Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 S K O Ð U N Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og for- maður efnahags- og skattanefnd- ar, hefur staðið í stórræðum að undanförnu. Umdeild frumvörp um efnahagsmál og viðskipti hafa verið á hans könnu. Sem dæmi má nefna frumvarp sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að lána verðbréf og frumvarp um skattfrelsi söluhagnaðar af hlutabréfum. Hvort tveggja hefur mikið verið gagnrýnt. Pétur á að baki langan feril í stjórnmálum og í atvinnulífinu. Hann er fæddur í júní 1944. Hann lauk doktorsprófi í trygg- ingastærðfræði frá Háskólan- um í Köln 29 ára gamall. Hann hefur komið víða við, meðal annars verið kennari við Verzlunarskóla Íslands, stunda- kennari við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Raunvísinda- deild sama skóla. Pétur er enginn nýgræðing- ur þegar kemur að því að stýra, en hann hefur setið í ótal stjórn- um ýmissa fyrirtækja. Árið 1982 var hann einn af átta stofn- endum Kaupþings hf. Tveim- ur árum síðar varð hann fram- kvæmdastjóri bankans og stýrði honum allt til ársins 1991. Kaup- þing er nú í hópi sjö stærstu banka á Norðurlöndum og starf- ar í þrettán löndum. Árið 1991 breytti Pétur um vettvang með því að byrja að kenna við Verzlunarskóla Ís- lands allt til ársins 1994 en þá var hann starfandi stjórnarfor- maður Tölvusamskipta hf. Það var svo árið 1995 að önnur stór breyting varð á högum hans, þegar hann var kjörinn á þing. Stjórnmálaskoðanir hans hafa verið afar umdeildar og þær ganga oft lengra en skoðanir flokkssystkina hans. Þrátt fyrir gagnrýni andstæðinga og mót- byr í hópi samherja hefur hann ávallt verið samkvæmur sjálf- um sér. Aðaláherslur í stefnuskrá hans eru að draga úr umsvif- um ríkisins og einfalda skatt- kerfið. Pétur hefur ekki gengið til mikilla metorða innan Sjálf- stæðisflokksins, þótt hann hafi vafalaust haft töluverð áhrif á stefnu hans undan farin ár. - aþk/gbh Trúr sinni sannfæringu S A G A N Á B A K V I Ð . . . P É T U R H . B L Ö N D A L , A L Þ I N G I S M A N N Netverslun ishusid.is Er of hátt hitastig? Loftkæling fyrir: -Netþjóna -Skrifstofur -Veitingastaði -Verslanir Netversl ishusid.is Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðisins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi Tímar eru: 6:30, 7:30, 10:00 og 12:00 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 2. júní Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is María Másdóttir Eigandi Blómahönnunar, blómaskreytir og listfræðingur – Missti 6,2 kg á 4 vikum Frábær leiðsögn, frábær stöð og mesta aðhald sem hægt er að fá. Betra en einkaþjálfun! Svo er líka fínt að kílóin fuku og orkan hefur aukist og almenn vellíðan. Ég gerði þetta af skynsemi og þú getur það líka! Gunnar M. Sigurfinnsson Framkvæmdarstjóri hjá Icelandair – Missti 25% fituforðans á 2 mánuðum Besta námskeið sem ég hef farið á. Kílóin fuku og ég er kominn vel á leið með breyttan lífsstíl og líður mikið betur. Engar öfgar heldur bara skynsemi. Gríðarlega mikilvægt til að halda út daginn og ég finn vel hversu krafturinn hefur aukist til að takast á við krefjandi verkefni hvers dags. Guðrún Einarsdóttir Blómaskreytir í Blómavali – 15 kg af síðan 5. nóvember Krafturinn hefur aukist og mér fannst frábært að fá aðhaldið og einkaþjálfunina. Breytti alveg um lífsstíl og jók hreyfinguna mikið. Stöðin er hlýleg og umhverfið og viðmót starfsfólksins er frábært. Reglulega vel farið ofan í mataræðið og á alveg nýjan hátt, hugsað út frá því að auka vellíðan í daglegu lífi. Vellíðanin sem ég finn í dag er eins og að fá sér góða sneið af franskri súkkulaðiköku. Fjögurra vikna lúxusnámskeið fyrir konur og karla Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilíf- eyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegn- um tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karl- inn stóð á sviðinu, baðaður í sviðs- ljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björ- gólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára – löggiltir elli- lífeyrisþegar. Töffarar, jafn flott- ir í tauinu og aftur komnir á há- tindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefn- um. Fantafínir tónleikar. Auðvit- að löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðin- legu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörm- ung – og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í ein- hver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf út- sjónarsemi. Sýn á hlutina, skálda- gáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir – allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.