Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 8
 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR Rannís, Háskólinn í Reykjavík og Vinnova nýsköpunarmiðstöð í Svíþjóð bjóða til kynningarfundar um markaðsþróun á vettvangi (Living lab) í Háskólanum í Reykjavík þriðjudaginn 29. apríl kl. 8:00 til 9:00. Húsið opnar kl 7:45. Fundurinn verður haldinn á 3. hæð Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti Léttur morgunverður Setning fundar Rögnvaldur Sæmundsson Háskólanum í Reykjavík Reynsla Svía af markaðsþróun á vettvangi Alexander Nilsson, Vinnova Hvers vegna nota fyrirtæki markaðsþróun á vettvangi? Pernilla Reydmark, Vinnova Geta íslensk fyrirtæki nýtt sér markaðsþróun á vettvangi? Anna María Pétursdóttir, Vífilfell Umræður og fyrirspurnir Markaðsþróun á vettvangi er samstarf framleiðanda við væntanlega kaupendur vöru eða þjónustu. Framleiðandi leitar til fjölda einstaklinga á markaðssvæði sínu með ósk um ábendingar og ráð varðandi hönnun og viðmót vöru eða þjónustu. Framleiðandinn þarf að skilja skoðanir og skilaboð markaðarins til að auka líkurnar á að afurðin falli kaupendum í geð. Margskonar fyrirtæki og stofnanir nota þessa aðferð og eru hugbúnaðarfyrirtæki þar í sérflokki. Fjöldi slíkra verkefna eru rekin á Norðurlöndum og í Evrópu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið komu á fundinn til Rannís í síma 515 5800 eða með tölvupósti rannis@rannis.is Markaðsþróun á vettvangi opinn kynningarfundur Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði UMHVERFISMÁL Mengun er mest á gatnamótum Miklubrautar og Stakkahlíðar, samkvæmt mæling- um sem gerðar voru á þessum stað á tímabilinu 7. desember 2007 til 16. janúar 2008. Mengun- in þar er meiri en í mælistöð Umhverfissviðs Reykjavíkur- borgar við Grensásveg sem hefur verið talinn einn mengaðasti stað- ur borgarinnar. Mengunin er svo mikil að mótvægisaðgerða er þörf. Styrkur köfn- unarefnisdíoxíðs, útblásturs frá bílum, og svif- ryks var mældur í farstöð sem komið var fyrir á gatnamótum Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. desember til 16. janúar. Mæling- arnar leiddu í ljós að styrkur útblásturs á hverja klukkustund var átta sinnum yfir heilsuverndarmörkum og styrk- ur svifryks var fimm sinnum yfir heilsuverndarmörkum á sólar- hring. Anna Rósa Böðvarsdóttir heil- brigðisfulltrúi segir að mengunin hafi komið á óvart, hún mælist meiri en við Grensásstöðina. „Þarna förum við oftar yfir heilsuverndarmörk heldur en við Grensásveginn,“ segir hún, „en við höfum áhuga á að mæla aftur, til dæmis í sumar og skoða hvern- ig ástandið er þá.“ Umferðin er minni á mótum Miklubrautar og Stakkahlíðar en við Grensásveg. Um Miklubraut og Stakkahlíð fara um 47 þúsund bílar á sólarhring en um gatna- mót Miklubrautar og Grensás- vegar fara um 70 þúsund bílar. Samt mælist mengunin meiri. Í skýrslu sem lögð hefur verið fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavík- ur kemur fram að skýringin geti að hluta til verið sú að mengun berist lengra að, til dæmis frá gatnamótum Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar. Talið er að fleiri mælingar geti gefið skýrari mynd af menguninni auk þess sem mælingar á fleiri stöðum, til dæmis við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar, hjálpi til. Umhverfis- og samgöngusvið telur að mótvægisaðgerða sé þörf við Miklubraut og vill að frekari mælingar verði gerðar til að meta hvað henti best. Raunhæfar aðgerðir séu brýnar, til dæmis að draga úr umferðarhraða, minnka bílaumferð, loka götum tíma- bundið, taka toll til að minnka umferð, takmarka þungaumferð og útiloka bíla sem menga mikið á ákveðnum stöðum. Lítið er vitað um áhrif mengun- ar á heilsu almennings hér. Borg- aryfirvöld eru því í samstarfi við LSH og Háskóla Íslands. ghs@frettabladid.is Götum lokað vegna svifryks og útblásturs Mengun vegna útblásturs og svifryks er meiri á gatnamótum Miklubrautar og Stakkahlíðar en á Grensásvegi. Umhverfisnefnd Reykjavíkur telur þörf á mótvægisaðgerðum. Til dæmis að loka götum. ÞÖRF Á MÓTVÆGISAÐGERÐUM Mengun mælist oftar yfir heilsuverndarmörkum á gatnamótum Miklubrautar og Stakkahlíðar en við Grensásveg þar sem mengun hefur mælst einna mest í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON ANNA RÓSA BÖÐVARSDÓTTIR BRETLAND, AP Bresk landamæra- gæsluyfirvöld áforma að gera tilraunir með sjálfvirka andlits- auðkenningartækni á flugvöllum í landinu í sumar. Markmiðið með tilraununum er að kanna hvort með þessari nýju tækni megi efla öryggi og draga úr örtröð við landamæraeftirlit. Í The Guardian var greint frá því að breskir og evrópskir ferða- menn með vegabréf sem innihaldi lífkenni geti notað þetta nýja kerfi. Í því verða mannlaus hlið búin tölvubúnaði sem tekur myndir af andliti viðkomandi og ber saman við gagnagrunn. Sumir sérfræð- ingar eru efins um að tæknin sé nægilega þróuð til að vera beitt í stórum stíl. - aa Ný landamæragæslutækni í Bretlandi: Skanna ferðamenn ÆTLAÐ AÐ FLÝTA FYRIR Við nýja kerfið eru bundnar vonir um aukið öryggi og minni örtröð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.