Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 16
20% 3.800 33,4er boðuð hækkun Eastman Kodak á ljós-myndavélum, prenturum, pappír og fleiru á næstu mánuðum vegna hrávöruverðs- hækkana. reikningar voru opnaðir á fyrsta degi eftir að Landsbankinn hleypti af stokk- unum Icesave-netinnlánsreikningum sínum í Hollandi. milljarðar króna segir Hagstofan að hafi verið verðmæti útflutnings í aprílmánuði. Innflutningur nam 40,7 milljörðum og vöruskipti því óhag- stæð um 7,3 milljarða króna. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Alltaf er fengur að bókum á íslensku um viðskipti og athafna- fólk. Warren Buffet-aðferðin ætti því að vera kærkomin lesning, ekki síst fyrir íslenska fjárfesta sem brennt hafa sig illa á hluta- bréfaviðskiptum síðustu misser- in. Það er Mikael Torfason, rithöf- undur og fv. ritstjóri, sem gefur bókina út, en Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, ritar inngang og formálinn er eftir Má Wolfgang Mixa, sérfræðing hjá Icebank. Buffet er, eins og kunnugt er, ríkasti maður heims, gegnum fjár festingar félagið Berkshire Hathaway og í bókinni er kafað ofan í fjárfestingarspeki hans, kenndar aðferðir til að meta fyrirtæki og fjárfestingar kosti og beitt til þess auðskildum aðferð- um, en Buffet hefur sjálfur ávallt sagt að hver sem er geti beitt þeim aðferðum sem hann hefur sjálfur beitt með góðum árangri gegnum tíðina … Ekki beint íslenska aðferðin Inngangur Gylfa Magnússonar að bókinni er hnýsilegur, ekki síst þessi setning: „Íslenskir fjárfestar virðast undanfarin ár flestir hafa hugsað á allt öðrum nótum en Buffet. Áhersla margra íslenskra fjárfesta á að reyna að ná skjótfengnum gróða með því að veðja á verðhækkun á mörkuð- um og magna uppsveifluna með því að nota lítið eigið fé en mikið lánsfé er eins fjarri hugmynd- um Warrens Buffets og hugsast getur.“ Kannski hér sé komin ein skýringin á því að Buffet nýtur stöðugrar velgengni, ár eftir ár, en íslenskir fjárfestar berj- ast nú við timbur- menn eftir veislu- höld síðustu ára og sjá sumir hverjir ekki til sólar … Hverjir eiga lausafé? „Cash is king“ er fræg setning á ensku úr heimi viðskiptanna og vísar til þess að á krepputím- um sé lausafé töfraorðið, þegar margir eiga öll sín verðmæti bundin í nær óseljanlegum fast- eignum eða hlutabréfum, sem enginn vill heldur selja á bruna- útsölu. Við slíkar aðstæður skap- ast oft góð kauptækifæri fyrir þá sem hafa verið útsjónarsamir og ekki sett öll sín egg í sömu körfuna. Alþekkt er að mikil eignatilfærsla verður í niður- sveiflu áður en hagur markaðar- ins fer að vænkast á nýjan leik og hér á landi er nú mjög horft til þeirra sem eiga þó eitthvað eigið fé til þess að koma inn í fjárþurfi félög, eða taka þau hreinlega yfir. Buffet-aðferðin Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi. Endurskoðun Fyrirtækjaráðgjöf Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.