Tíminn - 22.12.1981, Síða 15
Þriöjudagur 22. desember 1981
15
'iLÚJj'iÚ.'í.1.
um á örmjóum spóaleggjum meö
stóra útstandandi maga og mörg
þeirra voru með rauðlitt ullar-
kennt hár, hvort tveggja augljós
merki vannæringar. Þessi ein-
kenni voru hvergi eins áberandi
og i þorpi einu, sem við komum i
fyrsta daginn. Þar var óvenju
mikið af krökkum. Þau sátu i
hópum eða ærsluðust i kringum
skólahúsið og virtust vera að biða
eftir einhverju. Við kiktum inn i
húsið. Þar sat lika mikill fjöldi
barna og eitthvað af foreldrum,
öfum og ömmum með litil börn i
fanginu. Innst i húsinu var verið
að sjóða súpu i'griöarlega stórum
potti. Okkur var sagt að þetta
væri ekki skólastofa heldur væri
þetta matargjafahús.
A hverjum degifá börn undir 7
ára aldri vi'taminbætta súpu, sem
tilreidd er úr dufti sem nær-
ingastofnun rikisins framleiðir.
Rikið sérum dreifingu en algengt
er, að hjálparstofnanir sjái um
kostnað. Viðbiðum þar til súpan
var tilbúin og sáum hvernig
krakkarnirnutu hennar,enda var
lyktingóð. Eldri börnin reyndu að
laumast inn i röðina til að verða
sér úti um súpu, en var visað frá
með harðri hendi.
Ég spurði hvers vegna ddri
börnin fengju ekki lika og var
svarað aö hætta á vannæringu
væri mest meðal yngri barna,
sem væru ekki eins dugleg að
bera sig eftir björginni og þau
eldri og ef foreldrarnir gæta ekki
vel að er hætta á að þau veröi út-
undan þar sem litið er til skipt-
anna. Þessar matargjafir áttu sér
stað i öllum þorpunum og alls
staðar voru birgðagæslumennim-
ir áhyggjufullir um að þeim
myndu ekki berast viðbótarbirgö-
ir I tæka tið.
1 þessu sama þorpi veitti ég þvi
athygli að konurnar voru með
bækur undir hendinni. Þær hurfu
inn i stórt ferhyrnt hús. Ég var
farin að þekkja slik hús sem
skóla- eða samkomuhús. tbúðar-
húsin em yfirleitt kringlóttir
strákofar nema i bæjunum. Ég
fylgdi konunum eftir og sá hvers
kyns var. Einstóð upp við töflu og
þuldi samstöfur, sem skrifaðar
voruáhana, ba, ca, ga, o.s.frv.og
hinar þuldu á eftir henni. Hér fór
fram lestrarkennsla. Ahuginn
leyndi sér ekki og smábörnin
sem margar höfðu á arminum
eða skriðu um gólfið virtust ekki
megna aö trufla þær né heldur
nábleiki hvitinginn, sem horfði
forvitnislega á þær úr gættinni.
Þegarkonurnar höfðu lokið sér af
komu karlamir, unglingar jafnt
sem öldungar. Hér var kominn
angi af þeirri miklu lestrarher-
ferð sem nú er i gangi um alla
Eþiópi'u og virðist ætla aö skila
góðum árangri, þótt flest annað
gangi á brauðfötum þar i landi
um þessar mundir.
Mynd úr sjónvarpi
Og meðan við göngum um,
skoðum, tölum við fólkið, glett-
umst við krakkana og reynum að
gera okkur grein fyrir ástandinu
eru þær Vita og Lisbet önnum
kafnar við sjúklingana sina, sem
enginn endir virðist á. Lisbet seg-
ir að ki'ghóstafaraldur leiki börn-
in grátt og aldrei virðist hafa ver-
ið jafn mikið af malariutilfellum.
„Þessar tvær, til dæmis, eru illa
haldnaraf malariu”,segir hún og
bendir á unga konu sem situr og
hallarsér upp að trjábol og lygnir
afturaugunum.Hún ergreinilega
sárþjáð og barnið hennar, sem er
eins og hún sjálf ekkert nema
skinn og bein, er órólegt og
kveinkar sér.
Konan reynir að vefja teppis-
ræksni um sig og barniö, þvi að
þau skjálfa bæði f steikjandi sól-
arhitanum. Þegar ég stend þarna
og horfi á konuna lýstur niöur i
mig: „Þetta er mynd sem ég hef
séð hvað eftir annað á sjónvarps-
skerminum minum. Myndin af
eymdinni i' heiminum. Ég hef
horft á slíkar myndir með hryll-
ingi. Nú sé ég aö þetta er ekki
mynd af eymdinni, heldur er
þetta kona, einstaklingur, sem á
heimaí umhverfi, sem býðurupp
á gott og illt og aö hún á þrátt fyrir
allt margt annað en eymdina.
Þess vegna þarf ég að hjálpa
henni ekki af þvi að ég vilji ekki
vita af eymdinni heldur vegna
þess að húngetur notið þess fagra
og góða sem lífiö hefur að bjóða
henni ef hún fær að halda þvi.”
Guðrún ólafsdóttir.
■ Ekki er ráð nema i tima sé tekiö. t GomGoma hefur bændafélagið reist þetta bókasafn, þótt engin sé bókin, en lestrarnámiö er stundað af
fullum krafti, svo aö þaö stendur væntanlega tii bóta meö bókaeignina.
■ Samgöngur eru eitt meginvandamál i Baie. Þaö myndi vera mun aivarlegra ef ekki kæmi til ótrúleg hjálpsemi viö aö koma farartækjum
yfir torfærur.
höfðu orðið fyrir 111. meðferð á
bilum.
Fylgdarsveinar þeirra Lisbet
og Vitu höfðu komið sér fyrir i
húsunum á stöðinni, þ.e.a.s. for-
ingjarnir. Hinir óbreyttu lágu i
tjöldum eins og reyndar þær
sjálfar. Við slógum einnig upp
tjöldum og þáðum kvöldverðar-
boðþeirra stallsystranna eftir að
við höfðum baðað okkur i ánni
skammtfrá stöðinni i tunglsljós-
inu.
Og i tunglsljósinu við suðið i
engisprettunum kynntist ég Vitu
og Lisbet og störfum þeirra, á
meðan við drukkum te, borðuð-
um dósamat og nutum þess fá-
gæta munaðar, að deila með okk-
ursúkkulaðistykki.Vita og Lisbet
reka einskonar hjúkrunarstöð á
hjólum, ef svomá að orði komast.
Með reglulegu millibili, eftir þvi
sem regla er möguleg þar i landi,
fylla þær Land Roverinn sinn af
meðulum og sáraumbúðum og
fara um umdæmi sitt, sem liggur
beggja megin fjallanna suður af
Goba. Um meginhluta þessa
svæðis er ekki um neina aðra
heilbrigðisþjónustu að ræða.
Ferðirnar eru oft langar og
strangar og oft óvæntar uppá-
komur. Erfiðast fyrir þær er þó
hversu skammthjálp þeirra nær
og hversu treglega gengur að
bæta aðstöðuna almennt.
„Þótt við teppumst af þvi að
vegimirspillast af rigningum, þá
tekur það enda og þótt matar-
birgðirgangitilþurrðar, þá gerir
það ekkert til þvi að þjóðarréttur-
inn I Eþiópiu injera og wood er
herramanns matur eins og allir
vita”, sagði Lisbet.
Vitur og Lisbetur
Ég átti eftir að kynnast fleiri
Vitum og Lisbetum. Danskar,
norskar, kanadiskar, enskar,
hressilegar, dugmiklar stúlkur,
raunsæjar og úrræðagóðar fara
þærum og leysa þann vanda,sem
þærráða við og reyna að láta hitt,
sem er þeim ofviða ekki hafa á-
hrif ásig. Aðbakiþessara stúlkna
standa kristniboðsfélög eða
mannúðarfélög viðs vegar um
heim. Þegar ég horfði á kringlótt
glettnislegt andlit Lisbet þegar
hún varaðsegjaokkurfrániuára
ferli sinum sem hjúkrunarkona,
fyrst í Saudi Arabíu og slðan i
Eþiópiu, þar sem hún hefur orðið
að búa i strákofa um tíma og á
hóteli i næstum ár, en hótelin i
Eþi'ópiu eru þekkt fyrir margt
fremur en fagurt mannh'f, þá
hvarflaði að mér, að hér væri að
finna hina sönnu mannúð.
Ekki i einhverri fórnandi Flor-
ence Nightingale helgimynd,
heldur i brjóstum fólks, sem hef-
ur gaman af þvf að lifa, sem sér
það skoplega og skemmtilega i
eigin fari og annarra, hvernig
sem á stendur,hjá fólki, sem þyk-
ir vænt um og hefur gaman af
öðru fólki.
Næstu daga fengum við að
fylgjast með störfum þeirra Vitu
og Lisbet, þegar við heimsóttum
þorp eftir þorp. A meðan þær
komu sér fyrir undir skuggsælu
tré imiðjuþorpinu og sinntu þeim
sjúklingum sem til þeirra komu,
fórum við hin með sveitarstjóran-
um og fyrirmönnum bændafé-
lagsins i þorpinu að kynna okkur
störf og lifskjör I þorpinu. A
hverjum morgni, þegar við ókum
um þessar viðáttumíklu strjál-
býlu sléttur, hugsaði ég: „hvern-
ig er hægt að búa við skort i þessu
gróðursæla landi?”.
Ny þorpin
En alls staðar heyrðum við
sömu söguna. Lifsgrundvellinum
hefur verið kippt undan þessu
fólki. í aldaraðir hafa forfeður
þeirra stundað hjarðmennsku, en
nú hafa hjarðirnar týnt svo töl-
unni aðannað hvort er að reyna
að útvega þeim nýjar hjarðir, eða
að reyna að fá þá til að taka upp
nýja lifnaðarhætti. Þessi siðari
kostur hefur verið vsdinn.Stofnuð
hafa verið svokölluð „settle-
ments”sem mættie.t.v. kallaný-
þorp með frá 2000-5000 ibúum.
Hvert þorp fær landrými til af-
nota og aðstoð við að byggja hús
og ryðja akra og hefja ræktun á
korni, grænmeti og ávöxtum.
Vandamálið er bara það, að að-
stoðin er of lítil, leiðbeinendurnir
of fáir og of óreyndir, flestir ný-
skriðnir frá prófborðiog aldir upp
allt annarsstaðar I^andinu við
allsendis ólik skilyrði og oft tala
þeir jafnvel ekki mál heima-
manna. Versta vandamálið hérna
handan fjallanna I Bale er e.t.v!
erfiðleikarnir með aðdrætti þar
sem allt verður að flytja yfir fjöll-
in og gegnum regnskógana eða
með litlum flugvélum sem geta
lent á flugvellinum við Mena.
Við fengum lika staðfestingu á
erfiðleikunum. Skorturinn á ein-
földum handverkfærum eins og
haka og reku tafði mjög áveitu-
framkvæmdir, sem þeir voru
mjög áhugasamir um i flestu
þorpunum. Maisinn á ökrunum
virtist hávajcinn og þroskamikill,
en kunnáttumenn sögðu að útsæð-
ið hefði komið of seint og kornið
myndi varla ná að þroskast i tæka
tið, sama máli gegndi um sorg-
humið.
Okkur voru sýndir grænmetis-
reitir, en tómatarnir og kálið var
illa ormétíðog gulræturnar höfðu
ekki verið grisjaðar og voru svo
smáar að ekkert gagn var að
þeim. Engin úðunarefni voru til
og ekki kunnu menn með slikt að
fara né heldur kunnu þeir önnur
ráð við ormum, pestum og ann-
arri óáran. 6
Fyrir utan raunverulegan og
fyrirsjáanlegan matarskort bætt-
istsvo við aðfólkiðer óvant korn-
meti, kann litt aö meta græn-
meti og saknar mjólkurinnar,
sem hefur verið þeirra megin
fæða.
Næring anda
og líkama
Efi um að matarskortur væri
raunverulegur læddist að mér i
hvert sinn sem vi komum i nýtt
þorp. Alls staðar kom krakka-
skari þjótandi á móti okkur æp-
andi: „Frengi! Frengi!”. Útlend-
ingar! Útlendingar! Og þau voru
svo kát og gáskafull og svo falleg
að mér þótti með ólikindum að
þauþjáðust af næringarskortí. En
það leyndi sér ekki, þegar betur
var aö gáð. Sum þeirra tipluðu