Tíminn - 29.12.1981, Side 6

Tíminn - 29.12.1981, Side 6
 Þriftjudagur 29. desember 1981. 6 stuttar fréttir ■ Gámnum slakaft af og dreginn upp á bilinn eftir vild Nýjung í fiskflutningum SUDUR-ÞINGE YJAR- SÝSLA: „Ég ætla aö nota þetta bæöi til að flytja fisk frá Húsavik og siðan til að flytja kolmunna frá Austfjörðum til þurrkunar”, sagði Þorsteinn Ingason, á Kárhóli er við spurðum hann til hvers hann hygðist nota flutningatæki það, sem sést á meðfylgjandi mynd. En Þorsteinn rekur sem kunnugt er fiskþurrkun aö Laugum i Þingeyjarsýslu. Þessi nýi bill Þorsteins er þannig útbúinn að hægt er að slaka á gáminum (eða pallin- um) af bilnum og draga hann upp eftir vild. Þorsteinn hefur keypt fjóra slika gáma. Kost- urinn við fiskflutninga á þenn- an hátt er sá, að hægt er að koma gámunum fyrir á bryggju þar sem íisknum er landað beint i þá og isaður um leið, og siðan þarf ekki að hreyfa fiskinn fyrr en hann er tekinn til vinnslu, sem hlýtur að fara betur með hráefnið. Hafði Þorsteinn heyrt að fisk- verkendur á Stokkseyri og Eyrarbakka væru að velta fyrirsér að afla sér þessa bún- aðar til fiskflutninga frá Þor- lákshöfn. Þorsteinn hefur til þessa að- allega þurrkað þorskhausa, en er nú að bæta við nýjum þurrkklefa þar sem hann hyggst þurrka kolmunna og skreið á Italiumarkaö. I þá skreið verður að nota úrvals- fisk, sem þarf sérstaka með- höndlun, t.d. má hann ekki frjósa meðan á þurrkun stend- ur. Hjallþurrkun á þessum fiskihefur þvi gengið misjafn- lega. —HEI Hver við- skiptanóta kostar 70-100 gkr. VOPNAFJÖRÐUR: Hver út- tektarnóta — þegar búið er að færa hana á viðskiptareikning — kostar um þessarmundir 70 aura til 1 krónu, að þvi er fram kemur i Fréttabréfi Kaupfé- lags Vopnfirðinga. „Oft heyrist i umræöum manna á meðal rætt um papp- irsfjöll þar er hlaðast upp á heimilum, skirfstofum, skól- um og viðar”, segir ritari Fréttabréfsins, Agústa Þor- kelsdóttir. „Og vissulega fylgja nútimanum margskon- ar afrit, bréf og nótur. Stund- um er hægt að spara þennan pappir á auðveldan hátt, og slá með þvi tvær flugur i einu höggi, minnka kostnað og minnka ruslið sem fieygt er árlega”, segir Ágústa, sem þykir rétt aö benda bændum og húsfreyjum á að staðgreiða i verslunum félagsins, a.m.k. allar minni úttektir og spara með þvi nótnaskrift og tima. Fréttamaður Timans telur þessa ábendingu e.t.v. þarfa vföar en á Vopnafirði og þykir þvi rétt að koma henni á fram- færi. Sjálfur skrapp hann i verslun i Reykjavik nýlega til að kaupa 3 blöð af sandpappir og tók það afgreiðslumann drjúgan tima að skrifa marg- þætta nótu fyrir úttektinni, þar sem m.a. þurfti að fletta upp i möppu til að finna vöru- númer sandpappirsins. Spurn- ingu um tilgang nótnaskrif- anna var svarað: „Það er vegna tölvufærslunnar.”_HEI Notkun Baader 414 hausinga- . véla bönnuð REYKJAVÍK: Vinnueftirlit rikisins hefur nú ákveöiö að notkun á hausingavéla af gerðinni Baader 414 veröi bönnuð frá og með 1. janúar 1983, en að óheimilt verði að láta unglinga innan 18 ára ald- urs starfa við þær frá næst- komandi áramótum, að þvi er segir i frétt frá Vinnueftirlit- inu. Nokkrir tugir þessara véla munu vera i notkun hér á landi, einkum hjá saltfisk- og skreiöarverkendum. Akvörðun þessi er tekin vegna a.m.k. 5 alvarlegra slysa við vélar af þessari gerð á s.l. 5 árum, þar af hafa 3 átt sér stað á árinu 1981. Flestir hinir slösuöu voru unglingar innan við tvitugt. Aftur á móti eru slys við aörar gerðir haus- ingavéia — bæði frá Baader og öðrum verksmiðjum — sögð fátið hér á landi, samkvæmt gögnum Vinnuéftirlitsins. Hausingarvélar af þessari gerð voru hannaöar fyrir meira en 30 árum, en fram- leiöslu þeirra hætt fyrir 17 ár- um þegar hafin var fram- leiösla á nýrri geröum. Vél- arnar hafa þvi reynst óvenju- lega sterkbyggðar. Vinnileftirlitið hefur látið kanna möguleika a þvi að koma fyrir viðunandi öryggis- búnaði á þessum vélum, en komið hefur i ljós að slikt sé miklum erfiðleikum bundið. Notkun hefur þvi veriö bönnuð eftir ár hér frá, sem fyrr segir, nema að einhverjum takist aö hanna viö þær öryggisbúnaö sem Vinnueftirlitið telur full- nægjandi. —HEI Bæjarfulltrúum fjölgað úr 7 í 9 í Bolungarvlk BOLUNGARVIK: „Þetta hef- ur vakið geysilega athygli hér, hvar sem maöur hittir mann er varla talaö um annaö”, sagði Guðmundur M. Kristins- son, form. Framsóknarfélags Bolungarvikur i samtali við Timann fyrir skömmu. En á fundi bæjarstjórnar Bolungar- vikur var kvöldið áður sam- þykkt að fjölga bæjarfulltrú- um úr 7 i 9 við næstu sveitar- stjórnarkosningar að vori. „Þar sem ekki var sam- staða innan bæjarstjórnar um málið var séö að atkvæöi full- trúa Framsóknarflokksins réði úrslitum. Það var vara- bæjarfulltrúi flokksins sem sat fundinn og reyndu sjálf- stæöismenn m .a. að tefja mál- iö á þeim forsendum. Einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins lét t.d. að þvi liggja að vara- maðurinn væri ekki lýöræðis- lega kjörinn bæjarfulltrúi og ætti þessvegna ekki rétt á að greiöa atkvaéði. Atkvæða- greiöslan fór fram að viðhöfðu nafnakalli og var tillagan um fjölgun samþykkt, en 3 fulltrú- ar sjálfstæðismanna voru á móti.” —HEI fréttir Tíminn birtir svör hreppsnef ndanna: AFSTAÐA ÞEIRRA TIL VIRKJUNARHLHÖGUNAR 1 ■ Eins og kom fram i fjölmiðlum siðustu dagana fyrir jól, þá voru mjög skiptar skoöanir meöal manna hvað svör heimamanna um samningsdrögin varðandi virkjun á Blöndu, meö virkjunar- tilhögun 11 huga, fælu I sér. Sýnd- ist sumum sem mikill meirihluti heimamanna væri mjög áfjáöur I að ráöist yröi I virkjun Blöndu samkvæmt samningsdrögunum, en aörir töldu að svör hrepps- nefndanna fælu það I sér að heimamenn væru á móti virkjunartilhögun I eða að svo mikið bæri enn i milli, hvað snert- ir samkomulag heimamanna og rikisins að margra ára samningaþóf þyrfti enn, til þess að samkomulag um virkjun Blöndu mætti takast. Vegna þessara deildu meininga, telur Timinn rétt að birta hér svör hreppsnefndanna viö bréfi iðnaöarráöherra en I þvi bréfi fór ráöherra fram á þaö viö hrepps- nefndirnar að þær tækju ótviræöa afstöðu til samkomulagsdrag- anna. Svör hreppsnefndanna fara hér á eftir: Blönduóshreppur sam- þykkir tilhögun I A fundi hreppsnefndar Blöndu- óshrepps þann 9. þ.m. voru tekin til umræðu samningsdrög þau sem nú liggja fyrir milli landeig- enda viö Blöndu og virkjunar- aðila og var eftirfarandi tillaga ásamt greinargerð samþykkt meö atkvæðum allra hrepps- nefndarmanna. „Hreppsnefnd Blönduóshrepps samþykkir aö skrifa undir fyrir- liggjandi samning milli landeig- enda Auökúlu- og Eyvindar- staöarheiöar og Rafmagnsveitna rikisins um virkjun Blöndu sam- kvæmt tilhögun I”. Torfalækjarhreppur sam- þykkir tilhögun I með fjór- um atkvæðum gegn einu A fundi hreppsnefndar Torfa- lækjarhrepps 13. des. 1981 kom fram eftirfarandi tillaga: Hreppsnefnd Torfalækjar- hrepps veitir þeim Torfa Jónssyni oddvita og Erlendi Eysteinssyni varaoddvita sem voru kosnir af hreppsnefnd I samninganefnd til viöræöna um virkjun Blöndu fullt umboö til aö undirrita fyrir hönd hreppsins samningsdrög þau sem nú liggja fyrir um virkjun Blöndu aö því tilskyldu aö sú virkjun veröi næsta stórvirkjun eftir Hrauneyjarfossvirkjun. Tillagan samþykkt meö 4 atkv. gegn 1. Bólstaðarhlíðarhreppur hafnar virkjunartilhögun I „Hreppsnefnd Bólstaöarhliöar- hrepps lýsir sig tilbúna til fram- haldandi viöræöna um Blöndu- virkjun en hafnar virkjunartil- högun 1”. Samþykkt meö 4 samhljóöa at- kvæöum. Hreppsnefnd Lýtings- staðahrepps klofin — meirihluti ekki reiðubúinn á þessu stigi málsins til að fallast á samningsdrögin, minnihlutinn hafnar þeim I tilefni af bréfi yöar frá 30. nóvember sl. vill hreppsnefnd Lýtingsstaöahrepps taka fram aö hún er ekki reiöubúin á þessu stigi málsins til aö fallast á samnings- drög um Blönduvirkjun frá 30. nóv. 1981. Telja veröur aö nokkrar grein- ar i þeim hafi ekki fengiö þá um- ræöu og meöferö sem viöunandi má kalla og aö nánari skýringar og útfærslur séu nauösynlegar á ýmsum öörum liöum samninga- draganna. Áhersla skal lögö á eftirfarandi lagfæringar: a) 10. grein um vatnsréttindi. b) 11. grein um matsnefnd og verkefni hennar. c) 8. grein um opinber gjöld. d) Skýr ákvæöi um hámarksstærö miölunarlóns komi i samninginn. e) Ekki veröi stofnaö til annarra uppistööulóna né vatnsvega á Ey- vindarstaöaheiöi nema aö gerö- um samningum viö sveitarfélögin sem heiöina eiga og nota. Fyrr en þessi atriöi hafa veriö nánar skilgreind og sjónarmiö heimamanna gagnvart þeim viöurkennd getur hreppsnefnd Lýtingsstaöahrepps ekki fallist á samningadrögin. Tveir hreppsnefndarmanna Lýtingsstaöahrepps skiluöu sér- áliti, þar sem þeir lýstu þvi yfir aö þeir myndu ekki fallast á virkjun Blöndu samkvæmt virkjunartilhögun I. Seyluhreppsnefnd hafnar samningsdrögunum eins og þau liggja fyrir frá 30.11. 1981 Bréf yöar dagsett 30/11 1981 varöandi virkjun Blöndu viö Eiösstaöi samkvæmt virkjunar- tilhögun I, var tekiö fyrir á fundi hreppsnefndar Seyluhrepps þriöjudaginn 15. desember 1981. Hreppsnefndin vill fyrir sitt leyti stuöla aö þvi aö samningar takist um Blönduvirkjun sem næstu stórvirkjun á eftir Hraun- eyjarfossvirkjun, en hafnar samningsdrögum dags. 30/11 1981 eins og þau liggja fyrir. Hrepps- nefndin er reiöubúin til áfram- haldandi samningaviöræöna og eftirfarandi atriöi veröi m.a. tek- in til nánari umfjöllunar. 1. gr. 4 — Vegir og afréttarmál. 2. gr. 10 — Vatnsréttindi. 3. gr. 11 — Matsnefnd 4 gr. — Inn I samninginn komi ákvæöi er geri ráö fyrir sér- samningi viö landeigendur ef til frekari virkjanaframkvæmda kynni aö koma siöar. Hreppsnefnd Svínavatns- hrepps enn til viðræðna um samningsdrögin en klofin í afstöðu sinni „Meö tilliti til þess aö sumar sveitarstjórnir á svæöinu hafa samþykkt samningsdrög aö Blönduvirkjun en aörar óskaö eftir áframhaldandi viöræöum um samningsdrögin vill hrepps- nefnd Svínavatnshrepps taka fram eftirfarandi: Hreppsnefnd Svinavatnshrepps er enn til viöræöna um umrædd samningsdrög og væntir þess aö allir aöilar leggi sig fram um far- sæla lausn þessa máls”. Þetta er samþykkt meö þremur atkvæöum gegn tveimur. Greinargerð minnihluta hreppsnefndar: „Þar sem samningsdrög um Blönduvirkjun frá 30.11.1981 hafa veriö felld I almennri atkvæöa- greiöslu sem hreppsnefnd Svína- vatnshrepps haföi ákveöiö aö fram færi i hreppnum, litum viö svo á aö meirihluti hreppsnefndar hafi aö minnsta kosti ekki siöferöilegt vald til aö ganga á móti þvi þar sem þessi hrepps- nefndarmeirihluti hefur ekki meirihluta hreppsbúa aö baki. Viö teljum þvl íbúa Svinavatns- hrepps ekki skuldbundna ' ákvöröunum hreppsnefndar- meirihlutans um fyrrnefnd samningsdrög”. —AB Dregid ■ 15. desember s.l. var dregið i Jólagetraun Timanssem Timinn i samvinnu við Einar Farestveit & Co. h.f. stóð fyrir. Eins og auglýst var i Timanum 17. þ.m. varö Guðbjörg Guð- mundsdóttir, Vorsabæjarhjá- leigu, Gaulverjarbæjarhreppi, Arnessýslusú heppna. Kom hún I bæinn nú nýlega til a taka á móti vinningnum, sem var Toshibaör- bylgjuofn. Auglýsingadeild Timans sá um getraunina og var ofninn afhentur þar. Dröfn Farestveit afhenti vinn- inginn og gaf Guörúnu góð ráð um notkun hans, svo hún gæti notaö hann strax, en Dröfn tilkynnti henni jafnframt að hún mundi koma austur i Vorsabæjarhjá- leigu i janúar og hafa þa nám- skeið i notkun ofnsins fyrir alla fjölskylduna. Er ekki að efa að vinningurinn á eftir aö koma sér vel hjá fjöl- skyldunni i Vorsabæjarhjáleigu. í jólagetraun ■ Dröfn Farestveit (til vinstri) óskar Guöbjörgu til hamingju meft vinninginn og afhendir henni örbylgjuofninn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.