Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l holmfridur@ markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Undanfarna mánuði hefur Ísland verið töluvert í kastljósi erlendra fjölmiðla. Umfjöllunin hefur raunar verið langt umfram það sem ætla mætti miðað við títt- nefnda höfðatölu og smæð lands- ins. Í flestum tilfellum kemur þetta ekki til af góðu. Efasemdir hafa verið uppi um styrk hagkerfisins og fjár- málageirans, einkum vegna ein- kenna ofþenslu og hlutfalls legrar stærðar hins síðarnefnda í ís- lensku hagkerfi. Stærð fjármála- geirans og smæð hagkerfisins veldur því að áhrif alþjóðlegs fjármálaóróa eru jafnvel meiri hérlendis en víða annars stað- ar. Fyrir þá sem fylgjast með erlendri umfjöllun um Ísland teljast fyrirsagnir á borð við að „Ísland sé að bráðna“ eða „Að sprungur myndast í ísnum“ varla til tíðinda. Þrátt fyrir að held- ur hafi dregið úr slíkum frétta- flutningi síðustu vikur er ljóst að orðspor og ímynd Íslands hefur beðið hnekki. BÖLMÓÐUR TIL VANSA Umræða af þessu tagi hefur einnig smitað þjóðarsálina, sem birtist í óhóflega neikvæðri um- ræðu innanlands um efnahags- og viðskiptalíf. Þetta er hvim- leitt í ljósi þess að uppgangur viðskiptalífsins á stóran þátt í góðri stöðu ríkissjóðs (vegna hárra skattgreiðslna) og hefur gert Íslendinga málsmetandi á sviðum sem við tókum ekki þátt í áður. Tímabundnar efnahagsleg- ar þrengingar, með hárri verð- bólgu og stýrivöxtum, eru að auki ekki vel til þess fallnar að blása mönnum kjark í brjóst. Segja má að orðræðan að undanförnu hafi frekar einkennst af depurð og svartsýni en þeim krafti sem öllum er ljóst að býr í íslenskri menningu og atvinnulífi. Bölmóður af þessu tagi er til vansa og sagan sem sögð hefur verið að undanförnu gefur alls ekki rétta mynd af stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði, né þeim tækifærum sem við blasa. Stoðir íslensks efnahagslífs eru nú fjölbreyttari og öflugri en fyrir fáum árum og styrkleikar víða, m.a. í mikilli náttúrufegurð, fjölbreyttum auðlindum, þróuð- um atvinnuvegum og innviðum á öllum sviðum, sterku lífeyris- sjóðskerfi, auk menntunar og þekkingar Íslendinga. Þörf er á nýrri sögu um Ís- land. Hennar er þörf til að rétta af skaddað orðspor landsins sem nú er efnahags- og viðskiptalífi til trafala. Sagan þarf að hafa tvennt til að bera. Í fyrsta lagi verður hún að byggja á raun- verulegum styrkleikum þjóðar- innar. Annars verður mögulegur ávinningur í besta falli skamm- vinnur. Í öðru lagi þarf sagan að tengjast hagsmunamálum sem eru áhugaverð í alþjóðlegu sam- hengi. Að öðrum kosti verður ekki fjallað um framlag Íslands utan landsteinanna. Því er rétt að huga að hvar áhugi heims- byggðarinnar liggur og hvað það er helst sem Ísland hefur fram að færa. ÞEKKING SEM Á AÐ NÝTA Stærsta og mest ögrandi við- fangsefni mannkyns um fyrir- sjáanlega framtíð er að sjá þjóð- um heims fyrir orku án þess að skaða umhverfið frekar. Birgðir jarðefnaeldsneytis fara þverr- andi á meðan orkuþörf eykst stöðugt. Pólitískur og hagrænn þrýstingur hefur aukið áhuga á endurnýtan legum, vistvænum orkugjöfum gríðarlega og hraðað þróun tækni til muna. Á tímum kolefniskvóta og útblástursheim- ilda mun slíkur áhugi aðeins vaxa og hraði tækniþróunar aukast. Hér hafa Íslendingar margt fram að færa. Virkjun og nýt- ing fallvatna og jarðvarma til orkuframleiðslu á sér áratuga sögu hérlendis og vegna henn- ar hefur orðið til dýrmæt þekk- ing. Um 80% af orkuþörf okkar eru uppfyllt með endurnýtan- legum orkugjöfum og stöndum við þar fremst meðal þjóða. Ef marka má umfjöllun, m.a. nýlega í Newsweek, er eftir þessu tekið og sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að næsta tækifæri Íslands, og það stærsta til þessa, liggi á sviði grænnar orku. Það er óumdeilt að íslenskt hugvit á sviði nýtingar endur- nýjanlegra orkugjafa er með því fremsta sem þekkist. Sér- fræðiþekking hefur verið byggð upp hjá íslenskum verkfræði- stofum og opinberum fyrirtækj- um og stofnunum. Þessa þekk- ingu ber okkur skylda til að nýta til fullnustu bæði hérlendis sem erlendis. Sú skylda er annars vegar gagnvart skattborgurum, sem eiga rétt á hámörkun arðs af fjárfestingu í innviðum orku- geira og uppbyggingu þekkingar. Skylda okkar er einnig gagnvart alþjóðasamfélaginu, því íslensk þekking getur verið þungt lóð á vogarskálar hagfelldari fram- tíðar umhverfisvænnar orku- vinnslu í heimi þar sem slík orka verður nauðsynlegri með hverj- um degi sem líður. SAMSTARFS ER ÞÖRF Til þess að Ísland láti verulega að sér kveða í vinnslu endurnýtan- legrar orku þarf að finna leið- ir til að virkja þá þekkingu sem orðið hefur til í opinberum fyrir- tækjum og stofnunum. Eðlilega er mikilvægt að hlúa markvisst að þessari þekkingu og efla hana. Í þeim efnum er jákvætt að horfa til áhuga bæði íslenskra og er- lendra menntastofnana á að láta til sín taka. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að finna sér- þekkingu okkar farveg í arðbær- um verkefnum á erlendri grund. Til að svo verði er þörf á frekara samstarfi milli opinberra fyrir- tækja og einkaframtaks. Mjög mikilvægt er að fyrri mistök við að koma á slíkri sam- vinnu verði ekki til þess að ótví- ræður ávinningur af frekari nýt- ingu einkaframtaks í orkugeir- anum verði virtur að vettugi. Annars er hætt við að enn frekar fjari undan tækifærum við nýt- ingu okkar dýrmætu þekkingar. Það þarf að reyna áfram og til þess þarf skýran vilja, pólitíska samstöðu og þor. Innan seilingar er íslensk forysta á sviði endur- nýtan legrar, vist vænnar orku- vinnslu. Slík forysta er saga sem mun gagnast við uppbyggingu sterkrar og jákvæðrar ímyndar Íslands. Innviðirnir eru til staðar svo sagan getið orðið að veruleika og hún fjallar um eitt stærsta hagsmunamál heimsbyggðar- innar, aukið framboð vistvænna orkugjafa. Þessi saga verður hins vegar ekki sögð án þess að kraft- ar einkaframtaks verði þar stór kafli. Tækifærið er núna. Tím- inn er núna. Ísland þarf nýja sögu Fyrir helgi var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Svona fram sett er þessi staðreynd kannski ekki til þess fallin að fólk kippist við af æsingi, en breytingin er hins vegar mikilvægari en gæti virst við fyrstu sýn. Breytt lög eru nefnilega forsenda þess að hér geti í haust hafist í Kauphöll Íslands viðskipti með hlutabréf skráð í evrum. „Und- irbúningur hjá öllum er í fullum gangi. Við stefnum að því að þessi viðskipti hefjist 24. nóvember,“ sagði enda Einar Sigurjóns- son, forstjóri Verðbréfaskráningar Íslands, í frétt Markaðarins í Fréttablaðinu á föstudag. Á sama tíma er ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu Kauphall- arinnar. Þessa dagana einkennir ládeyða viðskipti þar og skyldi engan undra. Óvissa er enn mikil í skugga lausafjárþurrðar á al- þjóðamörkuðum, kaupendahliðin fátækleg og fjárfestar halda að sér höndum. Úr verður ástand sem ómögulegt er að spá fyrir um hversu lengi varir. Þá er áhyggjuefni hversu mörg félög eru við það að hverfa úr Kauphöllinni. Fari svo að SPRON renni saman við Kaupþing eru þau sjö talsins. Hvískrað er um að fleiri kunni að vera á útleið. Við slíka blóðtöku eykst einsleitni Kauphallarinnar og vægi fjármála- fyrirtækja í vísitölum hennar eykst enn. Til lítils er fyrir fjárfesti að ætla að dreifa áhættu með kaupum í Úrvals- vísitölunni, ef hann gæti eins sett pen- ingana í nokkra banka. Þá eru litlar líkur á að önnur fyrirtæki komi í næstu bráð í staðinn fyrir þau sem hverfa, vegna þess hve erfitt er um þessar mundir að afla fjár á markaði. Sömuleiðis er fækkun skráðra fyr- irtækja áhyggjuefni fyrir stofnanir á borð við Seðlabanka Íslands, sem reið- ir sig á upplýsingar af markaði við spá- gerð og áætlanir. Skráð fyrirtæki taka á sig mikla upplýsingaskyldu, en mun tregar gengur að nálgast upplýsingar frá óskráðum fyrirtækjum. Svartnættið er hins vegar ekki al- gjört. Einnig má líta svo á að í sumum tilvikum hið minnsta sé um nauðsyn- lega hreinsun að ræða í Kauphöllinni og óvíst að öll fyrirtæki hafi átt þang- að erindi til að byrja með. Annars stað- ar hefur markaðsárferðið orðið til þess að velta með bréf félaganna hefur nán- ast staðnað og gríðarlegir efnahagsörð- ugleikar orðið til þess að hlutir fær- ast á færri hendur. Með evruskráningu hlutabréfa í byrjun næsta vetrar og tækifærum sem hún kann að hafa í för með sér, þegar fjarlægður er sá þrösk- uldur sem krónan er erlendum fjárfest- um, fjölgar líka tækifærum Kauphall- arinnar. Þá má ekki gleymast að þótt félög hverfi úr Kauphöllinni standa eftir öflug félög. Þá bíða einhver, svo sem Promens, sem boðað hafa skráningu í evrum á næsta ári. Eins bera forsvarsmenn erlendra kauphalla sig vel. „Færa má fyrir því rök að aldrei hafi verið betra að stunda kauphallar- viðskipti,“ sagði til dæmis Clara Furse, forstjóri Lundúnakaup- hallarinnar (LSE), nýlega í spjalli við tímaritið The Economist. Víða hafa nefnilega blómstrað viðskipti með hvers kyns afleidd- ar vörur á fjármálamarkaði. Með það í huga má horfa með nokk- urri bjartsýni til frumvarps (sem reyndar hefur verið frestað til haustsins) sem heimilar lífeyrissjóðum að lána hlutabréf, en það er forsenda þess að hér verði komið á svokölluðum skortsölu- markaði og þau viðskipti með það dregin fram í dagsljósið úr þeim skúmaskotum þar sem þau eru núna stunduð. Hins vegar hjálpar ekki til óvissuástand sem enn ríkir þrátt fyrir afar jákvæð skref sem tekin hafa verið í styrkingu gjaldeyr- isforða landsins. Núna er beðið stórrar lántöku íslenska ríkisins til styrktar gjaldeyrisforðanum. Óljóst er á hvaða kjörum ríkið fær tekið lán, en um leið ljóst að bankarnir horfa til lántöku rík- isins sem nokkurs konar mælistiku á hvaða kjör þeim kunni sjálf- um að bjóðast í stórum skuldabréfaútgáfum. Í eðlilegu árferði mætti gera ráð fyrir að umfram álag bankanna miðað við ríkið næmi 10 til 20 punktum. En eins og málum er háttað nú er frem- ur gert ráð fyrir að kjör þeirra verði 50 til 60 punktum lakari. Í öllu falli er ljóst að fjárfestar finna tæpast sjálfstraustið fyrr en sér fyrir endann á hremmingum fjármálaheimsins og um leið á því skorti á trausti sem fjármálakerfið hér býr við á alþjóðavett- vangi. Seðlabankinn og ríkið hafa tekið stór skref í rétta átt með lánalínum og heimild til frekari lántöku til styrkingar gjaldeyris- forða landsins. Nú þarf bara að ljúka þessu ferðalagi. Evran bankar aftur upp á í Kauphöllinni. Á sama tíma eru viðskipti í sögulegu lágmarki og afskráningar tíðar. Tími breytinga í Kauphöll Íslands Óli Kristján Ármannsson Vogunarsjóðir eru ákveðin tegund fjár- festingarsjóða sem átt hefur sívax- andi vinsældum að fagna meðal fjár- festa um heim allan. Í ítarlegri um- fjöllun greiningardeildar Kaupþings í byrjun áratugarins eru vogunar sjóðir sagðir „lokaðir fjárfestingarsjóðir sem, ólíkt hefðbundnum verðbréfa- sjóðum, hafa heimildir til að beita margvíslegum fjárfestingar aðferðum við að ná hámarksávöxtun að teknu tilliti til áhættu fyrir sjóðsfélaga sína“. Sjóðir þessir, með því að uppfylla ákveðin lagaleg skilyrði, falla ekki undir hefðbundnar reglur um fjárfestavernd og er því gefinn lausari taumurinn í fjárfestingarstefnu. Meðal aðferða sem vogunarsjóðir beita eru skortstöður, skuldsetning og afleiddar vörur á fjármálamörkuðum, svo sem skuldatryggingar. Vogunarsjóðir taka meiri áhættu í fjárfestingum og verður arðsemi eigin fjár meiri þegar vel tekst til, en að sama skapi eykst áhættan á tapi. „Því til viðbótar eru sjóðirnir lokaðir almenningi, þ.e. standa aðeins fag fjár- festum til boða,“ segir í áður nefndri um- fjöllun greiningardeildarinnar. Vogunarsjóður O R Ð Í B E L G Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Á HELLISHEIÐI Greinarhöfundur kallar eftir dug til að fylgja á eftir útrás í orkugeiranum þar sem ómæld tækifæri séu og nýtingu þekkingar sem hér hafi orðið til í opinberum fyrirtækjum og stofnunum. MARKAÐURINN/GVA Sömuleiðis er fækkun skráðra fyrirtækja áhyggjuefni fyrir stofnanir á borð við Seðlabanka Íslands, sem reiðir sig á upplýsingar af markaði við spá- gerð og áætlanir. Skráð fyrirtæki taka á sig mikla upplýsinga- skyldu, en mun tregar gengur að nálgast upplýs- ingar frá óskráð- um fyrirtækjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.