Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Miklar verðhækkanir á hráolíu- verði síðustu vikurnar eru spá- kaupmönnum að kenna að mestu leyti. Þetta segir George Soros, einn þekktasti spákaupmaður heims, í samtali við breska dag- blaðið Daily Telegraph. Soros, sem hagnaðist gríðar- lega þegar hann veðjaði á gengis- lækkun breska pundsins árið 1992, segir olíuverðið nýjustu bóluna. Það muni ekki lækka að marki fyrr en neytendur taka að halda að sér höndum. Það gerist hins vegar ekki fyrr en efnahags- samdráttar verði vart í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega tvöfalt hærra en fyrir ári. Það fór í 135 dali á tunnu í síðustu viku og hafði aldrei verið hærra. Mál manna er að verðið geti vel farið nálægt tvö hundruð dala múrnum. Verðhækkun á olíudropanum samhliða háu hrávöruverði hefur keyrt verðbólgu upp beggja vegna Atlantsála, svo sem hér á landi, og geta seðlabankar helstu landa heims ekki annað en haldið stýrivöxtum háum til að sporna við frekari verðbólgu, segir spá- kaupmaðurinn. - jab GEORGE SOROS Einn þekktasti spákaup- maður heims segir kollega sína í bransan- um halda olíuverðinu uppi. MARKAÐURINN/AFP Spákaupmenn halda olíuverðinu uppi Nokkrir af stærstu stórmörkuð- um Bretlands eru að skoða kaup á stærstu verslunum matvöru- keðjunnar Somerfield. Stjórn- endur Somerfield ætla eftirleiðis að beina sjónum sínum að rekstri meðalstórra verslana í stað gímalda, að sögn breska dag- blaðsins Daily Telegraph. Allt að 200 verslanir af 900 gætu verið seldar víða um Bretland. Stærstu hluthafar Somerfield eru fjárfestingarmógúllinn Robert Tchenguiz, stjórnar- maður Existu, fjárfestingar- félagið Apax Partners og fleiri. Þá var Kaupþing, sem hefur fjármagnað fyrir tækjakaup Tchenguiz, skráð fyrir níu pró- senta hlut í þriggja mánaða upp- gjöri bankans í fyrra. Hluthafarnir vonuðust til að fá 2,5 milljarða punda, jafnvirði um 360 milljarða íslenskra króna, í sinn hlut. Telegraph segir eig- endur verða að slá af verðinu í skugga aðstæðna á fjármála- mörkuðum en tilboð hefur að- eins borið frá matvörukeðjunni Co-op. - jab EIN VERSLANA SOMERFIELD Stærstu verslanir matvörukeðjunnar verða hugsan- lega seldar til keppinauta. MARKAÐURINN/AFP Kaupa undan Somerfield Bjórrisinn Inbev, sem er í eigu belgískra og brasilískra fyrir- tækja, er sagður undirbúa yfir- tökutilboð í bandaríska drykkja- vörurisann Anheuser-Busch. Til- boðið gæti hljóðað upp á 65 dali á hlut. Heildarkaupverð yrði 46 milljarðar Bandaríkjadala, jafn- virði 3.300 milljarða króna. Viðræður hafa staðið yfir í rúmt ár, samkvæmt heimildum breska viðskiptablaðsins Financial Times. Gengi bréfa í Anheuser-Busch stóð í 53,9 dölum á hlut við opnun markaða í Bandaríkjunum á föstu- dag en rauk upp um 7,7 prósent þegar orðrómur fór á kreik um yfirtökuna. Anheuser-Busch framleið- ir Budweiser-bjórinn. Fyrirtæk- ið keypti í fyrrasumar fimmt- ungshlut í Icelandic Water Hold- ings, sem framleiðir átappað vatn í Ölfusi. Þótt Inbev sé ekki þekkt nafn hér á landi eru afurðirnar þekkt- ari. Þær eru til dæmis bjórteg- undirnar Stella Artois, Beck‘s og Leffe. Anheuser-Busch hefur séð um innflutning og dreifingu á vörum keppinautarins í Banda- ríkjunum í gegnum tíðina. - jab BIRGÐIR AF BUD Bjórrisinn Inbev mun vera að skoða yfirtöku á bandaríska keppi- nautinum Anheuser-Busch. MARKAÐURINN/AFP Bjórrisi smakkar á keppinauti Sir Tom Hunter, ríkasti maður Skotlands, laut í lægra haldi í baráttunni gegn Englend- ingunum hjá stórmarkaðnum Tesco í síðustu viku er hann ákvað að selja 29 prósenta hlut sinn í garðvörukeðjunni Dobb- ies Garden Centres. Talið er að hann hafi tapað tíu milljón- um punda, jafnvirði tæplega 1,5 milljarða króna, á sölunni. Hunter hefur fjárfest í félagi við Baug og aðra íslenska fjár- festa, svo sem í House of Fraser, auk þess sem hann á hlut í Jöt- unn Holding, sem situr á rúmum 4,8 prósentum í Glitni. Auður hans byggist á sölu á íþrótta- vöruversluninni Sports Division til JJB Sports, félags að hluta í eigu Existu, árið 1998. Hunter kom inn í hluthafahóp Dobbies fyrir tveimur árum og stefndi á yfirtöku hennar. Tesco kom hins vegar inn í hópinn með látum fyrir ári. Tesco ákvað nýverið að boða til hlutafjárútboðs í Dobbies. Hunter var mótfallinn gjörn- ingnum enda fyrirséð að hlutir þeirra sem ekki tækju þátt í út- boðinu þynntust verulega. Tesco hefur boðað þátttöku og mun hlutur verslunarinnar í Dobbies við það fara í 95 prósent. - jab Hunter yfirgefur blómabeðið Annas Sigmundsson skrifar Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu vikuna eftir að í ljós kom að villa í tölvuforriti olli því að afleiðu- samningar (CPDO) fengu hæstu lánshæfiseinkunn (Aaa) en hefðu átt að vera metnir fjórum þrepum lægra. Benedikt Stefánsson, sérfræðingur í greiningar- deild Landsbankans, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða afleiður af vísitölum tengdum skuldatryggingarálögum (CDS). „Þær ganga út á það að þeir gefa sér ákveðnar forsendur um það hvernig skuldatryggingarálag á skuldabréfum í ákveðnu safni muni þróast. Miðað við það verð- leggja þeir afleiðuna og selja síðan viðskipta vinum. Staðan er hins vegar byggð á mikilli lántöku – það er mjög auðvelt að éta upp allt eigið fé sem stendur að baki þessum söfnum,“ segir Benedikt. ABN Amro kom fyrst með þetta safn um mitt ár 2006 og matsfyrirtækið Standard og Poor´s var fyrst til að gefa þessum söfnum einkunn. „Það má segja að á þessum tíma hafi verið orðinn mikill æs- ingur í mönnum að búa til svona afleiður og þess vegna tóku menn vel í það að gefa safninu einkunn þrátt fyrir að uppbyggingin á því hafi verið mjög flókin,“ segir Benedikt. „Menn gáfu sér forsendur um það hvernig skulda- tryggingarálög (CDS spread) myndu þróast þó að það væri lítil saga þar að baki. Eftir að Standard og Poor´s höfðu gefið sínar einkunnir fylgdi Moody´s í kjölfarið. Það sem er síðan að koma í ljós núna er að Moody´s notaði ákveðna aðferðafræði við að búa til hermilíkön til að verðleggja afleiðuna. Í byrjun árs 2007 uppgötvast það að það hefur verið villa í líkaninu, hreinlega ein lína í tölvuforriti sem var vitlaus. Í reynd hefði safnið því átt að fá einkunn sem var allt að fjórum stigum lægri. Í stað þess að lækka einkunnina um fjögur stig fóru þeir frekar í það að breyta undirliggjandi forsendum þannig að niðurstaðan væri áfram sú sama.“ Í byrjun þessa árs birti Moody´s nýja grein- ingu á þessum afleiðusamningum og lækkuðu ein- kunn þeirra og þá voru fjórir milljarðar dollara úti- standandi og margir fjárfestar búnir að tapa miklu á viðskiptum með þeim. Benedikt telur þetta geta komið Moody´s mjög illa því starfsemi fyrirtækisins byggist á trausti viðskiptavina á aðferðum þess. Því geti þessi frétta- flutningur grafið undan trausti. „Einnig hefur verið í umræðunni að þeir hafi verið að breyta um greinendur á fyrirtækjum að beiðni fyrirtækj- anna sjálfra. Þetta stafar af því að fyrirtækin sem verið er að meta borga sjálf fyrir að fá greining- una gerða. Menn hafa þá verið óánægðir með þjón- ustu Moody´s og fengu þá annan greinanda í stað- inn,“ segir hann. Benedikt telur þetta ekki hafa bein áhrif á Ís- land og íslensk fyrirtæki því þær greiningar sem Moody´s hefur gert á hérlendum fyrirtækjum og ríkissjóði séu byggðar á aðferðafræði sem sé gegn- særri og sumpart auðveldari í framkvæmd en grein- ing á mjög flóknum afleiðusamningum. Lánshæfis- mat fyrirtækja sé í grunninn byggt á rannsókn á fjárhagsstöðu, viðskiptatengslum og áhættu. Mats- fyrirtæki eins og Moody´s fá þá nákvæma lýsingu á hvað stendur í samningum um lán og annað slíkt. Að sögn Benedikts hafa vogunarsjóðir verið í farar broddi þeirra sem nota flókin tölvulíkön til að verðleggja afleiður og eiga viðskipti með flókna afleiðusamninga. Það eru því ekki nýjar fréttir að ofur trú manna á flókinni aðferðarfræði sem fáir skilja til fulls geti leitt fjárfesta út á hálar brautir. Eitt þekktasta dæmið er af vogunarsjóðnum Long Term Capital Management (LTCM) sem var meðal annars stofnaður af tveim nóbelsverðlauna- höfum í hagfræði, þeim Myron Scholes og Robert C. Merton. Fyrirtækið var þekkt fyrir að beita flóknum tölfræðiaðferðum við spá um hreyfingar á skuldabréfamarkaði til þess að ná umframhagnaði. Sjóður inn varð hins vegar fyrir miklu áfalli haust- ið 1998 eftir að Rússar höfðu tilkynnt að þeir gætu ekki staðið við skuldbindingar um greiðslu af ríkis- skuldabréfum. Í kjölfarið urðu miklar sviptingar á mörkuðum og reyndist LTCM hafa misreiknað sig herfilega. Fór svo að Seðlabanki Bandaríkjanna fékk fjórtán stærstu fjárfestingarbanka heims til þess að kaupa LTCM í september árið 1998. Sjóður- inn hafði þá tapað 91% af eigin fé frá áramótum. Moody´s í vanda Breyttu undirliggjandi forsendum í tölvuforriti til að halda sömu niðurstöðu í stað þess að upplýsa um mistök sín. AFKASTAMIKLAR OG SVÍKJA ALDREI LIT KJARAN EHF. · SÍÐUMÚLA 12-14 · 108 REYKJAVIK · S: 510-5520 · WWW.KJARAN.IS · KJARAN@KJARAN.IS Litaljósritunarvélarnar frá Konica Minolta eru einfaldar og hagkvæmar í notkun, gefa kost á ódýrri litprentun og krefj ast lítils viðhalds. Tryggar, traustar og alltaf í vinnunni. BIZHUB C203 Litur: Já Afköst: 20 bls/mín Pappírskúff ur: 1.150 – 3.650 bls Pappírsþykkt: 64-271 g/m2 Tengi: USB, Ethernet Aðgerðir: Ljósritunar, prentun, skönnun, email Aukabúnaður: Fax, frágangsbúnaður BIZHUB C353 Litur: Já Afköst: 35 bls/mín Pappírskúff ur: 1.150 – 3.650 bls Pappírsþykkt: 64-271 g/m2 Tengi: USB, Ethernet Aðgerðir: Ljósritunar, prentun, skönnun, email Aukabúnaður: Fax, frágangsbúnaður BIZHUB C550 Litur: Já Afköst: 55 bls/mín Pappírskúff ur: 3.650-6.650 bls Pappírsþykkt: 64-256 g/m2 Tengi: USB, Ethernet Aðgerðir: Ljósritunar, prentun, skönnun, email Aukabúnaður: Fax, frágangsbúnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.