Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G V iðskilnaður Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar er stað- festur.“ Þetta sagði Óli Björn Kárason, fyrrverandi ritstjóri DV og Viðskiptablaðsins, í viðskipta- bloggi sínu á dögunum. Vísaði hann til brotthvarfs Magnúsar úr varastjórn Ice- landic Group. Magnús, sem er stór hluthafi í félaginu, hafði verið stjórnar formaður Icelandic Group frá miðjum nóvember árið 2006. Hann steig úr stólnum fyrir aðalfund félagsins í apríl en gaf á móti kost á sér í varastjórn. Nú í maí dró hann það til baka og steig endanlega út fyrir stjórnarher- bergið. Nokkrum mánuðum fyrr hafði hann sömuleiðis skilað frá sér stóli stjórnarfor- manns Eimskipafélagsins. Viðmælendur Markaðarins telja afar ólík- legt að viðskilnaður hafi orðið í hópi hinn- ar heilögu þrenningar, þremenninganna sem komu eins og stormsveipur inn í ís- lenskt efnahagslíf skömmu eftir aldamótin með fangið fullt af fjármagni. Til þess séu vinaböndin alltof sterk. Þau hafi mótast á árunum sem þeir störfuðu í Rússlandi. Þar gekk mikið á, menn deildu blóði svita og tárum og styrktust vinaböndin mjög – nærri því á dulúðlegan hátt, ef marka má ummæli viðmælenda um vinfengi þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfs- sonar og Magnúsar Þorsteinssonar. BRAVÓ – RÚSSLAND Líkt og margoft hefur verið sagt frá varð auðsöfnun Samsonarhópsins til í Rússlandi á síðasta áratug síðustu aldar. Forsaga máls- ins var í stuttu máli sú að Björgólfur Guð- mundsson var framkvæmdastjóri Gosan- gosdrykkjaverksmiðjunnar þegar ákveðið var að flytja hana í heilu lagi frá Akureyri til Pétursborgar í Rússlandi árið 1993. Feðg- arnir sáu um flutninginn en tóku með sér hóp valmenna til að sjá um uppbygginguna þarna austur frá. Þar á meðal var Magnús Þorsteinsson frá Akureyri. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu verksmiðjunnar. Eins og sagan hermir gekk mikið á. Þrek- virki þurfti til að koma verksmiðju sem þessari á koppinn í því spillta umhverfi sem ríkti á rústum gömlu Sovétríkjanna. Menn lögðu mikið á sig. Menn með fjölskyldur sem bjuggu heima á Íslandi á meðan ermar voru brettar upp í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Slíkt getur tekið á, líkt og þeir þekkja til sem oft þurfa að dvelja langdvöl- um fjarri konu og börnum. Einum viðmæl- anda Markaðarins var á orði, að þarna úti hafi þremenningarnir bundist böndum með nær órjúfanlegum þræði. En erfiðið skilaði árangri tæpum áratug síðar. Bravo-verksmiðjan, sem þeir þre- menningar stýrðu og áttu á endanum, fram- leiddi og seldi gos og áfenga gosdrykki auk hefðbundins mjaðar og náði sterkri stöðu á Rússlandsmarkaði. Þegar best lét hafði það 25 prósenta markaðshlutdeild í Pétursborg og sex prósent í landinu öllu. Slíkt hlýtur að teljast þrekvirki. Utan um eignarhaldið var svo Bravo Inter national stofnað sem selt var til Hein- eken árið 2002 fyrir mjög hundruð milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um fjörutíu millj- arða íslenskra króna samkvæmt gengi dals gagnvart krónu þá. Salan lagði grunninn að auðæfum feðganna og Magnúsar Þorsteins- sonar og markaði brautina að þeim mikla vexti sem lá fyrir fótum þeirra hér á landi og erlendis. SAMEIGINLEGAR FJÁRFESTINGAR Árið sem salan á Bravo gekk í gegn var án nokkurs efa annasamt í dagbókum þre- menninganna í Samsonarhópnum. Þótt þeir hafi dag og nótt rekið farsæla bjórverk- smiðju í Rússlandi höfðu þeir ekki lokað augunum fyrir öðrum fjárfestingartæki- færum. Þeir Björgólfur Thor og Magnús höfðu fjárfest saman í einkavæðingu búlgarska ríkisins á lyfjafyrirtækinu Balkanpharma sem síðar rann saman við Pharmaco og í síðar Delta undir merkjum Actavis. Vöxtur lyfjafyrirtækisins var ævintýralegur í kjöl- farið. Hinn eiginlegi Samsonarhópur varð form- lega til síðla árs 2002. Hópurinn óskaði eftir kaupum á kjölfestuhlut ríkisins í Lands- bankanum í kjölfarið. Kaup á 48,5 prósenta hlut fyrir 12,3 milljarða króna voru svo inn- sigluð eftir langt og ítarlegt karp á gamlárs- dag sama ár. Kaupin voru eðlilega umdeild. Ekki skal þó fara nánar út í þá sálma hér. SAMSON SKIPTIR LIÐI Þótt Samsonarmenn hafi átt samleið í nokkrum fjárfestingarverkefnum horfðu þeir hver í sína áttina. Björgólfur Thor stofnaði fjárfestingar- félagið Novator í kringum áhættufjárfest- ingar í farsíma- og tæknifyrirtækjum, auk lyfjasafna, ekki síst í Austur-Evrópu. Hann hefur auðgast gríðarlega á verkefnum sínum, sérstaklega með sölu á búlgarska símafyrirtækinu BTC í fyrrasumar þegar hann seldi hlut sinn til bandaríska trygg- ingarisans AIG fyrir jafnvirði 127 milljarða króna á þávirði. Aðrar fjárfestingar liggja í farsímafyrirtækjum víða austantjalds. Þá hefur Björgólfur verið eigandi Actavis frá í fyrrasumar. Faðir hans hefur hins vegar fjárfest, eins og þekkt er orðið, í áhættuminni verkefn- um, svo sem í breska knattspyrnufélaginu West Ham. Ósagt skal hins vegar látið hvort þær hafi lukkast. Eignir hans liggja víða, svo sem í Landsbankanum og tengdum fé- lögum. Þar með talinn er ráðandi hlutur í Eimskipafélaginu og Icelandic Group. Þá eru viðamiklar fjárfestingar í fasteignum ótaldar. Magnús Þorsteinsson fór hins vegar á flug í bókstaflegri merkingu orðsins. Sama ár og salan á Bravo gekk í gegn keypti hann ásamt hópi fjárfesta helmingshlut í flugfélaginu Atlanta til móts við stofnend- urna, þau Arngrím Jóhannsson og Þóru Guðmundsdóttur. Tæpur fjórðungur kom úr eignasafni Búnaðarbankans sáluga en afgangurinn í formi aukins hlutafjár úr vösum Magnúsar. Engar fjárhæðir lágu á borðinu. Viðmælendur Markaðarins telja þó að Magnús hafi ekki reitt fram háar fjár- hæðir með kaupunum. Svipaða sögu er að segja af öðrum fjár- festingum Magnúsar. Hann fór stórum í kjölfarið með umsvifamiklum flugrekstri og stofnaði Avion Group utan um eignar- haldið. Margt var í pípunum. ÞÁ VORU EFTIR TVEIR Mörgum kom á óvart þegar Magnús seldi þeim Björgólfsfeðgum hlut sinn í Sam- sonarfélaginu fyrir sléttum þremur árum. Að því er hann sagði sjálfur frá á þeim tíma vildi hann einbeita sér að fjárfesting- um í almennri flutningastarfsemi og flug- rekstri. Þremur dögum síðar var tilkynnt að Burðarás, sem Björgólfsfeðgar réðu, hefði selt nærri allan hlut félagsins í Eimskipa- félagið til Avion Group, félags Magnúsar sem fór með tæpan fjórðungshlut í félag- inu. Gríðarstór flutningafélag á láði og legi var í mótun og tók við mikill vöxtur. Menn eru ekki á einu máli hvort hann hafi mátt vera einbeittari. Engu er hins vegar um það logið að kæli- og frystigeymslurisi með starfsemi um allan heim búi nú í Eimskipi. Rekstur flugrekstrarhlutans gekk hins vegar ekki sem skyldi. Haft var eftir Magnúsi að ekki væri á teikniborðinu að félagið færi sig úr flugrekstrinum. Þvert á móti félli hann vel að flutningaskipahlut- anum. Nafnabreyting Avion Group í Eimskipa- félagið var máske merki um það sem var í vændum. Þrátt fyrir orð Magnúsar kvarn- aðist talsvert úr rekstri Eimskipafélags- ins í kjölfar mikils og dýrkeypts vaxtar og varð úr að flugreksturinn var hægt og bít- andi seldur undan samstæðunni. Í desem- ber í fyrra sagði Magnús sig svo úr stjórn Eimskipafélagsins. Svipuðu máli gegnir um Icelandic Group. Eimskip keypti stóran hlut í félaginu fyrir þremur árum á háu gengi, í kringum sjö krónur á hlut. Félagið fylgdi lykilorðum íslensku útrásarinnar í kjölfarið, óx með fyrirtækjakaupum og skuldsetningu. Mat manna er að félagið hafi farið of geyst í fjárfestingum. Samþætting á nýjum fyrir- tækjum gekk seint og illa, forstjóraskipti tíð og lenti félagið í kröggum. Gengi hluta- bréfa þess hefur hríðfallið síðan Eimskip festi sér hlutaféð og er lántaka félagsins á dögunum merki um það sem koma skal. Líklegt þykir að það færist á endanum í bækur stærsta lánadrottins, Landsbank- ans. Afskráning félagsins er sömuleiðis í pípunum. ÓRJÚFANLEG BÖND Viðmælendur Markaðarins segja að þrátt fyrir vandræði félaga sem Magnús hafi komið nálægt og tengjast Björgólfs feðgum sé fjarri því að að stirt sé á milli þremenn- inganna. Með sölu á Samsonarhlut sínum hafi Magnús Þorsteinsson einungis verið að losa um fjármagn og marka aðra og sjálf- stæðari leið í fjárfestingum sínum og sé enn gott þeirra á milli. Reyndar benti einn heimildarmaður þeim tengdur að þótt góð tengsl séu milli þeirra aðgreini þeir við- skipti og vináttu. Viðmælendurnir benda jafnframt að þeir Björgólfur Guðmundsson og Magnús vinna enn náið saman í Rússlandi. Þar í landi eiga þeir og reka prentsmiðjuna Eddu Printing and Publishing Ltd. Um- svif fyrirtækisins austur frá er geysimikið og ver Magnús orðið miklum tíma í kring- um hana. Hvað sem öllu líður eru viðmælend- ur Markaðarins sammála um eitt. Mikil, sterk og næsta órjúfanleg bönd binda þá þremenninga saman sem eitt sinn mynd- uðu Samsonarhópinn. Mikið þarf til að slíta þau bönd og ólíklegt að slíkt gerist á næstunni. SAMSONARHÓPURINN VIÐ UNDIR- RITUN KAUPA Á LANDSBANKANUM Viðmælendur Markaðarins eru sammála um að vinaböndin á milli þremenninganna í Samsonarhópnum séu geysisterk og þurfi mikið að ganga á til að slíta þeim. Vinaböndin traust frá Rússlandsárunum Raddir eru uppi um að kalt sé á milli þeirra Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar, fyrrverandi Samsonarmanns, og ekki útilokað að vinátta þeirra sé öll. Brotthvarf Magnúsar úr stjórn Icelandic Group fyrir um hálfum mánuði var sagt síðasta skrefið. Menn eru sammála um að mikið hafi þurft að ganga á ef rétt er og vísa til þess að órjúfanleg vinátta hafi bundið þá saman í Rússlandi. Harla ólíklegt sé að slit hafi orðið á milli. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði málið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.