Fréttablaðið - 27.04.2008, Síða 12
12 27. apríl 2008 SUNNUDAGUR
EDWARD R. MURROW LÉST
ÞENNAN DAG 1965
„Sannleikurinn er yfirleitt
svo nakinn að fólk kennir
í brjósti um hann og hylur
hann, alltaf eitthvað pínu-
lítið.“
Edward R. Murrow var banda-
rískur blaðamaður og tók við-
töl við margar af frægustu
stjörnum Hollywood.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Guðrún Þorsteinsdóttir
Hrafnistu, Hafnarfirði,
sem andaðist sunnudaginn 20. apríl sl. verður jarð-
sungin frá Áskirkju í Reykjavík mánudaginn 28. apríl
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hrafnistu og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Helga Henrysdóttir
Henry Þór Henrysson Gíslína Garðarsdóttir
Haraldur Henrysson Elísabet Kristinsdóttir
Hálfdan Henrysson Edda Þorvarðardóttir
Hjördís Henrysdóttir Gísli Þorsteinsson
Þorsteinn Á. Henrysson Lára Erlingsdóttir
og ömmubörnin.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Björg Rögnvaldsdóttir
frá Miðfirði í V-Húnavatnssýslu,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 22. apríl sl.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3.
maí kl. 14.00.
Guðfinna Margrét Óskarsdóttir
Stefán Dan Óskarsson Rannveig Hestnes
Brynjólfur Óskarsson Selma Olsen
Rögnvaldur Þór Óskarsson Védís Geirsdóttir
Már Óskarsson Bryndís G. Friðgeirsdóttir
Arnar Óskarsson Anna Magnea Hreinsdóttir
og ömmubörnin.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Björg Sveinbjörnsdóttir
sem lést miðvikudaginn 16. apríl, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.00.
Þórhallur Aðalsteinsson
Kristján Valur Jónsson Erla Óskarsdóttir
Steinvör Jónsdóttir Finnur Ingi Einarsson
Katla Kristjánsdóttir
Ylfa Björg Finnsdóttir Arngrímur Ari Finnsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Sigríður Þyrí Pétursdóttir
Rauðhömrum 10, Reykjavík,
lést á heimili sínu sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Útför
hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn
5. maí kl. 15.00.
Ingi Ársælsson
Aðalbjörg Ingadóttir Bolli Árnason
Pétur Ingason Magna Jónmundsdóttir
Ársæll Ingi Ingason Vilborg Andrésdóttir
Soffía Ingadóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Auðmjúkar þakkir til allra sem sýndu
samúð og vináttu við andlát móður okkar
og tengdamóður,
Jónínu Sigríðar Gísladóttur
Miðleiti 5, Reykjavík.
Einnig vilja aðstandendur þakka starfsfólki
St. Jósefsspítala fyrir góða aðhlynningu.
Sigurður Gísli Pálmason Guðmunda Helen Þórisdóttir
Jón Pálmason Elísabet Björnsdóttir
Ingibjörg Stefanía Jón Ásgeir Jóhannesson
Pálmadóttir
Lilja Sigurlína Pálmadóttir Baltasar Kormákur
Baltasarsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jóhannes Bjarnason
Hólmgarði 25, Reykjavík,
sem lést föstudaginn 18. apríl sl. á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju mánudaginn 28. apríl klukkan 13.00.
Dagbjört Guðmundsdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir
Þóra Björt Sveinsdóttir Andri Berg Haraldsson
Jóhannes Berg Andrason
Þorsteinn Jóhannesson Ólöf Erlingsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Steinunn Kristjánsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og jarðarför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Sigríðar Ingibjargar
Aradóttur
áður til heimilis að Öldugötu 33,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 4. apríl. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki hjúkrunardeildar 3b á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir kærleiksríka umhyggju og ástúð.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Ingunn Jónsdóttir Baldur Sveinsson
Kristinn Friðrik Jónsson Edda Jóhannsdóttir
Ingibergur Gunnar Jónsson Júlía Magnúsdóttir
Lilja Björk Jónsdóttir Lárus Þór Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra
er sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og bróður,
Gunnars Ragnars
Sveinbjörnssonar
frá Kothúsum Garði, Eyrarholti 20,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Ágústa Sigríður Gunnarsdóttir Halldór A. Þórarinsson
Valdís Þóra Gunnarsdóttir Vignir Már Guðjónsson
Sara Lind Gunnarsdóttir Páll Þórir Jónsson
barnabörn og systkini.
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Mikið úrval
Yfi r 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
Þórey Þorbergsdóttir
sjúkraliði
sem lést á Landspítalanum 21. apríl, verður jarðsungin
frá Langholtskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á að láta Rauða kross
Íslands njóta þess.
Hrafnhildur, David og fjölskylda.
timamot@frettabladid.is
Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað 25. apríl 1888 og stend-
ur því á tímamótum. Var 120 ára afmælinu fagnað á sum-
ardaginn fyrsta með kaffiveitingum og skemmtun. „Við
buðum upp á gamaldags kaffi í tilefni afmælisins,“ segir
Eygerður Þórisdóttir formaður félagsins, sem hefur sinnt
formennsku undanfarið ár, en þrjátíu ár eru síðan hún gekk
í það. „Ég kom inn í félagið 22 ára, þá gift, tveggja barna
móðir. Konur eru í dag eldri þegar þær stofna heimili, en þá
sækja þær í félagið. Við erum orðnar sjötíu en sjötugasta
konan gekk í félagið á afmælisdaginn.“
Félagar eru á öllum aldri, frá tæplega 25 ára aldri og upp
úr. Eygerður segir félagið samheldinn og skemmtilegan
hóp og aldrei hafi komið lægð í starfsemina, en kvenfélag
Eyrarbakka var stofnað upp úr stúkunni Eyrarrós. „Fólki
fannst þörf á líknarfélagi í plássið og félagið er stofnað sem
slíkt. Fyrstu árin vann það helst að líknarstörfum, hjálp-
aði sjúkum og styrkti fólk, meðal annars með matargjöfum.
Þannig starfaði það til 1934, þegar því var breytt svo einnig
mætti sinna félagskonum, með námskeiðahaldi og ferðalög-
um eins og kvenfélög eru í dag.“
Eygerður segir verkefni félagsins þó hafa lítið breyst
gegnum árin því enn aðstoði félagið þá sem þurfa, meðal
annars. „Við erum duglegar að afla peninga og styrkjum
meðal annars sjúkrahúsið og dvalarheimili aldraðra á Eyr-
arbakka um tæki. Eins eigum við í samstarfi við skólana
og leikskólann, og við höfum styrkt björgunarsveitina til
tækjakaupa. Þegar við sjáum fram á einhver stór verkefni
sem þarf að framkvæma hér stofnum við nefnd sem vinn-
ur að fjáröflun.“
Hún segir kvenfélagið helstu driffjöðrina í félagsstarfi
sveitarinnar. „Við erum með fimm kaffinefndir og svo rúll-
ar það bara hvaða nefnd á að vinna næst. Við gerum líka
ýmislegt fyrir okkur sjálfar fyrir utan rekstur félagsins.
Það ber öllum saman um að félagið sé góður og samheldinn
hópur.“ - rat
KVENFÉLAGIÐ Á EYRARBAKKA:
FAGNAR 120 ÁRA AFMÆLI
Fimm starfandi
kaffinefndir
ALDREI LÆGÐ Í 120 ÁR Norma Einarsdóttir ritari og Eygerður Þóris-
dóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka, segja kvenfélagið driffjöður í
sveitarfélaginu. MYND/GUÐMUNDUR KARL
Richard Nixon fæddist árið 1913
og var 37. forseti Bandaríkj-
anna. Hann sat á forsetastóli
frá árinu 1969 til 1974, en sagði
af sér embætti eftir Watergate-
hneykslið svokallaða.
Nixon hlaut strangt upp-
eldi þar sem foreldrarnir voru
kvekarar. Fjölskyldan var ekki
efnuð og gekk Nixon í kvekara-
skóla í heimabyggð sinni. Hann
var ötull í félagslífi skólans auk
þess sem hann kenndi í sunnu-
dagaskóla. Nixon kynntist konu
sinni, Thelmu Pat Ryan, árið
1940 og bað hennar strax á
fyrsta stefnumóti. Þau eignuð-
ust tvær dætur.
Ferill Nixons í forsetaembætti
var umdeildur, en hann er eini
forsetinn í sögu Bandaríkjana
sem hefur sagt af sér embætti.
Hann lést 22. apríl 1994 og
var lagður til hinstu hvílu fimm
dögum síðar, við hlið konu
sinnar, við bókasafn Richards
Nixon í borginni Yorba Linda í
Kaliforníu.
ÞETTA GERÐIST: 27 APRÍL 1994
Richard Nixon jarðsunginn