Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 28. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l holmfridur@ markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Okkar þekking nýtist þér ... Komfort loftkæling Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Gott úrval til á lager af öllum helstu gerðum. Komum á staðinn og veitum ókeypis ráðgjöf. s. 440-1800 * Rétt hitastig og hreint loft * Eyðir svifögnum, lykt ofl. * Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, svaraði hressi- lega fyrir sig á blaðamannafundi síðastliðinn fimmtudag þegar til- kynnt var um óbreytta stýrivexti hjá Seðlabankanum. „Núna er í gangi margvísleg eftiráspeki og hún er tiltölulega léttvæg. En ef það er svo að menn uppi í Háskóla Íslands sáu fyrir þær þrengingar sem urðu á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði í júlí og ágúst 2007 þá held ég að þeir hefðu átt að segja frá því. Þeir hefðu getað sparað heimsmarkaðnum milljónir eða trilljónir evra og punda. Það er því vont að þeir skyldu þegja yfir þeirri vitneskju sinni,“ sagði formaður bankastjórnarinnar. Þótt gaman megi hafa af hnyttnum tilsvörum þeirra sem kunna best þá list að svara fyrir sig eru umræður um þessi mikilvægu úrlausnar- efni satt best að segja ekki á mjög háu plani þegar deilur snúast um hver hafi sagt hvað fyrir nokkrum árum eða séð hin eða þessi vand- ræðin fyrir. Þá eru aðalatriðin orðin aukaatriði og aukaatriðin sannar- lega aðalatriði. Sú spurning hlýtur að vakna hvort réttmætt sé af for- manni bankastjórnar Seðlabankans að afgreiða framkomna gagnrýni aðeins sem eftiráspeki? Auðvitað er rétt að fráleitt er að kenna Seðla- banka Íslands um undirmálskrísuna í Bandaríkjunum og alþjóðlegar afleiðingar hennar, en samt er ekki hægt að líta framhjá því að inn- lendir sérfræðingar hafa oft á umliðnum árum sett fram varnaðarorð um málefni bankans. Þannig sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, í viðtali í þessum fjölmiðli í september 2005 að stórfelld útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskum krónum gæti leitt til gengishruns með hættu á óðaverðbólgu ef Seðlabankinn lækkaði vexti snögglega. Þannig hefðu líkurnar á gengisfalli og gjald- eyriskreppu aukist verulega. Þetta gæti gert Seðlabankanum erfiðara um vik við að lækka vexti þótt efnahagsástandið kallaði eftir því. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Í skýrslunni Krónan og atvinnu- lífið, eftir þá Ólaf Ísleifsson og Halldór Benjamín Þorbergsson, sem kom út sumarið 2006 á vegum Viðskiptaráðs, er ítrekað fjallað um skaðlegar afleiðingar hágengisstefnunnar. Ragnar Árnason prófessor hefur einnig fjallað um vaxtastefnuna, Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor hefur kallað eftir stækkun gjaldeyrisvaraforðans í blaða- greinum frá árinu 1999 og Gylfi Magnússon, lektor í hagfræði, marg- oft sömuleiðis hin síðari ár, svo aðeins fáein dæmi séu nefnd. Vitaskuld er miklu auðveldara um að tala en í að komast og hér verður því ekki haldið fram að jafnvægislist með hina viðkvæmu ís- lensku krónu sé auðveldur leikur, né að byggja upp öflugan gjaldeyris- varaforða þegar stjórnmálamenn kalla í sífellu eftir auknum fjár- útlátum til ýmiss konar verkefna og fjárfestinga og ríkisfjármálin þenjast út, ár frá ári. Hver sagði hvað og hvenær er samt auðvitað ekki kjarni málsins. Það sem mestu skiptir er að seðlabanki hverrar þjóðar á að sjálfsögðu að vera undir samdrátt búinn hvenær sem er. Efnahagslægðir, kreppur og hagsveiflur eru fyrirbæri sem við getum hvenær sem er átt von á og við eigum auðvitað að vera með nægjanlega traust kerfi til að ráða við slíkar aðstæður. Sem betur fer bendir flest til þess að í þeim efnum stöndum við nægilega vel. Stuðningur norrænu seðlabankanna bendir ótvírætt til að svo sé. En jafnljóst er að betur má ef duga skal. Veður eru viðsjál á alþjóðlegum mörkuðum og brýnt að verjast af festu. Niðurstaðan er því sú að eftiráspeki sem slík komi málinu lítt eða ekkert við. Aðalatriðið er ekki að þykjast þess umkominn að sjá fyrir alþjóðlegar niðursveiflur. Miklu fremur er mikilvægt að vera ávallt undir þær búinn. Aukaatriði verða að aðalatriðum og öfugt. Aðeins eftiráspeki? Björn Ingi Hrafnsson „Að vera á móti evrunni er eins og að vera á móti internetinu!“ sagði finnski utanríkisráðherr- an á norrænni ráðstefnu um Evr- ópumál í Osló fyrr á þessu ári. Ummælin lýsa að mínu mati vel þeirri stöðu sem uppi er í gjald- eyrismálum, ekki bara fyrir Ís- land heldur fyrir öll lítil vest- ræn hagkerfi sem eru þátttak- endur í alþjóðavæðingunni. Gengis áhætta er kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki og miklar gengis- sveiflur draga úr viðskiptum milli landa. Það er alls ekki sjálf- gefið að hægt sé að fullnýta kosti alþjóðavæðingarinnar ef heima- myntin er sveiflugjörn og hvergi gjaldgeng nema í héraði. Slíkt hagkerfi verður ávallt viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áföllum, eins og reynsla okkar Íslendinga af alþjóðlegu lausafjárkreppunni sýnir. Áhættan er mikil og kostn- aður fyrirtækja og einstaklinga sömuleiðis. Fyrir Ísland er umræðan um evruna eðlilegt framhald af þróun síðustu 15-20 ára. Þjóð- félagið hefur gjörbreyst við EES-aðild, opnun fjármagns- og vinnumarkaðar, einkavæðingu og aðrar kerfislægar breyting- ar. Kerfisbreytingarnar gerðust á sama tíma og ytri skilyrði voru okkur hagfelld, erlendir vextir lágir, verðlagning evrópskra fyrir tækja hagstæð og aðgangur að fjármagni nægur. Hér hefur verið kjörumhverfi til vaxtar og íslensk fyrirtæki hafa mörg náð undraverðum árangri. Actavis, Marel og Össur, sem öll eiga sterkar rætur á heimamarkaði, hafa t.d. náð umtalsverðri mark- aðshlutdeild á heimsvísu, hvert á sínu sviði. Bankarnir hafa einnig vaxið gríðarlega, en einnig fyrir- tæki í öðrum geirum – eins og t.d. líftækni. Atvinnumöguleikar Íslendinga eru nú fjölbreyttari en áður, sérfræðistörfum hefur fjölgað og lífskjör eru betri. Með alþjóðlegu lausafjár- kreppunni hafa orðið kaflaskil í íslenskum efnahagsmálum. Tímabil hraðs vaxtar erlendis er lokið, a.m.k. í bili. Hjá fyrir- tækjunum tekur við úrvinnsla og aðlögun að breyttum aðstæð- um. Þetta er eðlileg þróun í lífs- hlaupi allra fyrirtækja og þjóða, þótt auðvitað hafi ekki verið fyrirséð að alþjóðleg lánsfjár- kreppa yrði kveikjan að breyt- ingunum. Þörfin fyrir stöðugt rekstrarumhverfi minnkar alls ekki við þessar nýju aðstæður, þvert á móti. Ljóst er að al- þjóðleg fyrir tæki munu færa sí- fellt stærri hluta starfseminn- ar úr landi ef sveiflur í gengi verða viðvarandi miklar. Þetta gæti t.d. átt við um rannsóknar- starf, þróun og yfirstjórn. Með flutningi úr landi eru fyrirtækin ekki bara að sækjast eftir geng- isstöðugleika fyrir reksturinn, heldur að auka aðgang sinn að alþjóðlegum fjármagnsmörkuð- um – bæði hvað varðar lánsfé og hlutafé. Það er staðreynd að ís- lenska krónan hefur fælt marg- an erlendan fjárfestinn frá því að fjármagna íslensk fyrirtæki. Þetta er óviðunandi staða fyrir alþjóðleg fyrir tæki sem þurfa sí- fellt að fjárfesta til að viðhalda stöðu sinni á heimsvísu. Íslensk fjármálafyrirtæki standa auk þess frammi fyrir því að hafa ekki óvéfengjanlegan aðgang að lánveitanda til þrautavara, þ.e. seðlabanka sem getur prentað alþjóðlega peninga. Samkeppnis- hæfni íslenskra fjármálafyrir- tækja er að þessu leyti skert og að óbreyttu geta þau ekki vaxið frekar. Í raun er líklegt að þau þurfi að draga saman seglin, eða jafnvel flytja einhvern hluta starfseminnar til útlanda. Ekkert af ofantöldu krefst þess að við skiptum um mynt, en gefur ríka ástæðu til að skoða málið. Myntin okkar stendur í vegi fyrir framþróun á ákveðn- um sviðum og við þurfum að vera meðvituð um það. Ákvarðanir eða ákvörðunarleysi í gjaldeyrismál- um munu ráða miklu um fram- haldið; hvaða atvinnugreinar og hvaða störf verða hér eftir 5 til 10 ár. Umræðan um evru og þar með Evrópusambandsaðild er því ekki bara eðlilegt fram- hald af því sem orðið er, heldur nauðsynlegt framhald – hver sem niður staðan verður. Hafa þarf í huga að sumir af helstu kostum krónunnar eru ekki þeir sömu og áður. Meðal mikil- vægustu raka fyrir sjálfstæðri mynt er að hún getur hjálpað ef stóráföll dynja yfir. Dæmi um slík áföll væri hrun fiskistofna eða náttúruhamfarir sem eyði- leggja virkjanir eða önnur fram- leiðslutæki og kippa þannig stoð- unum undan tekjumöguleikum þjóðarinnar. Snörp veiking krón- unnar myndi milda mjög afleið- ingar slíkra áfalla, með því að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum. Nú hafa tímarnir breyst og flest bendir til þess að krónan geti verið sjálfstæð uppspretta stór- áfalla. Sviptingar á alþjóðamörk- uðum geta valdið gríðarlegum sveiflum í gengi krónunnar og breytt aðgengi fyrir tækja og heimila að fjármagni á einni nóttu. Slíkar sveiflur valda stór- skaða. Þær draga þróttinn úr at- vinnulífinu, sem aftur kann að draga úr aðgengi Íslands að al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. Önnur mikilvæg rök fyrir sjálf- stæðri mynt eru að hún gerir okkur kleift að beita vöxtum við hagstjórn. Margoft hefur verið bent á hvað það sé mikilvægt fyrir hraðvaxta Ísland að þurfa ekki að búa við peningamála- stjórn hægvaxta Evrópu – þ.e. lága vexti þegar þörf er á háum vöxtum. Víðtæk verðtrygging hér á landi, ófullkominn skulda- bréfamarkaður og fyrirkomu- lag við fjármögnun húsnæðis- lána er hins vegar með þeim hætti að stýrivextir hafa þurft að hækka gríðarlega til að ná fram umdeildum áhrifum á neyslu og fjárfestingar. Reynslan sýnir að þessi aðferðafræði er bæði erfið og kostnaðarsöm, sérstak- lega þegar alþjóðlegir skamm- tímavextir eru lágir og áhættu- vitund sljó, eins og verið hefur undanfarin ár. Landið er ber- skjaldað fyrir áhlaupum spekúl- anta og krónan berst eins og lauf í vindi, með tilheyrandi áhrifum á atvinnulíf og heimili. Sem sagt: þegar upp er staðið er afar erf- itt fyrir lítið land að keyra sjálf- stæða peningastefnu. Alþjóðlega lausafjárkreppan hefur svo sannarlega skerpt lín- urnar í gjaldeyrismálum. Málefni sem við töldum að við hefðum mörg ár til að taka afstöðu til krefjast nú tafarlausrar athygli og úrlausnar. Alþjóðaumhverfið hefur breyst, spurningarnar hafa breyst og valmöguleikarnir eru ekki þeir sömu og áður. Allt eru þetta einkenni hraðrar al- þjóðavæðingar og síbreytileika. Í svona umhverfi hafa ákvarð- anir tilhneigingu til að taka sig sjálfar ef enginn tekur af skarið. Þetta á ekki síst við um ákvarð- anir sem við komum ekki auga á að þurfi að taka, eða neitum að horfast í augu við að þurfi að taka. Það að vera á móti evru- umræðu er svo sannarlega eins og að vera á móti internetinu. Á móti internetinu? Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans O R Ð Í B E L G „Að vera á móti evrunni er eins og að vera á móti internetinu!“ sagði finnski utanríkisráðherran á norrænni ráðstefnu um Evrópumál í Osló fyrr á þessu ári. Gengisvísitala nefnist vísi- tala sem mælir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagn- vart krónunni. Um er að ræða vegið meðal- tal af því hversu marg- ar krónur fást fyrir hverja einingu af erlendum gjald- miðli. Myntirnar sem mynda vísitöl- una eru myntir helstu viðskiptalanda Ís- lands sem valdar eru af Seðlabankanum. Talað er um að krón- an sé að styrkjast þegar gengisvísitalan lækkar en að krónan sé að veikjast þegar hún hækkar. Sem dæmi má nefna að í byrjun desember 2001 var gengisvísitalan 151 stig og þá kostaði einn Bandaríkjadalur 110 krónur. Hins vegar var gengis- vísitalan í 101 stigi í nóvember 2005 og þá kostaði einn dalur 58 krónur. Gengisvísitala GENGISVÍSITALAN er í sögu- legu hámarki um þessar mundir og fór í 159 stig 14. maí síðastliðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.