Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 8
8 0Í1TOTO Laugardagur 30. janúar 198^ Laugardagur 30. janúar 1982 9 Sigurjón Ingi Hilariusson, skólastjóri Þjálfunarskólans hverfur nú tii starfa eriendis. ■ ,,Vertu mér best, þegar þér finnst ég eiga það minnst skilið, þvi þá þarfnast ég þess mest.” Þessa setningu hafa starfsmenn Þjálfunarskóla rikisins i Kópavogi að leiðar- Ijósi i daglegu starfi sinu. En hvað er Þjálfunarskóli ríkisins? Hvers konar starfsemi fer þar fram og hverjir eru það sem njóta þar þjálfunar? Timinn sótti þessa stofnun i Kópavogi heim og ræddi við skólastjórann, Sigurjón Inga Ililariusson og fékk hann til þess að kynna starfsemi skólans. ■ ,,Þessi skóli, Þjálfunarskóli rikisins, Kópavogsbraut 5, hóf starfsemi sina 1977 og þá vorum við hér tveir kennarar, ég og Her- dis Jónsdóttir. Þá vorum við bæði i hálfu starfi, þvi við störfuðum annars staðar einnig. Það er svo hægt að segja að skólinn hefji starfsemi sina fyrir alvöru 1978, en þá varð Herdis hér skólastjóri og ráðnir voru hingað 4 kennarar. Ég fór það ár til framhaldsnáms og var þangað ti) 1980 að ljúka uppeldisfræðum við Sérkennara- háskólann i Osló. Siðastliðið ár starfaöi ég svo úti, en kom hingað heim i sumar til þess að veita þessum skóla for- stöðu, hluta af þessum vetri i vet- ur, til þess að setja starfsemina i gang og skipuleggja út frá þvi nýjasta sem er aö gerast i þessum málum. Núna starfa við skólann 15 kennarar, 2 uppeldisfræöingar starfa hér sem ráðgjafar, þau Þorsteinn Sigurösson og Maria Kjeld, en þau hafa bæði sömu menntun og ég og læröu við sama skóla. Þegar ég svo hætti störfum hér sem skólastjóri, eftir nokkra daga, þá mun Þorsteinn Sigurðs- son taka við starfi skólastjóra, þvi ég er að fara til starfa er- lendis á nýjan leik. Auk þessa starfa hér þrir upp- eldisfulltrúar, en þeireruhér fyr- ir góðvild yfirmanna Kópavogs- hælis, þeirra Björns Gestssonar forstöðumanns og Ragnhildar Ingibergsdóttur yfirlæknis. Þeirsem annast kennsluna hér eru ýmistalmennirkennarar,eða þroskaþjálfar, en fæstir af þess- um kennurum hafa nokkra sér- menntun til þessaðsinna þessum störfum, en margir þó mikla reynslu og hafa fullan hug á að afla sér sérmenntunar, þvi auö- vitað þarf að starfa hér sér- menntað fólk, til þess að sem bestur árangur náist i starfinu.” ..40 ncmcndanna af Kópavogshæli” — Hvað eru hér margir nem- endur og hvaðan koma þeir? !; . á 1 'V Æ | Sigurjón sagðist mjög stoltur af þessum hópi, sem viö hittum viö morgunveröarboröiö. Hann sagöi aö framfarir hópsins væru geysilega miklar. „KRÖFURNAR ERU ALGJÖRLEGA MIÐAÐAR VIÐ GETU NEMENDANNA, HVERS OG EINS ” — Tíminn heimsækir Þjálfunarskóla ríkisins, Kópavogi, og fræðist lítillega um starfsemi hans Svona má ef til viil lýsa viðhorfum þeirra sem vinna stöðugt með þroskaheftum einstaklingum# segir Sigurjón en einn kennarinn í Noregi, samdi þetta Ijóð og það hefur verið þýtt á íslensku. Að skilja, að sjá með mínum augum, að finna til með mínu hjarta. Að skilja er að finna minn sársauka. Að skilja, er að sjá heiminn eins og ég sé hann, ekki eins og hann er. Að skilja er að fá lánuð mín augu til að skoða heiminn, svo þú getir hjálpað mér að sjá þinn heim. Olav Halldorsen. Þýðing Helga Helgadóttir. ,,Héreru54nemendur og þar af eru 40 af Kópavogshæli, en það eru vistmenn á hælinu sem eru skólaskyldir. Sumir þessara nemenda koma hingað í skólann sjálfir, en aðrir eru fluttir á milli, annað hvort i hjólastólum eða bil- um. 2 nemendur sækja hér skóla, en búa heima hjá sér. Skóladagurinn hjá okkur hefst um kl. 9 á morgnana og stendur til kl. 15.20. Það er augljóst mál að nemendurnir okkareiga við ýmis konar vandamál að striða, sem ekki þekkjast i hinum hefðbundnu skólum. Við erum t.d. með einn nemanda hérna sem er mjög spastiskur og ég held að þaö sé rétt að greina örlitið frá skóla- sögu hennar.Hingað að skólanum kom fyrir 3 árum kennari, Trausti Ólafsson og hann fór aö vinna með þessari spastisku stúlku, sem hafði verið vistuð lengi á Kópavogshælinu. Trausti uppgötvaði það fljótlega að þessi nemandi haföi mikið innra mál og mikinn málskilning, en tjáir sig hins vegarekkert vegna þess hve hann er spastiskur. Menntamála- ráöuneytið hafði fyrir nokkrum árum keypt sérstaka vél, sem er notuð til þess að spastiskir ein- staklingar geti tjáð sig, en það gera þeir annað hvort með þvi að blása, eða þá að þeir geta ýtt á ákveðna takka, t.d. með þvi að setja sérstaka stöng á ennið. Trausti fékk svo að fara með þennan nemanda upp i Hliða- skóla, þar sem er verið að kenna svona nemendum, og þá kom það i ljós að þessi nemandi hafði full- an málskilning og kunni i raun og veru að tala, þó að hún gæti ekki tjáð sig nema i gegn um tækið. Hún er sennilega með normal greind, en það er verið að athuga það núna, þannig að það er mjög sennilegt að hún eigi eftir að stunda langt nám.Hún er núna að fara i gegnum grunnskólanáms- efnið og gengur vel. Menntamála- ráðuneytið hefurnúna i samvinnu við okkur pantað svona vél fyrir hana,einsogeriHliðaskóla, bara nýrri og betri. Það er þvi ekki langt i það að hún geti tjáð sig og það má raunar segja að verið sé að kaupa fyrir hana aöferðina til þess að hún geti tjáð sig á þvi máli sem hún nú þegar kann. Mér finnst þetta tilfelli hafa mætt góð- um skilningi i menntamálaráðu- neytinu og finnst mér þaö mjög þakkarvert. Þeir sem vinna að þessum málum i ráðuneytinu eiga miklar þakkir skildar vil ég þá sérstaklega nefna Magnús Magnússon.” ..Framförin alveg gífur- leg” — Nú er svona tilfelli um nem- anda með normal greind undan- tekning hjá ykkur, þvi flestir, ef ekki allir aðrir nemendur ykkar eru vangefnir. Verða framfarir við kennslu ekki litlar sem engar, þrátt fyrir mikla vinnu? ,,Nei, siður en svo. Eftir að nemendurnir okkar fara að fá markvissa þjálfun, sem er byggð upp frá uppeldisfræðilegu sjónar- miði með það i huga að setja kröfurnar aldrei of hátt, heldur að miða þær algjörlega við getu hversog eins, þá verður framför- in alveg gifurleg. Það hefur m.a.s. komið mér á óvart, af þvi að ég hef unnið við þetta erlendis lika, að framfarimar eru meiri hér á landi. Ég segi ástæður þessa vera að nemendurnir hafi ekki fengið nægilega markvissa þjálf- un á undanförnum árum, en þeg- ar þjálfuninsvo verður markviss, þá verða framfarimar mjög örar. Grunntónninn i starfsemiokkar byggist á reglugerð frá 1977 og heitir reglugerö um sérkennslu. Þá verða þessir þjálfunarskólar rikisins til, þar sem það er bein- linis skylda rikisins að veita þess- um nemendum, sem eru svona mikið fatlaðir, kennslu. Annað stóra skrefið varð svo i þessum málum, þegar ráðinn var til menntamálaráðuneytisins sér- menntaöur maður, Magnús Magnússon, en hann er sér- kennslufulltrUi rikisins. Ég tel að það sé ómetanlegt fyrir sér- kennsluna á tslandi að Magnús sé i þessu starfi, með sina réttu menntun og jákvæðu viðhorf, auk þess sem MagnUs hefur unnið i mörg ár með fötluðum og van- gefnum nemendum, ekki bara i skólum, heldur úti i samfélaginu ■ Sigurjón segir að mynd þessi geti veriö táknræn fyrir skóla- gönguna, nemendur hins al- menna skóia eru komnir misjafn- lega langt upp eftir námsstigan- um, en Sigurjón bendir á neðstu örina á myndinni og segir: „Okk- ar nemendur ná aldrei lengra en hingað”. einnig. Því eru viðhorf hans svo jákvæð og skilningur á þessum málum svo mikill að við getum búist við þvi besta mögulega frá hans hendi, enda hefur sú raunin verið á.” ..Monntamál fatlaðra nokkuð vol á vegi stödd” — Telur þú að sérkennslumál hér á landi séu langt á eftir þvi sem tiðkast i nágrannalöndun- um? „Nei, ég tel að menntunarmál fatlaðra hér á Stór-Reykjavikur- svæðinu séu nokkuð vel á vegi stödd, enda hefur geysistórt átak verið gert i þeim málum nú sið- ustu árin, en úti á landsbyggðinni er enn margt i sérkennslumálum sem er verulega ábótavant. Þar sem skórinn kreppir kannski meira að, hjá fötluðum, er á sviði vinnumála og búsetu. Það vantar hér mikið af vernduðum vinnu- stöðum. Við höfum t.d. fuDt af einstaklingum úti i þjóðfélaginu sem eru skotspænir samborgara sinna, vegna þess að þeir eru of góðir — þeir eiga ekki til neitt sem heitir hrekkvisi, og þeir skilja það ekki að nokkur geti verið vondur við annan mann. Það er þessum einstaklingum, sem við þurfum sem allra fyrst að sinna, með þvi að byggja upp fleiri verndaða vinnustaði og koma á sambýlisformi fyrir þá.” ..Nomandinn sé í bro n n i p unk tin um” — Hvernig gengur skóladagur- inn fyrir sig hérna hjá ykkur? „Þegar nemendurnir koma hingaðá m orgnana, að visu koma þeir ekki allir i einu, þá er þeim skipt niður i 3 hópa og dagurinn hefst á þvi sem við nefnum sam- verustundir. Þær eru hugsaöar þannig að þessir nemendur sem eru i hverjum hóp, kynnist inn- byrðis, læri að taka tillit til hvors annars og til þess að ná þessu markmiði, þá notum við bæði leiki og tónlist. Við leggjum auðvitað gifurlega áherslu á málþjálfun, þvi stór hópur nemendanna er mállaus. Frá þvi að ég kom hingað i haust, þá hef ég notað svokallaða at- ferlismeðferð (behaviourism ) sem er kennd við Skinner. Mikið af kennslunni og allt i sambandi við málþjálfunina er byggt á kenningum hans. T.d. varðandi kennslu einhverfra bama, þá er það min skoðun, að þaö eina sem dugir, ef við ætlum að reyna að þjálfa upp talmál hjá þeim, er að beita atferlismeðferðinni. Það má segja að verkefnin sem við erum að glima við hérna, séu þau að fá nemendurna til þess að glima við spurninguna ,,Hver er ég?” og svörin ,,Ég er..„Ég heiti...”. Það er ljóst mál að okk- ar nemendur vita ekki rétt svör við svona spurningu nema með siendurteknum æfingum og þær reynum við aö gera að skemmti- legum leik hjá nemendunum. Þegar nemendur okkar geta tekist á við heldur flóknari við- fangsefni, þá snúum við okkur að sjálfsimyndinni og þá eru hugtök eins og — Ég vil... Ég veit... Ég get... Ég skal... Ég má... aðalvið- fangsefnið. Hér i þessum skóla er aldrei nefnt á nafn hugtak eins og greindarvisitala, heldur spyrjum við aðeins : Hver er þörf nemand- ans? og byggjum svo kennslupró- grammiö upp eftir þörfum hans. Við spyrjum ekki um fortið nem- andans, heldur vinnum út frá þvi sem er hér og nú. Við byggjum kennsluna út frá þeim kynnum sem við fáum af nemandanum og út frá þeim kynnum sem aðrir hafa af honum. Eins og ég sagði áðan, þá verð- um við að miða kröfur þær sem við gerum til nemendanna, al- gjörlega við þeirra getu. Allir nemendurnir hér eru fjölfatlaðir eða eiga við verulega alvarleg geðræn vandamál að striða, og því verðum við að hafa það i huga, einsog reyndar i allri kennslu, að kröfurnar mega aldrei verða þannig að nemendurnir gefist upp. Betra er að setja markið heldur of lágt til' að byrja með, þvi slikt verður aldrei tU að brjóta nemandann niður, eins og of miklar kröfur geta gert. Það er siðan einfalt mál að auka við kröfurnar, þegar ljóst er að geta nemandans er meiri, en gert var ráð fyrir upp- haflega. Grunnhugsunin hjá okk- ur, er sú að nemandinn sé alltaf i brennipúnktinum. Hornsteinn kennslunnar er sá að viðhorf kennarans tU nemandans sé rétt, hann búi yfir nauðsynlegri þekk- ingu og fæmi til þess að nota þekkinguna f kennslu sinni. Séu þessir þættir rétt tengdir saman, rétt viðhorf, þekking og' fæmi, þá fáum við þá heild sem æskileg er til þess að sem bestur árangur náist. Með réttu viðhorfi er alltaf hægt að skapa áhuga nemandans á viðfangsefninu, og þvi er þetta viðhorf kennarans svo geysi þýðingarmikið.” ..Hjálpum bcssum ein- staklingum til þess að fullnægja frumþörfum sinum” „Við reynum þvi að hjálpa þessum einstaklingum til þess að fá fullnægt sinum frumþörfum — en megingallinn i kennslukerfinu ersá að þegar nemendur fá ekki fullnægt sfnum fmmþörfum, þá verða til svokaUaðir vandræða- nemendur. Þess vegna detta þeir út úr námi, en það er vegna þess að skólakerfið hefur ekki skilið þarfir þeirra. Ef okkur tekst að skapa með nemendum okkar sjálfsimynd og sjálfstraust þá hefur okkur tekist að ná mikil- vægu markmiði.” — Er það ekki geysileg umbun fyrir þessa nemendur, þegar þeir finna að þeir hafa náð valdi á ákveðnu verkefni? ■ Þjálfunarskóli rfkisins, Kópavogsbraut 5. „Jú, það er svo skemmtilegt og þeir fá svo mikið sjálfstraust við þaö að það beinlinis lyftir þeim. Það er hérna t.d. ein stúlka sem ekki opnaði hendurnar i haust þegar bolta var kastað til hennar. Með si'felldum endurtekningum og aðstoö þá þróaðist boltaleikur- inn hjá henni upp i það, að i nóvember var hún farin að kasta bolta og gripa bolta. Þetta veitir henni svo mikla gleði, að ef þú sérð hana i iþróttasalnum hérna niður frá og bolti liggur inni á miðju gólfi, þá hleypur hún, þessi stórgerða stúlka, hrópar og kast- ar honum til þin. Vegna þessa þáttar, sem er gifurlega þýðingarmikill, leggj- um við mjög mikla áherslu á hreyfiþjálfun nemenda okkar, og við höfum mjög góða og hæfa manneskju hér sem vinnur með nemendunum i þessu og við höf- um búið tíl prógramm sem hæfir hverjum og einum, þannig aö einnig á þessu sviði, miðum við kröfurnar algjörlega við getu hvers einstaklings fyrir sig. Arangurinn sem hefur náðst i þessari hreyfiþjálfun hefúr verið mjög mikill og reyndar hefur hann hjálpað viöaðra þjálfun, s.s. varöandi málörvun og skynþjálf- un.” ,.Mest aðkallandi að breyta kennara- menntuninni” — Nú virðist þú tiltölulega ánægður með stöðu sérkennslu- mála hér á landi, en hvað finnst þérmest aðkallandi aðgera þurfi á þessu sviði? „Varðandi stöðu sérkennslu- mála almenntá tslandi, þá er það sem mest aðkallandi er, að breyta kennaramenntuninni þannig að við fáum meira af sér- kennslufræði inn i hina almennu kennaramenntun. Þannig verða hinn almenni kennari og sérkenn- ari betur samantaigdir. Ég tel að allir kennarar þurfi að hafa inn- sýn isérkennslumál.og þá verður þörfin fyrir mikið menntaða sér- kennara mikið minni, þvi þá verður hægt að vera með svo mikið af fyrirbyggjandi aðgerð- um, ef þekkingin er fyrir hendi að einhverju leyti. Þó vil ég taka það skýrt fram, að það hefur áunnist gifurlega mikiðá sviði sérkennslumála hér á landi. Reglugerðin frá 1977 varð til þess að framfarirnar urðu stór- stigar, og sérkennslufulltrúinn Magnús Magnússon, hefur unniö mikið og gott verk á þessu sviði. Ég tel raunar að skilningur menntamálaráðuneytisins, allt frá ráðherra og niður úr, sé svo mikill og jákvæður að það sé leit- un áöðru eins. Frá þvi að ég kom hingað í ágúst og hóf þetta starf, þá hef ég mætt svo miklum skiln- ingi að ótrúlegt er. Það er ef til vill þess vegna sem mér finnst það hvað sárast aö fara frá nem- endunum mfnum hérna og þeim mikla skilningi og jákvæðu viö- horfum sem ég hef mætt i ráðu- neytinu. Ég vO að lokum benda á eitt atriði, sem ég tel afar þýðingar- mikið, en það er hlutur kennara- samtakanna sjálfra. Þau mega ekki vera svo upptekin af launa- málum að hinn faglegi þáttur gleymist, en mér finnst stundum ■ Allt námið i Þjálfunarskólanum byggist á leik. ■ Kennurum Þjálfunarskólans, sem öðrum kennurum, þykir ósköp notalegt að hvllast i nokkrar minútur yfir kaffibolla og reyk. ■ Tónlistin gegnir einnig miklu hlutverki, þegar nemendurnir eru þjálfaðir I skvniun og máli. að svo sé, t.d. þessi auglýsinga- herferð kennarasamtakanna upp á siðkastið, en hún er ekki til að auka virðingu fyrir kennarastétt- inni, þvi kennarinn er algjört aðalatriði þar, en ekki nemand- inn.” Texti: Agnes Myndir Guðjón

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.