heppnast vona vel. í lokin leysti
Reykjalundur öll börnin meira að
segja út meö gjöfum.
Þá verðum viö einnig að geta
framlags Guðnýjar Jónsdóttur,
sjúkraþjálfara, en hún ásamt
Ellu Bjarnason , fræddi þátttak-
endurna um lungnabank o.fl.
þannig aö það á eflaust eftir aö
Þaö gat líka verið gott aðhvilast um stund i fanginu á mömmu, og læra jafnvel eitthvað um leið.
Börnin liöfðu nóg aðf öndra við og leika sér á meðan foreldrarnir hlustuðu á fræðsiuerindi
koma mörgum aö notum hér
eftir.”
..Samtökin stofnuð 1974”
Blm: Hvenær voru samtök
ykkar stofnuð?
„Samtök gegn astma og
ofnæmi voru stofnuö 1974, og eru
samtökin ein deild innan SÍBS.
Viö erum nú ein stærsta deildin
innan SIBS með rúmlega 600
félagsmenn. Þaö segir sig þó
sjálft að þaö eru mun fleiri sem
þjást af astma og ofnæmi, sem
ekki eru I félaginu, þvi þaö er hjá
mörgum hálfgert vikvæmnismál
aö ganga i samtök hjá okkur, þar
sem með þvi er maður á vissan
hátt að opinbera sjúkdóm sinn.
Eins og sést af vaxandi félagatölu
hjá okkur, fer þetta sjónarmið þó
rénandi. Félagar viö stofnun
samtakanna voru ekki nema
rúmlega 300 talsins.
Blm: Þiö hyggist reyna aögera
svona námskeið að árvissum at-
burði, auk þess sem ykkur
dreymir um þjálfunarbúöir fyrir
börnin. Er starfsemi ykkar á ein-
hverjum öörum vettvangi einnig?
„Já, við erum reglulega meö
fraeösluerindi og fundi hér á
Suðurgötunni. A þá reynum við aö
fá sérfræðinga, ásamt þvi sem við
reynum að kynna nýjungar i
ýmiskonar hjálpartækjum, sem
að gagni mega koma. Viö höfum
skrifstofuna opna á mánudögum
og fimmtudögum frá þvi kl. 14 til
17 og á þessum tima reynum við
eftir föngum aö aöstoöa fólk,
veita þvi upplýsingar, taka á móti
nýjum félögum o.s.frv. þannig aö
það eru næg verkefni framundan
á okkar vettvangi.”
— AB