Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 14
14 Kvikmyndir og leikhús ■ l H • M M í t • . r r -• . f <• . • Laugardagur 30. janúár 1082 kvikmyndahornið ■ Undirbúningur fyrir kvikmyndahátiðina á fullu: F.h.örnólf- ur Árnason, framkvæmdastjóri, Sigurður Jón Ólafsson og Frið- rik Þdr Friðriksson. Timamynd: Róbert. KVIKMYNDA- HÁTÍÐIN HEFST í DAG ■ Kvikm yndahátiði n 1982 hefst i Regnboganum i dag, laugardag, og stendur i rúma viku, eða til og með sunnudeg- inum 7. febrúar. Þar verða sýndar 28 erlendar kvik- myndir frá 15 löndum en auk þess verða islensku kvik- myndirnar sex, sem gerðar hafa verið nú allra siðustu ár- in, sýndar á hátiðinni. Segja má að hátiðin standi ansi stutt miðað við fjölda myndanna, en það er þó bót i máli, að sumar erlendu mynd- anna verða áfram til sýnis eft- irhátiðina. Þeim,sem kann að ofbjóða að sjá fjölda kvik- mynda á örfáum dögum, gefst þannig tækifæri til að fara á sumar myndanna að hátiðinni sjáifri iokinni. í Helgar-Timanum i' dag er sagt frá öllum erlendu mynd- unum, sem sýndar verða á hátiðinni og ætti það að vera væntanlegum biógestum til nokkurrar leiöbeiningar og auðvelda þeim val þeirra mynda, sem þeir vilja sjá. Það er væntanlega megin- hlutverk kvikmyndahátiða af þvi tagi sem við Islendingar getum haldið að gefa lands- mönnum kost á að sjá ýmsar athygiisverðar erlendar kvik- myndir, sem að öðru jöfnu myndu ekki berast hingað til lands með öðrum hætti. Kvik- myndahátið er þannig engin samkeppni við kvikmynda- húsin, heldur f yilir skarð, sem vissulega er nokkuð stört. Staðreyndin er auðvitað sú að langflestar kvikmyndir, sem teknar eru til almennra sýn- inga hérlendis eru breskar eða bandariskar og jafnframt þær myndir, sem stóru alþjóðlegu dreifingarfyrirtækin hafa á sinum snærum. Afleiðingin er sú að margar frábærar kvik- myndir, einkum þó frá öðrum löndum en Bandarikjunum og Bretlandi koma ekki hingað til lands nema á kvikmynda- hátiðum eða þá til sýningar i kvikmyndaklUbbum eins og Fjaiakettinum. Þetta á eins við um hátiðina núna sem og á liðnum árum. Meðal þeirra mynda, sem nú eru sýndar eru margar sem vissulega eiga erindi til ai- mennings en sem engar likur eru til að yrðu sýndar i' al- mennum kvikmyndahúsum. Meðal eftirtektarverðustu kvikmyndanna eru án efa „Báturinn er fullur” eftir Markus Imhoof, „Stalker” eftir umdeiida rússneska leik- stjórann Tarkovsky „Járn- maðurinn” — kvikmyndin um þróunina i Póllandi við fæðingu Samstöðu eftir Andrej Wajda, „Eldhuginn” sem tal- in er merkasta finnska kvik- myndin til þessa og „Fljótt, fljótt” eftir Carlos Saura. Þá munu ýmsir vafalaust hafa áhuga á að sjá „Guilöldina” eftirBunuel, svo umdeild sem þessi að ýmsra dómi sigilda kvikmynd hans hefur verið. Það er þvi af nógu að taka og áhugamenn um kvik- myndir eru hvattir til að kynna sér úrvalið nánar i blaðaukanum i Helgar-Tim-. anum. —ESJ XX Private Benjamin ★ 1941 ★ ★ Hamagangur i Hollywood ★ Cheech og Chong ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni Stjörnugjöf Tímans ★ ★ * * frábær • * ★ ★ mjög gðð ■ ★ * göð • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.