Tíminn - 22.12.1981, Síða 31
Þri&judagur 22. desember 1981
31
■ Vilhjálmur Stefánsson
þetta vissulega haft þau áhrif að
hann kærði sig ekki um að hafa
neitt saman við þá aö sælda. Þaö
er lika sennilegt að óyndi og leiöi
hafi sótt á hann undir þessum
kringumstæðum.
Vilhjálmur viðurkenndi að
Björn væri sá aðili i þessu ævin-
týri sem hefði fulla ástæðu til að
vera reiður. En Björn reiðist ekki
á venjulegan hátt, enda var ekki
svo hægt um vik fyrir hann að
láta reiði slna bitna á Shaler og
Vilhjálmi, þvl aö þeim hafði
gengiö gott eitt til.
Sú innri spenna sem hann hefur
komizt I eykst og breytist I fulla
andúð á öllu, sem þarna haföi
verið fyrirhugað. Og við lestur á
kenningum sálfræöinga um þaö
aö geðveiki sé alltið meðal skák-
manna þá magnast sú tilfinning i
ómótstæðilega hugsun um það að
I Björn Pálsson Kalman
hann sé aö verða vitskertur.
Mér viröist viðskilnaöur Björns
við Harvard og mennina þar sýna
bezt, hversu þungt honum hefur
verið I skapi.
Hann hverfur á brott, án þess
að láta nokkurn vita: kveöur ekki
einu sinni og lætur engan frá sér
heyra.
Hann viröist algerlega útiloka
þetta ævintýri úr llfi slnu eftir
það: vill ekki á það minnast, né
ræða um skák upp frá þvi.
Tefldi eina skák
í Ameríku
Svo virðist sem Björn hafi ekki
teflt eina einustu skák þann tima
sem hann var i Harvardháskóla.
Hins vegar segir Vilhjálmur frá
einni sögulegri skák, sem hann
tefldi I Amerlku.
■ Stefan Zweig
A meöan Björn var búsettur I
Winnipeg, var Frank Marshall,
þáverandi skákmeistari Banda-
rikjanna á ferð vestur I landi og
hélt austur á bóginn um Kanada.
A leiöinni kom hann við I Winni-
peg og tefldi þar fjöltefli.
Einhver kunningi Björns
stingur upp á þvl, aö þeir fari að
horfa á þaö — og hann er þvi sam-
þykkur.
Þegar fjöltefliö er að hefjast
kemur I ljós, aö einn keppend-
anna hefur forfallazt á síöustu
stundu svo að stóll hans stendur
auöur.
Nokkrir viöstaddra sem vissu
að Björn kunni að tefla, en sögðu
á eftir, að þeir hefðu ekki haft
hugmynd um hve slyngur hann
var, drógu hann bókstaflega
nauðugan að auöa borðinu.
Fjölteflið hófst og skák Björns
■ Jón ólafsson
og Marshalls var með eölilegum
hætti I fyrstu.
En þegar eftir nokkra leiki,
varð Marshall forviöa og þurfti að
staldra lengur viö hjá Birni en
hinum keppendunum.
Orslitin urðu þau að Marshall
vann allar skákirnar — nema
eina.
Hann tapaði fyrir Birni.
Nú er það ekki óalgengt, aö
skákmeistarar tapi einni og einni
skák I fjöltefli. En Marshall gat
ekki gleymt skákinni viö Björn og
var i uppnámi að henni lokinni.
Hann kvartaði yfir þvi að menn
heföu átt aö aðvara hann og
sagði, að þessi skákmaður hefði
að minnsta kosti átt aö vera á
fyrsta borði. Slöan lét hann i ljós
ósk um aö fá aö tefla aftur viö
Björn — strax.
Höfundurinn og bókin:
Stefan Zweig og Manntafl
■ Stefan Zweig höfundur
Manntafls eða Schachnovelle
eins og hún heitir á þýsku, fædd-
ist i Vinarborg 28da nóvember
1881. Hann hlaut klassiskt upp-
eldi og skólun á þeirra tima
visu, hneigðist snemma til bók-
ar, og var framan af ævinni
einkum þekktur fyrir þýðingar
á verkum erlendra höfunda.
Einnig ferðaöist hann viða um
álfuna og átti mikil og lærdóms-
rik kynni af ýmsum bókmennta-
mönnum og öðrum andans á-
stundendum. Þessum kynnum
og æsku sinni lýsir hann mjög
næmlega i endurminningabók
sinni, Veröld sem var. Zweig
var húmanisti og mannvinur af
gömlum skóla, trúöi statt og
stöðugt á mátt og mannbæting-
argildi orðsins, og þeim mun
meiri þrengingar gekk hann i
gegnum þegar hann sá gamal-
gróinn menningarheim Evrópu
riölast i kringum sig i tveim
heimstriðum.
Þegar Zweig tók fyrir alvöru
aö skrifa upp á eigin spýtur,
lagði hann á margt gjörva hönd.
Hann orti ljóð, samdi leikrit og
óperutexta, meðal annars fyrir
Richard Strauss, þótt siðarmeir
yröi heldur brátt um samstarf
þeirra. Þekktastur var hann þó
fyrir ævisögur fyrirfólks, sem
þykja skrifaðar af miklum
skilningi og hugarflugi. Nokkr-
ar þeirra hafa verið þýddar á is-
lensku, tilaðmunda bækurnar
um Mariu Stúart, nöfnu hennar
Antoinette, Fouche lögreglu-
stjóra Napóleons og landleitar-
manninn Magellan . ltarlegust
og merkust ævisagna hans mun
þó vera sagan af franska rithöf-
undinum og nautnaseggnum
Honoré de Balzac, en þeirri bók
lauk Zweig aldrei að fullu. Áður
hafði hann aukinheldur ritaö
töluvert um Balzac þennan i
bókinni Þrir meistarar, en þar
eru einnig kaflar um tvo real-
ista aðra, Dickens og Dosto-
jevski. 011 þessi ævisagnaritun
Zweig einkennist af þvi að hon-
um tekst að gefa ákaflega
glöggar persónulýsingar, að
visu einatt nokkuð litaðar eigin
bakgrunni, og fjörga viðfangs-
efnið meö andagift og hugar-
flugi skálds.
Þó er ótalin sú ævisagan, sem
ætla má að haldi nafni Zweigs á
lofti lengst þeirra allra, en það
er áðurnefnd sjálfsævisaga,
Veröld sem var, Die Welt von
Gestern. A marga visu er hún af
öðrum toga en flestar ævisögur,
hún snýst i raun afar litið um
Zweig sjálfan en öllu meir um
timana sem hann lifði á og
mennina sem urðu á vegi hans.
Bókina skrifaði Zweig þegar
heimsófriður var yfirvofandi,
söguefnið hvort tveggja hrifur
hann og vekur með honum nag-
andi efasemdir, og bókin er eins
konar kveðja Zweigs til heims
sem hann sá hverfa inn i ragna--
rökkur og sem hann hélt að ætti
ekki afturkvæmt þaöan. Zweig
sjálfur haföi að minnsta kosti
ekki biölund til að doka við eftir
þvi að sól evrópskrar hámenn-
ingar risi á nýjan leik.
Stefan Zweig var gyðingur og
það reyndist honum æði afdrifa-
,rikt. Hann var einn þeirra sem
höfðu kastað fyrir róöa fornum
siöum gyðinga, gengíð undir
merki krossins og aðlagast
Evrópu á alla lund. Og til þess
að aðlögunin yröi algjör lögöu
gyðingarnir svo hart aö sér aö
þeir tóku brátt að skara fram úr
á flestum sviðum. Sem aftur
bakaði þeim öfund og óvild. Á
upphafsárum Þriðja rikisins bjó
Zweig við Salzburg i Austurriki
og á fjalli andspænis húsi hans
gaf einmitt að lita fjallasetur
Hitlers, Berchtesgaden. Þegar
nágranninn seildist svo til valda
i þýskumælandi löndum Miö--
Evrópu neyddist Zweig til að
flýja land. Hann leitaði hælist 1
Vesturheimi, og siöustu ævidög-
um sinum eyddi hann i Braziliu,
sem hann kallaði „land framtið-
arinnar”. Alla vega var það ein-
hver önnur framtið en hans eig-
in, þvi 23ja febrúar 1942 frömdu
Stefan Zweig og kona hans
sjálfsmorð.
Ýmsum getum hefur veriö að
þvi leitt hvers vegna þau hjónin
gripu til slíks örþrifaráðs. Lik-
ast til veröur það seint skýrt eöa
skilið til fullnustu — alla vega er
vist að Zweig var saddur lif-
daga, mæddur á sálinni og úr-
kula vonar um aö sú veröld, sem
var hans eina heimkynni, land
feöra hans og tungu, kæmist á
réttan kjöl og hann ætti þangað
afturkvæmt til aö lifa og starfa
á ný. Hann var mikill friöar-
sinni alla tið, starfaði meöal
annars i friðarhreyfingunni i
Sviss 1 heimstyrjöldinni fyrri á-
samt rithöfundinum Romain
Rolland, og hörmungar og sóun
tveggja heimsstyrjalda gengu
honum mjög nærri hjarta. Hann
var maður tilfinninga og sálar-
þroska sem sú menning sem
hann vár runnin af hafði áunnið
sér i aldanna rás, á verkum
hans sést að hann fékk skiliö
flesta leyndardóma og mein-
semdir mannsálarinnar — en
þar meö er ekki sagt aö hann
hafi getað umborið tortimingar-
hvöt meðbræðra sinna. Nokkr-
um klukkustundum fyrir dauöa
sinn samdi Zweig eins konar
yfirlýsingu, sem lýkur með
þessum orðum:
„Svo kveð ég alla vini mina!
Vonandi lifa þeir það að sjá roða
nýs dags eftir þessa löngu nótt!
En mig brestur þolinmæöi, og
þvi fer ég á undan þeim.”
/,Nú tefli ég aldrei fram-
ar"
Flestar skáldsögur Stefans
Zweig eru stuttar og flokkast
kannski frekar undir langar
smásögur. Ein þessara og ef til
vill sú besta er Manntafl, en hún
erað öllum likindum siðasta rit-
verkiö sem hann lauk við og
kom út að honum látnum. Þór-
arinn Guönason þýddi þessa
mögnuðu sögu á islensku endur
fyrir löngu.
Sagan gerist á farþegaskipi
sem er á leið frá New York til
Buenos Aires. Þar er staddur
um borð heimsmeistari i skák,
Czentovic af suöur-slavneskum
uppruna. Hann" þykir heldur fá-
brotinn i anda og er lýst sem
girugum og ruddalegum aula.
En við skákborðið er hann seig-
ur og nánast ósigrandi, teflir
hægt, yfirvegað og markvisst.
Sögumaður er mikill mannskoö-
ari og er mjög i mun að skyggn-
ast i sálarlif þessa furðufyrir-
bæris, sem virðist lifa eingöngu
i heimi skáktaflsins. t þvi skyni
lokkar hann meistarann aö
skákborðinu, nokkrir farþegar
tefla við hann fjöltefli og leggja
peninga undir. Vitaskuld stand-
ast þeir heimsmeistaranum
engan snúning, i fyrstu skákinni
vinnur hann þá með fyrirlitn-
ingu og engri fyrirhöfn. Onnur
skákin er gjörtöpuö þegar þar
kemur aðvifandi ókunnur mað-
ur, tekinn og fölur, og kemur
þeim út úr ógöngunum. Að lok-
um býður heimsmeistarinn
jafntefli.
Næsta dag er siðan stofnaö til
einvígis milli Czentovics og
þessa dularfulla manns, Dr. B,
sem þó er mjög tregur til aö
tefla.
A þilfari segir Dr. B. sögu-
manni sögu sina og hana býsna
furöulega. Dr. B. haföi verið
málafærslumaður i Vinarborg
en siðan hafnað i fangelsi hjá
nasistum. I fangelsinu var hann
I algerri einangrun og haföi ekk-
ert til aö festa hugann viö, ekki
bók, ekki blýant, ekki tóbak,
ekki neitt. Eftir nokkra hrið
liggur honum vð sturlun og hef-
ur engar reiður á hugsunum sin-
um. Einn daginn þegar hann er
á leiö til yfirheyrslu nær hann að
stinga á sig bók sem liggur á
glámbekk.
Er i klefann kemur kemst
hann aö þvi að þetta er skákbók,
með stöðumyndum og völdum
skákum stórmeistara, en engu
lesmáli. Hann vinnur bug á von-
brigðunum og fer að tefla skák-
irnar upp, fyrst með heimatil-
búnu taflborði og siöan þegar
hann nær betri tökum á iþrótt-
inni i huga sér. Hann teflir skák-
irnar fram og aftur, og veltir
fyrir sér öllum möguleikum og
mistökum. En loks er bókin
uppurin og skákirnar megna
ekki lengur að vekja meö hon-
um neina hrifningu.
Og þá fer hann aö tefla viö
sjálfan sig i huganum. Til þess
að það sé kleift veröur hann I
raun að skipta sjálfum sér i
tvennt, i hvitt og svart, hvita
hliöin má aldrei vita hvaö sú
svarta ætlast fyrir og öfugt.
Þessi dægradvöl verður brátt að
áráttu og siðan aö hreinu æði,
hann er þá vakandi og sofandi i
heimi hvitra reita og svarta og
engan veginn meö sjálfum sér.
A endanum sturlast hann og er
lagöur inn á sjúkrahús — þaöan
sem velviljaöur læknir kemur
honum til útlanda. En meö
ströngum fyrirmælum um að
hann skuli aldrei nálægt tafli
koma.
Daginn eftir er einvigiö haldiö
á skipinu. Heimsmeistarinn
leikur hægt og hugsar hvern leik
út i æsar, aftur á móti leikur Dr.
B. hratt og örugglega og verður
sifellt óþolinmóðari af seina-
gangi mótleikarans. Hann vinn-
ur fyrstu skákina og þiggur sið-
an meö áfergju boð um aö taka
aöra. En þá eru einkenni skák-
brjálseminnar farin að gera al-
varlega vart við sig, hann titrar
af áreynslu og æsingi, en meist-
arinn leggur sig fram um aö
ergja hann með seinagangi. Að
endingu segir hann skák á kóng-
inn, þar sem allir sjá að stendur
peö fyrir — hann er farinn að
tefla i huganum, einhverja allt
aðra skák.
Aö lokum kemst hann aftur til
sjálfs sin, biður forláts og hverf-
ur á braut með orðunum: „Nú
tefli ég aldrei framar”.
eh.
Björn neitaöi hins vegar að
tefla aftur og tefldi ekki i Ame-
riku aftur — og ef til vill aldrei
framar.
Hins vegar hefur þessi eina
skák varðveitzt þvi að hún birtist
I Lasker’s Chess Magazine , eftir
uppskrift I Winnipeg.
Vissi Zweig
um ófarir Björns?
Mig langar til að minnast örfá-
um oröum á það sem fyrst vakti
athygli mina og furöu, þegar ég
hitti vin minn á morgungöngu 1
miðbænum. Það var sú fullyröing
hans, aö skákævintýri Björns hafi
verið kveikjan aö „Manntafli”
eftir Stefan Zweig. Hann sagði
mér, aö þessi fullyröing væri
komin frá Islenzkum námsmanni
sem hefði stundaö nám i Boston,
en um það veit ég ekkert nánar.
Þeir sem lesið hafa „Manntafl”
sjá strax, aö sitthvaö er likt meö
sögunni og þeim atburöum úr lifi
Björns Kalmans, sem lýst hefur
veriö hér að framan. Að minum
dómi skipta fyrst og fremst þrjú
atvik i frásögn Vilhjálms Stefáns-
sonar verulegu máli.
1 fyrsta lagi er þaö lýsing hans
á siglingunni yfir hafiö og frá-
bærri frammistöðu Björns I
viöureign viö tvo kunna skák-
meistara.
I öðru lagi er það frásögn
Björns þess efnis, aö hann óttist
að hann sé ab missa vitib af þvi að
hann geti ekki gleymt skákum
sinum.
1 þriöja lagi getur skák Björns
við Frank Marshall á vissan hátt
komið til greina.
En eru nokkur likindi til þess,
að Zweig hafi heyrt um ófarir
Björns?
Sem svar við þeirri spurningu
má geta þess, að Zweig fór i
feröalag til Ameriku fyrir heims-
styrjöldina fyrri. Hann dvaldi
nokkurn tima i New York og fór
einnig til Boston og heimsótti
Harvard og fleiri háskóla. Hann
sigldi með skipi frá Bandarikjun-
um um Bermuda, Haiti, Panama
og Buenos Aires fyrri hluta árs
1914, eins og lesa má um i bókinni
„Veröld sem var” sem hefur aö
geyma endurminningar hans.
Hann kveðst hafa komiö til
Panama nokkrum mánuöum áöur
en Panamaskurðurinn var
opnaður, en fyrsta hafskipið fór
um skuröinn 3. ágúst 1914. Ég geri
þvi ráð fyrir aö hann hafi dvalið
við ýmsa háskóla I Bandarikjun-
um árið 1913 og fyrri hluta árs
1914.
Ef þetta er rétt, eru likindi til
þess, að hann hafi heyrt söguna af
skákævintýri Björns sagða i Har-
vard — og ekki er heldur loku
fyrir þaö skotiö að hann hafi
kynnzt Vilhjálmi Stefánssyni.
En um þetta vil ég ekkert full-
yröa þvi aö ég hef ekki getab
rannsakaö þetta svo að neinu
nemi.
En mikiö væri gaman ef ein-
hverjir skákunnendur geröu
þessu athyglisveröa efni betri
skil.
Einkennileg örlagaatvik
Saga Vilhjálms Stefánssonar
um skákleikni Björns Kalmans er
sannarlega ævintýri llkust. Hún
fjallar um einkennileg örlagaat-
vik og er enn ein sönnun á máls-
hættinum gamla, að eins dauöi er
annars brauö.
Þetta ævintýri sem varö Birni
svona dýrkeypt, haföi tvisvar úr-
slitaáhrif á lifsferil Vilhjálms
Stefánssonar.
t fyrra skiptiö urðu áhrif
Shalers deildarforseta til þess, að
ferö hans til tslands 1905 var
ráöin.
I siöara skiptið leiddi sameigin-
legur áhugi hans og Mavors á
skákhæfileikum Björns til þess,
aö þeir uröu nánir vinir. Ahrif
Mavors sem var prófessor viö há-
skólann I Toronto, urðu til þess að
beina áhuga Vilhjálms að
Norðurheimsskautssvæðunum i
staö Afriku — og fyrir þær rann-
sóknir hlaut hann mesta frægð.
Um áhrif þessa ævintýris á ævi
Björns er erfitt aö segja neitt með
vissu.
Ég er hins vegar sannfæröur
um, að þau hafi veriö djúpstæð og
varanleg.
Mér hefur verið sagt, aö dóttir
Björns, leikkonan Hildur Kal-
man, hafi ekkert um þetta vitaö
fyrr en endurminningar Vil-
hjálms Stefánssonar komu út.
Þá hafði faðir hennar verið lát-
inn i sex ár.