Tíminn - 22.12.1981, Blaðsíða 37
■ Markmið skákmannsins er
ætið að máta andstæðing sinn, en
fer eftir skaplyndi hvers og eins
hvernig hann kýs að fara að þvi.
Sumum finnst mest um vert að
byggja upp trausta og rökræna
stöðu ogflana ekki að neinu, aðrir
eru meira fyrir ævintýrin og
leggja óhræddir út i hvers kyns
glannaskap, fórna liði á báða
bóga ef þeim býður svo við að
horfa. Slikir menn eru jafnan i
miklu uppáhaldi með skákunn-
endum, enda fátt skemmtilegra
en æsileg fórna- og leikfléttuskák
þar sem allt gengur upp. Hér
verðurfariðá handahlaupum yf ir
nokkrar slikar og megi menn vel
njóta.
Fyrstur skákmanna verður
fyrir okkur Victór nokkur Tietz.
Sá er litt þekktur nuorðið og
komst reyndar aldrei i fremsta
flokk skákmanna, eftir hann
liggja þó nokkrar perlur sem
ekki er vert að glatist. Hann bjó i
Carlsbad, sem nú er Karlovy
Vary i Tékkóslóvakiu, og gerði
mikið af þvf kringum aldamótin
að skipuleggja mót en tók sjaldan
þátt sjálfur. Alltof sjaldan.
Fyrsta skákin sem við li'tum á
var tefld i Carlsbad árið 1898 og
hefur Tietz hvitt. Andstæðingur
hans, maður að nafni Ramisch,
virðisthafa byggt traustan varn-
armúr um kóng sinn en Tietz á
ekki i' neinum erfiðleikum með að
brjóta hann niður. Nokkrarglæsi-
legar fórnir og kóngur svarts
verður að fara á vergang, loks
kveður hann saddur lifdaga.
Staöan var þessi:
1. HxBc6 KxHc6
2. Dxb5skák KxDb5
5. Bafskák Kc5
Loks sá svartur i hvaöa hættu
hann var staddur. Ef 3. ... -
KxBa4, þá 4. Rc3+ -Kb3 5. Rd2 +
mát.
4. b3skák Kd3
5. Bb5skák Ke4
6. Hg4 skák Kf5
7. Re3 mát!
1 næstu skák hefur Tietz svart
og á leik gegn Maader. Viðsjáum
á stöðumyndinni hér að neðan að
hvitur hótar bæði að drepa bisk-
upinn á c5 og peðið á h7. Flestir
skákmenn hefðu látið peðið sigla
sinn sjó en bjargað biskupnum en
Tietz hefur annað i hyggju. Hann
skeytir ekkert um hótanir hvits
en ræðst gegn drottningu hans og
vinnur nokkur mikilvæg
„tempó”. Það nægirhonum til að
vinna skákina.
2. DxBb5?
Þetta mátti ekki eins og Tietz
sýnir fram á, en Bxh7+ -Kh8 er
enn verra, þvi þá er biskup hvits i
hættu staddur auk annarra vand-
ræða.
2. ...
Einmitt. Nú
annað „tempó”
árásar.
3. Dd4
4. gxRfS
5. Khl
6. Hgl
7. KxDgl
(. Bfl
Re5
vinnur svartur
3g er albúinn til
RxRf3 skák
Dg5 skák
Bh3
DxHgl skák
Hclskák
HxBfl mát!
1 næstu skák má sjá áhrif lepp-
unar. 1 fyrsta leiknum veröur
leppunin að hálfu leyti sjáanleg
en til að nýta hana að fullu fórnar
Tietz liði sinum af miklum móð.
Tietz hefur hvitt, vesalingurinn
sem hvefur svart heitir May, og
skákin var tefld i Vin árið 1912.
1. Rxe4 RcxRe4
2. HxRe4 RxHe4
3. HxRe4 DxHe4
4. Rg5!
Takið eftir þvi að hvitur hótar
nú máti á tvo vegu, Dxh7 og Rf7,
og einnig hótar hann einfaldlega
að drepa drottninguna. Svartur
getur ekki skákað til aö freista
þess að bjarga sér.
4. ... Dg6
Sennilega er þetta besti leik-
urinn en hann er ekki nándar
nærri nógu góður. Hvitur á enn
eina fórn i pokahorninu.
5. Dxh7skák DxDh7
6. Rf7 mát!
Svarti kóngurinn, umkringdur
tveimurhrókum og drottningu, er
varnarlaus gegn riddara og bisk-
upi!
En litum á næstu stöðumynd. 1
fljótu bragði mætti ætla aö svart-
ur, Judd nokkur, stæði betur.
Hann hefur þremur peðum meira
og öll eru þau fripeð, hann hótar
að tvöfalda hróka sina á annarri
reitarröð, og menn hvits virðast
illa samrýmdir. Tietz var auð-
vitað ekki á sama máli. Hér þarf
aöeins nokkrar fómir til, hefur
hann án efa hugsað.
1. HxBb5!
Frábær leikur, eins og koma
mun i ljós. Svartur verður að
drepa þennan hrók, eöa vera
manni undir, svo...
1. ... cxHb5
2. Hc8!!
Stórkostlegur leikur! Þessi fórn
að gefa hvitu drottningunni færi
á að komast til al, hdn neyðir
svart til að skilja hrókinn á a8
eftir i uppnámi og tak drottning-
arinnar á D4 veikist að mun.
2. ... I)d5
Besta vörnin. Ef 2. ... -HxHc8,
þá 3. Dal+ -e5 4. Dxe5+ (eða
Bxe5) -HxDe5 5. BxHe5+ -Kg8 6.
Rh6 mát. Og ef 2. ... -DxHc8, þá 3.
Dd4+ -e5 4 Dxe5+ o.s.frv.
3. Dal skák
Svartur er glataður. Ef HxDal,
þá HxRf8+ -Kg7 og Bh6 mát.
3. ... e5
Besti leikurinn
4. Bxe5 skák DcBe5
Þetta virðist góð •ig yild vörn
sem leiðir til uppskipta á drotnn-
ingunni en...
5. HxRfSskák Kg7
Ef HxHf8, þá RxDe5.
6. Hf7 skák og svartur gafst
upp.
Ef 6. ... -KxHf7, þá 7. RxDe5 + .
Og ef 6. ... -Kg8, þá 7Rh6+ -Kh8 8.
DxHa8+ -De8 9. Hf8+ og svartur
er glataður.
Loks skulum við lita á enn eitt
dæmiö um snilld Tietz og er þaö
þannig lagað að Morphy hefði
oröiö stoltur af þvi að tefla
þannig. Tietz er að vi'su manni
yfir en svartur hótar bæði að
drepa biskupinn á e5, og leika Hal
og vinna drottninguna. Tietz læt-
ur hendur standa fram úr erm-
um. Allt leikur á reiðiskjálfi.
Skák þessi var tefld i Carlsbad
áriö 1898. Sá sem stýrir svörtu
mönnunum heitir Schwalb.
1. Rg6 skák fxRg6
2. fxg6 fráskák Kg8
3. Hc8!!
Ótrúlegur leikur! Hviturkemur
i veg fyrir Hal, hótar máti i
tveimur leikjum með Hf8, kemur
iveg fyrirHxBe5 af sömuástæðu,
og eftirþvingað svar svarts, þá...
3. ... HxHc8
4. HxRc2!!
Með þessum leik fær hvitur
aftur dálitið af þeim liðsafla sem
hann hefur fórnað en það skiptir
Tietzekki máli. Hann rýmir f-lin-
una fyrir drottninguna sem hótar
nú máti itveimur leikjum (Df7 +
og Dxg8 mát). hótar einnig máti
með HxHe8.
4. ... Rf8
Þessi leikur er þvingaður og
litur vel út en næsti leikur hvits
sýnir að hann er gagnslaus.
5. Hc8!
Þessi hrókur er auðvitað frið-
helgur, vegna hótana drottning-
arinnar.
5. ... De7
Eini leikurinn
6. Dc4skák Kh8
7. Dh4!!!
Undursamlegt. Nú hótar hvitur
ekki einungis máti heldur og að
drepa drottningu svarts.
7. ... Halskák
örvænting.
8. Bxllal De6skák
9. Khl
Nú getur svartur ekki skákaö
framar nema hann vilji missa
drottningu sina.
9. ... HxHc8
Hinn deyjandi maður fær sér
siðustu kvöldmáltiðina.
10. Dxh5 skák, og svartur
gafst upp.
Schwalb er mát eftir 10.... -Kg8
11Dh7+ -Kf8 12. Dxg7+ -Kel
13. Df7+ -Kdl 14. Bf6+ -De7 15.
DxDd7 mát.
Þá litum við á skák sem tefld
var i Varsjá árið 1935. Tartakow-
er, sem aldrei varð orðs vant,
skirði þessa skák „Ódauðlegu
skákina frá Póllandi” og á hún
þaö nafn fyllilega skilið. Glucks-
berg stýrir hvitu mönnunum en
Najdorf, alkunnur, þeim svörtu.
Hann beitir hollenskri vörn og
eftir tiltölulega eðlilega byrjun
verða Glucksberg á nokkur mis-
tök. Eftir það er skákin ein log-
andi snilld i'myndunaraflsins.
1. d4 f5
Hollensk vörn. Morphy beitti
þessum leik fyrstur en Alekhine
og Botvinnik gerðu hann vinsæl-
an. Svartur veikir kóngsstöðu
sina en á i staðinn möguleika á
kóngssókn. Vörninni var mikiö
beitt á timabili en nú ber minna á
henni. Hún átti þó sina góðu daga
og leiddi oftar en ekki til mikilla
sviptinga, eins og eftirfarandi
skák ber sannarlega með sér.
2. C4 Rf6
3. Rc3 e6
4. Rf3 d5
5. e3
6. Bd3
7. 0-0
8. Re2
9. Rg5?
8
7
6
5
4
3
2
abcdefgh
c6
Bd6
0-0
Rbd7
Hvitur vill þreifa íyrir sér á
kónsvæng en eins og Najdorf
sýnír og sannar eru slikar þreif-
ingar ekki timabærar.
9.... Bxh2 skák
10. Khl
Glucksberg list auðvitað ekki á
að drepa þennan biskup. Þá
kemur Rg4 skák, og riddari hvits
fellur og sókn svarts upp kóngs-
væng verður illstöðvanleg.
10. ... Rg4
11. f4 De8
12. g:i
Hvitur reynir að rýma til, svo
kóngurinn eigi flóttaleið undan
drottningunni sem boðaði komu
sina i siðasta leik. Þessi leikur
dugir þó ekki til.. Heita má að
framhaldið sé þvingað allt til
enda!
12. ... I)li5
13. Kg2 Bgl!
Stórfalleg fórn sem ryður
drottningunni leið að kónginum.
Hvitur verður auðvitað að drepa
þvi annars kemur Dhl mát.
14. RxBgl
Að sjálfsögðu ekki 14. HxBgl-
Dh2+ 15. Kf3-Df2 mát.
II. ... Dh2 skák
15. Kf3 e5!
Hótar ijsköp einfaldlega máti i
næsta leik.Staða svarts er nú svo
sterk að hann getur fórnað á báða
bóga.
16. dxe5 Rdxe5skák!
17. fxRe5 Rxe5skák
18. Kf4 Rg6 skák
Þetta ernæstum ótrúlegt. Menn
hvits standa hjá eins og illa gerðir
hlutir meðan kóngurinn hrekst
fram og aftur undan markvissum
og hiklausum atlögum svarts.
Næstum allir menn hans og peð
taka virkan þátti'árásinni: þegar
einum er fórnað kemur annar i
staðinn.
19. K13 f4!
Smiðshöggið. Svartur hótar
máti meö fxg3en opnar jafnframt
skáklinuna fyrir biskupinn sem
nú vaknar til lifsins.
20. cxf4 Bg4skák
21. KxBg4
Hviti kóngurinn hefði auðvitað
getað leitað undan til e3 en þá
hefði hann misst drottninguna
sina fyrir þr já menn og kóngurinn
er enn á köldum klaka og stutt i
mát. Textaleikurinn býður uppá
falleg tafllok.
21. ... Re5
22. fxReS h5 mát!
8
7
6
5
4
3
2
1
abcdefgh
Lokastaðan verðskuldar svo
sannarlega stöðumynd. Svartur
hefur fórnaðöllum léttu mönnun-
um sinum fyrir stórkostlega
fléttu — markmiðið eins og áður
sagði, að máta andstæöinginn.
(stöðumynd — 7)
— ij. tók saman.