Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Á K V Ö R Ð U N A R F E R L I S T Ý R I V A X T A Í aðdraganda vaxtaákvörðunar efnir Seðlabanki Íslands til þriggja peningastefnufunda. Fundur Hvað er gert á hverjum fundi Á fyrsta peningastefnufundi Um það bil viku fyrir vaxtaákvörðunardag efnir bankastjórn til fundar þar sem ítarlega er farið yfir þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Á öðrum peningastefnufundi Á öðrum fundi er kynnt mat á samræmi peningastefnunnar og verð- bólgumarkmiðs og rætt hvernig rétt sé að bregðast við í ljósi grein- ingarinnar sem var kynnt og rædd á fyrri fundi. Lögð skulu fram til umfjöllunar drög að stefnuyfirlýsingu bankastjórnar. Vaxtaákvörðunarfundur Á ákvörðunarfundi bankastjórnar leggur formaður bankastjórnar fram tillögu um vexti og bankastjórarnir þrír ákveða hvort breyta eigi vöxtum. Einungis bankastjórarnir þrír hafa aðgang að loka fundinum þar sem vextir eru ákvarðaðir. Bankastjórn hefur heimild til að kalla aðila á sinn fund. Á þriðja peningastefnufundi Vaxtaákvörðun kynnt og lokahönd lögð á stefnuyfirlýsingu banka- stjórnarinnar. H V E R N I G Á K V A R Ð A R B A N K A S T J Ó R N S E Ð L A B A N K A Í S L A N D S V E X T I ? Vextir eru ákvarðaðir af bankastjórn Seðlabankans. Í bankastjórninni sitja þrír menn: Davíð Oddsson, sem jafnframt er formaður bankastjórnar, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson. Ferli vaxtaákvörðunar hefst um viku fyrir vaxtaákvörðunardag. Haldnir eru þrír svokallaðir peningastefnufundir þar sem farið er yfir stöðu mála. Á fyrsta peningastefnufundi leggja sérfræðingar bankans fyrir bankastjórnina ýmsa hagvísa. Á öðrum fundi eru hagvís- arnir ræddir í samanburði við núverandi vaxtastig. Eftir þann fund hittast bankastjórarnir þrír á vaxtaákvörðunarfundi og ákveða hvort breyta eigi vöxtum. Loks er efnt til þriðja og síðasta peningastefnufundarins þar sem ákvörðun bankastjórnar er kynnt þeim sem sitja peninga- stefnufundi og gengið endanlega frá stefnuyfirlýsingu bankastjórnar. P E N I N G A S T E F N U F U N D I R Um það bil viku fyrir vaxtaákvörðunardag efnir bankastjórn til peningastefnufundar þar sem ítarlega er farið yfir þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Á þessum fundi skal leggja fram öll tiltæk gögn sem máli skipta við greiningu á framvindu efnahagsmála og við mat bankans á samræmi peningastefnu og verðbólgumarkmiðs. Meðal þessa efnis eru Hagvísar og frekari vísbendingar um þróun. H V E R J I R S I T J A P E N I N G A S T E F N U F U N D I ? Peningastefnufundi sitja auk bankastjórnar aðalhagfræðingur og staðgengill hans, fram- kvæmdastjórar alþjóða- og markaðssviðs, fjármálasviðs, og tölfræðisviðs og aðrir sérfræð- ingar eftir því sem bankastjórn ákveður hverju sinni. Aðrir hafa ekki aðgang að þessum fundum. H V A Ð E R B I R T Í F U N D A R G E R Ð U M F R Á V A X T A Á K V Ö R Ð U N A R F U N D U M ? Seðlabankar víðs vegar um heiminn birta gjarnan fundargerð frá vaxtaákvörðunum. Í fund- argerðinni má finna niðurstöðu atkvæðagreiðslu seðlabanka, umræður innan bankastjórnar og hvernig atkvæði falla um vaxtaákvarðanir. Ef ágreiningur er um framvindu mála má sjá sjónarmið hvers meðlims bankastjórnar og umræður sem eru innan bankastjórnarinnar. F U N D A R G E R Ð I R S E Ð L A B A N K A Í S L A N D S Engin fundargerð er skrifuð á vaxtaákvörðunarfundinum en á peningastefnufundum er gerð fundargerð en hún er ekki birt opinberlega. H elsta röksemdafærslan gegn því að birta fundar gerðir frá vaxtaákvörðunarfundi er að það muni draga úr umræðum á fundinum sjálfum ef menn þyrftu að standa frammi fyrir alþjóð með fundargerð. Um- ræður væri ekki jafnskilvirkar á fundinum og líkur á verri ákvarð- anatöku, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðla- banka Íslands. Þorvarður Tjörvi segir það mjög misjafnt milli seðlabanka hve langt þeir gangi í því að birta upp- lýsingar um niðurstöðu kosninga um vexti. Hann bendir á að ólíkt sé milli landa hvort fundargerðir eru skrifaðar og ef þær eru skrif- aðar hvort þær eru gerðar opin- berar. Sem dæmi nefnir hann að engin fundargerð er gerð á Nýja- Sjálandi en þar er einungis einn bankastjóri sem er einráður, líkt og í Ísrael. Þar tekur einn banka- stjóri endanlega ákvörðun en hins vegar eru haldnir peningastefnu- fundir líkt og á Íslandi en þar eru fundargerðir birtar. Þorvarður Tjörvi bendir á nýlegt dæmi frá Ísrael þar sem aðalhagfræðingur bankans var ósammála banka- stjóranum, sem kom í ljós þegar fundargerð var birt skömmu eftir vaxtaákvörðun. GAGNSÆISBYLTING Þorvarður segir að gagnsæis- bylting hafi átt sér stað á síð- ustu árum meðal seðlabanka og ákaflega stutt síðan þeir gáfu ekki upp hvert væri stýritæki þeirra eða markmið bankans. Þorvarður bendir á að einungis séu um fimmtán ár síðan Seðla- banki Bandaríkjanna hóf að auka gagnsæi peningamálastefnunnar og bæta upplýsingagjöf til mark- aðarins. Verðbólgumarkmið er ákveðið samskiptaform milli seðlabanka, almennings og markaðsaðila. Seðlabankar með verðbólgumark- mið hafa verið mjög opinskáir og gagnsæir. „Gagnsæi hefur fylgt því að seðlabönkum hefur verið fengin aukin völd og aukið sjálf- stæði. Þá er gerð ákveðin krafa til seðlabanka um að greina skil- merkilega frá hvernig þeir fara með þetta vald sem almenningur hefur gefið þeim.“ VAXTASPÁ Í STAÐ FUNDARGERÐAR Þorvarður Tjörvi segir að erfitt sé að segja til um hvort skortur á upp- lýsingum um vaxtaákvörðunina hafi áhrif á trúverðugleika seðla- banka. Þorvarður Tjörvi telur mikilvægast að bankar greini skil- merkilega frá því hvaða ákvörðun hann tekur og hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér. Þorvarður bendir á að þegar kemur í ljós að það er ágreiningur er um vaxta- ákvörðun er hægt að reyna að lesa út úr því hvert vextir muni þróast á næstu misserum. Seðla- banki Íslands hefur farið þá leið að birta einfaldega spá um þróun vaxta. „Spá Seðlabanka Íslands er spá sérfræðinga en ekki banka- stjórnarinnar sjálfrar líkt og hjá Seðlabanka Nýja-Sjálands, Sví- þjóðar og Noregs. Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur sagt þetta eina bestu vísbendingu um þróun næstu misseri. Að mörgu leyti er Seðlabanki Íslands einn sá gagnsæasti í heimi eins og pen- ingastefna hans er núna. Seðla- banki Íslands er einn af fjórum seðlabönkum í heimi sem gefa út stýrivaxtaferil. Í hvert skipti sem Peningamál eru gefin út er gefin út spá um þróun stýrivaxta næstu þrjú árin,“ segir Þorvarður. FRUMKVÆÐI KOMI FRÁ ÞINGHEIMI Spurður hvort hann telur rétt að fulltrúar Seðlabankans komi fram fyrir þingnefndum bendir Þorvarður á að fulltrúar Seðla- banka Íslands koma fram fyrir þingnefndum en ekki opinber- lega líkt og tíðkast víðs vegar er- lendis. Hann bendir einnig á að Ben Bernanke, formaður banka- stjórnar Seðlabanka Bandaríkj- anna, er aldrei með blaðamanna- fundi eftir stýrivaxtaákvarðanir og Alan Greenspan var aldrei með sjónvarpsviðtöl. Spurður hvort eðlilegt sé að auka samvinnu þing- heims og Seðlabankans segir Þor- varður eðlilegt að frumkvæðið komi frá þingheimi. „Öll umræða um peningastefnuna er að gagni og ég get ekki ímyndað mér að það standi á Seðlabankanum að veita þessar upplýsingar og við fögnum hverju tækifæri til að út- skýra sýn okkar á peningastefn- una og efnahagsmálin,“ segir Þor- varður. Úr reykfylltu bakherbergjunum Gagnsæisbylting hefur átt sér stað undanfarin ár meðal seðlabanka heimsins. Margir sérfræðingar telja næsta skref að auka gagnsæi vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands. Björn Þór Arnarson ræðir við sérfræðinga og fer yfir málið. GAGNSÆISBYLTING Þorvarður Tjörvi Ólafsson segir að gagnsæisbylting hafi átt sér stað undanfarin ár. Þ FRIÐJÓ Situr í ban Mark MARKAÐ V I N N U T I L H Ö G U N S E Ð L A B A N K A V E G N A S T Ý R I V A X T A Á K V Ö R Ð U N A R Birtir seðlabanki fundargerð frá stýrivaxtafundi? Birtir seðlabanki stýrivaxtaspá? Ísland Nei Já Bandaríkin Já Nei Nýja-Sjáland Nei, einráður Já England Já Nei Evrópa Nei Nei Japan Já Nei Ísrael Já Nei Svíþjóð Já Já Noregur Já Já

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.