Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 4
4 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
GAZA Fjórtán ára stúlka dó og átta
manns særðust í átökum sem
brutust út milli hersveita
Ísraelsmanna og Palestínumanna
í gær.
Átökin brutust út í borginni
Beit Lahia nokkrum klukkustund-
um eftir að Ísraelar höfnuðu boði
Hamassamtakanna um vopnahlé.
Hersveit Ísraelsmanna réðst inn í
borgina fyrir dögun, en talið er að
hún hafi ætlað að ráðast á leiðtoga
Hamas á svæðinu, Hassan
Marouf.
Hersveit Hamassamtakanna og
sveit heittrúaðra múslima mættu
þeim með skothríð og heimagerð-
um sprengjum. - rat
Átök á Gazasvæðinu:
Fjórtán ára
stúlka drepin
SAMGÖNGUMÁL Félag Vinstri
grænna í Stykkishólmi hefur sent
Kristjáni Möller samgönguráð-
herra áskorun þess efnis að
ganga nú þegar til samninga við
Sæferðir, vegna ferða Breiða-
fjarðarferjunnar Baldurs yfir
Breiðafjörð, milli Stykkishólms
og Brjánslækjar.
Í tilkynningu segir að ferðirnar,
sem að óbreyttu muni fækka á
næstunni og falla líklega alveg
niður árið 2009, séu gríðarlega
mikilvæg samgönguleið fyrir
vöru- og fólksflutninga milli
Vestfjarða og Snæfellsness.
Félagið hvetur ráðherra til að
grípa strax til aðgerða til að
tryggja óbreytta þjónustu. - kg
Vinstri græn í Stykkishólmi:
Skora á sam-
gönguráðherra
Sprengt í Kólombó
Sprengja sem falin var í farangursneti
í strætisvagni í úthverfi höfuðborgar
Srí Lanka, Kólombó, varð í gær 24
óbreyttum borgurum að bana og
særði fjörutíu aðra. Talsmenn stjórn-
arhersins fullyrtu að uppreisnarmenn
Tamíla bæru ábyrgð á tilræðinu.
SRI LANKA
Handtökur
Breska rannsóknarlögreglan Scotland
Yard upplýsti í gær að hún hefði
handtekið þrjá menn í Lundúnum í
gærmorgun. Mennirnir væru á aldrin-
um 23-25 ára og grunaðir um að vera
viðriðnir undirbúning hryðjuverka.
BRETLAND
Í frétt af samningstilboði ríkisins til
BSRB, BHM og Félags framhaldsskóla-
kennara í blaðinu í gær var ranglega
hermt hver desemberuppbótin ætti
að vera. Samkvæmt tilboðinu verður
desemberuppbótin 44.100 krónur
á þessu ári, 45.600 á því næsta og
46.800 krónur á þarnæsta ári.
LEIÐRÉTTING
FASTEIGNAMARKAÐUR „Þetta er orðið
ófremdarástand fyrir fólk sem
hefur minna milli handanna. Það er
alvarlegt þegar fjölskyldur geta
ekki keypt sér fasteign,“ segir Ingi-
björg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala.
51 kaupsamningi var þinglýst á
höfuðborgarsvæðinu í vikunni sem
leið, þeirri næstrólegustu á fast-
eignamarkaði það sem af er ári. Á
sama tímabili í fyrra voru viðskipti
tæplega fjórum sinnum meiri.
„Frá áramótum hefur verið helm-
ings samdráttur eða rösklega það,“
segir Ingibjörg. „Þetta endurspegl-
ar lánatregðu bankanna, háa vexti
og spá Seðlabankans um þrjátíu
prósenta lækkun á húsnæðismark-
aðnum, sem er ekki nokkur fótur
fyrir. Það er ekki óeðlilegt að í
þessu andrúmslofti dragi úr við-
skiptum.“
Ingibjörg hvetur til afnáms
stimpilgjalda og hækkunar lána
Íbúðalánasjóðs. „Lán Íbúðalána-
sjóðs hafa staðið í stað í fjögur ár
og hafa ekkert hækkað. Lánin mið-
ast við brunabótamat sem hefur
dregist aftur úr söluverði fast-
eigna,“ segir Ingibjörg. „Ég kalla
bara eftir einhverjum viðbrögðum
frá yfirvöldum.“ - sgj
51 kaupsamningi þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni sem leið:
Alvarlegt mál fyrir fjölskyldur
INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR
Hún segir að helmings samdráttur hafi
orðið á fasteignamarkaði frá áramótum.
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Bassel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
17°
14°
12°
14°
18°
21°
21°
23°
21°
23°
19°
22°
24°
17°
30°
19°
14°
Á MORGUN
Norðlæg átt
ÞRIÐJUDAGUR
N-átt, hvassast
við vesturströndina
-2
-5
0
7
2
4
4
1
8 8 8 7
0
0
5
6
8
6
2
2
5
2
0
17
5
5
5
2 3
3 -1
ÁFRAMHALDANDI
NORÐANÁTT á öllu
landinu í dag, kóln-
ar sunnanlands
en hlýnar örlítið
fyrir norðan þó hiti
fari ekki mjög hátt
upp fyrir frostmark.
Úrkoma verður að
mestu bundin við
N- hluta landsins.
Éljagangur eða
slydda.
Elín Björk
Jónsdóttir
Veður-
fræðingur
SKIPULAGSMÁL Zimsenshúsið sem
stóð í tæp 120 ár við Hafnarstræti 23
fær nýjan samastað um mánaðamót-
in júní og júlí. Minjavernd mun ann-
ast endurbyggingu þess á lóð Vest-
urgötu 2a þar sem lengi hefur verið
bílastæði.
Minjavernd og Reykjavíkurborg
gerðu með sér samkomulag um
framtíð hússins og í samvinnu þeirra
var nýr samastaður fundinn húsinu.
Þorsteinn Bergsson, framkvæmda-
stjóri Minjaverndar, segir að að lok-
inni endurgerð hússins verði það selt
og er ætlast til þess að kostnaður
Minjaverndar og borgar skili sér þá
til baka. Mikið verði lagt í endurupp-
byggingu hússins og séð til þess að
saga þess og umhverfis skili sér sem
best til þeirra sem það skoða um leið
og það uppfylli kröfur samtímans
um aðgengi og nýtingu.
Burðarvirki hússins verði í höfuð-
atriðum óbreytt en það er með hefð-
bundnum hætti timburhúsa 19.
aldar. Kjallari hússins verði endur-
hlaðinn úr sama grágrýti og í svip-
aðri mynd og var við Hafnarstræti
en lofthæðin nokkuð aukin og því
bætt við hleðslusteinum sem komið
hafa upp á byggingarsvæðinu þar
sem Tónlistar- og ráðstefnuhúsið
kemur til með að rísa. Á kjallara-
hæðinni verður veitingarými, á
fyrstu hæð verður fyrirkomulag
sem á að nýtast verslunar- eða þjón-
ustufyrirtæki og á efstu hæð verður
skrifstofurými. Við vesturhlið húss-
ins verður viðbygging með stiga og
lyftu. Þorsteinn segir að fyrst hafi
verið lagt upp með að viðbyggingin
yrði úr timbri en við nánari skoðun
hafi þótt réttara að byggja hana úr
stálbitum og gleri og fyrirkomulag-
ið og hönnun þess svipað því sem
Bretar og Bandaríkjamenn hafa not-
ast við í uppbyggingu verndaðra
húsa. Göngubrú verður að Lista-
safni Reykjavíkur sem mun standa
á móti Zimsenhúsinu þegar það
verður flutt á nýjan samastað.
karen@frettabladid.is
Zimsenshúsið á nýjan stað
Zimsenshús var reist við Hafnarstræti árið fyrir 120 árum og stóð þar til ársins 2006. Síðan þá hefur það
staðið autt í Örfirisey. Stefnt er að því að það verði flutt í Grófina eða á horn Vesturgötu og Tryggvagötu.
NÝR STAÐUR Húsið verður vestast á lóðinni með lang-
hlið að Grófinni. Austast á lóðinni verður gangstígur
milli Vesturgötu og Tryggvagötu. Nyrðri hlutinn verður
um 45 sentimetrum hærri en gangstígurinn og verður
þar komið fyrir tröppum úr tilhöggnu grágrýti sem var
við húsið þegar það stóð við Hafnarstræti. Undir þeim
hluta lóðarinnar verður eldhúsviðbygging.
MYND/MINJAVERND
VIÐBYGGING ÚR GLERI OG STÁLI Við vesturhlið hússins verður ný
viðbygging með stiga og lyftu. Gengið verður inn í stigahúsið frá
gangstétt og fært verður fyrir hjólastóla á allar hæðir. Burðargrind
stigahússins verður úr stáli en veggir úr gleri í stálrömmum sem
unnir eru á sérstakan hátt í Bretlandi og hafa mikið verið notaðir
við enduruppbyggingu verndaðra húsa í Bretlandi og Bandaríkjun-
um. MYND/MINJAVERND
TENGING VIÐ FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ Í syðri hlutanum
verður steinsteypt þró sem nær niður að fjöruborðinu
eins og það var um og fyrir aldamótin 1900. Opin ráðs
verður úr gryfjunni út í sjó þannig að sjávarföll verða
í henni. Þróin mun ná að lóðarmörkum að austan en
þar kom í ljós gamall hafnarkantur við fornleyfaupp-
gröft í fyrra sem hlaðinn er úr grágrýti og verður hann
látinn njóta sín við enduruppbyggingu Zimsenshússins.
MYND/MYNJAVERND
VIÐ HAFNARSTRÆTI Zimsenshúsið hefur staðið autt úti í Örfrisey
frá árinu 2006. Nú líður að því að það verði endurbyggt á móti
Listasafni Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GENGIÐ 25.04.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
147,9984
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
73,53 73,89
146,07 146,79
114,69 115,33
15,366 15,456
14,304 14,388
12,281 12,353
0,7039 0,7081
119,59 120,31
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Blaðberum
Fréttablaðsins
fjölgar um
30.000