Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 1
Ingimar Karl Helgason skrifar „Þessi verðbólguskot eru alltaf upp á við. Verð- bólgan hefur farið vaxandi frá árinu 2003 í mjög föstum takti. Það væri kannski nær að tala um verðbólgustökk,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti yfir hækk- un vísitölu neysluverðs hefur vísitalan verið á stöðugri uppleið undanfarin fimm ár. Hagstofan birti í fyrradag vísitölu neysluverðs fyrir þennan mánuð. Vísitalan hækkaði um 1,37 prósent milli mánaða, en tólf mánaða verðbólga mælist 12,3 prósent. Skuldir heimilanna nema ríflega fimmtán hundrað milljörðum króna. Ætla má að fjórir fimmtu séu verðtryggðar skuldbindingar, bæði hjá bönkunum og íbúðalánasjóði. Samkvæmt því hafa um sautján milljarðar króna bæst við höfuðstól verðtryggðra skuldbindinga heimilanna, með aukinni verðbólgu í mánuðinum. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar eru um 130 þúsund heimili í landinu. Hækkun á vísitölu neyslu- verðs í mánuðinum hefur því þau áhrif að ríflega 130 þúsund krónur leggjast ofan á höfuðstól verð- tryggðra lána hvers einasta heimilis í landinu, að jafnaði. Gylfi segir að svona hafi þróunin verið undan- farin ár. Því hafi verðbólgan lagt mjög mikið ofan á verðtryggðar skuldir. Upphæðirnar skipti tugum milljarða króna í heildina. Samkvæmt Hagstofunni rýrnar kaupmáttur al- mennings að jafnaði nú um stundir. Fram hefur komið í Markaðnum að stórir hópar hafa jafnframt orðið fyrir kaupmáttarrýrnun undanfarin ár, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi almennt aukist. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir þetta slæmt fyrir heimilin. „Þau sitja uppi með hærra verðlag, þó svo að það dragi úr verðbólguhraðanum. Þetta verður þó hugsan- lega unnið til baka með auknum kaupmætti síðar.“ Ingólfur bætir því við að ekki sé allt neikvætt fyrir heimilin í þessari þróun. „Heimilin eiga líka miklar verðtryggðar eignir, til dæmis í lífeyrissjóðunum.“ 146 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 28. maí 2008 – 28. tölublað – 4. árgangur 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com ...við prentum! Seðlabanki Íslands hefur keypt gjaldeyri á innlendum gjald- eyrismarkaði eftir að skil- yrði sköpuðust til þess haustið 2002. Frá þeim tíma og fram á þetta ár keypti bankinn rúm- lega tvo milljarða Bandaríkja- dala á innlendum millibanka- markaði með reglulegum kaup- um, að því er fram kemur í grein Ingimundar Friðriks- sonar seðlabankastjóra í Mark- aðnum í dag. Ingimundur bendir á að lán- taka síðla árs 2006 hafi leitt til tvöföldunar gjaldeyrisforða bankans. „Fyrr í þessum mán- uði gerði Seðlabankinn gjald- miðlaskiptasamninga við þrjá norræna seðlabanka að fjár- hæð 1,5 milljarðar evra. Skipta- samningarnir eru í reynd ígildi forða. Að þeim meðtöldum er gjaldeyrisforði Seðlabankans í dag um 3,5 milljarðar evra, þ.e. um 400 milljarðar króna,“ segir Ingimundur en forðinn var sjö milljarðar króna árið 2001. - bih Gjaldeyris- forðinn stóraukinn Verðbólgan kostar fólk tugi milljarða Um sautján milljarðar króna bætast við höfuðstól verð- tryggðra skulda heimilanna, vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs í mánuðinum. Það jafngildir því að ríflega 130 þúsund krónur bætist við skuldir hvers heimilis. 2003 2004 2005 2006 2007 2008 V Í S I T A L A N E Y S L U V E R Ð S 2 0 0 3 - 2 0 0 8 300 250 200 „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hvað stærstu hluthaf- arnir í SPRON sætta sig við að fá fyrir félagið,“ segir Jafet Ólafs- son, framkvæmdastjóri Veigs fjár- festingar- félags, um sameiningar- viðræður Kaupþings og SPRON. Tilkynnt var um við- ræðurnar 30. apríl, og þá gefið út að þær ættu að taka fjórar vikur. Fjórðu vikunni lýkur í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er útlit fyrir að viðræðurnar teygi sig eitthvað yfir mánaðamótin. Von sé á tilkynningu frá félögunum innan tíðar. Gengi hluta í SPRON var rétt rúmlega fimm krónur á hlut þegar tilkynnt var um viðræð- urnar. Síðan hefur gengið lækkað um fimmtíu aura. Markaðsvirði SPRON er ríflega 22,5 milljarðar króna. „Ég tel eðlilegt að félögin taki sér góðan tíma í þessar viðræður,“ segir Jafet. „En mér finnst raunar að þau hefðu átt að gefa sér lengri tíma til þessa í upphafi en fjórar vikur.“ Stærstu hluthafar í Kaupþingi eru Exista BV og Egla Invest BV, auk þess sem Arion safnreikn- ingur heldur utan um stóran hlut. Stærsti hluthafinn í SPRON er sjálfseignarstofnunin SPRON- sjóðurinn. „Viðræðurnar eru í fullum gangi,“ segir Guðmundur Hauks- son, forstjóri SPRON. Fleira vill hann ekki segja um málið. - ikh Viðræður dragast á langinn GUÐMUNDUR HAUKSSON Forstjóri SPRON Samsonarhópurinn Órjúfanleg vinabönd Vaxtaákvörðun Seðlabanka Úr reykfylltum bakherbergjum Þorvaldur Lúðvík Með ólæknandi flugdellu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.