Fréttablaðið - 04.06.2008, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 04.06.2008, Qupperneq 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 Ú T T E K T ATVINNULEYSI Væringar á vinnumarkaði undanfarin misseri eru ekki enn farin að skila sér í auknu atvinnuleysi. Ef fram heldur sem horfir má þó búast við því að í haust verði ástand vinnumarkaðar mun verra en það hefur verið undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sonja Dögg Pálsdóttir, ráðgjafi hjá At- vinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík, segir að enn sé töluverð eftirspurn eftir fólki og að útskriftarnemendum gangi mjög vel að fá störf að námi loknu. ,,Út- skriftarnemendum gengur vel að fá vinnu og eftirspurn eftir fólki hefur haldist stöðug alla vorönnina. Þó má greina nokkra breytingu á þeim störf- um sem í boði eru fyrir viðskiptafræð- inga milli ára. Til að mynda eru smærri fyrirtæki, opinberi geirinn og lífeyris- sjóðir í auknum mæli að ráða til sín fólk meðan dregið hefur úr eftirspurn fjár- málafyrirtækja,“ segir Sonja. Hún segir að fjármálafyrirtækin séu þó síður en svo hætt að ráða, störfin séu hins vegar færri en verið hefur og eru því fleiri umsækjendur um hverja stöðu. Það endurspegli með skýrum hætti þær aðstæður sem ríki á vinnu- markaði um þessar mundir. ,,Ég hef orðið vör við vaxandi fjölda umsækjenda um hvert starf, einkum er fjölgun meðal nemenda sem útskrif- uðust frá HR fyrir 3-6 árum og eru að færa sig milli starfa. Þetta er fólk sem hefur aflað sér dýrmætrar reynslu á vinnumarkaði og er ánægjulegt að sjá að þeir koma til baka í HR og skrá sig í Atvinnuþjónustuna þegar þeir fara af stað í leit að nýjum atvinnutækifær- um,“ segir hún. Sonja segir að enn gæti mikillar eftir- spurnar eftir fólki með fjármálaáherslu. Það endurspeglist meðal annars í því að fyrsti hópurinn sem nú lýkur BSc-prófi í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík hafi að stórum hluta verið kominn með atvinnutilboð nokkru fyrir útskrift. ,,Það er óneitanlega áskorun fyrir þennan nemendahóp að fara út á vinnu- markaðinn þegar aðstæður eru sem þessar en mikill meirihluti þeirra var hins vegar kominn með framtíðarstarf sem tendist náminu fyrir útskrift, eink- um þeir sem eru að ljúka BSc í fjármála- eða rekstrarverkfræði,“ segir Sonja. Hún nefnir að þeir sem lokið hafi námi í löggildri verðbréfamiðlun hjá Háskólanum í Reykjavík séu augljós- lega bæði verðmætir og eftirsóknar- verðir starfskraftar. ,,Það er mjög oft leitað til okkar eftir fólki með þessi rétt- indi,“ segir hún. Tölvunarfræðingum og tækni- menntuðu fólki gengur mjög vel að fá störf og segist Sonja ekki sjá miklar breytingar hjá þeim hópi. Að hennar mati verður að öllum líkindum stöðug eftirspurn eftir fólki með þennan bak- grunn á næstu misserum því fram til þessa hefur framboð starfa í hugbún- aðargeiranum verið bæði fjölbreytt og ríkulegt. ,,Umsækjendur um nám í tölvunar- fræðideild við HR eru fleiri en síð- ustu ár sem er fagnaðarefni enda hefur ekki náðst að mæta fyllilega óskum þeirra hugbúnaðarfyrirtækja sem leit- að hafa til Atvinnuþjónustunnar und- anfarið. Atvinnumarkarkaðurinn hefur kallað mjög eftir tæknimenntuðu fólki og nú í fyrsta sinn í nokkur ár erum við hér í HR að sjá aukinn fjölda umsækj- enda í tölvunarfræði,“ segir Sonja. Hún segir að langflestir laganemar séu komnir með vinnu löngu fyrir út- skrift og oft hjá fyrirtækjum og opin- berum stofnunum sem þeir hafa starfað hjá með námi eða yfir sumartímann. ,,Reynsla sem nemendur afla sér í fjölbreyttum sumarstörfum hefur mikil áhrif á hvernig þeim gengur að fá störf sem samræmist því námi sem þeir eru að ljúka. Þannig getur reynst dýr- mætt að nýta sumrin vel til að afla sér reynslu og byggja upp starfsferilinn,“ segir Sonja að lokum. Fleiri umsækjendur um hverja stöðu SONJA DÖGG PÁLSDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Drífa Sigurðardóttir, starfsmanna- stjóri verkfræðistofunnar Mann- vits, segir að fyrirtækið sé búið að ráða í kringum 80 manns sem eru nýútskrifaðir sumarstarfsmenn. Hún sér ekki mikinn mun á milli ára en þessi fjöldi var nálægt 100 í fyrra. Hjá Mannviti starfa nú ná- lægt 400 manns. 35 af þeim 80 sem voru ráðnir voru fastráðnir og eru nýútskrifaðir annaðhvort með BS- eða MS-gráðu. Verkfræðingar og tæknifræðingar eru langfjöl- mennastir í þeim hópi sem Mann- vit er að ráða. ,,Það er enginn samdráttur hjá okkur við erum bara að fjölga. Verkefnin hjá okkur eru mörg hver mjög stór og til nokkurra ára þannig að við finnum ekki fyrir samdrætti,“ segir Drífa. ,,Í fyrra tókst okkur að ráða ofsalega marga. Við vorum þó að finna fyrir því að bankarnir voru að taka mikið af verkfræði- menntuðu fólki. Bankarnir hafa hins vegar gert það að verkum að miklu fleiri fara í verkfræðinám,“ segir hún. Mannvit fékk miklu fleiri starfs- umsóknir núna en í fyrra. Drífa segir að það vanti hins vegar fólk með reynslu sem hafi t.d. útskrif- ast fyrir svona 10 árum síðan. ,,Þá voru bara svo fáir sem útskrifuð- ust úr verkfræði,“ segir hún. Svali Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Kaupþings, segir að eftir gríð- arlega aukningu á síðustu árum í fjármálaheiminum hafi klár- lega dregist saman en það sé hins vegar ljóst að á sama tíma opnist önnur tækifæri. Svali telur að það sé hollt og að nú gefist meiri tími bæði fyrir fólk að velja störf og fyrirtæki að skipuleggja sig. ,,Vinnumarkaðurinn var fyrir ári síðan kominn í rugl og eft- irspurn eftir fólki kominn langt fram úr framboði. Það getur hreinlega verið óhollt, sérstak- lega þegar fólk er að stökkva á atvinnutækifæri sem það hefur enga reynslu til að sinna,“ segir hann. Svali segir að mjög margir hafi sótt um sumarstörf hjá Kaupþingi nú í ár líkt og síðustu ár en segir það ekki rétt að örfáir hafi verið ráðnir. Alltaf þurfi vissan fjölda til að leysa af í útibúum bankans en það sé hins vegar rétt að ekki hafi verið mikið ráðið í höfuð- stöðvar bankans, hvorki af sumar- starfsmönnum né nýútskrifuðum. Hann segir að bankinn hafi ráðið rúmlega 100 sumarstarfsmenn. Vinnumarkaðurinn var kominn í rugl DRÍFA SIGURÐARDÓTTIR Starfsmannastjóri Mannvits. SVALI BJÖRGVINSSON Steinn Jóhanns- son, forstöðu- maður kennslu- sviðs Háskól- ans í Reykjavík, segir að mikil aukning sé á umsóknum um meistaranám við Háskólann í Reykjavík. Í ár sé um metaðókn að ræða. Steinn segir að ekki hafi verið gerð greining á því hvort aukning sé á aðsókn fólks á vinnumarkaði í meistaranám. Hann tekur fram að mikið af þeim námsleiðum sem boðið sé upp á í meistaranáminu miðist við að hægt sé að stunda þær með vinnu. Umsóknir virðast nokkuð í bland frá fólki á vinnumarkaði og nýútskrifuðum en Steinn telur þó að aukningin komi að miklu leyti frá fólki á vinnumarkaði, einkum og sér í lagi í meistaranámið. ,,Fólk er greinilega að tryggja stöðu sína á markaði eða vill gera sig samkeppnishæfari,“ segir hann. Steinn nefnir að umsóknum í MBA nám séu aðeins færri núna heldur en í fyrra en bendir á að ástæða þess liggi meðal annars í því að framboð á meistaranámi hjá viðskiptadeild- inni sé nú orðið mun fjölbreyttara og bjóða þeir upp á fjór- ar aðrar leiðir, fjármál fyrirtækja, fjárfestingastjórnun, al- þjóðaviðskipti og reikningshald og endurskoðun. Hann segir að stúdentar sem eru að útskrifast núna úr grunnnámi ætli margir hverjir að halda beint áfram í meist- aranám en fyrir ári síðan þá gleyptu fjármálafyrirtækin alla viðskiptafræðinga og jafnvel tölvunarfræðingana líka. Fleiri ætla í mastersnám STEINN JÓHANNSSON UNGT FÓLK ORÐIÐ SVEIGJANLEGRA Að mati Katrínar er sú kynslóð sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn algjörlega tilbúin að sveigja sig að breyttum aðstæð- um á vinnumarkaði öfugt við það sem var til dæmis í þrengingunum 1993-94. „Fólk átti þá gríðarlega erfitt með að taka breytingum, ef því var sagt upp eða aðrar breytingar áttu sér stað á vinnumarkaði. Nú í dag er fólk þveröfugt. Fólk þrífst á stöðugum breyting- um og að það sé verið að reyna að gera hlut- ina betri og árangursríkari,“ segir Katrín. Varðandi launakröfur segir Katrín að fyrir ári hafi fólk haft mjög háleitar hugmyndir um laun og sína eigin getu og krafist gríð- arlega hárra launa. Nú sé fólk hins vegar tilbúið að ræða laun af meiri skynsemi og raunsæi. Katrín segir að einstaklingur sem er að útskrifast núna sé ekki með jafn háleit- ar hugmyndir um laun eins og áður þar sem þau séu einfaldlega ekki í boði eins og stað- an er núna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.