Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. janúar 1982 3 Mynd með íslenskum texta sýnd í videó-kerfi: „Um stuld að ræða” B „Þótt svo þeir segi aðmyndin Ipress file, hafi verið send út i vi'deo endurgjaldslaust, þá hafa þeir enga heimild til þess að gera svo”, sagði Jón Ragnarsson eig- andii Regnbogans i viðtali við Timann þegar honum var sagt að i tækjum Videosón i Breiðholti hefðii verið send út kvikmyndin Ipress file sem Regnboginn á videóréttinn á, hér á landi. Sigurður Oiafsson annar eig- andi Videosón hafði áður sagt i viðtali Við Timann að honum væri ekki kunnugt um að þessi mynd hefði verið sýnd i kerfi Vi'deósón en ef svto hefði verið, þá taldi Sigurðuri liklegt að myndin hefði verið sýnd sl. þriðjudag en þá sagði hann að þeir sem leigðu tækin af Videósón gætu sent út hvaða efni sem þeir vildu án þess að þiggja fyrir það greiðslur. Forvitm Timans var vakin i þessu má|li þegar i ljós kom að kvikmynain sem sýnd var, var með i'slepskum texta, en þessi mynd heflur ekki verið textuð hér á landi nfema fyrir i'slenska sjón- varpið sem sýndi myndina fyrir tveimur/eða þremur árum. Jón fiagnarsson sagði jafn- framt:/„t fyrsta lagi hafa þeir enga hieimild til þess að dreifa efnini/, þvi' þeir hefðu þurft að greiða fyrir höfundarrétt. t öðru lagi/sem mér finnst nú vera öllu verTa mál, þá virðist augljóst i þessu tilviki að þeir hafi stolið þessu efni úr sjónvarpinu. Þeir sem sýndu myndina þetta kvöld eru þvi bæði að brjóta á mér og sjónvarpinu, þviég á videóréttinn á þessari mynd nú og svo er hér um stuld frá sjónvarpinu að ræða”. —AB I A fimmtudag og i gær stóð námskeið i dósalokun á vegum Þróunarsjóðs lagmetis. M.a. var Uósa- gerðin heimsótt, fylgst meö eftirliti með lokun á dósum, útlit dósa athugað, farið yfir dósastaðla, farið yfir uppbyggingu lokunarvéla og farið i gegnum æfingar viö iokunarvél. Stjórnandi námskeiðsins var Dr Þorsteinn Karlsson, matvælafræðingur frá Sölustofnun lagmetis. Hér cru nokkrir þátttakendanna við æfingar á námskeiðinu. — Timamynd: Róbert. VIÐBRÖGÐ LAUNÞEGAFORINGJA VIÐ „PAKKANUM” „Treysti mér ekki til ad ráda þá gátu sem í þessu felst’9 segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB ■ „BSRB hefur gert kröfu um verðbætur á laun samkvæmt framfærsluvisitölu. Það er sá viðurkenndi mælir á þróun verð- lags í landinu miðað við fram- færslukostnað visitölufjölskyld- unnar”, sagði Kristján Thor- lacius, form. BSRB er Timinn leitaði álits hans á yfirlýsingu rikisstjórnarinnar um að taka upp annað viðmiðunarkerfi. „Hvað þar er átt við er ekki nægilega ljóst. Þó læðist að sá grunur, að stjórnvöld og atvinnu- rekendur séu að leita leiða til að skekkja þann verðþróunarmæli sem framfærsluvisitalan er. Um það mál á ekki að þurfa neinar viðræður við samtök launafólks þvi slikir samningar koma ekki til greina að mi'num dómi. t þessu sambandi er rétt að benda á að svokölluð lánskjara- vísitala er miðuð við framfærsiu- ogbyggingarvisitölur. Sú visitala var tekin i notkunárið 1979. Þessi visitala vaxtakjara veldur at- vinnurekendum og fjöldanum öll- um af launafólki þungum búsifj- um. Fátt heyrist þó af tillögum um afnám lánskjaravisitölunnar eða aðra viðmiðun vegna vaxta- kjara, þó einkennilegt sé. Það er áreiðanlegt að ef hætt verður við að láta laun fylgja verðlagsþróun með viðmiðun við visitölu, þýðir það einfaldlega meiri grunnkaupshækkanir og tiðari kjaradeilur. t þessum efn- um er reynsla fyrir hendi og reynslan er ólygnust sagði Kristján. Umgagnsemi „pakkans” sagði hann margt óljóst i tillögunum. Eftir sé að koma útfærsla á þvi. ,,Ég treysti mér ekki til að ráða þá gátu sem i þessari yfirlýsingu að mörgu leyti felst”, sagði Kristján. —HEI „Breliileikur með vísitölu mér ekki að skapi” — segir Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ ■ „Þessi „pakki” segir nú ekki mikiðum hvað verði. Kannski eru þetta góð áform, en þau eiga eftir að rætast”, sagði Björn Þórhalls- son, varaforseti ASt i samtali við Timann um nýjar efnahagsað- gerðir rikisstjórnarinnar. Varðandi endurskoðun á visi- A.S.Í. mótmael- ir herlögum ■ „tslendingar hafa sýnt afstöðu sina iverki”, segir m.a. i ályktun miðstjórnar ASt um Pólland. Þar segir jafnframt: Strax daginn eftir að herlögvoru settmótmælti islenskt verkafólk gerræði pólskra stjórnvalda og lýsti stuðningi sinum við pólskan al- maining með þvi að f jölmenna á útifund Alþýðusambandsins á Lækjartorgi. Stuðningur ts- lendinga hefur enn verið áréttaður með öflugri og al- mennri þátttöku i Póllandssöfn- uninni sem enn stendur yfir. Fundur Solidarnosc-m anna sem voru utan Póllands þegar herlög voru sett hefur hvatt til þess að hinn 30. janúar mótmæli verkalýðsfélög um heim allan of- beldi pólsku herstjórnarinnar. Af þessu tilefni áréttar Alþýðusam- band tslands afstöðu sina og krefst þess að herlög verði af- numin pólitiskum föngum sleppt og frjálsum verkalýðsfélögum leyft að starfa...” tölugrunninum sagði Björn alla sammála um að gamli visitölu- grunnurinn — sem byggist á neyslukönnun frá 1964 — sé alveg orðinn úreltur og gefi ekki rétta mynd af neyslunni nú. „Viö áttum þátt i að ýta af stað nýrri neyslu- könnun, sem nýlega hefur verið gerð, og höfum þvi ekki nema gott um það að segja að taka upp nýjan visitölugrundvöll. En við litum á það sem samningsatriði milli aðila vinnumarkaöarins hvernig hann verður færður úr framfærslu- i kaupgjaldsvisitölu, þ.e. verði einhver munur á þeim visitölum”, sagði Björn. Hann kvaðst heldur ekki vilja kasta þvi alveg frá sér að ein- hverjar aðrar viðmiðanir en framfærsluvisitala sé hugsanleg sem grundvallar viðmiðun, ef það verði til þess að kaupmátturinn haldist eins og hann er mældur á hverjum tima. „En sé það hugmyndin aö finna bara einhver ráð til að kaup- gjaldið haldi ekki i við verðlag og fari niður á við, þá erum við að sjálfsögðu ákaflega andvigir þvi,” sagði Björn. „Ef menn ætla sér að skerða kjör eða herða eitt- hvað að, þá finnst mér miklu eðli- legra að segja það bara hreint út, þannig að menn gangi að þvi og sætti sig við það. En brellileikur með visitölu, þar sem reynt er að telja mönnum trú um annað en raunverulega er aö gerast, þaö er mér ekki að skapi”. — HEI. Svædisfundur á Suðvesturlandi Kaupfélögin á Suðvesturlandi halda svæðisfund með stjórnarformanni og for- stjóra Sambandsins. Fundurinn verður í Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 31. janúar kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning Ólafur Jónsson, formaður KRON. 2. Ávarp Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins. 3. Viðfangsefni Sambandsins Frummælandi: Erlendur Einarsson, forstjóri. 4. Samvinnustarf á Suðvesturlandi Frummælandi: Hörður Zophaníasson, formaður KFH. 5. Önnur mál - almennar umræður. Félagsmenn kaupfélaganna og annað áhugafólk um samvinnustarf er hvatt til að koma á fundinn. Kf. Hafnfirðinga Kf. Kjalarnesþings Kf. Reykjavíkur og nágrennis Kf. Suðurnesja Samband islenskra samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.