Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 Ú T T E K T sé það ekki síst hestamönnum sjálfum að kenna að þeir séu ekki nægilega duglegir með að koma upplýsingum á framfæri og að hesta- heimurinn sé kannski svolítið lokaður. Þau hafa fundið fyrir auknum áhuga á hestamennsku undanfarinn ár og telja það meðal annars skýrast af auknum frítíma fólks, almennri umhverfisvitund og eftir vill auknum ráðstöfunartekjum fólks. Hesta- mennska sé nokkuð dýr og tímafrek íþrótt. Haraldur nefnir að hækkandi olíuverð og hækkun á heyi gæti dregið úr möguleikum fólks til að sinna íþróttinni. Haraldur og Jóna Fanney vonast hins vegar til þess að gengisfall krónunnar geri það að verkum að fleiri erlendir gestir komi í ár og að hrossaræktendur fái einnig sinn skerð af þróun gengisins, þ.e. að meiri áhugi sé hjá erlendum aðilum að versla íslensk hross. Á móti komi hins vegar aukinn kostnaður fyrir mótshaldara vegna aðfanga erlendis frá, s.s. tjöld og stúkur, sem séu drjúgar upphæðir. Þau telja að það hljóti að vera gríðarlega mikil lyftistöng fyrir þau landssvæði þar sem Landsmót eru haldin að fá allan þennan fjölda í samfélagið. Margfeldisáhrifin nái langt út fyrir einstaka bæjarfélag, s.s. í allri ferðaþjónustu og verslun, það gefi augaleið þegar bæjarfélög fimmtánfaldist í íbúafjölda á einni viku að það skili sér í langan radíus. Í upphafi var það vilji manna að landsmót færu fram á Þingvöllum og sátt um það. Árið 1974 þurfti mótið hins vegar að víkja út af þjóðhátíðinni. Það hefur síðan þá verið haldið á nokkrum stöðum víðs vegar um landið. Þrjú síðustu mót og nú mótið 2008 hafa hins vegar verið haldin til skiptis á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Vindheimamelum í Skagafirði. Það megi þó alls ekki líta á það þannig að landsmót sé bundið við þessa tvo staði og segir Haraldur það einmitt vera í verkahring Landssambands hestamannafélaga að breiða hestamennskuna sem mest um landið. Jóna Fanney bætir við að það eigi enginn að vera í áskrift að Landmóti hestamanna. Nú sé til að mynda unnið að uppbyggingu á glæsilegri aðstöðu á höfuðborgasvæðinu þar sem gert sé ráð fyrir að keppni og sýning- ar fari fram innanhúss. Landsmót var haldið í Reykjavík árið 2000 og segja þau Jóna Fanney og Haraldur að mótið hafi gengið vel en að kannski hafi vantað uppá stemninguna sem fylgir því að halda slík mót úti á landi. FLESTIR FRÁ ÞÝSKALANDI Aðspurð segir Jóna Fanney að ekki sé til nein nákvæm úttekt á því frá hvaða löndum er- lendu gestirnir komi. Árið í ár ætti þó að gefa góðar vísbendingar þar sem Landsmót sé í góðu samstarfi við Icelandair með netmiða- sölu á mótið. Í kringum netmiðasölu verði til öflugur gagnagrunnur sem geti gefið margar góðar og gagnlegar upplýsingar sem hingað til hefur verið erfitt að halda utanum. Talað er um að 25 til 30 prósent af þeim sem sækja landsmót komi erlendis frá. Stór hluti hestaunnenda íslenska hestsins koma frá þýskumælandi löndunum, Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Þar á eftir komi gestir frá Skandinavíu, þ.e. frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Annars sé þetta mjög fjölþjóðleg- ur hópur og frá öllum heimshornum. Aðspurð um hvert landsmót stefni í fram- tíðinni segja þau að eftir mótið í ár verði farið í stefnumótunarvinnu. „Landssamband hesta- mannafélaga hefur þegar samið við Capacent Gallup um að sjá um þá vinnu. Landsmótin eiga orðið sína hefð en þurfa að sjálfsögðu að laga sig að breyttum áherslum og því sem máli skiptir hjá þeim fjölmörgu sem stunda hestaíþróttina í landinu,“ segir Haraldur. L A N D S M Ó T 2 0 0 8 Áætluð velta mótsins: 120-150 milljónir Fjöldi starfsmanna: 300-400 Áætlaður fjöldi gesta: 12.000-15.000 Áætlaður fjöldi hrossa: 1.000-1.200 Áætlaður fjöldi knapa: Yfir 500 manns Gunnar Arnarson, hrossarækt- andi og hestaútflytjandi, segist finna fyrir meiri viðbrögðum frá erlendum kaupendum eftir gengisfall krónunnar. Hann segir að markaðshorfur verði nú betri að loknu Landsmóti, en sala á hestum er einna mest að því loknu. Nú sé töluvert fýsi- legra fyrir erlenda aðila að fjár- festa í íslenskum hestum. Varðandi veltu í hestaútflutn- ingi segir Gunnar að lauslega áætlað nemi hún í kringum 600 milljónum á ári. Síðustu ár hafi verið seldir nálægt 1.500 hest- ar ár hvert. Verðið á þeim hefur verið frá nokkur hundruð þús- und krónum upp í á annan tug milljóna króna. Í einstaka til- fellum seljist þó stóðhestar á allt að fimmtíu milljónir króna. Aðspurður um áhrif hækk- andi verðs á olíu og heyi segir Gunnar að vissulega finni menn fyrir áhrifum af því. Hins vegar horfi hestamenn fram á eitt besta vor í áraraðir og því verði gríðarlegur heyfengur, eða tut- tugu til þrjátíu prósent meiri en í meðalári. Það muni jafna út aukinn kostnað. Stóðhestar seljast á allt að 50 milljónir króna GUNNAR ARNARSON hrossaræktandi og hestaútflytjandi segist finna fyrir aukn- um áhuga erlendra aðila að fjárfesta í íslenska hestinum eftir gengisfall krónunn- ar. Hér má sjá Gunnar á hryssunni Örk frá Auðsholtshjáleigu á Svínavatni í vetur. AÐSEND MYND/KRISTBJÖRG EYVINDSDÓTTIR „Ég held að áhrif Landsmóts séu al- gjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á land- inu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennsk- an er gífur lega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af land- inu og víða úr heiminum hefur auð- vitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarf- semi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lít- inn stað eins og Hellu. Allt gisti- pláss í nágrenninu sé löngu upp- pantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opin- bera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöð- um. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vind- heimamelum í Skagafirði. „Hesta- mennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélag- anna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við mark- aðssetningu á markaðssíðu ferða- málaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönn- um og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur lands- mót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skaga- firði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjalta- dal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistara- mót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamel- um í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem mynd- ast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félags skapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum. Áhrif Landsmóts eru ómetanleg EINAR KRISTINN GUÐFINNSSON sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra sótti fyrsta landsmót sitt árið 1966. Þá var hann tíu ára gamall og var í sveit í Skagafirði. Landsmót var þá haldið á Hólum í Hjaltadal. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.rnir farnir yst frá því að fyrsta landsmótið var rsluna á dansleiki. Framkvæmdastjóri s sem og aðra aðila sem því tengjast. „Það kemur mér á óvart í undirbúningnum hversu lítið samstarf er við hið opinbera. Ég veit ekki hvort þetta er skilningsleysi eða bara hreint áhugaleysi en ég hefði viljað sjá þetta samstarf mun öflugra.“ Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts „Hestamenn vilja búa við sömu skilyrði og aðrar íþróttagreinar í landinu gagnvart hinu opinbera.“ Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.