Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Yfirtöku bandaríska fjár festingar-
bankans JP Morgan Chase á Bear
Stearns lauk um síðustu helgi.
Bankinn rambaði um miðjan
mars á barmi gjaldþrots sökum
lausafjárþurrðar. Bandaríski
seðlabankinn og JP Morgan tóku
höndum saman og gripu til að-
gerða gegn því að svo færi og
keypti JP Morgan bankann með
manni og mús fyrir 1,4 milljarða
dala, jafnvirði rúmra 100 millj-
arða íslenskra króna.
Bandaríska dagblaðið New
York Post segir Alan Schwartz,
frá farandi forstjóra Bear
Stearns, hafa lýst því yfir að
hann myndi ekki fylgja með í
kaupunum en til stóð að hann
yrði varaformaður stjórnar JP
Morgan. Ástæðan mun vera
óánægja hans með að tæpur
helmingur starfsmanna flytjist
á milli banka. Á meðal þeirra
sem ekki fara eru John Ryding
og David Malpass, hagfræði-
forkólfar bankans.
Þetta eru miklir reynsluboltar
úr bandarískum fjármálaheimi.
Malpass var fjármálaráðgjafi í
forsetatíð Reagans og Bush eldri
en Ryding hefur starfað sem
hagfræðingur hjá seðlabönkum
beggja vegna Atlantsála. - jab
BÚIÐ SPIL Tæpur helmingur starfsmanna
Bear Stearns flyst yfir til nýrra eigenda hjá
JP Morgan. MARKAÐURINN/AFP
Kaupum á Bear Stearns lokið
Líkur eru á að bjórframleiðendur
heimsins skoði hugsanlega sam-
einingu gangi eftir kaup drykkja-
vörurisans Inbev á Anheuser-
Busch. Mikil hagræð-
ing þykir felast í
krafti stærðarinn-
ar, að sögn frétta-
veitu Bloomberg.
Forsvarsmenn
fyrirtækjanna hafa
ekki staðfest að þau
eigi í samrunavið-
ræðum og vísað þeim á bug.
Yfirtökutilboðið sem rætt er
um er sagt hljóða upp á 41
milljarð dala, jafnvirði þrjú þús-
und milljarða íslenskra króna.
Anheuser-Busch er umsvifa-
mesti bjórframleiðandi Banda-
ríkjanna. Fyrirtækið keypti
fimmtungshlut í Icelandic Water
Holdings, sem framleiðir átapp-
að vatn í Ölfusinu.
Gangi kaup Inbev á
Anheuser-Busch
eftir mun samein-
að fyrirtæki ná
gríðarlegri mark-
aðshlutdeild, fjórð-
ungi á heimsvísu og
rúmum helmingshlut í
Bandaríkjunum, að sögn
Bloomberg. - jab
Sameinast í ámunum
Hagnaður Greencore Group, um-
svifamesta samlokuframleið-
anda í heimi, nam 30 milljónum
punda, jafnvirði 4,4 milljarða ís-
lenskra króna, á síðustu sex mán-
uðum sem er fyrri helmingur
rekstrar ársins í bókum fyrirtæk-
isins. Á sama tíma í fyrra hagn-
aðist Greencore um tæpar 34,9
milljónir punda. Þetta er undir
væntingum.
Rekstrarhagnaður nam 27,9
milljónum punda, sem er 12,5
prósenta samdráttur á milli ára.
Sala nam á sama tíma 451 millj-
ón punda og er það sex prósent-
um minna en fyrir ári.
Bakkavör flaggaði tæpum ell-
efu prósenta hlut í fyrirtækinu á
síðasta uppgjörsfundi sínum.
Haft var eftir Patrick Coveney,
forstjóra samlokufyrirtækisins,
í síðasta mánuði að miklar verð-
hækkanir á hráefni muni að lík-
indum koma hart niður á afkomu
félagsins, jafnvel éta upp hagnað
síðasta árs. - jab
AF FUNDI BAKKAVARAR Afkoma sam-
lokuframleiðanda sem Bakkavör á hlut í
var undir væntingum á fyrri hluta árs.
MARKAÐURINN/VILHELM
Samlokurnar undir væntingum
Henry Paulson, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, segir tals-
vert þurfa til að lækka verð á
hráolíu. Verðið hefur hækkað um
rúm hundrað prósent frá í fyrra
og stendur nálægt hæstu hæðum.
Ráðherrann reiknar ekki með að
það lækki á næstunni.
Paulson var í Katar um helg-
ina og ferðaðist víðar um ná-
grannaríkin í vikubyrjun. Verð-
bólga í Katar mælist 13,7 prósent
og er hvergi meiri innan araba-
ríkjanna. Paulson taldi frekari
fjárfestingar í öðrum orkugjöf-
um geta komið verðinu niður
og dregið úr verðbólgu víða um
heim. Vefmiðillinn MarketWatch
segir að Paulson hafi ekki beint
þrýst á að arabar ykju olíufram-
leiðslu sína, sem gæti síðan leitt
til lækkunar á olíudropanum en
það mætti þó greina af orðalagi
hans. - jab
Paulson vill lægra olíuverð
Sala á farsímum dróst saman um
sextán prósent í Evrópu á fyrstu
þremur mánuðum ársins miðað
við sama tíma í fyrra. Þetta kemur
fram í nýrri úttekt markaðsrann-
sóknarfyrirtækisins Garnter.
Þetta er fyrsti sam drátturinn sem
fyrirtækið hefur greint í álfunni
síðastliðin sjö ár.
Þrátt fyrir samdráttinn jókst
farsímasala á nýmörkuðum um
þrettán prósent. Vöxturinn var
mestur á Indlandi og í Kína og
hélt meðalsölunni uppi, að sögn
Gartners sem spáir því að vöxtur
í farsímasölu verði almennt eng-
inn á árinu í heild.
Fyrirtækið segir lítið fram-
boð á nýjum farsímum í Evrópu
skýra samdráttinn auk þess sem
langtímasamningar farsímafyrir-
tækja geri viðskiptavinum hæg-
ara um vik að skipta um síma. Þá
hafa neytendur haldið þéttar um
budduna upp á síðkastið og dregið
mjög úr kaupum á dýrari símum.
Gartner reiknar með því að far-
símasala muni glæðast seinni hluta
ársins en þá setja farsímaframleið-
endur nýja síma á markað. - jab
Fáir kaupa farsíma í Evrópu
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Ég hef grun um að menn stefni heim á leið, hægt
og rólega. Við skoðum það að minnsta kosti mjög
alvarlega,“ segir Ólafur Ólafsson, kaupsýslumaður
og stjórnarformaður Samskipa.
Alþingi samþykkti á lokasprettinum nú í vor um-
deilt frumvarp um skattfrelsi söluhagnaðar hluta-
bréfa. Fram að samþykkt laganna mátti fresta
skattlagningu söluhagnaðar með því að endur-
fjárfesta söluhagnaðinn innnan tveggja ára. Fjár-
magnseigendur fundu ýmislegt hagræði í því að
geyma hlutabréfin sín í eignarhaldsfélögum sem
stofnuð voru í Hollandi og raunar víðar. Þetta kann
nú að breytast.
„Eignarhaldsfélögin í Hollandi og víðar heyra
brátt sögunni til og flytja til Íslands. Við búum í
samkeppnisumhverfi og þegar Ísland býður að-
stæður sem eru jafn góðar og annars staðar, þá
þarf það ekki að koma á óvart að menn komi heim,“
segir Ólafur.
Hann er sjálfur meðal ráðamanna í félögunum
Eglu BV, sem á stóran hlut í Kaupþingi, og Kjalari
invest BV, sem er stærsti hluthafinn í Alfesca. Fé-
lögin eru bæði skráð í Hollandi.
Exista BV er stærsti hluthafinn í Kaupþingi og
jafnframt stærsti hluthafinn í Bakkavör. Félagið
er skráð í Hollandi. Bakkabraedur Holding BV,
stærsti hluthafinn í Existu, er jafnframt skráð í
Hollandi.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu og
annar Bakkavararbræðra, segist ekki vera á heim-
leið. „Þetta eru jákvæðar breytingar sem munu
hvetja til þess að ný félög verði skráð á Íslandi. Við
höfum alllanga reynslu af fyrirtækjaumhverfinu í
Hollandi sem hefur reynst bæði traust og stöðugt.
Enn sem komið er höfum við ekki hugleitt það að
flytja erlend félög okkar til Íslands, hvað sem síðar
verður.“
Samkvæmt upplýsingum frá FL Group hefur
ekkert verið ákveðið í þessum efnum. Félög FL
Group sem skráð eru í Hollandi eru stærstu eig-
endur Glitnis, en Baugsfjölskyldan ræður mestu
um félagið.
Eftir því sem næst verður komist munu nýju
lögin ekki hafa áhrif á fyrirkomulag eigna Björ-
gólfsfeðga hér á landi. Hluti þeirra er geymdur í
félögum erlendis. Hins vegar mun ekkert vera úti-
lokað í framtíðinni.
Elín Árnadóttir, yfirmaður skattasviðs Price-
waterhouseCoopers, segir dæmi um að fjárfestar
sem hugðust stofna félög í Hollandi hafi hætt við í
kjölfar nýju laganna. Þá hafi hún einnig heyrt um
félög sem séu á heimleið.
Eignarhaldsfélögin
koma frá Hollandi
Til stendur að eignarhaldsfélög tengd Ólafi Ólafssyni komi
heim frá Hollandi í kjölfar nýrra laga um skattfrelsi söluhagn-
aðar af hlutabréfum. Bakkavararbræður eru ekki á heimleið.
Björgólfar og Baugsfólk sitja sem fastast í öðrum löndum.
Á HEIMLEIÐ Ólafur Ólafsson athafnamaður segist íhuga það
mjög alvarlega að flytja eignarhaldsfélög sér tengd, Kjalar og Eglu,
heim frá Hollandi í kjölfar nýrra laga.