Tíminn - 22.12.1981, Page 10

Tíminn - 22.12.1981, Page 10
10 Þribjudagur 22. desember 1981 SENDIRAÐ í TURNI — eftir Olaf Gunnarsson ■ — Mér finnst ég vera kominn ofar guði! — Jæja, þá er ég farinn, ég get ekki drukkiö kaffið mitt með manni sem er meiri en guö, það getég sagt þérgóði... Arnaldur Blöndal sneri rettunni sinni vandlega ofan í öskubakkann, reis á fætur, fór í frakkann sinn og yfirgaf kaffihúsiö. Sá sem eftir sat hló kalt með sjálfum sér og leit sár frá manni til manns d aðra gesti sem þarna voru inni. Viðbyrjuðum á Mokka i Reykjavik. Arn- aldur Blöndal lokaði á eftir sér hurðinni og gekk niöur Skólavörðustig. NU er ég búinn aö fa nóg. Það þýðirekki lengur aö færa sig bara um borömeð bollann sinn, ég er búinn að fá nóg. Ég þoli ekki lengur þetta rugl, ég er búinn aö hlusta á þaö árum saman en nú er ég farinn burt af landinu. Arnaldur tók stefnu á miöbæinn á fast- eignasöluna. A göngunni greip hann utan um pappirsvöndul sem hann var með i vasanum. Það var nýjasta bókin hans. Það var verk sem hann hafði unniö að mánuðum saman. Það var skáldsagan Geimvulvan. Hann hafði gengið með þetta verk frá forlagi til forlags og einn hafði gengiö svo langt að spyrja: Ertu orðinn endanlega galinn maöur. Er Blöndalsættin oröin galin, segðu mér það Arnaldur. Einu sinni varst þú höf- undur sem viö gátum treyst á. Þú varst maöur sem við geröumokkur vonir um. Þú varst maður sem vildir bjarga heiminum. Hvað hefur gerst? Segðu mér það. Og hverslagsbók erþetta. Jú, ég neita þvi ekki að hún er lipur í stil. Og hún er ekki vond i máli. En þessi-titill. Hvað þýðirhann. Hvað segir hann fólki. Geimvulvan. Hvilik enda- leysa. A ekki að standa hér Völva? — Nei, Vulva, haföi Amaldur sagt þar sem hann engdist á litla stólnum framan við skrifborðið. — Og hvaö þýöir það maður, hafði for- leggjarinn spurt. Arnaldur reis á fætur og hallaði sér fram á skrifborðið og hvi'slaði. — Ertu frá þér maður hló forleggjarinn. — Ertu gjörsamlega frá þér. Viö verðum að hugsa um fólkiö. Sérðu fyrir þér venjulegt fólk koma gangandi upp að búðarboröinu hjér á forlaginu og segja: Má ég fá eitt ein- tak af þessari nýju metsölubók: Geimvulv- unni. Og forleggjarinn hafði ýtt handritinu yfir skrifborðið og sagt: Og svo er þetta lika visindaskáldsaga og svoleiðis þvælu vill enginn. Og svoleiðis þvælu vill enginn. Stundum hafði Arnaldur velt þvi fyrir sér að hann heföi eiginlega ekki átt að fara út i þennan skáldskap. Hann hefði átt að gerast for- leggjari. ó það hefði verið dásamlegt. Hann hefði setiö við skrifboröið og séð þá koma sveitta og bilaða á taugum inn á skrif- stofuna. Hann hefði látiö þá kveljast i litla stólnum framan við boröiö. Og hann heföi neitaö þeim um útgáfu. Hann hefði neitað þeim og þverneitaö og rifið í sundur þessi verk þeirra. Tætt þau i sundur þar til þeir heföu orðið grænir i framan. Ýtt siðan handritastabbanum yfir borðið og sagt þeim að leifa sér að líta á næstu bók. Láttu mig sjá næstu bók góöi minn. Menn gerðu grfn að Geimvulvunni. Þessu meistaraverki. Þessu ógurlega meistara- verki. Arnaldurfór yfir bókina frá kafla til kafla i huganum. Tuldraði bestu setning- arnar og fór með heilu málsgreinarnar i lágum hljóðum og vöknaði um augu. Var þetta ekki bókin. Þessi dásamlega saga um vulvu sem var á stærð viö Þjóöleikhúsið og kom fljúgandi eina nótt frá annari plánetu, loðin og ferleg. Já, loðin og ferleg, hugsaöi skáldið. Geimvulvan lenti við Rauðavatn og tvö græn og illskuleg augu skimuðu út úr þykku og flóknu hárinu. Hún drakk lungan úr vatninu til þess að kæla sig eftir lending- una,eftir áreksturinn við gufuhvolf jarðar. (Allur gróður sviðnaði á stóru svæði við vatniö og 6 sumarbústaðir brunnu.) Svo lagöi Vulvan af stað til höfuðborgarinnar. Hún kom fyrsti Hraunbæ og'rár vaknaði fólk við undarlega atburði þessa nótt. Stöku bækur ruku út úr skápum og brutu rúður á þrýstilofstkenndri ferð sinni út úr húsun- um, Einstaka bækur flögruðu eins og tryllt- irfuglarmeð þyrlandi siðum úr blokk eftir blokk út inóttina. Fólk sá mikla og dimma þúst fara eftir veginum, það var Vulvan sem opnaði sig og tók á móti bókunum og stefndi hin rólegasta i áttina til Reykjavik- ur. Þessi Geimvulva hafði verið send til jarðarinnar frá háþróaöri plánetu. Frá mjög svo haþróaðri plánetu. Og hlutverk hennar var: Að eyða hverri einustu skruddu á jörðinni sem með réttu mátti flokka undir kvennabókmenntir. Að sjúWa þær til sin og mala igw-num sinum. Og ná hver jum einasta rithöfund sem svona verk samdi. Að koma á gluggana hjá þeim. Að strjúkast við vinnustofugluggana og blása gluggana inn i heilu lagi og slokra i sig höf- undana svo þúsundum skipti. Já, jafnvel svo milljónum skipti. Arnaldur Blöndal hló með sjálfum sér og beygfá inn Lækjargötu. Jón Armann Jóns- son rak fasteiggasölu i gömhi húsi viö tjörnina. Arnaldur nam staðar og horföi upp áhúsið. A riðgað bárujárniö. A útskorið fúið tréverkið. A glugga Jóns Armanns. Arnaldur skoðaði sjálfan sig i dimmri rúð- unni f anddyrinu. Að koma inn á kontórinn hjá Jóni Armann er eins og að feröast með timavél i einum rykk aftur á nitjándu öld, hugsaði Amaldur um leið og hann opnaði dyrnar inn i fúkkalyktina. Svo gekk hann upp marrandi stigana. Jón Armann Jónsson sat við skrifborðiö sitt og horfði út á tjörnina. Hann sneri gull- penna á milli finlegra fingra sinna og brosti. Skrifborð Jóns Armanns var úr maghoni. Gluggatjöldin úr þykku rauðu flaueli. Það var þung og mikil koparljósa- króna í loftinu með hvitum kúpli. Griöar- stórskápur úr eik var i herberginu og upp á honum Ukneski af Sfinx. Gegnt skápnum var leðursófi og yfir sófanum hékk gamalt málverk málverk af börnum sem stóðu á gjárbarmi og voru aö teygja sig eftir skrautlegumbolta.Bak viö börnin var kona i engilsliki með þykktdökkt hár. Hún hélt á hörpu. Það var slitið persneskt teppi á gólf- inu. A litlu Utskornu borði hjá sófanum stóð karefla úr kristal fyllt með koniaki. Jón Ár- mann sat í skrifborðsstólnum sinum og horfði út á tjörnina og brosti. Jón Armann var að hugsa um Rögnvald Samúelsson. Rögnvaldur haföi reynt aö komast inn á kontórinn i gær en Jón Ar- mann hafði sagt skrifstofustúlkunni að læsa dyrunum. Rögnvaldur hafði hringt eins og vitlaus maður bariö i hurðina og hrópað svivirðingar. En Jón Armann hafði stillt sér upp bak við gluggatjöldin þegar hann heyrði bramboltið í Rögnvaldi á leið niður stigann.Siöan hafði hannhorftá Rögnvald standa herðabreiðan á tjarnarbakkanum i loðfeldinum með sitt hárið flaksandi. (Það var ekki einu sinni tekið i hnút, þá var

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.