Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 79
SUNNUDAGUR 27. apríl 2008 23 Pete Wentz, hljómsveitarmeð- limur Fall Out Boy og kær- asti Ashlee Simpson, vakti athygli á þeim hörm- ungum sem námugröft- ur eftir demöntum hefur valdið í Kongó, þar sem coltan- demantar eru notaðir til að fjármagna stríðsrekstur, á NME- verðlaunahátíðinni í vikunni. „Fólk verður að passa hvað það kaupir,“ sagði Wentz, og ítrekaði að trúlof- unarhringurinn sem hann keypti nýlega handa unnustu sinni væri ekki prýddur slíkum demöntum. Carmen Electra hefur tekið bónorði kær- asta síns, rokkarans Robs Patterson, en hann bað fyrirsæt- unnar um síðustu helgi, þegar parið fagnaði 36 ára afmæli hennar í Las Vegas. Hjóna- bandið verður hið þriðja á ferli Electra, sem var áður gift körfubolta- kappanum Dennis Rod- man og rokk- aranum Dave Navarro. Fyrirsætan ku einnig hafa hug á að stofna fjölskyldu með Patterson sem allra fyrst. FRÉTTIR AF FÓLKI Claire Danes verður nýtt andlit fyrir skartgripa- línu Gucci-tísku- hússins, og kemur þannig í stað Drew Barrymore. Danes kveðst stolt af því að vinna með Gucci, og segist dást að Fridu Giannini, sem er listrænn stjórnandi tískuhúss- ins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Danes situr fyrir, en í fyrra kom hún fram í sjónvarps- auglýsingum fyrir fataverslanirn- ar GAP. Tónlistarkon- an Fergie kveðst hafa verið him- inlifandi að hafa verið beðin um að syngja titillag væntan- legrar Sex and the City–kvik- myndar. Hún segir það hafa verið mikinn heiður, þar sem hún og móðir hennar séu miklir aðdáendur þátt- anna. Fergie segir lagið, Labels and Love, hæfa myndinni gjörsamlega, þar sem það sé einhvers konar ástarþríhyrningur á milli ástar, vina og tísku. Stefnt er að því að hefja tökur í vetur á kvikmynd sem byggir á bók Mikaels Torfa- sonar, Fölskum fugli. Leikstjóri er Þór Ómar Jónsson. Fjármögnun er komin vel á veg. „Það hittist svo skemmtilega á að Mikki var að endurútgefa bókina. Handritið er tilbúið og við ætlum að reyna að fara í tökur í vetur. Sagan gerist einmitt í kringum jólin,“ segir Jón Atli Jónasson rithöfundur með meiru. Til stendur að gera kvikmynd sem byggir á bók Mikaels Torfasonar, Fölskum fugli, sem kom út fyrir tíu árum. Þótti hún marka tímamót. Jón Atli, sem skrifar handritið, segir fjármögnun komna vel á veg en Þór Ómar Jónsson mun leikstýra myndinni. Þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd en Þór Ómar er hins vegar enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð. Hann hefur starfað sem aðstoðarleikstjóri og eftir hann liggur fjöldi auglýsinga. Jón Atli segir það hafa verið lengi í deiglunni að ráðast í gerð kvikmyndar sem byggi á Fölskum fugli. „Þetta er kröftug bók og handritið heppnaðist vel. Þegar bókin kom út var það ákveðin bylting. En efni hennar á alveg jafn vel við núna, ef ekki betur. Hún er sprottin upp úr veruleika sem enn er. Við höfum séð dæmi þess að ungt fólk sem á framtíðina fyrir sér, skortir ekkert, hvorki menntun né góðar fjölskyldu- ástæður, leiðist út í tóma vitleysu. Íslenskur fjöl- skylduharmleikur sem verður til í samskiptaleysi og tómarúmi. Steypan sem er í gangi er svakaleg. Hvaðan kemur allt þetta ofbeldi? spyr Jón Atli. Handritshöfundurinn segir ekki búið að skipa í hlut- verk, segir það geta reynst slungið því bókin fjallar um unglinga. Mikael segir bókina ekki hafa verið skrifaða með það í huga að hún yrði kvikmynduð. Bækur eru miskvikmyndavænar og það hafi ekki runn- ið upp ljós fyrr en eftir á að Falskur fugl væri vel til þess fallin að byggja kvik- mynd á. „Ég hugsaði reyndar að ég væri að skrifa bók fyrir mína kynslóð, kvikmyndakynslóð sem upplifir veröldina myndrænt. Samúel er til dæmis þannig að það er nánast ekki hægt að kvikmynda hana en þessi er spenn- andi. Hardcore. Hún fjallar um Arnald Gunnlaugsson, hefndaraðgerðir og hefndarhug hans í garð kennara sem hann telur bera ábyrgð á dauða bróður síns.“ Mikael og Jón Atli eru félagar frá fornu fari og voru meðal annars saman með útvarpsþátt á gamla X- inu sem hét 5. janúar. Sjálfur hefur Mikael fengist við kvikmyndagerð og leikstýrði einni bíómynd sem hét Gemsar og var sýnd í kvikmyndahúsum árið 2002. „Nei, ég myndi ekki segja að sú mynd sé skyld Fölskum fugli. Það var meira tilraunakennt „arthouse“ meðan Falskur fugl verður örugglega „blockbuster“-spennumynd,“ segir Mikael. Hann hefur nú stofnað nýtt bókaforlag og fyrsta bókin sem það gefur út er einmitt Falskur fugl. „Já, ég er að gefa hana út í tilefni þess að nú eru tíu ár síðan hún kom út. Bókin hefur verið ófáanleg árum saman. Þetta er fyrsta bók nýs forlags sem ég á og tilvalið að gefa hana út fyrsta bóka því Falskur fugl er fyrsta bókin sem ég hef skrifað af fjórum.“ jakob@frettabladid.is Falskur fugl á hvíta tjaldið MIKAEL TORFASON Falskur fugl verður örugglega „blockbust- er“-spennumynd að sögn höfundar sem nýverið endurútgaf bókina undir merkjum nýs forlags. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓN ATLI Við höfum mörg dæmi þess að unglingar, sem eigi framtíðina fyrir sér og skorti ekkert, leiðist út í tóma vitleysu. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.