Tíminn - 22.12.1981, Side 5
Þri&judagur 22. desember 1981
5
anna sem ég fagnaði með ýlfri óvitans þeg-
ar ég uppgötvaði hana, en þessi rifa var
ekki einu sinni nógu við til að stinga þar út
skottinu, og þó ég beitti öllum minum apa-
kröftum var engin leiö að víkka hana.
Siðar var mér sagt að ég hafi látiö óvenju
litiö á mér kræla, sem hafi þótt benda til að
annaöhvort myndi ég gefast upp fljótt
ellegar að ég yrði mjög auötaminn, ef mér
tækist að lifa af þetta fyrsta tvisýna skeið.
Ég lifði af. Ég kjökraði eymdarlega, tindi
flær i ofboöi, hnusaði mæöulega af kókos-
hnetum, barði höföinu i vegginn, rak út úr
mér tunguna, þegar einhver nálgaðist —
þetta undi ég mér við á fyrsta skeiði nýrrar
ævi. Og alltaf var þessi ávæningur ná-
lægur: engin undankomuleið. Nú get ég
auövitað aðeins lýst þvi á mannamáli sem
ég uppliföi þá sem api, og fer þvi óhjá-
kvæmilega rangt með. En þótt ég geti ekki
teygt mig eftir gamla apasannleikanum, er
hann óefað i ætt viö þessa frásögn.
Aður átti ég alltaf fjölmargar leiðir til
undankomu og nú enga meir. Ég var kom-
inn I sjálfheldu. Þeir hefðu getað neglt mig
fastan án þess að hefta hreyfingarfrelsi
mitt meira en orðið var. Hvers vegna?
Klóraðu þig til blóðs á milli tánna, þú finnur
ekki ástæðuna. Þrýstu afturendanum upp
að rimlunum þar til þeir kljúfa þig næstum
I tvennt, þú finnur ekki ástæðuna. Ég átti
mér enga undankomu, en varö að finna
hana, þvi án hennar gat ég ekki lifað. And-
spænis þessum vegg um alla eilifð — ég
myndi svo sannarlega geispa golunni. En
hjá Hagenbeck eru apar haföir upp viö
vegg svo að þá, þá hætti ég að vera api.
Þetta er skýr og fagur þankagangur, sem
ég hlýt að hafa upphugsað með likamanum,
þvi apar hugsa meö likamanum.
Ég er hræddur um, að menn skilji ekki til
fulls, hvað ég á við með undankomuleiö. Ég
nota orðið I þess venjulegustu og fyllstu
merkingu. Ég segi vitandi vits ekki frelsi.
Ég á ekki við þessa miklu hugmynd um
frelsi til allra átta. Hana þekkti ég ef til vill
sem api, og ég hef kynnst fólki sem hana
þrá. En hvað mig snertir sóttist ég hvorki
eftir frelsi þá né nú. Aukinheldur: Menn
gera sér alltof oft grillur um frelsiö. Og líkt
og frelsið telst til háleitustu tilfinninga,
telst einnig blekkingin sem er fylgifiskur
þess háleit. Aður en ég kem fram i
sýningarhöllum, sé ég oft fjölleikamenn
leika listir sinar i rólum uppi viö þakrjáfriö.
Þau sveifla sér og slöngva, stökkva og svifa
I fang hvort ööru, eða annað heldur hinu
uppi á hárinu með tönnunum. „Þetta er lika
frelsi mannanna”, hugsa ég, „alfrjáls
hreyfing”. Hvilik háðung gagnvart heilagri
náttúru! Ekkert mannvirki stæöist hlátur
apaættarinnar við þessa sýn.
Nei, ég vildi ekki frelsi. Aðeins undan-
komuíeið, til hægri, vinstri, hvert sem var:
ég geröi ekki aðrar kröfur og jafnvel þótt
undankomuleiðin reyndist aöeins tálsýn,
var krafan of smávægileg til að vonbrigðin
yrðu ekki þeim mun meiri. Afram, áfram!
Bara ekki að standa með uppréttar hendur,
fastur upp viö vegg.
Nú orðið er mér þetta ljóst: án mikillar
rósemi hugans hefði ég aldrei komist burt.
Og I raun á ég allt þaö sem ég er nú aö
þakka róseminni sem færöist yfir mig eftir
fyrstu dagana á skipinu. Og rósemina á ég
væntanlega skipverjum að þakka. Þrátt
fyrir allt eru þetta bestu menn. Mér er enn-
þá fró I að rifja upp þungt fótatak þeirra
sem slfellt ómaði I svefnmókinu. Oftast
voru þeir sérdeilislega lengi aö koma sér aö
verki. Ef einhver þeirra ætlaöi aö nudda sér
um augun, lyfti hann upp hendinni eins og
hún væri lóö. Kimnigáfa þeirra var stór-
kallaleg, en hún kom frá hjartanu. Þegar
þeir hlógu, breyttist hláturinn stundum I
ógnvekjandi hósta, sem þó vissi ekki á neitt
illt. Alltaf höfðu þeir eitthvaö I munninum,
sem þeir gátu spýtt út úr sér, og stóð á
sama hvert þeir spýttu þvi. Þeir voru sifellt
að jagast út af þvi aö flærnar stykkju af
mér á þá, en samt urðu þeir aldrei reiöir,
þvi þeir vissu að það voru flær I feldinum á
mér og að flær eru náttúraðar fyrir að
stökkva, þeir létu þetta gott heita. A frl-
vaktinni settust þeir oft nokkrir saman I
hálfhring um mig, töluðu fátt, heldur
tautuðu I kór, flatmöguðu á kössum og
reyktu pipu, slógu sér á lær hvenær sem ég
bæröi á mér, annað veifiö tók svo einhver
þeirra- upp prik og kitlaði mig þar sem ég
lét mér vel llka. Værimér nú boðiö aö fara i
nýja ferð með þessu skipi, hafnaði ég
örugglega, en jafnvist er, að það eru ekki
bara slæmar minningar, sem ég gæti rifjað
upp þarna á milliþiljunum.
Rósemin sem ég tileinkaöi mér I félags-
skap þessara manna, kom framar öllu i veg
fyrir aö ég reyndi að flýja. Þegar ég lit
aftur finnst mér eins og mig hafi a.m.k.
rennt I grun, aö ég yrði aö finna undan-
komuleið vildi ég lifa af en að þessi undan-
koma væri ekki fólgin i flótta. Nú er mér
ekki lengur ljóst hvort flótti var mögulegur,
þó finnst mér þaö llklegt, api ætti alltaf að
geta flúið. Núorðið eru tennurnar I mér
þannig, að ég verð jafnvel að gæta mln þeg-
ar ég brýt ofurvenjulegar hnetur, en þá
hefði mér örugglega heppnast smám
saman aö bíta sundur lásinn. Þaö gerði ég
ekki. Hvað hefði ég svosem unnið með þvi?
Undireins og ég hefði rekið hausinn heföi ég
veriö fangaður á nýjan leik og lokaöur inni I
ennþá ótútlegra búri. Eða kannski hefði ég
getaö laumast óséður til hinna dýranna, til
dæmis til risaslanganna á móti og gefiö upp
öndina i faömlögum þeirra. Eöa mér hefði
tekist að laumast út á þilfar og kasta mér
fyrir borð. Þá hefði ég velkst stundarkorn I
úthafinu og siðan drukknaö. Vissulega út-
hugsaði ég þetta ekki mannlega, en I ljósi
aðstæönanna hegðaði ég mér llkt og ég
hefði hugsað allt til enda.
Ég hugsaði ekki heldur horfði ég i kring-
um mig með mestu ró. Ég sá þessa menn
ganga út og inn, alltaf sömu andlitin, sömu
hreyfingarnar, oft fannst mér þeir vera aö-
eins einn maður. Þessi maður eða þessir
menn fóru semsagt óheftir feröa sinna. Há-
leitt markmið rann upp fyrir mér. Enginn
lofaöi mér þvl að rimlarnir yröu teknir
burt, ef ég aöeins yrði eins og þeir. Slik lof-
orð sem tæpast verða efnd, eru ekki gefin.
En ef af endum verður, birtast loforöin á
eftir, þar sem þeirra var áður leitað án ár-
angurs. Nú höfðu þessir menn ekkert við
sig, sem freistaði min aö marki. Væri ég
fylgjandi téöu frelsi heföi ég áreiðanlega
tekið úthafiö fram yfir þá undankomu, sem
skein út úr grámyglulegum andlitum
þeirra. Að minnsta kosti virti ég þá lengi
fyrir mér, áöur en ég fór að hugsa um slíkt,
já, það voru þessar athuganir minar eins og
þær lögðu sig, sem fyrst beindu mér I rétta
átt.
Það var svo auðvelt aö apa eftir mann-
fólkinu. Strax á fyrstu dögunum kunni ég að
spýta. Þá spýttum við I andlit hvor á
öðrum: munurinn var bara sá aö á eftir
sleikti ég andlitið á mér hreint, þeir ekki.
Brátt reykti ég plpu eins og gamalreyndur,
ef ég þar a& auki stakk þumalfingrinum I
plpuhausinn skellihlógu allir á miödekkinu,
lengi áttaði ég mig bara ekki á muninum á
tómri og troöinni plpu.
Brennivlnsflaskan olli mér mestum
hugarkvölum. Mig kllgjaði við lyktinni, ég
neytti allra lifs- og sálarkrafta en það liðu
vikur áöur en ég vann sigur á sjálfum mér.
Merkilegt nokk tóku mennirnir þessa innri
baráttu hátlðlegar en nokkuð annað I fari
minu. Ég get ekki greint einn frá öðrum I
endurminningunni, en það var einn þeirra
sem kom æ ofan I æ, jafnt dag sem nótt,
einn sér eða meö félögunum, tók sér stööu
meö flöskuna fyrir framan mig og leið-
beindi mér. Hann skildi mig ekki og vildi
ráða lifsgátu mína. Hægt tók hann tappann
úr flöskunni og leit siöan á mig til aö sjá
hvort ég hefði skilið ég játa þaö, ég horföi
alltaf á hann með villtri yfirþyrmandi at-
hygli, slikan mannlærling finnur enginn
mannfræöari neins staöar. Þegar búið var
að aftappa flöskuna hóf hann hana upp aö
munninum, ég horfði á eftir alla leiö niöur I
kok. Hann kinkar kolli, ánæg&ur meö undir-
tektirnar og ber flöskuna aö vörum sér. Ég
klóra mér emjandi þvers og kruss frá mér
numinn af vaxandi skilningi. Hann er
himinlifandi hefur upp flöskuna og hellir I
sig. Ég geri mln stykki I búrinu eirðarlaus
og iöandi I skinninu eftir að fá að leika
sama leikinn, og af þvi veröur hann ennþá
glaðari. Og svo heldur hann flöskunni langt
frá sér, sveiflar henni enn upp og tæmir
hana i einum teyg, um leið og hann hallar
sérlangt aftur, til að kennslan verði enn á-
áhrifameiri.Ég, Uttaugaður af græðgi,
megna ekki lengurað fylgjast með og hangi
máttvana á rimlunum, á meðan fræðilegu
æfingunni lýkur með þvi að hann strýkur
sér um búkinn og glottir.
Nú fyrst hefst verklega æfingin. Er ég þá
ekki útkeyrður eftir fræðilegaþáttinn? Vlst,
alveg útkeyröur. Þaö fylgir örlögum mln-
um. Þrátt fyrir það þreifa ég af fremsta
megni eftir framréttri flöskunni, aftappa
hana skjálfandi. Við þessa frammistöðu
vakna smátt og smátt nýir kraftar, ég lyfti
flöskunni svo vart sér nokkurn mun á mér
og fyrirmyndinni, ber hana að vörum mér
og — og fleygi henni burt með viðbjóði, með
viðbjóöi, þrátt fyrir að flaskan sé tóm og
aðeins eimi eftir af vinanda I henni fleygi ég
henni með viðbjóði I gólfið. Kennara mln-
um til ama, mér til mæðu. Eftir aö ég hef
fleygt burt flöskunni er hvorki honum né
mér afbötun I, að ég gleymi ekki aö strjúka
mér vendilega um búkinn og glotta um leið.
Alltof oft fór kennslustundin á þessa leið.
Og kennari minn á heiður skilinn hann varð
ekki illur út I mig, aö vlsu hélt hann stund-
um logandi plpunni að feldinum á mér, þar
til fór að sviðna einhvers sta&ar, þar sem ég
náöi illa til, en þá slökkti hann lika sjálfur
með stórvaxinni vinarhendi. Hann var ekki
illur út I mig, hann skildi aö viö börðumst
hliö við hlið gegn apae&linu og að ég átti
mér erfiðara hlutskiptið.
Hvíllkur sigur var þaö þá ekki eitt kvöld-
ið, jafnt fyrir hann sem mig, og þaö fyrir
framan stóran hóp áhorfenda — kannski
var veisla, það var spilaö á grammófón og
yfirmaöur gekk um hópinn — þetta kvöld,
þegar enginn sá til, greip ég brennivlns-
flösku sem I gáleysi hafði veriö skilin eftir
við búrið aftappaði hana kórrétt viö vax-
andi athygli hópsins bar hana að vörum
mér og drakk, án þess að hika, án þess að
gretta mig, meö glenntum augum og þöndu
koki, endanlega og sannarlega i botn,
kastaði flöskunni burt, ekki lengur I ofboöi,
heldur eins og listamaður, gleymdi að visu
aö strjúka mér um búkinn en I staðinn,
vegna þess aö ég gat ekki annaö, vegna
þess aö það knúði á, vegna þess aö mig
sundlaöi, hrópa&i ég stutt og laggott
„Halló!” með mannsröddu og stökk meö
þessu hrópi inn i mannfélagiö og endur-
rómurinn: „Heyriði, hann talar!” var eins
og koss á allan minn svitastokkna Hkama.
Ég endurtek: það freistaði mln engan
veginn að apa eftir mönnunum, ég apaði
eftir, vegna þess aö ég leitaöi að undan-
komu, af engri annarri ástæðu. Auk þess
var þessi sigur aöeins lltiö skref. Röddin
brást mér undireins aftur, kom ekki að nýju
fyrr en mánuöum siöar, andstyggöin á
brennivinsflöskunni varð megnari en áður.
En hvaö sem þessu leiö var stefnan fast-
ákve&in i eitt skipti fyrir öll.
Þegar ég kom til Hamborgar og var
seldur i hendur fyrsta þjálfaranum, sá ég
fljótt aö tvær leiöir stóöu mér til boöa:
dýragarðurinn eða fjölleikahúsið. Ég
hikaði ekki. Ég sagði við sjálfan mig:
neyttu allra krafta til að komast i fjölleika-
húsið, það er undankomuleiðin dýragarður-
inn er ekkert annað en nýtt rimlabúr, ef þú
hafnar þar inni ertu glataður.
Og ég læröi, herrar minir. Já, maður lær-
ir, þegar maður má til, maöur lærir, þegar
maöur ætlar sér undankomu, maöur lærir
baki brotnu. Maöur vakir yfir sjálfum sér
meö svipu, maður hýðir sjálfan sig við
minnsta mótþróa. Apaeðliö flúöi gersigrað
úr mér og burt, svo aö fyrsti kennari minn
virtist næstum apalegur, varö aö hætta við
kennsluna og leggjast á heilsuhæli.
Blessunarlega kom hann fljótt þaöan aftur.
En ég þurfti marga kennara og meira að
segja nokkra I einu. Þaö birti yfir framtið
minni um leiö og mér varð betur vitandi um
hæfileika mlna og almenningur fór að
fylgjast með framförunum, ég réö sjálfur
til mln kennara, setti þá I fimm samliggj-
andi herbergi, hljóp stö&ugt úr einu her-
bergi I annaö og læröi hjá öllum i senn.
Hvillkar framfarir! Hvernig geislar
viskunnar brutust úr öllum áttum inn I
þennan vaknandi heila! Ég neita því ekki:
mér fannst þaö undarlegt. En ég verö lika
aö játa: ég ofmat það ekki, ekki þá og enn
siöur nú. Með á»aki sem til þessa á ekki sinn
lika á jöröinni, náöi ég menntunarstigi
me&al Evrópumanns. 1 sjálfu sér er það
kannski smávægilegt, en samt nokkurs
viröi, þar sem þaö kom mér út úr búrinu og
færði mér þessa undankomuleið, mannlegu
undankomuleiðina. Þaö er til alveg prýði-
legur talsmáti: aö stinga af, þaö gerði ég,
ég stakk af. Mér var engin önnur leið fær,
þvi frá upphafi stóð frelsiö mér ekki til
bo&a.
Þegar ég lit yfir þroskaferil minn og
hvert hann hefur leitt mig, kvarta ég hvorki
né er fyllilega ánæg&ur. Ég sit til hálfs, ligg
til hálfs I ruggustól, með hendur i vösum,
vlnflösku á bor&inu og horfi út um glugg-
ann. Ef einhver kemur I heimsókn tek ég á
móti honum eins og viö á. Umboösmaöur
minn situr i forstofunni, þegar ég kalla
kemur hann og hlustar á þaö sem ég hef aö
segja. A kvöldin er oftast nær sýning og við-
tökurnar gætu varla orðið betri en þær eru
nú. Þegar ég kem heim slöla nætur úr veisl-
um, af fræöafélagsfundum eöa eftir huggu-
leg kvöldboö, biöur mln hálftamin
simpansina, sem ég nýt aö hætti apa. A
daginn vil ég ekki sjá hana, I augum hennar
er nefnilega ruglun og ráöleysi tamdra
dýra. Það sér enginn nema ég og ég fæ ekki
afborið það. Svona yfirleitt hef ég náö þvl
marki sem ég setti mér. Segiö ekki aö þaö
hafi ekki veriö ómaksins vert. Annars vil ég
ekki að menn felli dóm um mig, ég vil að-
eins efla þekkingu ég er bara að segja frá
og ykkur llka, æruveröugu herrar I Aka-
demlunni, hef ég bara sagt frá.