Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 18. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR6
F R É T T A S K Ý R I N G
Þ
að er ekki auðvelt að búa til vafra.
Við erum með þann besta og reyn-
um að gera betur,“ segir Jon S. von
Tetzchner, forstjóri norska hugbún-
aðarfyrirtækisins Opera Software.
Fyrirtækið hefur síðastliðin fjórtán ár unnið
að þróun Opera-vafrans fyrir bæði einkatölv-
ur, farsíma og önnur rafræn smátæki. Stórt
skref var stigið á fimmtudag í síðustu viku
þegar ný og endurbætt útgáfa vafrans, Opera
9.5, leit dagsins ljós.
Jon var staddur hér á landi á dögunum.
Millilenti á ferð sinni frá Noregi – þar sem
höfuðstöðvar Opera Software eru og hann býr
– á leið sinni til Bandaríkjanna. Stoppið nýtti
hann til að ræða við íslenska fjárfesta sem
sáu möguleika fyrirtækisins á árdögum þess.
Kollegar þeirra í Bandaríkjunum voru næst-
ir á dagskrá hjá Joni. En fjölskyldan var ofar
á blaði. „Ég ætla að borða með þeim í kvöld,“
segir Jon. Ekki gefst mikill tími til slíkra
stunda enda annasamir dagarnir hjá forstjóra
hugbúnaðarfyrirtækis sem er með 500 starfs-
menn í stærstu löndum heims.
VINSÆLL VAFRI
Opera-vafrarnir hafa notið mikilla vinsæla
allt frá því sá fyrsti leit dagsins ljós árið árið
1997. „Samkvæmt okkar tölum hala hundr-
að þúsund manns niður vafranum á hverj-
um degi fyrir einkatölvur. Öðru eins er halað
niður fyrir farsíma,“ segir Jon. Hann leggur
áherslu á að upplýsingarnar fái hann úr
bókum fyrirtækisins. Fjöldinn geti því verið
vantalinn. Operu-menn kjósi hins vegar að
styðjast við lægri tölur. „Við viljum ekki ljúga
að okkur,“ segir hann.
Samkvæmt þessu eru notendur Opera-vafr-
anna á bilinu 20 til 25 milljónir talsins. „Það
jafngildir um 1,5 til tveggja prósenta af mark-
aðnum,“ segir Jon og bendir á að 1,4 milljarð-
ar manna geti notað netið að talið sé. En tals-
verðu munar á markaðshlutdeild milli landa.
„Við erum með minna en eitt prósent í Banda-
ríkjunum, á bilinu 2-3 prósent í Evrópu, veikir
í Kína en mjög sterkir í Rússlandi, Indónesíu
og í Austur- og Mið-Evrópu,“ segir Jon. „Svo
erum við með tíu prósenta markaðshlutdeild
í Noregi.“
Hann veit ekki um Ísland en telur hlutdeild-
ina hér um fjögur prósent. „Ég veit í raun
ekki hvers vegna við erum sterkir í einu landi
en ekki í öðru. Kannski vantar okkur stuðn-
ingsaðila sem ganga um og segja að við séum
bestir.“ Honum er full alvara enda hefur
vegur Operu-vafrans oftar en ekki verið lagð-
ur gullhömrum notenda. Raunar telur hann
helstu ástæðuna þá að skyndiminni vafrans
er betra en í öðrum og getur geymt vefsíð-
ur í allt að fimm daga og hægt er að sleppa
myndum sé þess er óskað. Það gerir vef rápið
léttara og sparar þeim tíma og pening sem á
þurfa að halda.
RISAR Á FARSÍMAMARKAÐI
Þótt Opera sé enn með tiltölulega litla mark-
aðshlutdeild á einkatölvumarkaðnum gegn-
ir öðru máli um farsímamarkaðinn. Þar ber
fyrir tækið höfuð og herðar yfir aðra. „Þar
erum við stærstir,“ segir Jon og brosir lítið
eitt.
Farsímavafrinn er einkar aðgengilegur og
geta þeir sem eiga nokkuð nýlega gerð far-
síma halað honum niður af vefsíðu fyrir-
tækisins og sett hann upp í símum sínum á ör-
skotsstundu. Vafrinn sníður vefsíður til fyrir
lítinn farsímaskjá og getur notandi stækkað
upp þann hluta síðunnar sem hann vill skoða
nánar hverju sinni. Þennan eiginleika ættu
þeir að þekkja sem prófað hafa iPhone-sím-
ana frá Apple. Sama tækni liggur á bak við
vafraútgáfuna í lófatölvum og öðrum smá-
tækjum. Sömu sögu er að segja um útgáf-
una sem Opera vann fyrir Wii-leikjatölvurnar
ásamt japanska tæknifyrirtækinu Nintendo.
Opera vinnur með öllum stærstu farsíma-
framleiðendum heims í dag en í fyrra hafði
Opera landað samningum við tuttugu far-
símafyrirtæki fyrir sextíu mismunandi síma.
Þarna eru á ferðinni öll þekktustu merkin,
farsímarisarnir.
„Við erum sterkastir í löndum sem eru
að vaxa, svo sem í Mið- og Austur-Evrópu, í
Rússlandi og í Indónesíu. Þar eiga oft fleiri
farsíma en tölvur og með þeim má komast
auðveldlega á netið,“ segir Jon og bætir við
að netsambandi sé víða ábótavant ef nánast
nokkuð, svo sem í Bangladess. „En svo er líka
gaman að geta hjálpað fólki þar að komast á
netið,“ segir hann. Bendir reyndar á að far-
símavafrinn er sömuleiðis nokkuð vinsæll í
Japan. „Það segir kannski eitthvað um gæðin
enda lítið um lélegar nettengingar þar,“ segir
hann og brosir í kampinn.
MARGAR NÝJUNGAR
Nokkur stór stökk eru tekin frá eldri vöfrum
í þeim nýja. Jon segir að mikið hafi verið
lagt í undirlagið, grunninn – og unnið betur
með möguleika netsins. Opera-Link er ein
nýjunganna. Möguleikinn býður netverjum
upp á að samþætta bókamerki í tölvuvöfrum
og farsímum og flytja minnispunkta óhindr-
að á milli tækja. Það sparar tíma og sporin.
„Þetta getur komið sér vel í verslunarleið-
angri þegar innkaupalistinn birtist í farsím-
anum. Þá þarf ekki að velta hlutunum fyrir
sér og getur gert leiðinlega ferð skemmtilega
stutta,“ tekur Jon sem dæmi um gagnsem-
ina. En fleira fellur til því nú er hægt að leita
eftir lykilorðum í vefsíðum sem hafa týnst frá
eldra vefrápi og óværuvörnin stórbætt. Er þá
fátt nefnt.
GOTT AÐ GEFA
Opera-vafrarnir hafa verið ókeypis frá upp-
hafi. Í fyrstu voru þeir fjármagnaðir með
auglýsingum. Þeim sleppti fyrir þremur
árum. Það þótt stórt skref og töldu margir
að ákvörðunin myndi ganga af fyrirtækinu
dauðu. En raunin varð önnur. „Við sögðum við
fjárfesta að nú myndum við fjarlægja auglýs-
ingar. Bentum þeim á að við myndum fá minni
tekjur tímabundið. Síðan myndu þær hækka,“
segir Jon og dregur upp blað úr tösku sinni
sem sýnir nákvæmlega hvernig spáin rætt-
ist. Tekjurnar drógust lítillega saman í fyrstu
en ruku upp um 56 prósent á milli fjórðunga.
„Tekjur okkar af fríum vafra fyrir borðtölvur
hafa aukist. Og þá eru ekki meðtaldir vafrar í
farsímum,“ bendir Jon á. „Þetta sýnir að það
er hægt að þéna pening þótt maður geri hlut-
ina ókeypis,“ segir hann. Tekjuhliðar Opera
liggja víða, svo sem í samstarfi við netleitar-
risann Google og fleiri fyrirtæki. „Með þessu
móti hefur okkur tekist að sleppa auglýsing-
um en fá peninga í kassann. Og við eigum
nóg, 500 milljónir norskra króna á bók,“ segir
hann. Það ætti ekki að væsa um fyrirtækið en
gerir þetta 7,6 milljarða íslenskra króna.
TAKK, MICROSOFT
Þrátt fyrir að nýi Opera-vafrinn sé nýkominn
út segir Jon þess stutt að bíða þar til nýjungar
líti dagsins ljós frá Operu Software. Hann
þakkar það því að Microsoft-menn – risarnir
á vaframarkaðnum – séu loksins byrjaðir að
vinna aftur. Þar á hann við að um sex ár hafi
liðið frá því Internet Explorer 6 kom út þar
til næsta stóra útgáfa leit dagsins ljós. Nú er
sú áttunda á leiðinni. „Microsoft hefur hald-
ið aftur af netinu í mörg ár. Nú þegar Micro -
soft hefur rumskað þá gerist hlutirnir hratt.
„Við teljum það mjög jákvætt að Microsoft sé
að koma með betri vafra. Það þýðir að maður
þarf að gefa út nýja hluti oftar en á tveggja
ára fresti,“ segir Jon en síðasta Opera-útgáfan,
Opera 9.0, er tveggja ára gömul.
Jon segir margar af nýjungum Explorer-
vafrans keimlíkar því sem Opera gerði fyrir
áratug. „Þeir sögðu reyndar fyrir átta árum
að þeir myndum líkja eftir okkur. Þeir eru að
ná því núna,“ segir Jon og bendir á að Opera-
menn muni alltaf hreyfa sig hraðar en hug-
búnaðarrisinn bandaríski.
Hann óttast ekki samkeppnina á vafra-
markaðnum. Þar tróni Microsoft yfir aðra.
Mozilla, sem setti nýja útgáfu af Firefox-
vafr anum á netið í gær, fylgir fast á eftir
en litlu guttarnir eru Safari og aðrir minni
spámenn. „Við erum vanir samkeppni og
sterkum keppi nautum. En hvað farsímana
snertir þá verðum við sterkir áfram. Þar hafa
allir aðrir gefist upp,“ segir Jon.
JON S. VON TETZCHNER Forstjóri Opera Software óttast ekki samkeppnina á vaframarkaðnum. Hann segir Opera
verða áfram sterkasta fyrirtækið á farsímamarkaði enda hafi keppinautarnir gefist fljótlega upp. MARKAÐURINN/VILHELM
Opera-vafrinn er sá besti, segir forstjórinn
Ný og endurbætt útgáfa Opera-vafrans kom út í síðustu viku. Jon S. von Tetzchner, forstjóri og annar stofnenda Opera
Software, segir í samtali við nafna sinn Jón Aðalstein Bergsveinsson að fyrirtækið ætli ekki að sitja lengi á næstu uppfærslu.
S A G A O P E R U
1994 Jon S. von Tetzchner og Geir
Ivarsøy þróa Opera 1.0 hjá
Telenor.
1995 Jon og Geir stofna Opera
Software í Ósló.
1996 Opera 2.0
1997 Desember – Opera 3.0
Opera 2.1 fyrir Windows
1998 Nóvember – Opera 3.5
2000 Desember – Opera 5.0
Júní – Opera 4.0
2001 Nóvember – Opera 6.0
Október – Opera-vafri í sjón-
vörpum
Maí – 5 milljón notendur.
2002 September – Opera í lófatölvu
2003 Ágúst – 10 milljónir notenda
Janúar – Opera 7.0
2004 Mars – Opera Software skráð á
markað í Noregi
2005 September – Opera 8.5
Ágúst – Opera mini í Noregi
Auglýsingaborðar teknir af
Opera–vafranum
Apríl – Opera 8.0
2006 Desember – Opera í Wii-leikja-
tölvum
Apríl – Opera 9.0
Febrúar – Opera Mini um heim
allan
Janúar – Opera í Nintendo DS
leikjatölvum
2007 19. júní – Opera Mini 4 beta
Apríl – Opera 9.2
2008 Júní - Opera 9.5
Opera-vafrinn var upphaflega
rannsóknarverkefni sem þeir
Jon Stephenson von Tetzchner
og Geir Ivarsøy unnu ásamt
fleirum innan veggja norska
landssímans, Telenor, árið
1994. Að því er sagan herm-
ir var ekki áhugi hjá Telenor
til að halda verkefninu áfram.
Þeir félagar sáu möguleik-
ana sem fólust í vafranum,
tryggðu sér hugverkaréttinn,
tóku föggur sínar og héldu þró-
uninni áfram á eigin vegum.
Fyrirtækið Opera Software
var svo stofnað í enda ágúst
1995 og leit fyrsta útgáfa
Opera-vafrans, Opera 2.1 fyrir
Windows-stýrikerfið, dagsins
ljós tveimur árum síðar. Fyrir-
tækið sjálft var skráð á mark-
að í mars fyrir fjórum árum.
Geir, sem var helsti hugbún-
aðarsérfræðingur fyrirtækis-
ins, lést langt fyrir aldur fram
árið 2006, þá 49 ára. Níunda
útgáfa Opera-vafrans, sem
kom út fyrir tveimur árum,
er tileinkuð minningu hans.
Jon stendur því einn eftir í
okkar heimi af stofnendum
fyrirtækisins.
Opera í 14 ár
FARSÍMI MEÐ OPERA-VAFRANUM
Eins og sést á myndinni eru vefsíður
ansi litlar á farsímaskjánum. Með Opera-
vafr anum er hægt að stækka upp það
efni sem farsímanotandi kýs að skoða
nánar. MARKAÐURINN/RÓSA