Fréttablaðið - 04.06.2008, Qupperneq 12
MARKAÐURINN 4. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
M
ig minnir að það
hafi verið Ronald
Reagan sem var
skammaður fyrir
það í kosningabar-
áttu sinni að nota kreppuhug-
takið óvarlega um samdráttar-
skeið í Bandaríkjunum sem
hann skrifaði á reikning demó-
krata. Demókratarnir töldu sig
geta komið höggi á kallinn fyrir
óvarlega notkun hugtaka, enda
var fjarri lagi að skollin væri á
kreppa samkvæmt skilgreiningu
hagfræðinga og því nær að tala
um samdrátt.
Svar Reagans var einfalt:
„Samdráttur er þegar nágranni
þinn missir vinnuna, en kreppa
er þegar þú missir hana.“ Þannig
er um okkur öll að sýnin á stöðu
hagkerfisins markast alltaf ann-
ars vegar af umræðunni og hins
vegar eigin skinni.
KREPPAN KEMUR Í HAUST
Undanfarið hefur umræðan verið
heltekin af kreppu. Samt er nán-
ast enginn atvinnulaus nema að
eigin ósk. Kaup máttur hefur að-
eins dregist saman, hlutabréfa-
verð hefur fallið töluvert, en
fyrir venjulegan langtímafjár-
festi er meðalávöxtun frá 2002
afar góð. Skuldsettum stöðu-
tökumönnum á markaði hefur
hins vegar verið útrýmt í bili.
Er þá kreppan komin? Varla,
kannski hjá spákaupmönnum og
bankar, bíla- og fasteignasalar
finna fyrir samdrætti. Bygg-
ingaverktakar hafa lagt plön á
hilluna og einhverjar upp sagnir
eru byrjaðar. Nei, kreppan er
ekki komin. Hún kemur í haust,
ef maður á að nota svo virðulegt
heiti um samdráttarskeiðið sem
óhjákvæmilegt er.
Samdrátturinn er óhjákvæmi-
legur, en úr því ástandi gætum
við auðvitað búið til kreppu. Það
er synd að ekki skyldi tekið fyrr
á fyrirsjáanlegum erfiðleikum
í fjármálageiranum með skipu-
legri áætlun Seðlabanka og ríkis-
stjórnar. Lánalínurnar eru fram-
faraskref til að verja fjármála-
kerfið að einhverju leyti fyrir
vantrú sem smár gjaldmiðill
hefur skapað okkur. Það er mik-
ill misskilningur að með slíkum
ráðstöfunum sé verið að koma
hluthöfum bankanna til hjálpar
með lántöku á kostnað almenn-
ings. Markmiðið er að draga
eins og kostur er úr þeirri auka
áhættu sem fylgir því að vera ís-
lenskur banki en ekki evrópsk-
ur. Ef stjórnvöld skelltu skolla-
eyrum við slíkri stöðu væri það
jafngildi þess að senda bankana
úr landi með tilheyrandi tjóni
fyrir samfélagið til lengri tíma
horft.
AÐLÖGUN VERÐI SÁRSAUKALÍTIL
Lánalínurnar eru því eins og
öryggispúði í bíl. Það kostar hell-
ing að setja nýjan í ef hann blæs
út. Hann blæs hins vegar ekki
út nema ástæða sé til. Það er að
segja við árekstur.
Þessar ráðstafanir eru algjör-
lega nauðsynlegar til að tryggja
einhverja tiltrú á þetta sérkenni-
lega litla krónuhagkerfi. Lík-
legt er að ríkisstjórn og Seðla-
banki hafi verið of svifasein og
fyrir vikið takist ekki að endur-
nýja trú á að krónan geti þjón-
að almenningi og atvinnulífi til
langframa. Það sem helst hann
varast vann, varð að koma yfir
hann, gæti orðið lýsingin á þeim
andstæðingum evru og Evr-
ópusambandsaðildar sem bera
hluta ábyrgðarinnar á núverandi
stöðu. Krónunni hefur sennilega
einfaldlega verið hafnað og tími
til kominn að horfst sé í augu við
þá staðreynd.
Hitt er svo annað að evran og
Evrópusambandið er mál sem
þarf að koma af stað með lang-
tímahagsmuni að leiðarljósi.
Verkefnið nú er að skapa um-
gjörð sem gerir aðlögun hagkerf-
isins eins sársaukalitla og frek-
ast er unnt. Þar getur skynsam-
leg Evrópustefna hjálpað við að
ná jafnvægi á einhverjum tíma-
punkti. Fyrst þarf að ná jafn-
vægi, þannig að gengis sveiflur
ásamt háum vöxtum rústi ekki
fyrirtæki í landinu.
RÍKIÐ SÝNI FRUMKVÆÐI
Kreppan sem almenningur finn-
ur fyrir er ekki byrjuð. Núna er
kreppa hinna óvarkáru og hvat-
vísu. Með haustinu gæti komið
kreppa til þeirra sem hafa fátt
gert til að
verðskulda
mótlætið. Nema ef vera skyldi
að vera venjuleg skuldsett ís-
lensk fjölskylda sem lendir í
tímabundnu atvinnuleysi. Það
eru nefnilega ekki margir sem
þola að missa tekjur í nokkra
mánuði án þess að allt fari í
klessu. Þegar við bætist þröngt
aðgengi að fjármagni hjá bönk-
um er hætta á vondum spíral. Ef
sá spírall leiðir til brotlending-
ar fjármálakerfisins, mun það
kosta mörg ár áður en glaðna fer
til að nýju. Það er því til mikils að
vinna við að halda kerfinu í lagi
og ná að sigla í gegnum þennan
brimgarð. Þess vegna eru lána-
línur Seðlabankans og samning-
ar við nágrannabanka skynsam-
legar og þess vegna þarf ríkis-
stjórn að sýna frumkvæði með
yfirveguðum og skynsamlegum
aðgerðum. Meira þarf af slíku.
Þar við bætist að stjórnar-
andstaða þarf að sýna ábyrgð á
svona tímum. Þeir stjórnmála-
menn og álitsgjafar sem tala
gegn ráðstöfunum til að tryggja
að fjármálakerfið haldi eru ekki
að verja hagsmuni almennings.
Þeir eru vinsældagírugir galarar
sem finna fró í stundarathygli án
markmiðs eða innihalds.
Þeir stjórnmálamenn og álitsgjafar sem tala gegn ráðstöfunum til að tryggja að
fjármálakerfið haldi eru ekki að verja hagsmuni almennings. Þeir eru vinsælda-
gírugir galarar sem finna fró í stundarathygli án markmiðs eða innihalds.
B E S T A R Á Ð I Ð
Kemur kreppan eða er hún komin? H A F L I Ð I H E L G A S O NB L A Ð A M A Ð U R O G R Á Ð G J A F I
Það hefur reynst okkur vel að
vinna samkvæmt máltækinu
„veldur hver á heldur“, segir Karl
Wernersson, stjórnar formaður
Askar Capital og Sjóvá.
Spurður um uppruna hugtaks-
ins segir Karl að spakmælið sé
gamalt en hafi verið heimfært
á heim nútímaviðskipta. Hann
trúir því að það sé ekki nægjan-
legt að kaupa hlutabréf í félög-
um án þess að sinna þeim nokk-
uð. Hann segir að hugtakið „veld-
ur hver á heldur“ merki að hver
hafi þær eignir í hendi sér sem
viðkomandi hefur í sinni eigu.
Það er því á valdi hvers og eins
að hafa áhrif á framgang þeirra
félaga sem fjárfest er í.
„Það er mikilvægt að hafa já-
kvæð áhrif á þær eignir sem
fjárfest er í og ef vel gengur er
það ekki tilviljun heldur afleið-
ing góðra ákvarðana og merki
um að hlutunum sé sinnt af kost-
gæfni,“ segir Karl. - bþa
„Veldur hver
á heldur“ KARL WERNERSSON
segir að ekki sé
nóg að horfa
á fjárfestingar
úr fjarlægð
heldur verði að
sinna þeim af
kostgæfni svo
þær beri ávöxt.
MARKAÐURINN/GVA
Fasteignasölurnar Eignamiðlun
og Fasteignasala Mosfellsbæjar
hafa ákveðið að sameinast undir
nafninu Eignamiðlun. Sverrir
Kristinsson, framkvæmdastjóri
hins sameinaða fyrirtækis, segir
sameiningu ekki merki um erf-
iða tíma heldur muni samein-
ing efla fyrirtækið. „Við erum
að hugsa til framtíðar, við höfum
ekki fækkað starfsfólki, raunar
bættum við við sölumanni í apríl.
Verkefnin eru orðin sívaxandi og
fjölbreytt, það er ekki bara sala
á íbúðum heldur einnig atvinnu-
húsnæði,“ segir Sverrir.
Stjórnarformaður sameinaðs
fyrirtækis er Einar Páll Kjærne-
sted. Starfsmenn Eignamiðlunar
verða tuttugu eftir sameiningu,
þar af tíu löggiltir fasteignasalar.
- bþa
Fasteignasölur sameinast
Fjárfestingarsjóðurinn Arev
N1 hefur keypt helmingshlut
í fyrirtækinu Yggdrasil og er
fyrirtækið þar með alfarið í eigu
Arev N1.
Í kjölfar breytinga á eignar-
haldi hefur Dina Akhmetzhanova
verið ráðin framkvæmdastjóri
fyrirtækisins. „Við munum
halda áfram að þróa Yggdrasil
í takt við það góða starf sem
unnið hefur verið síðustu ár
við kynningu og markaðssetn-
ingu á lífrænt ræktuðum vörum.
Við munum halda áfram að auka
vöru úrval og stefnum jafnframt
að því að efla smásöluverslunina
enn frekar með aukinni þjónustu
og fræðslu,“ segir Dina.
Yggdrasill er ein elsta verslun
á Íslandi með lífrænt ræktaðar
vörur, en fyrirtækið hefur stund-
að bæði heild- og smásölu frá
árinu 1986. Yggdrasill selur yfir
3.000 lífrænt ræktaðar vöruteg-
undir. Auk matvara býður versl-
unin til að mynda lífrænar snyrti-
vörur, hreinlætisvörur og fatnað,
segir í fréttatilkynningu frá fé-
laginu. - bþa
Breytingar hjá Yggdrasil
Dina Akhmetzhanova nýr framkvæmdastjóri.
DINA AKHMETZHANOVA Nýr framkvæmdastjóri Yggdrasils leggur áherslu á aukið vöru-
úrval og að efla smásölu. MYND/YGGDRASILL
Samkvæmt vísitölu launa voru
regluleg laun að meðaltali 2,8%
hærri á fyrsta ársfjórðungi 2008
en í ársfjórðungnum á undan. Á
sama tímabili hækkuðu laun á al-
mennum vinnumarkaði um 2,6%
að meðaltali og laun opinberra
starfsmanna um 3,1%. Frá fyrra
ári hækkuðu laun um 7,1%, 7,5%
á almennum vinnumarkaði og um
6,1% hjá opinberum starfsmönn-
um segir í tilkynningu frá Hag-
stofu Íslands.
Einnig kemur fram að frá fyrri
ársfjórðungi hækkuðu laun sér-
fræðinga mest eða um 3,8% en
laun iðnaðarmanna hækkuðu
minnst, um 2,1%. Laun sérfræð-
inga hækkuðu jafnframt mest
frá fyrsta ársfjórðungi 2007, eða
um 10,9%, en laun iðnaðarmanna
hækkuðu minnst, 5,7%. - bþa
Laun hækka
„Fólk er að spyrja meira um
sparneytnari bíla nú en áður,“
segir Dagur Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Bílalands.
Bílaland er sameinað fyrir-
tæki sem sérhæfir sig í sölu
á notuðum bílum frá Ingvari
Helgasyni og B&L. Fyrirtækið
tekur til starfa á morgun. Þetta
er stærsta bílasala landsins með
hátt í þúsund bíla og fimmtán
starfsmenn.
Á sama tíma fer í loftið ný
heimasíða fyrirtækisins sem
veitir nákvæmar upplýsingar
um hvern bíl og sýnir lagerinn
eins og hann er á hverjum tíma.
„Við ætlum að keyra á heimasíð-
unni enda skoða viðskiptavinir
bíla fyrst á netinu áður en þeir
fara á sölurnar,“ segir Dagur.
Hann segir að reikna megi
með samdrætti í sölu á nýjum
bílum á næstunni. Ekki sé að
marka þær upplýsingar sem
liggi fyrir nú enda fari í hönd
gríðarleg skráning á nýjum
bílum sem bílaleigurnar kaupi.
„Þetta er árstíðabundið og eru
í kringum þúsund bílar,“ segir
hann. En öðru máli gegnir um
notaða bíla. „Í samdrætti kaupir
fólk frekar notaða bíla en nýja
og nú spyr fólk hvað hann eyði
miklu,“ segir Dagur. „Það mun
aðeins aukast ef fram heldur
sem horfir.“ - jab
Tími hagræðingar runninn upp
DAGUR JÓNASSON Framkvæmdastjóri Bílalands segir fólk fremur kaupa notaða bíla
þegar þrengi að í efnahagslífinu. MARKAÐURINN/GVA
Halli á vöruskiptum var neikvæð-
ur í apríl um 7,3 milljarða króna. Í
apríl 2007 voru vöruskiptin óhag-
stæð um 14,1 milljarð króna á
föstu gengi segir í tilkynningu frá
Hagstofu Íslands. Verðmæti út-
flutnings dróst saman um 4,3 pró-
sent á föstu gengi frá fyrra ári.
Samdráttinn má rekja til lækk-
unar á verðmæti sjávarafurða.
Aukning var hins vegar á verð-
mæti áls og iðnaðarvöru. Innflutt-
ar vörur hækkuðu í verði um 1,2
prósent á föstu gengi. - bþa
Hallinn eykst