Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 16
135 15,5 115dalir eru nýjar hæðir sem olíutunnuverð náði síðasta fimmtudag. Verðið gekk reyndar aðeins til baka samdægurs, en hefur þó haldist vel yfir 130 dölunum. prósent er óbreytt stýrivaxtastig landsins, en stjórn Seðlabanka Íslands kynnti stýrivaxta- ákvörðun sína fyrir helgi. Næstu ákvörðunar er að vænta í júlíbyrjun. milljarðar norskra króna, rúmlega 1.600 íslenskir milljarðar, er tap norska olíusjóðsins á fyrsta fjórðungi ársins. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is Fregnum af útspilum stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi hefur verið vel tekið á markaði; fyrst gjaldeyrisskiptasamningum við þrjá norræna seðlabanka og nú síðast lagafrumvarpi fjármála- ráðherra um heimild ríkissjóðs til að taka allt að 500 milljarða króna að láni í útlöndum í því skyni að efla gjaldeyrisforðann. Yrði slík heimild fullnýtt væri um stærstu erlendu lántöku Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna. Eins og skýrt var frá í þessum dálki í síðustu viku er einnig talið að samkomulag sé í höfn við finnska seðlabankann um álíka gjaldeyrisskiptasamning og gerður var við hina frændur vora, auk þess sem rætt hefur verið við Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna … Allt í allt þúsund milljarðar? Telja má líklegt að forða Seðlabankans, með lánalínum, skiptasamningum og beinu reiðufé, megi mæla í allt að eitt þúsund milljörðum þegar útspil stjórnvalda og Seðlabankans verða að fullu komin til fram- kvæmda. Það er umtalsverð aukning frá forða upp á sjö milljarða, sem Seðlabankinn réð yfir árið 2001. Þúsund milljarðar munu auk þess vera nálægt þeirri upp- hæð sem forkólfar viðskipta- lífsins höfðu tjáð forystumönn- um ríkisstjórnarinnar að gæti verið nægilega há fjárhæð til að efla að nýju trúna á íslenska fjármálakerfið og stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara … Hvar Davíð keypti ölið Innan stjórnkerfisins er almennt talið að ekki megi vanmeta þátt Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið. Hjólin hafi farið að snúast af alvöru þegar Davíð fór að beita sér persónulega í við- ræðum við erlenda kollega sína og munu sambönd hans úr heimi stjórnmálanna og úr forsætis- r á ð u n e y t i n u ekki hafa spillt fyrir í þeim efnum … Stærsta lán allra tíma B A N K A H Ó L F I Ð Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi. Endurskoðun Fyrirtækjaráðgjöf Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.