Fréttablaðið - 18.06.2008, Side 8

Fréttablaðið - 18.06.2008, Side 8
MARKAÐURINN 18. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T L andsmót hestamanna var fyrst haldið árið 1950 á Þingvöllum. Þá voru gestir um tíu þúsund talsins. Þó gestum hafi ekki fjölgað mikið síðan þá hefur umfang mótsins gjörbreyst og fyrirkomulag móts- ins er orðið allt annað. Í samtali við Markaðinn segja þau Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts, og Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, að nú orðið keppist fyrirtæki um að fá að fá kynningu og aðstöðu á mót- inu. Velta mótanna hafi aukist mikið á undanförn- um árum og gestafjöldinn líka þrátt fyrir að hann auk- ist ekki í sama hlutfalli. Þetta er átj- ánda landsmót hestamanna sem er hald- ið í ár. Mótin nú eru gjör- ólík frá því að keppendur riðu sumir hverju á Landsmót. Allur aðbúnaður, bæði hvað varðar áhorfend- ur og keppendur, sé gjörbreyttur og áherslan á góða aðstöðu hafi mikið breyst. ,,Hestar og knapar skila ávallt sínu en eigi mótið að takast vel þarf öll aðstaða að vera í topplagi, s.s. veit- ingar, hreinlætisaðstaða, allt skipulag og þjón- usta. Þetta má ekki vanmeta þrátt fyrir að ís- lenski gæðingurinn sé aðalmálið,“ segir Jóna Fanney. Hún segir að núorðið þurfi að byggja upp heilt þorp frá grunni með öllum innviðum sem geri það að verkum að mótið sé mjög viðamik- ið og að veltan aukist í takt við það. Varðandi fjölda gesta þá hafa þeir verið að rokka á milli níu og tólf þúsund síðustu árin og segir Jóna Fanney að stór þáttur í ákvarðanatöku íslenskra gesta sé á endanum veðrið. Ef gott veður er á landsmóti þá sé gestafjöldi yfirleitt í hámarki. Jóna Fanney og Haraldur taka fram að nú sé unnið að því að gera landsmótið fjölskyldu- vænna og nefna í því sambandi einkum tvennt. ,,Við erum að gera veglegt leik- og afþreyingar- svæði fyrir ungu hestamennina og frá fimmtu- degi bjóðum við uppá barnagæslu gegn vægu gjaldi. Jafnframt er áherslan á að bjóða ekki uppá dansleiki langt fram eftir nóttu. Við ein- faldlega byrjum fyrr að skemmta okkur og hættum fyrr, enda er hinn almenni hestaáhuga- maður mættur í brekkuna eldsnemma næsta morgun,“ segir Jóna Fanney. „Hvort við drögum úr tekjum með þess- um áherslum efa ég, því sá markhópur sem við erum að stíla inn á er stór, þ.e. hestaáhuga- menn í landinu og fjölskyldan öll. Þvert á móti tel ég að við séum einmitt að stækka markhóp- inn,“ segir hún. ÞREFALT FLEIRI ÍSLENSKIR HESTAR ERLENDIS Upphaf landsmóts segir Haraldur að megi rekja til framtaks þeirra Jónasar frá Hriflu, Guðjóns Samúelssonar og Runólfs Ólafssonar. Þeir hafi talað um að íslenska menningin sem tengdist íslenska hestinum mætti ekki týnast. Þeir lögðu því til fjármagn og hvöttu hesta- menn til að búa til nethring hringinn í kring- um landið til þess að standa vörð um ræktun og sýningu á íslenska hestinum. Það er grunnur- inn að því að landsmót hestamanna varð til. Síðan nefnir Haraldur alþjóðasamtökin FEIF sem er stytting á International Federation of Icelandic Horse Associations. Þetta eru al- þjóðasamtök þeirra sem eiga íslenska hesta. Félagar í samtökunum eru yfir sjötíu þúsund talsins frá nítján þjóðlöndum. Nýja Sjáland er nýgengið í FEIF og Ástralía er að banka á dyrnar. ,,Það eru fleiri íslenskir hestar erlend- is en hér heima,“ segir Haraldur. Hann telur að innan FEIF séu vel á vel á annað hundrað þús- und hrossa en hér heima eru þau í kringum sjö- tíu þúsund. Haraldur segir að þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins voru fyrst haldin útí Evrópu hafi skipuleggjendur hér heima horft til þeirra aðdáunaraugum en nú í seinni tíð hafi þetta snúist við. Undirbúningur landsmóta sé gríðar- legur og gott starf hefur verið unnið í gegnum árin. Þetta hefur skilað sér erlendis í aukinni aðsókn erlendra hestaunnenda. ,,Samkvæmt skýrslu sem samgönguráðuneytið lét gera árið 2003 þá koma 20 prósent erlendra gesta hingað eingöngu út af íslenska hestinum,“ segir Har- aldur. Miðað við framreiknaða útreikninga sem gerðir voru árið 2003 segir Haraldur að ís- lenski hesturinn og starfsemi tengd honum sé að velta a.m.k. í kringum 14 milljörðum í ís- lensku hagkerfi á ári hverju. Varðandi fjölda starfsmanna landsmóts segir Jóna Fanney að líklega verði þeir á bilinu 300 til 400 talsins þegar allt kemur til alls. HESTAMENNSKA ER ÍÞRÓTT Árið 2000 varð breyting á rekstri landsmóta þegar sérstakt einkahlutafélag var stofnað í kringum mótið. Fyrsta mótið sem rekið var á þeim forsendum var árið 2002. Haraldur segir að það hafi verið gert til þess að ná utan um þekkingu í kringum mótin og til þess að flytja hana áfram. Eigendur Landsmóts eru Lands- samband hestamannafélaga að tveimur þriðju og Bændasamtök Íslands eiga þriðjung. Jóna Fanney tekur fram að landsmót hafi ekki verið rekið með hagnaði síðustu ár en segir allar sínar áætlanir ganga út á að skila þessu móti með hagnaði. „Hestamann vilja búa við sömu skilyrði og aðrar íþróttagreinar í landinu gagnvart hinu opinbera,“ segir Haraldur. En bendir þó á að hestamennskan í landinu verði að fá að þróast á sinn hátt með sem minnstum afskiptum rík- isins. Hestaíþróttin verði hins vegar að njóta sama stuðnings og aðrar íþróttagreinar í land- inu. Þetta tekur Jóna Fanney undir og segir það þyngja róðurinn að þurfa að greiða háar fjár- hæðir í löggæslu og jafnvel heilsugæsluvaktir lækna. „Það kemur mér á óvart í undirbúningn- um hversu lítið samstarf er við hið opinbera. Ég veit ekki hvort þetta er skilningsleysi eða bara hreint áhugaleysi en ég hefði viljað sjá þetta samstarf mun öflugra,“ segir hún. Haraldur og Jóna Fanney telja að íslenski hesturinn sé stórlega vannýttur í landkynningu á Íslandi erlendis og að töluvert skorti á að bæði stjórnvöld sem og fjölmiðlar hafi skilning á því að um íþrótt sé að ræða en bætir við að kannski ELSA MAGNÚSDÓTTIR lætur gamminn geisa á Þyt frá Kálfhóli á síðasta Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKIPULEGGJENDUR LANDS- MÓTS Jóna Fanney og Haraldur ætla að gera landsmótið fjöl- skylduvænna og vilja leggja minni áherslu á dansleiki langt fram eftir nóttu. Myndin er tekin á bænum Laugardælum í Hraungerðishreppi og sjá má Ingólfsfjall í baksýn. SUNNLENSKA FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Risaskjáirnir komnir, kamrar Landsmót hestamanna fer fram á Gaddstaðaflötum á Hellu dagana 30. júní til 6. júlí. Hið átjánda í röðinni. Mikið hefur brey haldið árið 1950 á Þingvöllum þegar menn riðu á mótið. Skipuleggjendur vilja gera mótið fjölskylduvænna og minnka áher mótsins leggur áherslu á að hún ætli sér að skila mótinu með hagnaði. Annas Sigmundsson ræddi við skipuleggjendur mótsin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.