Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T 7.00 Vöknum litla fjölskyldan á Laufásveginum. Hefðbundnar samn- ingaviðræður um val á morgunverði og í hverju á að vera í dag við átta ára dóttur mína. 8.15 Ég keyri hana í Ísaksskóla og skil hana þar eftir sæla og glaða enda stór dagur fram undan – það á að kveðja Guðrúnu kennara sem er að flytja til Brussel. 8.30 Flyt stutta tölu fyrir eftirlaunaþega bankans sem eru á leið í sína árlegu vorferð. Fer aðeins yfir stöðuna á fjármálamörkuðum og fyrsta ársfjórðungsuppgjör bankans. 9.00 Fyrsti fundur dagsins snýst um uppgjör fyrir viðskiptabankann á Íslandi. Gott fólk að skila góðum árangri þar. 10.00 Tek frammistöðusamtal við mannauðsstjórann minn. Það er skemmtilegt verkefni enda frábær maður. Það kom honum á óvart hvað ég var vel undirbúin! 11.00 Tökum símafund við Noreg um markaðsmál sem Bjarney Harðardóttir, markaðsgúrú bankans, stjórnar. 12.00 Framkvæmdastjórafundur með Lárusi Welding – ég gef ekkert upp hvað var rætt – ber við bankaleynd! 14.00 Sest niður með Unu sem stjórnar útibúanetinu hjá mér – förum yfir teikningar af breytingum á útibúinu á Kirkjusandi. Þetta lítur vel út – verður frábær aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk. 15.00 Hleyp og fæ mér köku í tilefni af kveðjuhófi eins starfsmanns. Læt slíkar veitingar aldrei framhjá mér fara. 15.30 Hitti upplýsingafulltrúa bankans, Má Másson, förum yfir helstu bankamál sem eru í fjölmiðlum þessa dagana. Það er alltaf af nógu að taka. 16.00 Sinni tölvupóstum og tek fullt af símtölum. 16.30 Sest niður með nýjum framkvæmdastjóra Glitnis fjármögnun- ar, Ingvari Stefánssyni. Við förum yfir helstu verkefni sem hann þarf að „henda sér í“ – þeir segja það mínir samstarfsmenn að ég noti það orðatiltæki mikið. 17.30 Mæti á kveðjubekkjarkvöldið í Ísaksskóla. Sit þar stolt móðir og horfi á mína sýna ballett ásamt vinkonu sinni. Gúffa í mig mikið af veitingum sem myndarlegar mæður bera á hlaðborð. 19.30 Þá komum við heim fjölskyldan og hættum við fyrirhugaðan hjólatúr en setjumst aðeins niður og spjöllum um daginn. 20.30 Tek nokkur vinnusímtöl og svara tölvupóstum og kíki á sjón- varpsfréttirnar á netinu. Kasta svo í eina þvottavél. 22.30 Ég er kvöldsvæf og fer snemma að sofa. Les aðeins í Fölskum fugli eftir Mikael Torfason – ári er hún dónaleg bókin! 23.00 Sofna og hugsa um hvað ég ætli að borða rosalega lítið á morgun! D A G U R Í L Í F I … Birnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Glitnis HÁDEGISVERÐUR Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis, gefur sér tíma fyrir snæðing. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrj- aði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræð- ingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er upp- örvandi að fylgjast með Lund- únaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfs- menn Fulham að undirbúa dag- inn. Útsýnið af Hammersmith- brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaup- þingi London í Hyde Park í há- deginu. Þar er keppt við klukk- una en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgar- innar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðal- lega tengst fjármálum og hag- fræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffu- verkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar há- tignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifær- inu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum. Hlaup, dans og skrif ÞÓRA HELGADÓTTIR Segir að þegar hún eigi tíma aflögu megi ósjaldan finna sig á kaffihúsum Lundúna með nokkrar bækur og blöð sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA F R Í S T U N D I N U pphaflega markmiðið með útgáfu Gjald- eyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstak- lega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á mark- aðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyris- málum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðs aðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeg- inum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengi- legt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síð- asta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjald- eyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknar- vinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í fram- setningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnana- fjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðar andann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðar- syni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í rit- stjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. bjornthor@markadurinn.is Gjaldeyrismál 15 ára – nú á vefnum Tímaritið Gjaldeyrismál hefur verið gefið út frá 1993 og frá og með 3. júní verður allt gagnasafn blaðsins aðgengilegt á vefsíðu Aska Capital. YNGVI HARÐARSON Stofnandi Gjaldeyrismála, fréttarits um gjaldeyrismál. Ritið kemur út vikulega og er skrifað af gjaldeyrissérfræðing- um Aska Capital. MARKAÐURINN/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.