Tíminn - 22.12.1981, Qupperneq 24
24
Þriöjudagur 22. desember 1981
■ Arnar Jónsson býr við óðinsgötu ásamt konu
sinni, Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra með
meiru. „Það hefur veitt mér mikið aðhald í vinn-
unni að vera giftur leikstjóra", segir hann. „Hún
hefur tekið mér ærlegt tak öðru hverju, en ég býst
við að allir leikarar þurfi á því að halda með reglu-
legu millibili. Þá hefur samveran með börnunum
ekki síður verið mér mikils virði: við vinnum bæði i
miklum skorpum og höf um þvi á víxl tekið að okkur
störfin hér á heimilinu. Ég held að það haf i hjálpað
mér gífurlega — dýpkun á tilfinningasviðinu, skil-
urðu. Þetta hefur oft verið svaka basl en uppskeran
er ríkuleg."
■ Hann er afar hlýlegur maöur.
Handtakiö þéttog brosiö einlægt.
Viö komum okkur saman aö af-
farasælast sé aö byrja á byrjun-
inni.
„Ég er fæddur á Akureyri og
var þar allar götur þar til undir
tvitugt. Faðir minn ættaöur úr
Eyjafiröi, mamma frá Þórshöfn.
Það var að mörgu leyti ákaflega
skemmtilegt aö alast upp á Akur-
eyri á þessum tima: ég náði til
dæmis rétt i skottiö á timabili
strákaflokkanna sem voru alls-
ráðandii'bænum i mörgár. Þetta
voru flokkar eins og Bóbóliðið,
Tigrisklóin, Svarta höndin —
skiptingin milli þeirra fór náttúr-
lega fyrst og fremst eftir bæjar-
hlutum, Innbæingar voru út af
fyrir sig, Eyarpúkar sömuleiðis
og Þorparar. Milli flokkanna rikti
hatrömm barátta og steinabog-
arnir voru ekki sparaöir i þeim
slag! Ég man eftir þvi að einu
sinni var ég að koma frá ömmu
minni sem bjó á Eyrinni — en ég
átti heima uppi á Brekku — og þá
lenti ég óvart i skotli'nu tveggja
flokka sem skutu hvor á annan
með steinabogum . Steinarnir
flugu umhverfis mig en ég stóö
ráðvilltur og vissi ekki i hvora
áttina til neins flokks. Einu sinni
átti að visu að vigja mig i Bóbó-
liðiö — með mjög harkalegum að-
ferðum! — en þá varð það mér til
frelsunar að ég var í bekk meö:
yngri bróður Bóbós og hann.
bjargaði mér.”
„Punduðum á hann
úr steinabogum ...”
— Vigsluathafnirnar hafa ekki
verið neitt grin?
„Nei — þaö er mér óhætt að
segja. Bóbóliðiö hafði til dæmis
aðgang aðhlöðu nálægt Mennta-
skólanum og i heyið höfðu þeir
grafið mikla rangala og gegnum
þessi göng urðu fómarlömbin að
skriða. Þá kom það fyrir að i
göngunum „gleymdust” odd-
hvassar heynálar og stundum
komuþeir niður á móti manni svo
maður komst hvorki aftur á bak
né áfram. Ég var einu sinni látinn
skriða eftir þessum göngum, rak
mig ijárnið og lokaðist inni: þetta
var skeflileg reynsla!
En gullöld þessara flokka var
sem sagt liðin á minum sokka-
bandsárum. Er ég var i barna-
skþla lékum við jafnaldrar minir
okkur hins vegar mikiö i riddara-
leikjum: hver veit nema það hafi
verið fyrir áhrif frá riddarasög-
um fornaldar, en ég að minnsta
kosti las þær af mikilli áfergju og
hafði gaman af. Þetta voru mjög
háþróaðir riddaraleikir: við bár-
um öll viðeigandi vopn, sverð,
spjót, boga ogörvar, lensur— og
steinaboga auðvitað — en leikirn-
irfóru ekki sist fram inýbygging-
unum sem þá var mikið af á Ak-
ureyri. Ein nýbyggingin var ekk-
ert nema steypukassi en
stillansarnir höfðu verið
skildir eftir að innan —
þetta varð okkur öflugt
br jóstvirki, þvi eina
leiðin inn var upp eftir
steyptum veggjunum.
Eitt sinn var ég i
setuliði virkisins
og þá komust
nokkrir óvinanna
inn fyrir en
hvort tveggja
var að þeir
voru fáliðaðir
og skorti skot-
færi i steinabogana, svo einn
þeirra var sendur út aftur eftir
liðsauka. Hann var i næstum
heilli brynju úr blikki og þvi
þungur á sér, það var yfir tún að
fara. Foringi virkisins sendi mig
og annan strák á eftir honum — af
algeru miskunnarleysi eltum við
vesalinginn uppi, komum okkur
fyrir I hæf ilegri f jarlægð og pund-
uðum á hann úr steinabogunum.
Okkur tókst að gata blikkið! Svo
riddaramennskunni var ekki
fyrir að fara, þó þetta ættu að
heita riddaraleikir...”
Hans var skotinn
í Grétu
— Hvað tók við, er bernsku-
leikjum sleppti?
„Ég fór i Menntaskólann úr
landsprófi en hætti þar i fimmta
bekk, hafði þá þegar ákveðið að
helga lif mitt leiklistinni. Pabbi
stússaði mikið i leikhúsmálum á
Akureyri, var meðal annars for-
maður leikfélagsins um tima, svo
égkynntist þessu snemma: ég lék
töluvert meðan ég var strákur og
unglingur — lék meðal annars
Hans I Hans og Grétu —
og það var greinilega
eitthvað sem orkaði mjög
sterkt á mig i' leikhús-
inu. Og að sjálfsögðu
fannst mér ég hafa
þetta gjörsamlega á
valdi mi'nu — þær
stundir hafa hins
vegar komið síðarað
ég hef efast!
Reyndar hætti ég
eicki i menntaskóla
bara vegna leikhússins,
ég varmeð blóðsjúkdóm
og þurfti að liggja á
spitala hér fyrir sunnan þó
nokkurn tima svo ég missti
mikið úr, en hugurinn
stóð alla vega til leikhússins, og
ég hafði hugsað mér aö fá mér
vinnu einn vetur og leika með-
fram hjá leikfélaginu. Þá brá svo
við að ég var sendur suður til að
ná I handrit — það var einhver
þriller sem átti að hefja leikárið
með — og ég ætlaði bara að
stoppa nokkra daga I bænum. Þá
frétti ég að það stæði fyrir dyrum
inntökupróf I leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins. Ég fór ekki aftur
norður. ’ ’
— Þú minntist á að þú heíöir
leikið sem barn. Manstu
hvernig tílfinning það
var að standa á
leiksviði I fyrsta
sinn?
Arnar hugsar sig
um, hann seg-
ir fátt óyfirvegað.
Svo segir hann
blátt áfram: „Nei,
ég man það
Eitt
hænu
fet
ekki. Veistu, ég held að krakkar
geri sérekki svo mikla grein fyrir
þessum hlutum. Þau standa i
undirbúningi með fjölda fólks,
þetta er mikið vesin, margar æf-
ingar og margt að gera — ég veit
ekki hvort þau skilja muninn þó
það séu komin ljós, búningar og
áhorfendur. Þegar ég lék i Hans
og Grétu var ég pinulitið skotinn i
Grétu og það held ég hafi skipt
mig eins miklu máli og sýningin
sjálf. Ég var ellefu eða tólf og
fannst ég vera mjög fullorðinn.”
„Ég verð að halda
mér vakandi ...”
— Þegar þú siðan útskrifast úr
leiklistarskóla...
„Þá fór ég bara á kaf í vinnu.
— Samtal
við
Arnar
Jónsson,
leikara
Fyrsta árið var ég lausráðinn hér
og hvar, siðan var ég nokkur ár
fastráðinn i Iðnó”.
Hann þagnar andartak.
„Þetta fyrsta ár mitt var engu
lagi tíkt, það sá ég eftir á. Ætli ég
hafi ekki leikið á 230 sýningum, af
svona 270 mögulegum, oft tók ég
þátti átta tilniu sýningum á viku.
Einhvem sunnudaginn átti ég að
leika rakarann i Kardimommu-
bænum i Þjóðleikhúsinu, þá var
farið að siga á seinni hluta vetrar,
og ég að verða dauðuppgefinn. Ég
átti ekki að koma strax inn á svið-
ið og beið þvi i búningsherberg-
inu. Ég man að ég sat stjarfur við
spegilinn, starðiá sjálfan mig, og
tautaði: Nú verður þú að halda
þér vakandi nú talar þú bara við
sjálfan þig og þá heldurðu þér
vakandi..Svoman ég ekki meira.
Undireinsvar ég kominn af stað i
hinum villtustu draumum en þá
kemur sviðsstjórinn æðandi inn i
klefann og hrópar: Drengur!
Hvað ertu að hugsa? Þú átt að
vera kominn inn á svið fyrir
löngu! Og ég þýt af stað og inn á
svið, snarruglaður i kollinum, og
áhorfendur skellihlæja. Ég fór að
lita i kringum mig og tók þá eftir
að ég hafði gleymt öllum mínum
munum — greíðu, sápufroðu og
svo framvegis. Ég stökk aftur út
af sviðinu, náði i það sem mig
vantaði, og enn hlógu áhorfendur.
Siðan rúllaði sýningin einhvern
veginn í gegn en eftir á er mér
sagt hvað hefði kætt áhorfendur
svona. Þetta voru tvær eða þrjár.
minútur sem var beðið eftír mér,
ræningjarnir þrir voru þá á svið-
inu og þeir þurftu að spinna upp
úrsértexta til að brúa bilið. Þeir.
reyndust hafa af nógu að taka
meðan þeir biðu eftir rakaran-'
um: það stóð nefnilega yfir rak-
araverkfall i Reykjavik!”
Stórhættulegt álag
,Meðan Arnar sagði þessa sögu
hefur hann, eins og ósjálfrátt,
leikið öll hlutverkin af stakri
snilld. Nú verður hann alvarlegur
aftur.
„Þetta var svona dæmi af
álaginu þennan vetur. Eftir
i er ég sannfærður um að
þetta var góð reynsla,
en jafnframt stór-
hættuleg. Við að-
stæður eins og
þessar ermikil
hætta á að leikari
fari að fúska,
endurtaka sig:
að hann
”,,0nu'" finnst h •
Sl Þetta sn„
Pennan-i. Þaö erfr
fj°ríÞessu..
„Loftur er bara
skólastrákur á
Hólum...”
(Timamynd: Ella)
glatí möguleikanum á að
komast að kjarnanum I
sér. Er ég nú of
hátiðlegur? Ég á við þá
nekt sem leikara er
nauðsynleg ef hlut-
verkið á að vera satt. Eftír
nokkur ár á galeiðunni —
og þá á ég ekki við leik-
húslifið almennt heldur
svona vinnuálag — þá
fannst mér ég vera kominn
út i hreina vitleysu. Það er
þá, 1968, sem ég, og ýmsir
fleiri, byrjum
með Leiksmiðjuna.
Hugmyndin með Leiksmiðjunni
/ar a ð mynda samstfgan hóp sem
gætí unnið saman að þvi að þróa
nýja hluti, mynda einskonar en-
semble. Sjáðu til. Ef þú vinnur I
stafnun, þá eru þar góðir leikar-
ar, góð aðstaða og þar fram eftir
götunum og þar eru oft gerðir
góðir hlutir. Það vill hins vegar
vanta einbeitínguna, markvissa
þróunaðákveðnu marki, og þetta
hlýtur að leiða til þess að listrænt
gildi minnkar. Maður verður leið-
ur. Og hvað gerist þá? Maður
brýstút, fer annað, myndar hópa
af fólki sem vill það sama og get-
ur unnið saman að listrænum
markmiðum hópsins — hver sem
þau eru. Þarna eru sem sé öll
skilyrði fyrir hendi til að gera