Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.01.1982, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. janúar 1982 ''' vfJS Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu sunnudaginn 31. jan. n.k. og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Ef miðstjórnarmenn sjá sér ekki fært að mæta þá ber að tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta (simi 24480) Stjórnin Keflavik Fulltrúaráð framsóknarfélaganna heldur fund i Fram- sóknarhúsinu mánudaginn 1. febr. n.k. kl. 20.30. dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Keflavikurbæjar fyrir árið 1982. Bæjarfulltrúarnir Hilmar Péturssonog Guðjón Stefánsson og Guðmundur Margeirsson bæjarritari skýra fjárhags- áætlunina. 2. Kosning uppstillingarnefndar 3. önnur mál. Jóhann Einvarðsson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessa- staðahrepps Fundur mánud. 1. febrúar kl. 8,30i Goðatúni 2. Sameiningarmálin rædd. Mætum vel Stjórnin Þorrablót Laugardaginn 30. jan. verður þorrablót framsóknarfélag- anna i Reykjavik haldið með glæsibrag i Hóter Heklu. Húsið opnað kl. 19. Að venju verður sitthvað sér til gam- ans gert og skemmtiatriði að sjálfsögðu heimasmiðuð. M.a. flytur Auður Þórhallsdóttir minni karla og minni kvenna ílytur Kristján Benediktsson. Veislustjóri: Sigmar B. Hauksson Hljómsveitin Marz leikur fyrir dansi eitthvað fram á sunnudagsmorgun. Verð er mjög hóflegt. Enn er hægt að panta miða i sima 28866. Framsóknarfélögin F.U.F. i Reykjavik Almennur félagsfundur verður haldinn að Rauðarárstig 18. 4. febrúar kl. 20,30. Dagskrá: 1. Innritun nýrra félaga. 2. önnur mál. Stjórnin Prófkjör á Akranesi Sameiginlegt prófkjör allra flokkanna á Akranesi fer fram i gamla Iðnskólahúsinu við Skólabraut laugardaginn 30. jan. og sunnudaginn 31. jan. kl. 10-16 báða dagana. Þeir sem hugsa sér að styðja Framsóknarflokkinn i þessum kosningum eru hvattir til að taka þátt i prófkjörinu. Opið hús verður kosningadagana i Framsóknarhúsinu við Sunnubraut milli kl. 14 og 17. Komiðbspjallið og fáið ykkur kaffi. Kosninganefndin Austur Skaftafellssýsla Almennur fundur verður að Hótel Höfn sunnudag 31. jan. ’82 kl. 20.30 Fundarefni: Efnahagsráðstafan- ir rikisstjórnarinnar. Frummælendur: Tómas Arnason viðskiptaráðherra og Halldór Ás- grimsson alþingismaður. Allir veikomnir Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu Ráðstefna um sjávarútvegsmál SUF boðar til ráðstefnu um sjávarútvegsmál i Festi Grindavik laugardaginn 30. janúar og hefst ráðstefnan kl. 10. f.h. Dagskrá: Ræða Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. 1. Staðan i sjávarútveginum Framsögumenn: Aðalsteinn Gottskálksson frkv.stj. Dal- vik.Eirikur Tómasson útgerðarstj. Grindavik og Kristján Pálsson frkv.stj. Ölafsvik. 2. Gæða og sölumál Framsögumenn Sæmundur Guðmundsson, Reykjavik, Sigurður Markússon framkvæmdarstjóri Reykjavik. Fyrirspurnir og frjálsar umræður eftir framsöguræður. 3. Framtiðarskipulag i sjávarútvegi Arni Benediktsson frkv.stj. Reykjavik. I framhaldi af erindi Árna verða pallborðsumræður um framtiðarskipu- lag isjávarútvegi þar sem framsögumenn o.fl. taka þátt . Ráðstefnustjóri: Jóhann Einvarðsson alþingismaður. Ráðstefna þessi er öllum áhugamönnum um sjávarút- vegsmál opin. Þátttaka tilkynnist i sima 91-24480. ■ Ég leit nýlega inn i kennslu- stund hjá sjö ára börnum i Vogasköla i Reykjavik. Þau voru að læra mynd- og hand- mennt hjá Guönýju Helgadótt- ur, kennara. I mynd- og hand- mennt er hverri bekkjardeild skipt i tvo hópa og i hópnum sem ég hitti voru sex krakkar þau Berglind, Pétur, Guðmundur, Óskar, Haukur og Emma Ingi- björg. Krakkarnir voru aö vinna að verkefni um ár aldraöra. Þau voru aö teikna myndir af afa og ömmu eða húsinu þeirra. „Við eigum að hjálpa afa og ömmu, af þvi að þau eru búin að gera svo mikið fyrir okkur”, sögðu krakkarnir. „Það er lika svo gaman að heimsækja afa og ömmu.” „Afi minn og amma eiga heima uppi i sveit”, segir Hauk- ur Garðarsson. „Þau eiga heima á Röðli, það er svona 5 kllómetra frá Blönduósi. Svo á ég lika afa og ömmu i Breiðholt- inu og ég á lika langömmu. A jólunum fór ég til afa og ömmu á Röðli. Ég fer þangað lika allt- af á sumrin og næsta sumar verö ég þar kannske allt sumar- ið. Ég hjálpa afa stundum að flétta múlbönd handa hestun- um, en afi fléttar múlana. Núna ■ Þaðergottsamkomulagið hjá þessum hóp. Krakkarnir heita f.v. Berglind Guðmundsdóttir, óskar Sigurðsson, Emma Ingibjörg Valsdóttir, Haukur Garðarsson, Pétur Jóhannesson og Guðmundur Gunnsteinsson. Sjö ára í Vogaskóla á jólunum hjálpaði ég afa að gefa og viö afi vorum bara tveir einir að gefa, þvi aö vinnu- maðurinn fór heim til sin. Afi og amma á Rööli heita Haukur Pálsson og Anna Andrésdóttir og þau eiga hesta, hænsni og kindur. Ég hlakka alltaf til að fara i sveitina. Alltaf þegar ég veit um einhvern, sem er aö fara þangað, langar mig alveg voðalega. Ég hugsa að ég verði bóndi, þegar ég verö stór. Þegar ég var litill hafði ég hugsaö mér að fara svona á milli bæja, og hjálpa til hjá bændunum, þegar ég yrði stór, en þegar ég varö eldri ákvaö ég aö verða bóndi, en vera hjá afa og hjálpa hon- um, þangað til hann hættir. Ég á fola. Hann heitir Glaður, er moldóttur, ótaminn. Það á að fara að temja hann. Ég hlakka mikið til að sjá hann i sum- ar.” Haukur var nú búinn að ljúka við myndina sina, en hún var af húsinu hennar langömmu og hans langafa, en þau áttu heima i' burstabæ. Við sjáum myndina hans Hauks hér á sið- unni. Það er margt, sem krakkarn- ir læra I mynd- og handmennta- kennslunni. Þau voru nýbúin aö sauma I fallega litla dúka og þau voru aö flétta ullarbönd. I haust fengu þau aö læra um is- lensku ullina og þarna eru i skólastofunni gömul tæki sem notuð voru til að vinna meö ull- ina, ullarkambar og snælda. Uppi á vegg hangir spjald, þar ■ Þau eru að Ijúka viö dúkana sina. Krakkarnir heita f.v. Pétur, Emma Ingibjörg, Berglind og Óskar. tflEsem á eru sýnishorn islensku ullinni i öllum náttúrulegum lit- iÉ k um. Gjjy. ' A- -ýfM ly „Ég ætla aö gefa afa fléltuna mina”, segir Haukur, og ~~ ÉjHj „mamma er að biða eftir að ég komi með dúkinn heim. Hún er msvo sPennt að síá hann.” ■ Haukur Garðarsson vinnur fléttuna, sem hann ætlar að gefa afa sinum. Myndina geröi Garðarsson. Haukur Appelsínu- bodhlaup Þetta er skemmtilegur leik- ur og er þátttakendum skipt i tvö liö, sem standa öðrum meg- in i salnum. Hinum megin er gerö afmörkuð lina. Fyrsti maður I hvoru liði fær eina appelsinu og einn blýant og leikurinn felst i þvi að þátttak- endur eiga að nota blýantinn til að ýta appelsinunni að afmörk- uðu linunni og aftur til baka til næsta þátttakanda, sem tekur siöan við og þá einn af öörum og þaö liö vinnur, sem verður á undan eins og I venjulegu boð- hlaupi. Umsjón: Anna Kristín Brynjúlfsdóttir rithöfundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.