Tíminn - 29.12.1981, Síða 7

Tíminn - 29.12.1981, Síða 7
v. t‘„ i / íws.Oi l ( Þriöjudagur 29. desember 1981. wmmm erlent yfirlit BBi mÉmmmmM Fjallaþjóð undir erlendri áþján Hvers vegna var Karmal hafinn til valda? ■ EINS OG ÁÐUR hefur verið greint frá i þessum þáttum, hefur Fjölvaútgáfan hafið á þessu ári útgáfu rita um erlend stjórnmál og samtima viðburöi. Þegar eru komin út tvö rit. Annars þeirra hefur áöur veriö getiö hér i blað- inu en þaö er samtalsbókin viö Walesa. Hitt ritið fjallar um atburöina i Afganistan og nefnist „Fjallaþjóö i vanda.” Höfundur þess er ind- verskur blaðamaöur, Siri Prakas Sina ,en hann mun ofthafa dvalizt i Afganistan og er þvi kunnugur málum þar. Hann viröist lika segja frá af allmikilli þekkingu, en erfitt er samt að leggja dóm á allar frásagnir hans, þvi aö siöan Rússar réöust inn i landiö, eru allar fregnir þaðan vafasamar, þvi aö deiluaöilum hættir til aö ýkja frásagnir sínar. t stórum dráttum viröist þó frá- sögn Sina rétt og þvi er ávinn- ingur aö þessari bók fyrir þá, sem vilja fá nánari vitneskju um að- draganda umræddra atburöa og ástandiö i Afganistan . Bókin er lipurlega þýdd af Jóni Þ. Þór. Til þess aö gefa lesendum nokkra hugmynd um ritþetta, fer hér á eftir kaflinn, semfjallar um tildrög þess, að Rússar sendu her inn i landiö til aö steypa Amin úr stóli, en margar getgátur hafa verið uppi um það. Þetta geröist fyrirréttum tveimur árum og var þvi þá spáð i þessum þáttum, aö RUssar væru aö leggja út i svipaö ævntýri og Bandarikjamenn i Vietnam. Þetta hefur rætzt. Talið var þá, aö um 80 þúsund manns væru i innrásarher Rússa, en nú telja flestar vestrænar ágizkanir, aö þeir hafi þar 110 þúsund manna her. Hefst svo frásögn Sina: ,,EN HEFURekkifengiztfull- nægjandi svar viö þeirri mikil- vægu spurningu: Hvers vegna tóku Sovétmenn svo harkalega i taumana i' Afganistan á jólanótt 1979? Erlendir stjórnarerind- rekar og leyniþjónustumenn leita enn skýringa á þvi, hvers vegna Sovétmenn lögöu út i hernaöar- lega innlimun háfjallalandsins. Eftirtalin þrjú atriöi eru yfir- leitt talin hafa ráöiö Urslitum I þessu efni: — Aö Hafisulla Amin neitaði beiðni Sovétmanna um herstööv- ar f vesturhluta Afganistans. — Fregnir um yfirvofandi inn- rás uppreisnarmanna, sem þjálf- aðir voru i Kina, i Wakanhérað i noröaustur Afganistan og ná- grannahérað þess, Badaksan. — Fregnir um örvæntingarfulla tilraun Amins til aö losna undan áhrifavaldi Rússa, en til þess hugðist hann ná atfylgi Banda- rikjamanna. Pakistanstjórn átti þá aö veröa tengiliöur Amins og Bandarikjamanna. 1 byrjun októbermánaöar 1979 ,,lögöu Sovétmenn fram tillögu” um að fá hernaöarbækistöð i Fara, tæpum 100 kilómetrum frá irönsku landamærunum, og aöra I Zaranj, sem er litlu sunnar. Siöarnefndi staðurinn haföi sér- lega mikla hernaöarlega þýöingu, þar sem hann er skammt frá irönsku landamærunum og Belú- sistanhéraði i Pakistan, og stutt þaöan til Indlandshafs. Ennfrem- ur óskuöu Sovétmenn eftir alger- um yfirráöum yfir flugstööinni Sindand, skammt fyrir noröan Fara. Hún var þegar afgönsk her- stöð, en Rússar réöu þar mestu, þvi fjöldi sovézkra orrustuflue- véla og hemaöarráögjafa var þar staösettur. Alexander Pusanov, sendiherra Sovétrikjanna i Kabúl, flutti af- gönsku stjórninni „tillögu” Kremlverja, en hann haföi fengið viöurnefniö „Stjórnandinn i Kabúl.” Þeim Pusanov og Amin kom illa saman, og ólikt Taraki og Karmal, sem voru undanláts- samir viö Rússa var Amin ósveigjanlegur og hrokafullur og dró enga dul á andúö sína á Pusanov. ■ Þegar Brésnjef steypti Amin úr stóii, hóf hann Karmal til vaida. Amin rauk upp er hann heyröi tillögu Pusanovs. Hann geröi hon- um ljóst, aö þó Afganir heföu gert samning um hernaöarsamvinnu viö Sovétrikin, þýddiþaö alls ekki aö þeir væru skyldugir, hvenær sem væriað afsala sér landi undir sovézkar herstöövar. Þegar Sovétmenn höföu „lagt tillögu slna fram” fyrir Amin (ég nota þetta oröalag af þvi' að Sovétmenn báöu afgönsku stjörn- ina aldrei neins, heldur „lögöu þeir til” eöa „fyrirskipuðu”), svaraði Amin meö þvi að fela leyniþjónustu sinni aö komast aö þvi, hvaö væri eiginlega aö gerast i Fara, Sindand og Zaranj. Amin varö þrumulostinn.þegar honum barst skýrsla leyniþjón- ustunnar, KAM, um atnafnir Sovétmanna i vesturhluta Afgan- istans. Þarsagöi, aö um þaö bil 40 sovézkar herflugvélar, aöaDega Mig-21 og Su-7 væruá Sindanflug- velli, munfleiri vélaren nauðsyn- legar gætu talizt. Einnig væru Sovétmenn í óða önn aö reisa sér herbækistöövar I Fara og Zaranj. Sovézksinnaöir foringjar land- her og flugher Afganistans höföu heimilað þessar byggingafram- kvæmdir, án þess að Amin, sem þó fylgdist yfirleitt vel meö, heföi minnstu hugmynd um hvaö var aö gerast. Er hann fékk skýrslu leyniþjónustunnar, fyrirskipaði hann, aö byggingar Sovétmanna yröu þegar i staö rifnar til grunna. Jafnframt kraföi hann afganska flugherinn tafarlausra skýringa á þvi, hver tilgangurinn væri aö skipa þvilikum fjölda sovézkra orrustuflugvéla viö irönsku landamærin þó kyrrö og friöur heföu rikt þar aö undan- förnu. Amin þótti Rússar nú hafa farið svo út fyrir öll velsæmismörk, aö hann krafðist þess, aö Pusanov sendiherra yrði kvaddur heim. Embættismaöur I afganska utan- rikisráöuneytinu sagöi mér siöar, aö i bræöi sinni heföi Amin sent þrjá sendimenn til Moskvu til aö ítreka þá kröfu, aö Pusanov yröi fjarlægöur. Svo mikill var þrýst- ingurinn á Sovétstjórnina, aö tæpum mánuöi siðar, 8. nóvemb- er 1979, tilkynnti hún aö Fikryat Tabejef heföi veriö útnefndur sendiherra i Kabúl. Tabejev var áöur formaöur kommúnista- flokksins I Tatara-Sovétlýöveld- inu. HINN 28.nóvember 1979geröist undarlegur atburður i' Wakan-dal en þaö er afskekkt og strjálbýlt héraö i norðausturhluta Afgan- istan, mjóa skottiö austan á Afganistan, sem teygist yfir aö landamærum Kina og myndar lestaleið þangað. Nú geröist þaö, aö afganskir landamæraveröir handsömuöu þar niu skæruliða, sem voru aö koma úr hernaöar- þjálfun i Kina. Þeir voru i tengsl- um viö samtökin „Skola -e- Javed,” sem eru hlynnt Kinverj- um. Landamæraveröimir voru undir stjórn Rússa, fengu þá i hendur starfsmönnum sovézku leyniþjónustunnar, KGB, sem færöu skæruliöana til Kabúl, þar sem yfirheyrslum yfir þeim var haldið áfram. Framburöur þeirra og skjöl, sem fundust i fórum þeirra, vöktu furöu og skelfingu Sovétmanna. I þeim var aö finna hugmyndir um að Bandarikja- menn og Kinverjar skyldu not- færa sér þá spennu, sem rikti á milliSovétmanna og Amins, til að draga úr áhrifum Rússa i Afgan- istan. Aætlað var aö Aga Sjai, per- sónulegur ráðunautur Zia-ul- Haqs forseta Pakistans i afgönsk- um málefnum, skyldi hitta Amin að máli I Kabúl 30. desember 1979. Þessar þýðingarmiklu við- ræöur áttu sér þó aldrei staö, vegna þess aö Sovétmenn steyptu Amin frá völdum 27. desember. Tvöönnur mikilvæg skjöl féllu i hendur Sovétmönnum við sama tækifæri, sem höföu inni aö halda visbendingar um eftirfarandi: — Aætlanir um aö ráöast á Kabúl 6. janúar 1980. Uppreisnar- menn, sem safnazt hafa saman i Pakistan og búnir voru banda- riskum vopnum áttu aö hefja ár- ásina úr austri og úr noröri skyldu sækja félagar þeirra, er nutu stuönings Kinverja. — Skæruliöarnir, sem þjálfaöir voru i Kina, áttu aö safnast saman áPamirsvæöinuiWakan- héraöi og mynda þar eins konar brúarsporö til aö liösauki, sem nyti stuðnings Kinverja gæti komizt til héraösins. Sovétmönnum brá illilega i brún viö þessar uHilýsingar. Kann aö vera aö þar hafi ráöiö mikluum, aöþeirákváöu aö gera innrás i Afganistan til að koma I veg fyrirað landiö hyrfi af áhrifa- svæöi þeirra. Strax 1 innrásinni voru 2.000 sovézkir fallhlifaher- menn úr úrvalssveitum sendir til Bozay Gumbazi Wakan-héraði til aö útrýma kinverskhlynntum skæruliöum. Fallhlifaliöunum til mikillar undrunar lentu þeir þeg- arihörðumbardögumviöum það bil 700 manna her velþjálfaöra og ágætlega vopnaöra uppreisnar- manna. Skömmu siöar juku Sovétmenn herbúnaö sinn á Pamirsvæöinu i Wakan-héraöi, auk þess sem þeir komu sér upp öflugri hernaöarmiöstöö i Navsa, sem er á vesturmörkum Wakan- héraös. Einnig reistu þeir her- stöövar i Borogel og Bozay Gumbaz. Bardagarnir i Wakan hafa endurvakið ótta manna viö að til vopnaöra átaka kunni aö koma með Kfnverjum og Sovétmönn- um. Wakan-hérað gengur likt og skagi inn aö Sinkianghéraði i Kina og liggja landamæri Kina og Afganistans þar saman á 78 ki'ló- metra löngu svæöi. Meginhlut- verk sovezkuhersveitanna iWak- an er aö gripa skæruliða, sem laumast frá Kina inn i' Afganist- an, en Pamlrsvæðiö er Sovét- mönnum mikilvægt fyrir fleiri hluta sakir: I grennd þess liggur Karakórum-brautin, sem Kin- verjar lögöu til aö tengja Sinkianghéraö við þann hluta Kasmi'rs, sem Pakistanir ráða.' Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar iSwJ erlendar fréttir I ■ t gær bárust þær fréttir frá Póllandi, að tekist heföi aö telja Lech Walesa, leiötoga Einingar af þvi að halda á- fram hungurverkfalli þvi sem hann hóf nokkrum dögum fyr- ir jól, til þess að mótmæla setningu herlaga i landinu. Hermdu fréttimar aö þeim racsemdum heföi verið beitt við Wlesa, aö hann ætti ekki að stofna lifi sinu i hættu, meö þaö I huga, aö hann gæti enn haft þýðingarmiklu hlutverki aö gegna, viö þaö aö binda endi á kreppuástand þaö sem nú rikir i Póllandi. Engar op- inberar fregnir hafa borist af Walesa frá þvi aö herlögin tóku gildi fyrir rúmum hálfum mánuöi, en hann var þá á þingi Einingar i Gdansk og var fluttur til Varsjársvæðis- ins, þar sem honum hefur ver- ið haldið siöan. Lech Walesa hættur hung- urverkfallinu. 60% mættu til vinnu f skipasmlda- stöð í Gdansk í gærl Sendimaður Vatikansins, sem var i Póllandi þar til i fyrradag, sagöi að honum hefði verið tjáö af pólskum yf- irvöldum aö Walesa væri i stofufangelsi. Fregnir frá Pól- landi hafa hermt að Walesa hafi verið i haldi, þvi pólsk stjórnvöld haíi viljaö neyöa hann til þess aö skora á pólska alþýðu að berjast ekki gegn herlögunum og yfirvöldum i landinu, en eins og kunnugt er hefurengin slik áskorun borist frá Walesa. Búist var við þvi I gær, aö til nokkurs konar úrslitastundar drægi i gær, hvað varöar völd hersins og herlaganna I Pól- landi, þvi yfirvöld höfðu kraf- ist þess fyrir jól, aö menn sneru aftur til vinnu sinnar i gærmorgun, aö loknu jólafri- inu, eins og ekkert hefði i' skor- ist, og hættu þar meö verkföll- um og mótmælum: Varsjárútvarpið greindi frá þvi seint i eftirmiðdaginn i gær aö yfir 60% starfsmanna ein einnar skipasmiöastöövar- innar i Gdansk heföu snúiö aftur til vinnu sinnar i gær- morgun, en fyrirfram hafði veriö búistvið þvi að yfirvöld i Póllandi myndu gera sér mik- iö mat úrþvi ef verkamenn sneru aftur til vinnu i skipa- smiöastöðvunum i Gdansk, sem eru vagga Einingar, ó- háðu verkalýöshreyfingarinn- ar. Bætti Varsjárútvarpib þvi við að mikil snjókoma, bensin- skortur og efnisskortur heföu komið i veg fyrir aö 100% verkamannanna sneru aftur tilvinnu Igærmorgun. Greindi útvarpið frá þvi aö sömu á- stæöur lægju að baki þvi aö ekki hefðu allir snúiö aftur til vinnu sinnar i skipasmiöa- stöövunum i Gdynia. Begin svarar Mubarak ■ Begin, forsætisráðherra Israel svaraði i gær gagnrýni þeirri sem Mubarak, forseti Egyptalands hefur látið i ljós, varðandi innlimun Israels á Golanhæðum i riki sitt. I orö- sendingu til Mubarak sagði Begin að Israelsmenn heföu verið tilneyddir að gripa til þessara aögerða vegna þess aö Sýrlendingar hefðu neitað samningaumleitunum um friðarviðræöur. Begin lagði á- herslu á i orösendingu sinni, að Israelsmenn myndu að fullu standa við sitt hvað snertir þaö aö skila aftur Egyptum Sinalskaga. Það var sendiherra Israels i Kairó sem gerði orðsendingu Begins opinbera og greindi hann frá þvi' I leiðinni aö Mu- barak, forseti Egyptalands hygðist heimsækja Israel eftir tvo mánuði. Ekkert bendir til þess að stjórnvöld i tsrael og land- nemarnir á Sinafskaga sem eiga að flytjast á brott áöur en skaginn verður afhentur Egyptum séu aö ná samkomu- lagi. Agreiningurinn virðist þvert á mót fara vaxandi og neita landnemarnir samn- ingaviöræðum. Sakharov af sjukrahúsinu ■ Eiginkona Andrei Sakhar- ov sagöi I gær að Sakharov væri nú laus af sjúkrahúsinu, og væri aftur kominn til heim- ilis sins I Gorki, um 330 kiló- metrum frá Moskvu, þar sem hann býr i útlegð. Hún sagði að Sakharov hefði verið send- ur heim af sjúkrahúsinu fyrir 5 dögum, en hann og kona hans voru eins og kunnugt er i 17 daga i hungurverkfalli til þess að knýja á sovésk yfir- völd að leyfa tengdadóttur þeirra að flytja til Bandarikj- anna, þar sem stjúpsonur þeirra býr, hvað reyndist ár- angursrik baráttuaðferð, þvi hún er nú komin til manns sins fyrir nokkrum dögum. Filipseyjar: Að minnsta kosti 50 manns eru sagðir hafa látið lifið er fellibylur reið yfir Filipseyjar nú um helgina og yfir 200 þús- undmanns eru sagðir hafa misst heimili sin. A einni eynni er 100 manns enn saknað, og leita björgunarmenn þeirra nú. Rauði krossinn áætlar að a.m.k. helmingur allra ibúða húsa á sumum eyjunum sé annað hvort gjöreyðilagður eða stórskemmdur. Það er ekki nema rúmur mánuður siöan fellibylurn reið yfir Filips- eyjar með þeim afleiðingum að yfir 100 manns týndu lifi. Portúgal: Yfir 20 manns létu lifið eftir að flóð skall á þorpi i norðurhluta Portúgal i fyrradag, skolaði burtu kaffihúsi þorps- ins ásamt þeim sem þar sátu inni. Fréttir frá þessu svæöi hafa verið mjög á reiki þvi simasambands- og samgöngulaust er við svæðið vegna úrhellis. Þó herma fregnir aö tugir manna hafi verið fluttir á sjúkrahús og enn sé leitað i rústum kaffihússins aö fleiri likum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.