Fréttablaðið - 27.04.2008, Side 2
2 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
DÓMSMÁL „Það er ekki óvenjulegt
að opinberir starfsmenn þurfi að
sitja undir rógi og dylgjum en það
er fátítt, að slíkt komi frá alþingis-
mönnum,“ segir í yfirlýsingu frá
Gunnari Gunnarssyni aðstoðar-
vegamálastjóra sem vill að Árni
Johnsen sæti opinberri ákæru
vegna ummæla í Morgunblaðinu í
gær.
Í Morgunblaðsgrein sinni fjall-
ar Árni um samgöngur við Vest-
mannaeyjar. Segir hann starf
úttektarnefndar sem samgöngu-
ráðherra skipaði vegna sam-
gangna til Eyja
hafa verið „fúsk
eitt“ vegna þess
að Gunnar hafi
stjórnað þar
gangi mála. Einn-
ig segir Árni að
Gunnar hafi verið
handbendi Sturlu
Böðvarssonar,
þáverandi sam-
gönguráðherra,
sem hafi viljað
höfn í Bakkafjöru
og fyrirfram verið
andsnúinn jarðgöngum. Þá segir
Árni það hafa verið „furðu“ að
Sturla skipaði Gunnar í embætti.
Gunnar segir í samtali við
Fréttablaðið að í orðum Árna felist
meðal annars aðdróttun um að
hann hafi verið vanhæfur í starf
aðstoðarvegamálastjóra. Í grein-
inni sé vegið að honum sem opin-
berum starfsmanni og lögfræð-
ingi. Gunnar kveðst munu eftir
helgina kæra til lögreglu fyrir
brot á 234. og 235. grein almennra
hegningarlaga.
„Þar kemur fram, að hafi æru-
meiðandi móðgun eða aðdróttun
verið beint að manni sem er opin-
ber starfsmaður og móðgunin eða
aðdróttunin varðar að einhverju
leyti starf hans, þá skal slíkt brot
sæta opinberri ákæru eftir kröfu
hans,“ segir í yfirlýsingu Gunnars
sem telur Árna Johnsen ekki sam-
boðinn þeirri virðingarstöðu sem
hann var kjörinn til. „Það er Sjálf-
stæðisflokknum og íslensku þjóð-
inni til skammar að þessi maður
skuli geta skrifað undir greinar í
fjölmiðlum sem alþingismaður.“
Árni Johnsen segir allt sem
hann segir í grein sinni vera satt
og rétt. „Ég ætla ekki vera að
skattyrðast við Gunnar Gunnars-
son aðstoðarvegamálastjóra sem
ugglaust er í sárum vegna þess að
hann hlaut ekki embætti vega-
málastjóra, en það gengur ekki að
maður í hans starfi sé að rugla
saman samgöngumálum og lög-
fræðileikjum,“ segir Árni og
útskýrir að hörð gagnrýni hans
snúi að meðferð Vegagerðarinnar
á því að gera úttekt á möguleikum
nýs átaks í samgöngum milli lands
og Eyja.
„Vegagerðin slugsaði með ólík-
indum í þessu máli. Það segir sög-
una að í úttektarnefndinni sjálfri
var ekki forstöðumaður þróunar-
sviðs Vegagerðarinnar heldur lög-
fræðingurinn Gunnar Gunnars-
son.“ gar@frettabladid.is
Spænskir töfrar
í Valencia
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, akstur til og frá flugvelli,
gisting á 4* hóteli með morgunverði og
íslensk fararstjórn.
Nánar á expressferdir.is
„Spænskir töfrar í Valencia“
73.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli
4.-8. september
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Fararstjóri: Þórarinn Sigurbergsson
Kærir Árna Johnsen
fyrir ærumeiðingar
Aðstoðarvegamálastjóri segir Árna Johnsen þjóðinni til skammar og krefst þess
að hann sæti ákæru fyrir aðdróttun um opinberan starfsmann í blaðagrein.
Allt satt í greinni svarar Árni, sem sakar Vegagerðina um slæleg vinnubrögð.
GUNNAR GUNNARSSON Aðstoðarvegamálastjóri vill að lögregla rannsaki hvort Árni
Johnsen hafa brotið hegningarlög með meiðandi ummælum um opinberan starfs-
mann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁRNI JOHNSEN
LÖGREGLUMÁL Sex ára gamall
Bloomberg-ísskápur sprakk með
látum í íbúð í Vesturborginni
aðfaranótt laugardags.
Ragnar Eyþórsson, sem býr
ásamt unnustu sinni í íbúðinni,
var sofandi þegar atvikið átti sér
stað. „Svo bara kom þvílíkur
hvellur og það var eins og
eitthvað væri að hrynja í næsta
herbergi,“ segir Ragnar. „Ég
æddi fram og þá hafði hurðin
þrykkst af og brotið rúðuna í
eldhúsglugganum.“ Innréttingar
og veggir skemmdust einnig við
sprenginguna.
Ragnar segir ekkert óvenjulegt
hafa verið í ísskápnum. „Þarna
var bara venjulegur matur, allt
frá rauðkáli til sinneps.“ - sgj
Dularfullt atvik í Vesturbæ:
Ísskápur sprakk
um miðja nótt
HURÐIN SPRAKK AF Aðkoman var
óhugnanleg og matarleifar úti um allt
eldhús. MYND/EYÞÓR ÓLAFSSON
Friðrik, hvenær er von á For-
eldrum náttúrunnar?
„Þegar við aðstandendur mynd-
arinnar erum gengnir í barndóm
og unglingavandamálin verða úr
sögunni“
Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Börn
náttúrunnar var kosin besta íslenska kvik-
myndin af álitsgjöfum Fréttablaðsins.
LÖGREGLUMÁL „Ég er hálf frosin
eftir þetta,“ segir Theodóra
Björgvinsdóttir, íbúi að Hraunbæ
6. Kveikt var í blaðabunkum fyrir
utan stigaganga húsa númer 4 og
6 við Hraunbæ í Árbænum um
fimmleytið aðfaranótt laugar-
dags.
„Það er alveg skelfilegt að
kveikja í húsinu svona utan frá,“
segir Theodóra. „Útgangurinn
lokaðist og svartur reykurinn fór
inn um allt. Þetta var alveg skelfi-
leg lífsreynsla.“
Íbúð Theodóru á fyrstu hæð
var sú eina sem reykurinn náði
að smjúga inn í. „Þegar ég kom
fram úr svefnherberginu var allt
í þoku, það var svo mikill reyk-
ur.“
Eldurinn barst í stigaganginn
svo að kviknaði í hurð og
gúmmímottu. Stigagangurinn
fylltist fljótt af reyk og sót barst
upp um alla veggi. Minniháttar
tjón varð í húsi númer 4, að sögn
lögreglu.
„Ég heyrði mannamál og svo
eitthvað vélarhljóð,“ segir Sig-
ríður Skarphéðinsdóttir, sem býr
einnig í íbúð á fyrstu hæð. „Þegar
ég opnaði fram mætti ég bara
slökkviliðsmanni.“
Engan sakaði, en brennuvargs
er leitað. Lögregla veit ekki hvort
fleiri en einn voru að verki. - sgj
Kveikt var í blaðabunkum fyrir utan hús í Hraunbænum og eldurinn barst inn:
Bruninn var skelfileg lífsreynsla
REYKURINN SMAUG INN Theodóra segir
reykinn hafa smogið inn af stigagangin-
um þegar eldurinn var sem mestur.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Fíkniefni fundust við húsleit
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fann töluvert af meintum fíkniefn-
um við húsleit í borginni aðfaranótt
fimmtudagsins. Er talið að um sé
að ræða tæplega fimmtíu grömm af
kókaíni og lítilræði af maríjúana. Þá
var einnig lagt hald á 150 þúsund
krónur í peningum, sem grunur leikur
á að séu tilkomnir vegna fíkniefna-
sölu. Karlmaður um þrítugt var hand-
tekinn vegna rannsóknar málsins.
LÖGREGLUFRÉTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Engin sátt er enn í
sjónmáli í deilu geisla- og
hjúkrunarfræðinga við Landspít-
ala − háskólasjúkrahús. Að öllu
óbreyttu láta yfir hundrað
hjúkrunarfræðingar og geisla-
fræðingar af störfum frá og með
fimmtudeginum 1. maí.
Neyðaráætlun tekur gildi ef af
uppsögnunum verður. Þá má enn
sinna öllum bráðaaðgerðum og
aðkallandi aðgerðum vegna
krabbameins. - sgj
Fjöldauppsagnir 1. maí:
Uppsagnir vofa
enn yfir á LSH
KOSNINGAR Ástþór Magnússon
mun ekki bjóða sig fram til
forseta Íslands í sumar. Þetta
kemur fram í auglýsingu sem
Ástþór birtir í blaðinu í dag.
Í yfirlýsingunni segir Ástþór
meðal annars að alvarlega hafi
verið vegið að lýðræði á Íslandi
að undanförnu.
Hann segir ummæli oddvita
yfirkjörstjórnar stærsta kjör-
dæmis landsins um framboð sitt í
fjölmiðlum enn vera til umfjöll-
unar hjá lögreglustjóra, og áður
en tekið hafi verið á því máli af
hálfu stjórnvalda séu forseta-
kosningar í raun sviðsett lýðræði.
- kg
Forsetakosningar í sumar:
Ástþór ekki í
forsetaframboð
SJÓRÁN Áhöfn spænsks túnfisksveiðiskips, 26 manns,
sem haldið hefur verið í gíslingu í rúma viku var
sleppt í gær úr haldi sómölsku sjóræningjanna.
Túnfiskveiðiskipið Playa de Bakio var hertekið af
sjóræningjum um 250 mílur undan ströndum
Sómalíu fyrir rúmri viku. Áhöfninni, þrettán
Spánverjum og þrettán Afríkumönnum, var sleppt í
gær og er skipið nú á leið á alþjóðlegt hafsvæði,
samkvæmt ráðherra í spænsku ríkisstjórninni.
Ráðherrann segir að samningur hafi náðst um
lausn áhafnarinnar en tjáði sig ekki um hvort
lausnarfé hefði verið greitt. Sómalskur hafnar-
starfsmaður sagði í viðtali við BBC að sjóræn-
ingjarnir hefðu fengið greiddar um 80 milljónir
íslenskra króna í lausnargjald.
Spænski ráðherrann sagði einnig að ríkistjórnin
hefði þegar hafið aðgerðir til þess að tryggja að
eitthvað þessu líkt kæmi ekki fyrir aftur, og að
koma þyrfti í veg fyrir öll sjórán hér eftir.
Hafsvæðið út af Sómalíu er eitthvað það varhuga-
verðasta í heimi vegna tíðra sjórána.Yfir 25 skipum
var rænt á þeim slóðum á síðasta ári. - kg
Spænskri skipshöfn, sem rænt var undan ströndum Sómalíu, sleppt lausri:
Sjóræningjar slepptu gíslum
SJÓRÁN Sómalskir sjóræningjar fengu 80 milljónir greiddar í
lausnargjald.
LÖGREGLUMÁL Ágúst Fylkisson,
maðurinn sem réðst á lögreglu-
mann við Kirkjusand á fimmtudag,
biðst afsökunar á framferði sínu.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér í gær.
„Hegðun lögreglumanna á
svæðinu fannst mér ögrandi og
virðing í samskiptum engin,“
skrifar Ágúst. „Þarna sá ég rautt.“
Hann segist ekki mikill skapmað-
ur, en hafi blöskrað atburðir
undanfarinna daga.
„Ég vil nota þetta tækifæri til að
biðja lögregluþjóninn afsökunar,
það var ekki ætlun mín að meiða
hann og er ég þess fullviss að ef
við hefðum hist við aðrar kringum-
stæður hefðum við getað sötrað
saman bjór og rætt um boltann,“
skrifar Ágúst. - sgj
Réðst á lögregluþjón:
Biðst afsökunar
vegna árásar
SNÚINN NIÐUR Fjölda lögreglumanna
þurfti til að halda Ágústi eftir árásina.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS