Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Frumvarpið fer út núna. Það ræðst á haustþingi hvað verður,“ segir Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna. Verkalýðshreyfingin hefur lýst mikilli andstöðu við frumvarp sem felur í sér heimild til þess að lífeyrissjóðir geti lánað verð- bréf. Ýmsir hafa hins vegar lýst stuðningi við þessi ákvæði frum- varpsins. Þar á meðal eru Samtök fjármálafyrirtækja, Landssam- band lífeyrissjóða og Kauphöllin, en frumvarpið varð til að frum- kvæði hennar. Frumvarpið gerir nú ráð fyrir að lífeyrissjóðum verði heimilt að lána 12,5 prósent skulda- og hluta- bréfa sinna. Ákvæði um hluta- bréfalán taki gildi um áramót, en annað við gildistöku frumvarps- ins. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir það vont mál að frumvarpinu hafi verið frestað. „En aðalatriðið er að þetta verði.“ - ikh Lífeyrissjóðamálinu frestað til haustsins Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins, stóru bankarnir þrír og stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa komist að samkomulagi um stofnun Frumtaks, sem er sérstakur sjóður sem mun fjár- festa í nýsköpunar- og sprota- fyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar, segir í til- kynningu. Frumtak mun hafa að minnsta kosti 4,6 milljarða króna á næstu árum til fjárfestinga. Sérstakt 1,5 milljarða króna framlag til Ný- sköpunarsjóðs af tekjum ríkis- sjóðs vegna sölu Símans er stofn- inn í Frumtaki. Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn leggja fram 1,5 milljarða króna og sex af stærstu lífeyrissjóðum landsins leggja fram 1,6 milljarða króna. „Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtaki er ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskipta- áætlanir. Frumtaki er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem nauðsynlegt er vegna útrás- ar eða markaðssóknar íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði, ekki síst þegar möguleiki er á sameiningu eða samruna við fyrir tæki í eigu Frumtaks,“ segir í tilkynningunni. - as Milljarðasjóður fyrir nýsköpun ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Iðnaðar- ráðherra segir að einmitt nú þegar á móti blási í efnahagslífi sé höfuðnauðsyn að leggjast á eitt um að bæta vaxtarskilyrði nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Árangur íslenskra fyrirtækja á heimamarkaði hefur ekki verið síðri en fyrirtækja sem hafa lagt áherslu á erlenda markaði. Þetta kemur fram í rannsókn Einars Svanssonar hjá ParX. At- hugun hans tók mið af alþjóðlegri INNFORM-rannsókn og náði til 192 stærstu fyrirtækja landsins. „Bakkavör og Actavis eru dæmi um fyrirtæki sem hafa náð meiri árangri með auknum vexti erlendis. Síðan má líka hafa í huga að mikill vöxtur hefur verið í byggingastarfsemi hér heima á sama tíma,“ segir Einar. - ikh Góður árangur á heimamarkaði „Þetta er mjög sjaldgæft, en ef fólk skuldar þá er það sett í inn- heimtuferli,“ segir Einar Sigur- jónsson, fjármálastjóri Háskól- ans á Bifröst. Á dögunum var auglýst nauð- ungaruppboð á íbúð í Breiðholti. Eini kröfuhafinn var háskólinn. Samkvæmt Lögbirtingablaði nemur krafa háskólans ríflega einni milljón króna. Fasteignamat íbúðarinnar sem krafist er að verði seld upp í skuldina er ríflega átján milljón- ir króna. Markaðnum er ókunnugt um að menntastofnun hafi áður kraf- ist nauðungarsölu á eign nem- anda síns. „Að öllum líkindum er hér um húsaleiguskuld að ræða,“ segir Einar. Ólíklegt sé að skuldin hafi komið til vegna skólagjalda, þar sem fólk fái iðulega fyrirgreiðslu hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna vegna þeirra. - ikh Bifrastarstúdent á nauðungaruppboði BORGAR SIG AÐ BORGA Háskólinn á Bifröst hefur krafist þess að íbúð nemanda verði boðin upp vegna skuldar við skólann. MARKAÐURINN/HARI G E N G I S Þ R Ó U N Ingimar Karl Helgason skrifar „Lækkun veðhlutfalls kann að vera merki um að banki sé að draga sig út af húsnæðismarkaðnum, í bili að minnsta kosti,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. Veðhlutfall banka og sparisjóða vegna fasteigna- lána hefur lækkað. Landsbankinn fer til að mynda niður í sextíu prósent, í fasteignalánum í íslenskum krónum, en krefst raunar ekki fyrsta veðréttar. Landsbankinn býður almennt upp á íbúðalán með sjötíu prósenta veðhlutfalli, miðað við markaðs- verð. Sama veðhlutfall er hjá Glitni, en á báðum stöðum geta sumir fengið hærra veðhlutfall. Það er nú 80 prósent hjá Kaupþingi og Íbúðalánasjóði. Sparisjóðirnir bjóða 75 prósenta veðhlutfall. Það er 65 prósent hjá lífeyrissjóðum. Það er af sem áður var þegar bankar buðu allir lán sem námu 100 prósentum af markaðsvirði. Þórólfur Matthíasson bendir á að veðhlutfall og vextir séu hluti lánakjara og þar með hluti þess sem bankar noti í innbyrðis samkeppni sinni um viðskiptavini. Þegar samkeppni um þá var sem hörðust árið 2004 hafi sést dæmi um að lánshlut- fall færi upp í 100 prósent. Hann segir að einnig beri að hafa í huga að eign sé trygging þess sem lánar, geti lántakandi ekki staðið í skilum. „Lækkun veðhlutfalls kann því einnig að vera til merkis um að lánveitendur telji verð eigna of hátt nú og að verðið muni verða lægra í framtíðinni. Lækkun veðhlutfalls væri þá varúðarráðstöfun sem ætlað væri að tryggja hagsmuni skuldareiganda kæmi til greiðslufalls í framtíðinni.“ Haft var eftir Arnóri Sighvatssyni, aðalhagfræð- ingi Seðlabankans, í gær, að spá bankans um þriðj- ungs raunlækkun fasteignamats kynni að hafa verið vanmat. Hann lét þess enn fremur getið að stjórnvöld gætu falið Seðlabankanum að stýra veð- hlutfallinu. Ekki einungis veðhlutfallinu hjá Íbúða- lánasjóði, heldur hjá bankakerfinu í heild. Þórólfur bendir á að lánsfé sé bönkunum dýrt nú um stundir. „Húsnæðislán eru lengstu lán sem þeir veita og þeim er nokkuð þröngur stakkur sniðinn varðandi breytingar á vaxtakjörum á útistandandi húsnæðislánum. Það er því í hæsta máta eðlilegt að þeir reyni að draga úr húsnæðislánum til að minnka fjármögnunarþörf sína í bráð og lengd.“ Þá kunni undirmálslánavandræði í Bandaríkjunum að hafa orðið til þess að ekki þyki gott fyrir lánastofnanir að hafa of mikið af húsnæðislánum í lánasafninu. „Það kunna því að vera rök sem snúa bæði að hús- næðismarkaðnum og rök sem snúa að alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hníga í þá átt að það borgi sig ekki fyrir bankana að auka í stöður sínar á hús- næðismarkaðnum.“ Veðhlutfallið lækkar Bankar kynnu að vera að draga sig út af húsnæðismark- aðnum segir prófessor við Háskóla Íslands. Veðhlutfall þeirra í fasteignalánum hefur lækkað mikið. Lífeyrissjóðir eru í sumum tilvikum með hærra veðhlutfall en bankarnir. Vika Frá ára mót um Atorka -2,5% -30,4% Bakkavör -6,1% -44,6% Exista 0,9% -48,8% Glitnir -2,0% -22,1% Eimskipafélagið 2,0% -40,9% Icelandair -0,2% -26,1% Kaupþing -1,0% -12,7% Landsbankinn -2,6% -30,1% Marel -0,3% -7,0% SPRON 4,3% -49,0% Straumur -3,5% -27,1% Teymi -2,7% -45,1% Össur -0,1% -1,3% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. VIÐ TJARNARGÖTU Í REYKJAVÍK Veðhlutfall vegna íbúða- lána hefur farið lækkandi hjá bönkum og sparisjóðum, en það þýðir einfaldlega að minna er lánað upp í kaupverð íbúða. Markaðurinn/GVA Askar hafa lokið lántöku á 35 milljónum evra fyrir Kópavogs- bæ. Þetta jafngildir 4,1 milljarði króna. Skuldatryggingarálag lánsins er 65 punktar yfir Libor-vöxtum, samkvæmt heimildum Markað- arins. Þetta er tíu punktum lægra en á því 25 milljóna evra láni sem Askar Capital tóku fyrir Hafnar- fjarðarbæ í byrjun apríl. Þetta er sömuleiðis langt undir því sem bönkunum og ríkissjóði býðst að greiða fyrir sín lán. - jab Kópavogur tekur lán Eignarhlutur stærstu hluthafa Existu þynntist um tuttugu pró- sent á þriðjudag í kjölfar hluta- fjáraukningar fyrirtækisins um rúma 2,8 milljarða nýja hluti vegna kaupa á Skiptum. Kaup- þing er næststærsti hluthafi Ex- istu með 10,4 prósenta hlut. Exista gerði yfirtökutilboð í Skipti, móðurfélag Símans, um stundarfjórðungi eftir að það var skráð á markað í Kauphöll Íslands 19. mars síðastliðinn. Greitt var fyrir með nýjum hlut- um í Existu á genginu 10,1 króna á hlut. Hlutur eignarhaldsfélagsins Bakkabraedur Holding B.V. stendur óbreyttur en félag bræðranna Lýðs og Ágústar Guð- mundssona keypti rétt Kaup- þings að nær öllum nýjum hlut- um í Existu sem bankinn átti að fá greidda fyrir hluti sína í Skiptum. - jab Bræður halda sínu T Í U S T Æ R S T U H L U T H A F A R E X I S T U Nafn Hlutfall Bakkabraedur Holding B.V. 45,2% Kaupþing 10,43% Kista fjárfestingarfélag ehf. 7,16% Gift fjárfestingarfélag 4,34% Arion safnreikningur 4,3% Castel (Lúxemborg) SARL 4,09% Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. 2,4% AB 47 ehf 1,87% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,47% Den Danske Bank 1,43% * Samkvæmt hluthafalista Existu í gær. „Það brustu forsendur fyrir því að setja byggingarvöruverslun niður þarna eftir að Bauhaus fékk lóð þarna rétt hjá,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, hjá Norvik, eiganda BYKO. Til stóð að Byko, Rúmfata- lagerinn og Mata yrðu með vöru- hús í tæplega fjörutíu þúsund fermetra húsnæði við Blika- staðaveg í Reykjavík, skammt frá Vesturlandsvegi. Húsið er risið og er unnið að frágangi, en hvorki BYKO né Mata verða þar með starfsemi. „Við seldum þetta til Rúmfatalagersins fyrir nokkrum mánuð- um,“ segir Jón Helgi. Gunn- ar Gísla- son, fram- kvæmdastjóri Mötu, segir að áður hafi Mata selt sinn hlut til Byko. Allt er þetta nú inni í félaginu Stekkjar brekkum, sem er dóttur- félag SMI, sem er í eigu Jákups Jacobsen, eiganda Rúmfatalag- ersins. Arnar Hauksson, fram- kvæmdastjóri Stekkjarbrekku, segir að í ágúst sé stefnt að því að opna verslunarhúsnæðið. Þá verði þarna verslanir Rúmfata- lagersins, húsgagnakeðjunnar Ilvu, Bónuss, Europris og Toys R Us. Reykjavíkurborg setti á sínum tíma ströng skilyrði fyrir úthlut- un lóðar á þessum stað. Þá var gert ráð fyrir stórverslunum Rúmfatalagersins, Mata og Byko, en ekki hefðbundinni verslunar- miðstöð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir að í borgarstjóratíð sinni, 2004 til 2006, hafi verið á kreiki orðrómur um að Byko og Mata hygðust hætta við. „En á fundi með aðilum var ég fullvissuð um að þeir ætluðu að halda sínu til streitu.“ Arnar Hauksson segir að í upp- haflegum skilmálum hafi verið gert ráð fyrir stórverslunum. „Á því hefur engin breyting orðið.“ Breytingar í Blikastaðahúsi „Við erum að fara fram á það við birgjana okkar að þetta sé gert með þessum hætti en það er ekki verið að neyða neinn í þetta,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko, um umdeilda lengingu á greiðslu- fresti. Samkvæmt nýjum skilmálum verða allir reikningar greiddir sextíu dögum eftir lok úttektarmánaðar. Hann segir að ef birgjar séu ekki sáttir við þær vinnu reglur sem Byko setur geti þeir til dæmis hætt að stunda þar við- skipti. „Við erum alveg viss um okkar rétt í þessu máli en hins vegar erum við að velta fyrir okkur hvort eitthvað af þessari umfjöllun sé ekki eftir reglum og erum að láta skoða það fyrir okkur,“ segir Jón. - bþa Birgjar geta farið annað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.