Tíminn - 22.12.1981, Síða 23

Tíminn - 22.12.1981, Síða 23
22 Þriftjudagur 22. desember 1981 ■ Mývatn. Eigandi Stefán Edelstein. sérstakan dagamun — hann ferft- aöist um landiö þvert og endi- langt og myndaöi þaö i griö og erg meö litilli og fornfálegri kassa- myndavél. Sjálfur sagöi Isleifur aö hann haföi komiö á svo til alla staöi á landinu, nema i Borgar- fjörö eystri. Þessi feröalög, djúp- ar upplifanir hans á náttúru landsins, og ljósmyndirnar uröu honum svo drjúg innistæöa þeg- ar hann fór aö mála á gamals aldri. begar Isleifur fær siöasta launaumslagiö viö höfnina stend- ur hann einn uppi einu sinni enn — átti sama og ekkert eftir sextiu ára þrældóm fyrir aöra, enga konu, engin börn, enga ættingja. Og hann byrjar aö mála. Hann haföi aö visu skrifaö upp ljóö alla tiö og skreytt -bækurnar meö hringum og krúsidúllum sem koma kunnuglega fyrir sjónir úr myndum hans. Þessar ljóöabæk- ur Isleifs skipta tugum og hafa veriö til sýningar hér I Reykjavik. En hann byrjar aö mála fyrir alvöru og málar upp frá þessu á hverjum degi. Sjálfur sagöi hann svo frá, viö látum sannleiksgildiö liggja milli hluta, aö einhverju sinni heföi hann átt leiö upp Bankastrætiö^og hitt þar Kjarval á gangi. Hann hafi sagt eitthvaö á þessa leiö viö meistarann: ,,mik- iö asskoti væri gaman aö geta málaö eins og þú”. Þá hafi Kjar- val sagt aö þaö væri hreint ekkert mál, tsleifur þyrfti bara aö drifa sig inn i Málara og kaupa liti og pensla. tsleifur leigöi þá hjá ungum hjónum sem blessunarlega ömuö- ust ekki viö þvi þó oftastnær væri römm terpentinulykt i húsinu. Hann málaöi alltaf á sóffanum, útafliggjandi, og breiddi plast undir. Þar er máski ástæöan fyrir þvi hvaö hann málaöi undarlega smágert og finlega, hann gat setiö viö heilu dagana og dundaöi sér viö alls konar dúllur og munstur, likt og sést glöggt á málverkinu af Rifi á Snæfellsnesi hér á siöunni. 1962 setur Björn Th. Björnsson upp sýningu á verkum Isleifs, sem vekur talsveröa eftirtekt og viö Isleif eru tekin viötöl bæöi i blöö og útvarp. Allt frá fyrstu tiö virkar list hans eins og fullsköp- uö, hann var aldrei I neinum vafa um hvaö hann ætti aö mála né hvernig. List naivista er sjálfs- sprottin, hún tekur ekki neinum breytingum fyrir ytri áhrif, þaö er sameinkenni þeirra, og þar er frægast dæmi franska naivistans Rousseaus sem málaöi i fjörutiu ár, aö myndir þeirra hafa hinn sama barnslega og einiæga svip allt frá hinni^ fyrstu til hinnar siöustu. Naivismi er ekki hreinn nema hann eigi öll sin upptök i málaranum sjálfum. Þótt Isleifur hefði gaman af aö skoöa myndir annarra ,t.d. Asgrims og Kjar- vals létu þær hann allsendis ó- snortinn þegar hann tók sjálfur upp pensilinn. List hann stökk fullsköpuð úr haus gyöjunnar og breyttist ekki aö marki upp frá þvi. Isleifur málaöi þaö sem honum var hugstæöast, landiö, heima- byggðina á Ströndum, og studdist þá einkum viö þá mynd sem hann geröi sér af stööunum i huganum, stundum haföi hann ljósmyndirn- ar til hliðsjónar og stöku sinnum braust hann á staöina, þó hann væri fótfúinn og gengi viö hækjur. Þannig gekk hann t.d. langleiöina upp að fossinum Glym I Hval- fjarðarbotni til aö sjá hann af eig- in raun, þótt sú ganga sé erfið, jafnvel fyrir fullfriska menn. Siðan hélt Isleifur sýningar á um tveggja ára fresti, en alls uröu einkasýningar hans átta. Hróöur hans barst viöa sem ekta naivista, myndirhans urðu m.a.s. eftirsóttar erlendis frá, af þekkt- um söfnum þar. Og nú tæpum tiu árum eftir andlát Isleifs, eru myndir hans ekki á hverju strái og seljast dýrum dómum þá sjaldan þær eru i boöi. Siöustu ár sin dvaldi Isleifur Konráösson á Hrafnistu. Sagt er að þar hafi hann orðið fyrir nokkru áreiti frá hendi samvist- manna sinna, sem áttu bágt meö að skilja list Isleifs. Raunveruleg hlutföll og stærðir skipta minnstu máli i myndum Isleifs, hann velur sér sjónarhorn eftir hentugleika, oft mörg i hverri mynd, og þaö var jafnan stærst sem honum fannst skipta mestu máli i mynd- efninu. Fuglarnir i bjarginu i fjarska gátu allt eins verið stærri en mótorbátar, blómin i túninu stærri en bærinn. Þetta þótti köll- unum á Hrafnistu kyndugt. ísleifi var fyrirmunaö aö láta þetta sem vind um eyru þjóta og haföi nokkrar áhyggjur af. Einu breyt- ingarnar sem verða á myndlist hans þau rúmu tiu ár sem hann málaöi má likast til rekja til þessa. En þaö voru önnur vandamál ■ Grimsey á Steingrímsfiröi. Eigandi Listasafn alþýöu. og merkilegri sem vöföust fyrir Isleifi. Kannski hin raunverulegu vandamál listarinnar, a.m.k. engar afstrakt vangaveltur um formfræði. Isleifur málaöi t.d. eitt sinn mynd af kirkju fyrir vestan þar sem hann haföi veriö viö messu. Hann haföi oröiö þess var aö mikill hörgull var á bila- stæðum viö kirkjuna. Þegar Is- leifur málar siöan myndina bætir hann við stóru malbikuöu bila- stæöi á kirkjuhlaöiö. I augum hans var landslag ekki bara fall- egt, þaö þurfti lika aö vera hag- fellt. Oöru sinni málaöi Isleifur mynd, þar sem meðal annars rann árspræna og var brú þar yfir. Isleifur velti lengi vöngum yfir brúnni, hvort hann ætti aö hafa fyrir þvi að breikka hana. Hann hugsaöi sem svo — ef nú kæmi ungur bóndi og fengi sér traktor, væri brúin þá ekki of mjó? isleifur andaöist 9da júni 1972 og var þá nýlega búinn aö halda siöustu málverkasýningu sina á Hrafnistu. Að eigin ósk var hann jarösettur fyrir vestan, I Selvik viö Steingrimsfjörö. En hvaö er þaö sem gerir myndir Isleifs svo einstæöar? Orö hrökkva vitaskuld skammt þegar myndlist er annars vegar og best aö láta litmyndunum hér á siö- unni um aö gefa töfra tsleifs i skyn. Þó má reyna. Isleifur er sannur og hreinræktaöur naivisti, eins og kallaö er. Hann er ákaf- lega næmur á hiö myndræna i náttúrunni og upplifir þaö með ó- spilltum barnsaugum. Hann mál- ar staöina eins og þeir koma hon- um fyrir hugskotssjónir og hiröir litt um náttúrulögmálin eöa hefð- bundnar reglur um myndbygg- ingu. List hans er tengd fjöllum, vogum og vikum heimahaganna órjúfanlegum böndum og um leiö þvi lifi sem sveitafólk gæddi land- iö i aldanna rás — þjóösögum og hindurvitnum. Or klettabeltum Isleifs gægjast oft góöiátlegir bergþrusar, myndirnar eru sprottnar af upplifun hans á land- inu eins og hún leggur sig, draumum hans, minningum, sögusögnum sem hann hefur heyrt. Einnig má segja aö list hans sé runnin áf sjáifsögöu viö- horfi sveitamannsins til náttúr- unnar, þar sem hagsæld og fegurö veröa ekki skilin aö, myndir Is- leifs eru allar iöandi af búsæld og grænum litum. Margir málarar hafa reynt aö mála eins og naivistar, meö barnsaugum en útkoman reynist heldur máttvana þegar upplagið er ekki fyrir hendi, þaö er ekki hægt fyrir menn með venju- bundna lifsskoðun aö sjá heiminn allt i einu likt og börn. Þvi eru menn á borö viö Isleif einstakir. Og sumlr segja aö hann komi til meö aö veröa nafn i heimslista- sögunni. eh. ■ Drangaskörð á Ströndum. Eigandi Gisli B. Björnsson. ■■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.