Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 1
Verðbólga í OECD | Ársverð- bólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) var 3,4 prósent í apríl, miðað við 3,5 prósent í mars. Í nýbirtum tölum kemur fram að mest var verðbólgan hér 11,7 prósent, en minnst í Japan, 0,8 prósent. Bankar í Ameríku | Búist er við að bandaríski bankinn Lehman Brothers tapi allt að 300 milljón- um Bandaríkjadala á öðrum fjórð- ungi þessa árs. Það yrði fyrsta tapið frá skráningu bankans á markað. Fjármögnunarþörf bank- ans er sögð kunna að nema þrem- ur til fjórum milljörðum dala. Fasteignir í Hong Kong | Fast- eignaverð í Hong Kong í Kína féll um 24,4 prósent milli ára í ný- liðnum mánuði, að því er Forbes greinir frá. Þá hefur velta einnig minnkað, um 7,4 prósent frá fyrra mánuði og um 22,6 prósent miðað við maí í fyrra. Flug í Evrópu | Ryanair, eitt stærsta lágjaldaflugfélag Evrópu, segir rekstur geta staðið í járn- um fari olíuverð ekki yfir 130 dali á tunnuna. Félagið kynnti í gær fimmtungs hagnaðaraukningu á síðasta rekstrarári, sem lauk í mars. Aukin vefverslun | Viðskipti á netinu blómstra í Bretlandi þrátt fyrir að horfur í efnahagslífinu þyki dökkar. Breska ríkisútvarpið vitnar í nýja skýrslu þar sem fram kemur að í fyrra hafi verið versl- að á netinu fyrir 14,7 milljarða punda, 35 prósentum meira en árið áður. 14 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 4. júní 2008 – 23. tölublað – 4. árgangur 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Ingimar Karl Helgason skrifar „Það er aukin eftirspurn eftir lánum,“ segir Þor- björg Guðnadóttir, deildarstjóri lánadeildar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hún bendir á að í apríl hafi útlán sjóðsins numið um 800 milljónum króna, sem er tvö til þrjú hundr- uð milljónum króna meira en að jafnaði mánuðina á undan. Ekki eru komnar tölur fyrir maí. „Þetta er greinilega stökk upp á við,“ segir Þorbjörg. „Það hefur orðið einhver aukning í þessum al- mennu sjóðfélagalánum eftir að bankarnir lokuðu á lán,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs. Hann segir eitthvað um að lán séu nú hærri en áður. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, segir að þar á bæ finni menn fyrir „ágætis eftirspurn“ en segir fátt meira. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Al- menna lífeyrissjóðsins, segir að mikil eftirspurn hafi verið eftir lánum sjóðsins. „Þetta byrjaði raunar í fyrra. Þá lánuðum við ríflega fjóra milljarða króna, en heildarlánin árið áður námu um einum og hálfum milljarði.“ Arnaldur Loftsson hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum segir að einhver aukning hafi verið í lánum, en þó ekki mikil. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, segir ekki undarlegt að mikið sé spurt eftir lánum hjá lífeyrissjóðum, enda hafi bankarnir nánast lokað útlánadeildum í bili. „Innstreymi í lífeyrissjóðina hefur ekkert minnkað þannig að þeir þurfa sem fyrr að fjár- festa jafnt og þétt og gera það ýmist með útlán- um eða kaupum á verðbréfum. Þeir hafa því svig- rúm til að lána fé, beint eða óbeint, með kaupum á skuldabréfum, og það er enn mikilvægara nú en á undanförnum árum að þeir haldi því áfram.“ Lífeyrissjóðir lána sjóðfélögum gegn veði og fer veðhlutfallið yfirleitt upp að 65 prósentum af fasteignamati eða sölumati löggilts fasteignasala. Venjulega er ekkert hámark á lánum, nema það takmarkast af veðrými. Veðhlutfall lífeyrissjóð- anna nú er orðið ekki mikið lægra en hjá bönkun- um. Sjá Veðhlutfall … síðu 2 Stórt stökk upp á við hjá lífeyrissjóðunum Sjóðfélagalánum lífeyrissjóða hefur fjölgað síðustu vikur og upphæð þeirra hækkað. Aukin eftirspurn eftir lánum segja margir. Dósent við Háskólann segir þetta ekki koma á óvart. Vistvænn kostur! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Marel Framtíð í kjúklingi Atvinnuhorfur stúdenta Þrengingar í haust „Truflanir í uppfærslu á við- skiptakerfi okkar í Svíþjóð ollu töfum,“ segir Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallarinnar. Seinkun var á opnun Kaup- hallar Íslands í gær. Fyrir slétt- um þremur mánuðum var einnig bilun á kerfi Kauphallarinn- ar sem olli klukkutímaseinkun á opnun hennar. Ástæðuna má rekja til tæknilegra erfileika í viðskiptakerfinu Saxess. Kerfið, sem er samnorrænt, olli einnig seinkunum á Norðurlöndunum í fyrradag. Komið var fyrir bil- unina áður en viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér og varð hennar því ekki vart hér. Þórður segir viðskiptakerfið alla jafna mjög stöðugt og muni hann ekki eftir því að kerfið hafi brugðist tvo daga í röð síðan hann kom til starfa í Kauphöll- inni. Nokkurrar óánægju gætir meðal fjárfesta á Norðurlöndun- um með þá tæknilegu erfiðleika sem hafa verið undanfarna daga. Claes Hemberg, hagfræðingur við Avanza Bank í Stokkhólmi segir ekki traustvekjandi þegar nýtt kerfi virki ekki. - bþa Bilun í Kauphöllinni „Menn féllu í bjartsýnisgryfju eftir uppgjör fyrsta ársfjórð- ungs,“ segir Kristján Bragason, sérfræðingur hjá greiningar- deild Landsbankans. Deildin er svartsýn á horfur á norrænum mörkuðum í nýju áliti sem hún sendi frá sér á mánudag. Þar kemur fram að mikil verð- bólga samhliða háu olíuverði muni koma niður á norrænum hlutabréfamörkuðum. Gert sé ráð fyrir nokkrum sveiflum það sem af er ári. Á heildina litið verði vöxturinn hins vegar lítill eða enginn. Íslensk fyrirtæki koma sér- staklega illa út úr samanburði við norræn fyrirtæki. Af fimm fé- lögum sem hafa lækkað mest frá í júní í fyrra eru fjögur íslensk. Það eru Exista, SPRON, Teymi og Bakkavör. Fimmta fyrir tækið er svo hið norska Renewable En- ergy Corp en gengi bréfa í fyrir- tækinu hefur fallið um 45,1 pró- sent frá sama tíma í fyrra. „Ís- land hefur verið í sviðsljósinu erlendis og gengislækkun krón- unnar farið illa með flest fyrir- tæki hér. En það verður spenn- andi að sjá uppgjör fyrirtækja hér á öðrum fjórðungi,“ segir Kristján. - jab Íslensk fyrirtæki lækka mest KRISTJÁN BRAGASON Landsbankinn er svartsýnn á horfur á norrænum hluta- bréfamörkuðum á árinu. MARKAÐURINN/GVA Frístundin Hlaup, dans og skrif

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.