Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.04.2008, Blaðsíða 20
ÞAÐ NÝJASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR H in nýja Evrópa er skemmtilegur og áhugaverður kostur til ferðalaga, og það er sannkallað ævintýri að uppgötva sjarma Eystrasaltslandanna sem virtust svo fjarri fyrir áratug. Hostel Celica er frægt gistiheimili í höfuðborg Slóveníu en það er fyrrverandi fangelsi sem breytt var í hippakommúnu á síðasta ára- tug. Fyrir örfáum árum var ákveð- ið að breyta byggingunni í gisti- heimili, listamenn fengu allir einn klefa til þess að hanna eða skreyta eftir smekk og er því útkoman harla óvenjuleg. Sum herbergin eru enn eins og fangaklefar og önnur skarta skærum litum og málverkum. Nótt á gistiheimilinu veitir líka innsýn inn í hvernig það er að vera í raunverulegum fanga- klefa því það eru enn rimlar fyrir gluggunum. Herbergin, eða klef- arnir, eru fyrir tvo til fimm og eins og á farfuglaheimilum er sameiginlegt baðherbergi, eldhús og sjónvarpsherbergi. Hostel Celica er miðsvæðis í borginni og auðvelt að ganga þaðan í miðborg- ina eða á næstu lestarstöð. - amb HVAÐ? HOSTEL CELICA, METELKOVA 8 SÍMI: +386 (1) 2309700 4 FERÐALÖG UPPÁHALDS VERSLUNAR- GATA/ HVERFIÐ? Mér finnst rosa gaman að rölta um Soho! Fullt af skemmtilegum búðum þar. Svo finnst mér oft gaman að versla i Williamsburg/ Brooklyn þar sem ég bý núna. SKEMMTILEGASTA KAFFIHÚSIÐ TIL AÐ STOPPA Á? Gimme Coffee er sætur staður í Nolita! Hann er á Mott Street og selur bara kaffi, ekkert annað! SVALASTI BARINN? Beatric er skemmtilegur. Hann er í West Village. Svo mæli ég líka með stað sem heitir Rose Bar en hann er í Gramercy Park Hotel. HVERJU MÁ MAÐUR EKKI MISSA AF? Á sumrin er sko mikið um að vera í New York! en Ps1/Warm Up stendur alveg upp úr. Þetta eru viðburðir í samstarfi við MOMA- listasafnið sem er í Long Island City. Þarna spila hljómsveitir og plötusnúðar úti í garðinum frá kl 15-21 alla laugardaga og svo er auðvitað hægt að skoða skemmtileg listaverk innandyra. BESTU VEITINGASTAÐIRNIR Í BORGINNI? Það eru að sjálf- sögðu margir frábærir veitinga- staðir hér en í uppáhaldi hjá mér eru Cafe Mogador, sem er fransk-marókkóskur veitingastur þar sem allt er lífrænt og gott. Hann er líka verulega kósý. Hinn staðurinn heitir Casamire en þar er mjög góður matur og hægt að sitja úti í garði á sumrin. Þessir staðir eru báðir í East Village þar sem ég bjó í nokkurn tíma. NÝJASTA UPPGÖTVUNIN ÞÍN? Ég er nýbúin að uppgötva skemmtilegan stað til að fá sér kokteil á! The Metropolitan Museum of Art, betur þekkt sem MET, er með skemmtilegan þak- garð og þaðan er magnað útsýni yfir Central Park. BESTI STAÐURINN FYRIR BÖRN? Hayden Planetarium er alltaf spennandi fyrir börn en þar er hægt að fræðast um himingeim- inn. Svo er oft gaman að taka krakkana í Central Park, hann hefur upp á svo margt að bjóða, dýragarð og margt fleira. HVAÐ HEFUR KOMIÐ ÞÉR MEST Á ÓVART VIÐ NEW YORK? New York er alltaf að koma mér á óvart. Ég fæ aldrei nóg af því að búa hérna og samt er ég búin að vera hérna í fimm ár. SKEMMTILEGASTA DAGSFERÐ- IN? Mér finnst rosa gaman að leigja mér bíl um helgar og skella mér á ströndina. Jones Beach er góð. Annars er gaman að rölta um bæinn, skella sér á listasöfn og flóamarkaði og svo framvegis. HEIMAMAÐURINN New York EDDA PÉTURSDÓTTIR, FYRIRSÆTA NÓTT Í FANGELSI Hostel Celica í Ljubljana er ódýr og listræn reynsla Í maí er sólin komin hátt á loft í London og borgarbúar þyrpast að bökkum Thames-ár þar sem hægt er að njóta gönguferða, setjast á krá, skoða söfn eða slappa af í sólinni. Enn sniðugra er að skreppa í bátsferð og skoða sögufrægar byggingar, allt frá þinghúsinu upp í London Eye séð frá ánni. Fyrirtækið Get Afloat býður upp á allar bátsferðir á hálfvirði í maímánuði og hægt er að hoppa upp í hvar sem er á þeim 346 kílómetrum sem Thames-á spannar. Til dæmis er rakið að sigla upp til Windsor-kastala og sjá ögn af breskri sveita- sælu í leiðinni. SIGLDU UPP ÁNA THAMES Kynntu þér nýjustu straumana í dönskum og alþjóðlegum arkitektúr og hönnun – og njóttu danska vorsins! Arkitektúr- og hönnunardagar í Kaupmannahöfn www.icelandexpress.is með ánægju Wonderful Copenhagen stendur fyrir arkitektúr- og hönnunardögum í Kaupmannahöfn, dagana 16.–18. maí. Í boði eru um 50 viðburðir, m.a. innlit á frægar arkitektastofur, partý í metró-hjólageymslunni, kynning á götumenningarhúsinu StreetMekka og kynnisferð um nýja Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Ókeypis er inn á viðburðina. Dagskrá er að finna á www.cphadd.com Bókaðu núna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.