Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 19

Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 19
Þriðjudagur 22. deSémber 1981 VIÐ HEYGARÐSHORNIÐ ■ Nýtt greina- og ritgerðasafn eftir Halldór Laxness — „Já, það fer liklega bara vel á þvi að kynna þessa litlu bók fyrir lesendum Timans, þetta er bók fyrir bænd- ur. Hún heitir enda Við heygarðs- hornið — það er þar sem bændur halda sig allra mest — við hey- garðshornið.” Viðsitjum i vinnustofu Halldórs uppi á Gljúfrasteini. Glugginn snýr út að byggðinni i Mosfells- sveit, það er farið að rökkva. Ég hreyfi þvi við Halldór hvort hann minnist sinna fyrstu jóla hér i sveitinni ,þá bjó hann i Laxnesi. „Neineinei,” svarar hann undireins. „Ég man ekkert af jól- um minum úr bernsku og litið af tima minum yfirleitt. Það litla sem ég man hef ég sett á nokkrar bækur sem ég skrifaði um æsku mina þar til um tvitugt, en hafa vist farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslendingum. Ég er vanur þvi.” Halldór brosir. — Hvað áttu við með þvi? „Ja, það er eins og blöðin i Reykjavik hafi ekki alltaf áhuga á þvi sem hann er að gera, hann Halldór Kiljan. Ég hef hér til að mynda einhversstaðar mikla bók, sem stórfróður maður úr okkar ástkæra heimalandi, Danmörku tók sér fyrir hendur að setja saman um minn rithöfundarferil. Á þessa bók hefur ekki verið minnst einu orði hér á Islandi, en i Skandinaviu hafa verið skrifaðar um hana langar og lærðar rit- gerðir i öll alvöru blöð. Þó bjó þessi maður hér á Islandi i mörg ár, mörg ár og var forstjóri Nor- ræna hússins: hann heitir Erik Sönderholm. Mér finnst þetta dálitið skrýtið, það má að þvi er virðist ekki minnast á bókina hér á landi, hún hefur ekki verið sett i búðir, en eitt eintak var til sýnis i Eymundsson og var lesið upp til agna, er mér sagt. Að þessari bók hafði dr. Sönderholm unnið i tiu ár eða lengur, en það er ekkert frá henni sagt, og það þótt það sé sagt frá næstum öllu sem kemur um Islendinga i útlöndum. Nema helvitiðhann Halldór Kiljan! Mér er auðvitað alveg sama, ég hef ekkert að gera með að lesa um sjálfan mig, en Erik Sönderholm skrifar okkur og er mjög undr- andi á þessari þögn.” Halldór fer og nær i bókina, mikið rit að vöxtum. Ég spyr hann hvaðhonum þyki að lesa um sjálfan sig á bókum, hvort hann sé sammála. „Stundum segja svona rit mér eitthvað, oftar þó ekki. Og stund- um er skotið langt yfir markið. En mér þykir furðu gegna er útlendingur sem lagt hefur sig eftir islenskum bókmenntum, eins og dr. Sönderholm, er enginn sómi sýndur hér á landi.” Halldór Laxness er vitaniega sá rithöfundur islenskur sem vinsæl- astur er með öðrum þjóðum. Hvort hann viti hvað það er i islenskum bókmenntum, og þá hans, sem erlendum mönnum þykir eftirsóknarvert? „Nei, það hef ég ekki hugmynd um. Ég hef vist verið þýddur á ein 47 tungumál og i mörgum þeirra kann ég ekki eitt einast orð, þekki ekki einustu starfrófið, og stundum fæ ég senda ritdóma fyrir tilviljun —■ ég veit ekki hvað i þeim stendur, og hef ekki haldið þeim saman. Þetta eru tungur eins og þær sem talaðar eru á Indlandi, eða i Sovétlýðveld- unum...” — Já, þú ert mikið lesinn i Sovétrikjunum? „Já, það er mér tjáð, og að þótt ég hafi ekki lengur áhuga á ýmsum þeim málum sem þeim þar eru hugleikin. Þeir halda áfram að prenta mig.” Fyrir framan Halldór á borðinu liggur nýútkomin þýðing á hinni miklu skáldsögu Mikhails Búlga- kofs, Meistarinn og Margarita. Halldór kveðst hafa byrjað að lesa hann þá um morguninn og leist vel á. 1 framhjáhlaupi spyr ég hvort hann hafi sem ungur rit- rómana, sveitalifssögur sem einnig eru allar eins, ekki mikið nýtt i þeim. Það var einu sinni bóndakona sem fór að skrifa svona bækur, hún hét Guðrún i Lundi, og bækurnar voru ágætar. En siðan hafa sprottið upp litlar Guðrúnar i Lundi og þær skrifa alveg eins en ekki jafn vel. Og sjóferðasögur, eitthvert sjó- drasl...” — En af yngri höfundum? „Ja, hann Sigurður Magnússon skrifaði fyrir tveimur árum bók um uppvöxt sinn i Pólunum og gerði það vel. Ég hef ekki nýju bókina hans en mér skilst hún seljist vel.” — Hefurðu máske áhyggjur af islenskri skáldsögu? „Nei, það held ég varla. En ég hef dálitlar áhyggjur af islenskum höfundum. Ég var sjálfur svo heppinn að i mörg ár i æsku talaði ég ekki við neinn nema gamla kellingu sem ég hef stundum minnst á áður, það er amma min. Hún sletti ekki dönsku, nema þá löggiltri dönsku aftan úr einokun. Og siðan tóku tslendingasögurnar við. Ég held að sá sem ekki hefur lært af þess- ari klassik okkar, Islendinga- sögunum.hann sé ekki Islending- ur. En hann getur verið eitthvað ágætt fyrir þvi... En um þetta tala ég allt saman i þessu kveri sem var að koma út.” 1 bókinni er meðal annars dönsk þýðing á ræðu sem Halldór hélt i tilefni átta alda afmælis Snorra Sturlusonar, en þá þýð- ingu ætlaði Halldór til birtingar i danska blaðinu Politiken sem birt hefur fjölmargar greinar eftir hann gegnum tiðina, en fékk þessa aftur með þeim formála að i Danmörku þekkti enginn Snorra Sturluson. „Við höldum að Snorri sé heimsfrægur, en þessi þjóð, sem stendur okkur næst, hefur ekki heyrt hans getið. Enda gengu Danir út undir myndinni um Snorra. Það þýðir ekki að bjóða evrópsku biópublikunni upp á svona „costume” mynd úr Is- lendingasögunum. Að gera mynd þar sem Snorri er í skikkju, með sverðog skjöld og atgeir og spjót: það er hlægilegt! Mér sýnist að þeir sem gerðu myndina eftir Gislasögu Súrssonar hafi farið skynsamlega millileið,” en i bók Halldórs Við heygarðshornið, er einmitt birt grein sem hann skrif- aði árið 1971 á dönsku um Gisla- sögu. Hann kveðst hafa ákveðið að þýða hana ekki, til að svo virt- ist ekki að hann væri að sletta sér fram i verk tsfilm um Gisla. Þegar er orðið almyrkt fer Halldór að tala um blaðamenn. „Já, hér hafa komið margir skrýtnir fuglar að taka við mig intervju. Einn sá undarlegasti var Þjóðverji sem kom frá Amerikuog stoppaði hér i leiðinni heim til sin. Hann kom hingað upp eftir og talaði við mig — svo sauðdrukkinn að hann sá hvorki né heyrði, þó hann færi vel með það. Ég frétti svo ekkert af hon- um meira fyrr en ég fæ senda grein úr blaðinu sem hann vann við, þar var löng grein sem hann hafði skrifað um mig. Eða hvað? „Halldór Laxness er mjög fá- tækurmaður,” skrifaði hann, „og hefur átt mjög erfiða ævi.” Þá fannst honum húsið hér i Gljúfra- steini vera mjög litið, hann talaði mikið um hvað hér væri litið og fátæklegt. Þetta er að visu ekki sérlega stórt hús, þetta er bara venjulegt smáborgaralegt hús, en hann skrifaði að þetta væri eyði- kofi uppá heiði! Svo sagði hann lika að Halldór Laxness hefði verið svo fátækur i æsku að for- eldrar hans hefðu látið hann drekka hundamjólk, af þvi þau höfðu ekki efni á að eiga kú! Ég veit ekki hvernig maðurinn fékk þessa flugu i höfuðið — hann vissi ekki einu sinni að hundstik mjólk- ar svo litið að til drykkjar hefði þurft ekki færri en tuttugu tikur, og ætli það sé ekki dýrara en að eiga eina kú?” — ij- — Stutt spjall við Halldór Laxness Tlmamynd: GE höfundur orðið fyrir áhrifum frá rússneskum bókmenntum. „Af rússneskum bókmenntum, já, nitjándu aldar bókmenntum, en ég get ekki lesið það sem i þessu landi hefur verið skrifað siðan. Ég las þessa rússnesku snillinga nitjándu aldar mikið þegar ég var i Þýskalandi: Dostoévskij og Tolstoj: og held mig hafa lært eitthvað af þeim. Þeir voru i Þýskalandi gefnir út i mjög handhægu bandi, vasabroti, og kostuðu 25 pfenning, minnir mig. Einkum man ég eftir þvi hversu bandið i þessum bókum var sterkt, það var bókstaflega ekki hægt að rifa i sundur, hvernig sem maður reyndi! Þó þeim væri hení út um glugga járnbrautar á fullri ferð var eins vist maður fengi bókina senda um hæl, óskaddaða. En siðan byltingin var gerð hef ég ekki getað lesið rússneskar bókmenntir, þessa sósialrómana þeirra. Þó maður samsinni kannski þvi sem þeir eru að fjalla um, þá hefur þetta ekkert bók- menntagildi. Ekki neitt.” — Ef við færum okkur aðeins nær: hversu grannt fylgistu með nýjum islenskum bókum? Til dæmis jólabókunum nú? „Ég hlýt vist að viðurkenna að það er mjög litið. Ég held að það sé ekkert sem ég hef lesið af jóla- bókunum ennþá. Og hef kannski ekki áhuga á mörgum þeirra — sumarvirðast ekki vera gefnar út fyrir fólkið i landinu, heldur fyrir einhverja hópa manna. Mikið um barnabækur, sem eru ekki litteratúr, heldur indústri. Það eru einhverjar konur sem eru að skrifa þetta — ég heyri mikið af þessu i útvarpinu og finnst þetta ■ Halldór með bók Eriks Sönderholm um rithöfundaferil hans en á þá bók er minnst i þessu spjalli (Tfmamynd GE) allt vera eins, þær hljóma meira menntir, heldur er þetta eins og að segja eins, þessar konur . barnagull. Þetta á ekkert skylt við bók- Og svo er mikið um sveita-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.