Tíminn - 22.12.1981, Side 17

Tíminn - 22.12.1981, Side 17
Þriöjudagur 22. desember 1981 Nína Björk Árnadóttir: Næturliljan og ljósið Næturliljan var þá til var til í Ijóði mínu og ástnótt sem lukti nekt mína mildu Ijósi næturliljan og Ijósið ekkert annað var svona var Ijóð mitt og gleði mín sem hafði sofið lengi Víst er það böl Já, blessaður vertu hún var farin að fela vínið allsstaðar i stígvélunum meira að segja til að skella í sig einum á leiðinni út óhreinatauskarfan hálf af hálftómum fiöskum allar sortir, já-já, víðsvegar um húsið svo dó hún vanalega ofan í grautarpottana þegar hún var að elda kvöldmatinn ég þurfti alltaf að koma krökkunum niður og ganga f rá en verst var næturröltið á henni hún æddi um sjáandi pöddur og púka í hverju horni böl, víst er það böl en hún vildi ekkert reyna ekki að tala um að fara í meðferð nei, ég fór ekki frá henni ég elskaði hana og hún var sjúk blessaður vertu hún fór frá mér, frá okkur við vorum stærstu pöddurnar þegar á leið það sagði hún og aðrar eins klær og hún sá á okkur ja — þær lýsingar nei, ég veit ekkert hvar hún er það eru nógir staðir alltaf nógir staðir virðist vera ef henni liði nú vel með þessu nei, hvílík angist Johann Wolfgang von Goethe: Ástmær í öllum Liebhaber in allen Gestalten (Lag eftir Franz Schubert) myndum Handa Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Erik Werba lch wollt' ich wár ein Fisch, so hurtig und frisch; und kámst du zu angeln, ich wurde nicht mangeln. Ich wollt' ich war' ein Fisch, so hurtig und frisch. Ég vildi ég væri lax, þú veiddir mig strax! Ég stikla á steinum, bít á hjá þér einum. Ég vildi ég væri lax, þú veiddir mig strax! Ich wollt' ich ware Gold, dir impier im Soldý und^thát' st du was kaufen, so ka"m' ich gelayfen. Ich wollt' ich ware Gold, dir immer im Sold. Ég vildi ég væri gull, og varzla þín full! Ég fer aldrei frá þér, þú ert með mig á þér. Ég vildi eg væri gull, og varzla þín full. Doch bin ich, wie ich bin, und nimm mich nur hin! Willst bess're besitzen, so lass dir sie schnitzen. Ich bin nun wie ich bin^ so nimm mich nur hin! En ég er bara ég, og lífsnauðsynleg! En ef þú vilt aðra er ein þarna að daðra. En ég er bara ég, og lífsnauðsynleg! Þorsteinn Gylfason íslenskaði Liebhaber in allen Gestalten. 0»rU».

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.